Morgunblaðið - 15.07.1981, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ1981
13
Með hvaða gler-
augum lest þú?
eftir dr. Hinrik
Frehen biskup
Hinn 28. júní birtist í Morgun-
blaðinu grein um Skálholt eftir
Halldór Laxness. Hún var ekki
fyrr komin fyrir almenningssjónir
en blaðakona frá þessu sama blaði
allt að því „réðst á mig“ og fór
þess á leit að ég segði skoðun mína
um greinina. Ég varð að játa að ég
hefði aðeins lesið hana lauslega og
spurði því, hvort ég fengi ekki
ráðrúm í fáeina klukkutíma til að
lesa hana betur og hugleiða efni
hennar, svo að ég gæti því betur
fjallað um hana. Því var þó ekki
að heilsa, þar sem prenta átti
athugasemd mína tafarlaust, og
ég var beðinn að svara fyrirspurn-
inni á stund og stað í símann.
Ég svaraði þess vegna með
fáeinum orðum, sem birtust dag-
inn eftir í blaðinu, ásamt athuga-
semdum Sigurbjörns biskups og
Friðjóns Þórðarsonar, dóms- og
kirkjumálaráðherra.
Ég hef ekki þennan stutta
inngang að máli mínu til þess að
bera mig upp undan framkomu
blaðakonunnar því að allir vita að
slíkir starfshættir fylgja nú einu
sinni hlutverki blaðamannsins,
heldur til þess að benda á að
sjálfur lít ég ekki á þessa túlkun
hugsana minna sem algera og
endanlega niðurstöðu mína varð-
andi þetta mál. Umfram allt hefði
ég viljað að niðurlag „athuga-
semdar" minnar, sem átti að lýsa
samkirkjulegri afstöðu minni,
hefði verið orðað í viðtengingar-
hætti, eins og hugsunin bak við
hana var, eða eitthvað á þessa leið:
„Ef um eitthvert vandamál væri
að ræða (varðandi Skálholt), þá
væri það auðleystara nú, á þessum
tímum samkirkjulegs vilja," og
þegar ég nefni „vandamál" á ég
frekar við „viðfangsefni", að
minnsta kosti eitthvað einfaldara
og annars háttar en ritdeilur,
ásakanir og getsakir.
Menn munu því skilja að ég varð
undrun lostinn, þegar ég sá í
Morgunblaðinu 9. júlí hvað séra
Heimir Steinsson hafði lesið í
svari mínu, eða réttar sagt „út úr“
því. Hann sér í því „framhald" af
því sem Halldór Laxness hafði
sagt í grein sinni, „kröfu til
Skálholts fyrir hönd rómversk-
kaþólsku kirkjunnar". Ennfremur
les hann út úr orðum mínum þá
niðurstöðu að „hann (þ.e.a.s. und-
irritaður) og lagsmenn hans
byggju yfir þeim draumi að
heimta Skálholt í eigin hendur".
„Þessi hugsmíð", segir séra Heim-
ir, „kemur nú á loft...“
Dr. Hinrik Frehen
„Það sem séra Heimir
les út úr orðum mín-
um, geta menn því
aðeins gert að þeir
setji upp skökk gler-
augu.“
Þegar ég las þetta og bar það
saman við viðtalið í Morgunblað-
inu, fór ég að halda að nú væru
augun farin að bregðast mér.
Ósjálfrátt flaug mér í hug hin
kunna túlkunaraðferð guðleys-
ingjans, sem vildi sýna fram á
með tilvitnun í Biblíuna að hann
hefði rétt fyrir sér. Þar stendur
nefnilega svart á hvítu að enginn
Guð sé til (sjá Sálm. 14,1 og 53,1).
Þar þarf ekki annað en að slíta
eina setningu úr samhengi við
aðra. (Eins og gert var þegar
yfirskriftin var sett á viðtalið við
mig: „Ekki ríkiskirkjan sem ætti
að vera þar“ sem er vitanlega ekki
sett þar samkvæmt mínum vilja.)
Það, sem séra Heimir les út úr
orðum mínum, geta menn því
aðeins gert að þeir setji upp skökk
gleraugu. Hver sá, sem les þessar
blaðaklausur á hlutlægan hátt,
þ.e. gleraugnalaust, án fyrirfram-
gerðra hleypidóma, hlýtur að við-
urkenna með mér að nú hafi séra
Nýr áætlunarbíll
Stykkishólmi, 13. júli.
NÝLEGA eignuðust hópferðir
Helga Péturssonar nýjan áætlun-
arbil. Hann er 44 manna, árgerð
1981, og mjög þægilegur og vel
útbúinn til áætlunarferða. Undir-
vagninn var byggður i Þýska-
landi en húsið i Belgiu. Kom
hann til landsins i tvennu lagi og
settu eigendur hann sjálfir sam-
an í verkstæðisbyggingu sinni
sem þeir hafa komið sér upp i
Kópavogi.
Bíllinn kom í fyrsta sinn í
Stykkishólm í dag í áætlunarferð
og var Haukur Helgason með
hann. Notaði fréttaritari Mbl. sér
þá að taka af honum meðfylgjandi
mynd.
Hópferðir Helga Péturs-
sonar veita Snæfellingum mikla
og dýrmæta þjónustu og ekki
versnar hún við tilkomu þessa
ágæta farartækis.
Fréttarttarl.
