Morgunblaðið - 15.07.1981, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1981
15
Andófs-
kona leidd
fyrir rétt
Moskvu. 14. júlfi. AP.
SOVÉZKA andófskonan Irina
Grivnina var í da>f leidd fyrir
rétt í Moskvu, en hún hefur verið
ásokuð um að dreifa óhróðri um
Sovétríkin.
Grivninu var stungið í fangelsi i
september í fyrra, er látið var til
skarar skríða gegn starfshópi er
fjallaði um meinta misnotkun
geðlækninga í fangelsum. Fimm-
menningarnir er störfuðu í starfs-
hópnum eru allir á bak við lás og
slá.
Grivnina á átta ára gamla
dóttur. Andófskonan á yfir höfði
sér allt að þriggja ára fangelsis-
dóm eða eins árs vist í þrælkunar-
búðum.
Misheppn-
að hjólrán
Stokkhúlmi. 14. júll. AP.
SEXTÁN ára stúlka neyddi
fertugan hjólreiðamann til að
nema staðar og krafðist þess
að hann gæfi sér hjólhest sinn i
Kristianstad i dag, að sögn
lögreglu.
Þegar hjólreiðamaðurinn
neitaði að verða við kröfu stúlk-
unnar, hótaði hún honum með
stórum brauðhníf og hafði af
honum gullfesti er hann bar um
hálsinn.
Stúlkan forðaði sér í burtu,
en var síðan handsömuð.
Veður
víða um heim
Akureyri 11 alskýjaó
Amsterdam 19 heióskírt
Aþena 31 heióskírt
Barcelona 28 léttskýjað
Berlín 21 skýjaö
Brussel 21 skýjaó
Chicago 31 heíóskírt
Denpasar vantar
Dublin 19 heiðskírt
Feneyjar *26 léttskýjaó
Frankfurt 21 rigning
Færeyjar 13 skýjaö
Genf 22 skýjaó
Helsinki 21 skýjaó
Hong Kong 31 heiðskírt
Jerúsalem 20 heiöskírt
Jóhannesarborg 20 heiðskírt
Kairó 35 heióskírt
Kaupmannahöfn 19 skýjað
Las Palmas 24 léttskýjaó
Lissabon 39 heióskírt
London 21 heiöskírt
Los Angeles 33 mistur
Madrid 34 heiöskírt
Malaga 28 heióskírt
Mallorka 28 léttskýjað
Mexicoborg 21 heióskírt
Miami 30 skýjaö
Moskva 28 heiðskírt
Nýja Dehlí 34 rigníng
New York 34 heiðskírt
Osló 18 skýjaö
París 21 skýjaó
Perth vantar
Reykjavík 12 úrkoma
Ríó de Janeiro 30 skýjaó
Rómaborg 30 skýjað
San Francisco 24 heióskírt
Stokkhólmur 23 skýjað
Sydney 16 úrkoma
Tel Aviv 30 heióskírt
Tókýó 30 rigning
Vancouver 16 rigning
Vínarborg 20 skýjaö
Lögregla efld
vegna óeirða
1/ondon. 14. júlfi. AP.
MARGRÉT Tatcher forsætisráð-
herra tilkynnti í dag. að hrezku
lögreglunni hefði verið veitt leyfi
til að beita gúmmíkúlum. vatns-
byssum búnum háþrýstibúnaði
og táragasi til að bæla niður
óeirðir í Englandi, Wales og
Skotlandi. Hingað til hefur
hrezka lögreglan ekki haft leyfi
til að grípa til þessara „vopna“.
Sex lögreglustjórar úr enskum
borgum halda á morgum til
Norður-írlands, þar sem þeir fá
leiðbeiningar um hvernig fást
skuli við uppreisnarseggi.
Thatcher tilkynnti í þinginu, að
mjög aökallandi væri að endur-
skoða lög um meðferð óeirða-
seggja og bönn við uppþotum.
Varð Tatcher fyrir mikilli gagn-
rýni þingmanna Verkamanna-
flokksins, er sögðu óeirðirnar að
undanförnu vera beina afleiðingu
af stefnu stjórnar hennar.
Til nýrra óeirða kom í dag í sex
enskum borgum, en þær voru
minniháttar, að því er segir í
fréttaskeytum.
Sterlingspundið lækkaði í verði
á gjaldeyrismörkuðum í dag, og er
rætur lækkunarinnar að rekja til
óeirðanna á Bretlandseyjum síð-
ustu 11 daga. Dollarinn hækkaði
alls staðar í verði gagnvart helztu
gjaldmiðlum.
Þýzkir skipstjórar
dæmdir í Bretlandi
Stornoway. 14. júlfi. AP.