Heimir tekið við hlutverki Don
Quixotes og sé farinn að berjast
við vindmyllur. En ég vil hér með
lægja hafrótið í huga hans með
því að taka þetta fram: Ég hef
þegið hið vinsamlega boð Sigur-
bjarnar biskups að koma í Skál-
holt sunnudaginn 26. • júlí til þess
að taka þátt í Skálholtshátiðinni
með þeim kristnum mönnum, sem
hana sækja, og þá kem ég ekki
eins og nýr Jósúa, til þess að
ganga kringum múrana með bás-
únuþyt, þangað til þeir falla. Séra
Heimir mun því geta haldið áfram
blessunarríku starfi sínu, eftir þá
heimsókn sem áður, og njóta til
þess vinsamlegrar afstöðu minnar
og virðingar fyrir hinu ágæta
starfi hans.
Allt það, sem eftir fylgir í grein
séra Heimis og byggt er á framan-
greindri staðhæfingu hans, er sett
fram sem nánari skilgreining á
svonefndri kröfu minni til Skál-
holts, kröfu sem ég geri auk þess,
samkvæmt orðum séra Heimis, „i
umboði voldugustu kirkjudeildar
veraldar". (Og sé um draum að
ræða, er það þá ekki martraðar-
draumur?) En þar sem hann er að
berjast við vindmyllur, þarf ég
ekki að beita hér samskonar
brandi og hann bregður í hita
stríðsins. En hafi flögrað að ein-
hverjum, að eitthvert samband sé
á milli mín og Halldórs Laxness,
get ég hér með fullvissað þá um að
Halldór skrifaði grein sína ekki
samkvæmt ósk frá mér, enda vissi
ég ekkert um að hennar væri von.
Ég hlýt aðeins að bæta því við
þessi orð mín, að mynd hins vel
menntaða og vísindalega sinnaða
guðfræðings, séra Heimis, sem ég
hef fram að þessu talið til vina
minna, og ég vona að ég megi telja
hann það áfram, hefur orðið fyrir
þó nokkru hnjaski. Þegar ég les
enn einu sinni grein hans, get ég
ekki annað gert en setja í hana
spurningarmerki hér og þar við
staðhæfingar hans.
En allt það er óviðkomandi
ummælum mínum. Ég vil aðeins
endurtaka það, að frá mínum
bæjardyrum séð hefur „Skálholts-
málið“ tvær hliðar (eins og mörg
önnur mál af sama tagi): Önnur
hliðin er söguleg og hún er með
allt öðrum hætti en hin réttar-
farslega og réttarsögulega ... En
ég ætla að spara mér og lesendum
þann tíma, sem færi í að fjalla til
hlítar um „röksemdir" séra Heim-
is. Og svo ég bregði að lokum fyrir
mig latnesku orðtæki (sem þó ber
ekki að líta á sem „Punctum
saliens"), þá vildi ég í allri vin-
semd beina því til séra Heimis: „Si
tacuisses, philosophus mansisses"
— ef þú hefðir þagað, hefðir þú
(að minni hyggju) haldið áfram að
vera heimspekingur.
Reykjavík, á hátíð heilags
Benedikts, en líf hans og
starf var hið mikilvægasta
fyrir trúar- og menningarlíf
íslendinga.
Ilinrik biskup Frehen.
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
ROTTERDAM:
Arnarfell ....... 29/7
Arnarfell ....... 12/8
Arnarfell ....... 26/8
ANTWERPEN:
Arnarfell ....... 17/7
Arnarfell ....... 30/7
Arnarfell ....... 13/8
Arnarfell ....... 27/8
GOOLE:
Arnarfell ....... 27/7
Arnarfell ....... 10/8
Arnarfell ....... 24/8
LARVÍK:
Helgafell ....... 30/7
Helgafell ....... 10/8
Helgafell ....... 24/8
GAUTABORG:
Helgafell ....... 29/7
Helgafell ....... 11/8
Helgafell ....... 25/8
KAUPMANNAHÖFN:
Helgafell ....... 28/7
Helgafell ....... 12/8
Helgafell .'..... 26/8
SVENDBORG:
Hvassafell ...... 17/7
Helgafell ....... 27/7
Dísarfell ....... 29/7
Helgafell ....... 13/8
Helgafell ....... 27/8
HELSINKI:
Dísarfell ....... 24/7
Dísarfell ....... 19/8
GLOUCESTER, MASS:
Jökulfell ....... 31/7
HALIFAX, KANADA:
Jökulfell .......... 3/8
6 SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101
i M Al lil.YSIV.ASIMIW ER: »*•« ^ ^=^=«=^12 Jtlorounblnbiö
Þrýstimælar
Allar stæröir og gerðir
Jfe_LL
^Ö(U)P(l^öQJl®Q=0(r
<§t
Vesturgötu 16, sími 13280
Léttar, liprar,
ödýrar
512 D. Stórt og greinilegt
takkaborð. 12 stafir, innog út.
4ra takka minni. Vinnsluteljari.
Strimill og Ijósaborð. Svart/rautt
litaband.
112 D. Strimill og Ijósaborð.
Lítil, handhæg. 4ra takka minni.
Sjálfvirk prósenta. Vinnsluteljari.
12 stafir, inn og út.
I....Jl
(OMIC) 112 D
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
Hverfisgötu 33
Simi 20560
(OMIC) 512 D