TVEIR vestur-þýzkir skipstjórar
voru i dag dæmdir fyrir meintar
ólöglegar síldveiðar við Suðureyj-
ar og var afli þeirra gerður
upptækur. Skipstjórarnir hlutu
hins vegar enga sekt.
Togararnir tveir voru teknir við
Suðureyjar um helgina, og færðir
til hafnar. Skipstjórarnir, Man-
fries Mehlich á Hanover og Wolf-
gang Jewiese á Kiel, kváðust
saklausir og báru því við, að
Efnahagsbandalag Evrópu hefði
aldrei viðurkennt fiskveiðilögsögu
Breta. Þeir kváðust einnig hafa
leyfi stjórnarinnar í Bonn til veiða
á umræddu svæði.
Alls var afli togaranna 102
smálestir af síld, og er aflaverð-
mætið yfir 60.000 sterlingspund.
Togararnir komast ekki að
bryggju í Stornoway, sökum
stærðar sinnar, og standa yfir
viðræður um með hvaða hætti
aflaupptakan skuli fara fram.
Starfsmenn
KGB reknir
f rá Malaysíu
Kuala I.umpur. Malaysíu. 13. júll. AP.
ÞRIR starfsmenn sovézku utan-
ríkisþjónustunnar voru reknir frá
Malaysíu á mánudag fyrir njósnir.
Helzti aðstoðarmaður forsætis-
ráðherra Malaysíu var handtekinn
um leið. Ghazali Shafie, innanrík-
isráðherra, sagði, að „KGB-full-
trúunum“ hefði tekizt að tala
hann yfir á sitt band.
Iðunn gefur út á annað
hundrað bókatitla í haust
NÝ BÓK eftir Þórarin Eldjárn er
væntanleg frá Bókaútgáfunni Ið-
unni í haust. að þvi er Valdimar
Jóhannsson. forstjóri Iðunnar
sagði í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins. Valdimar sagði
að hér væri um að ræða safn
smásagna eftir Þórarin. en áður
er hann einkum kunnur fyrir ljóð
sín og leikrit. leikrit meðal ann-
ars í samvinnu við þá Davíð
Oddsson og Ilrafn Gunnlaugsson
undir höfundanafninu Þórður
Breiðfjörð.
Valdimar sagði að mikill fjöldi
annarra bóka væri væntanlegur
frá Iðunni í haust, og alls myndu
titlarnir verða á annað hundrað.
Þar sagði Valdimar að kenndi
margvíslegra grasa. Nefna mætti
myndarlega matreiðslubók,
þýdda, viðtalsbók eftir Ingu Huld
Hákonardóttur, þar sem hún
ræddi við verkakonur, og þriðja
bindi verksins Mánasilfur er
væntanlegt. Þá koma út sagnir og
sögur frá Jökuldal, Af Jökuldals-
mönnum og fleira fólki, ný ungl-
ingabók eftir Ármann Kr. Ein-
arsson, bók eftir Magneu frá
Kleifum og barnabók eftir Guð-
rúnu Helgadóttur.
Ýmislegt fleira sagði Valdimar
vera í farvatninu, en þó ekki allt
frágengið enn. Til dæmis væri
óvíst hvort í haust kæmi út þriðja
bindið af sögunni um Andra eftir
Pétur Gunnarsson, og einnig væri
ekki víst hvort ný skáldsaga eftir
Magneu J. Matthíasdóttur kæmi
út i haust.
Ákveðið er á hinn bóginn að út
komi enn ein bókin í bókaflokkn-
um um „Aldirnar". Hér er á
ferðinni Öldin sextánda, síðara
bindið, en það fyrra kom út í
fyrra. Höfundur er Jón Helgason,
ritstjóri, sem er nýlátinn. Hafði
hann gengið frá handriti sínu áður
en hann lést fyrir fáum dögum.
Valdimar sagðist ekki búast við að
fleiri bindi kæmu út af Öldunum,
ekki aftur í tímann, að minnsta
kosti. Nú næðu bækurnar saman
frá því um 1500 til vorra daga, og
yrði varla farið lengra aftur í
tímann.
Enn sagði Valdimar að nefna
mætti ljóðabók eftir Stefán Hörð
Grímsson væri væntanleg frá Ið-
unni í haust. Stefán Hörður er
fyrir löngu þjóðkunnur fyrir ljóð
sín, og ekki á hverju ári sem hann
sendir frá sér nýja ljóðabók.
Fyrir fjölbýlishús, þvottahús, hótel, sjúkrahús o.fl.
Nýjar geröir þvottavéla
frá 7 kg til 32 kg.
Þurrkarar og
þeytivindur.
Þvottavél W-74, 7 kg.
&
Þeytivinda C-84, 8 kg.
Þurrkari TT-310, 8—14 kg.
Síðasta sending
á mjög
hagstæðu verði
Leitið
upplýsinga