Morgunblaðið - 15.07.1981, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.07.1981, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLI1981 Islenzka esperantosambandið: Alþjóðleg menningar- vika í Stykkishólmi DAGANA 18.—24. júní nk. verður efnt til alþjóðlegrar menninKarviku í Stykkishólmi á venum íslenska esperant<h samhandsins. Verður þar fjall- að um ýmis menninKarmálefni <>K náttúra landsins skoðuð, auk þess sem þátttakendur munu þar æfa sig i notkun alþjóðamálsins esperanto. Munu umra>ður einKóngu fara fram á þvi máli. enda verða nokkrir erlendir esperantistar meðal þátttakenda. Margeir í 4.-11. sæti 1. ÍTT þekktur sænskur titillaus skákmaóur kom mjoif á óvart á alþjoólcKu móti i Hamborx. en mótinu lauk um síóustu helKÍ. Illaut Svíinn 9 vinninxa af 11 moKuleKum ok varó einn i efsta sætinu. Schneider. alþjóðleKur meistari. einnÍK frá SvíþjM. varó i 2. sæti með 8V2 vinninK ok stór- mristarinn Radulov frá BúlKariu varð í 3. sæti með 8 vinninKa. Margeir Pétursson var meðal þátttakenda á mótinu og varð hann í 4.—11. sæti með Vk vinning. Jafnir honum voru meðal annars Kirov, stórmeistari frá Búlgaríu, og Aake- son, alþjóðlegur meistari frá Sví- þjóð. Fjórir stórmeistarar tóku þátt í móti þessu. Fyrirfram var búist við, að Short frá Englandi yrði í einu af efstu sætunum og sannarlega var útlit fyrir það eftir 5 umferðir, en Short vann 5 fyrstu skákir sínar. Þá gerði hann jafntefli og tapaði síðan þrem- ur skákum í röð, þannig að mögu- leikar hans voru orðnir næsta litlir. Samtals fékk Short 6'k vinning á móti þessu. Ýmsit áhugaverðir fyrir- lestrar verða á dagskrá. Má þar nefna fyrirlestra um jarðfræði og landafræði Snæfellsness og um sögu þess og sögustaði, svo og fyrirlestra um bókmennta- leg efni. Einnig verður rætt um fyrirhugaða útgáfu sýnisbóka íslenskra bókmennta á esper- anto. Þá verða fluttir fyrir- lestrar um kínverska og jap- anska menningu og esperanto- hreyfinguna í þeim löndum. Meðal fyrirlesara verða Hall- grímur Sæmundsson yfirkenn- ari, dr. Eysteinn Sigurðsson, Árni Böðvarsson cand. mag., sr. Hugh Martin, Ólafur S. Magn- ússon kennari og Ragnar Bald- ursson, sem nýlokið hefur námi í Kína og Japan. Einnig verður haldinn aðal- fundur Islenska esperantosam- bandsins á menningarvikunni, þann 20. júlí. (FrpttatilkynninK frá Islrnska rsprrantn — samhandinu) INTERNACIA KULTURA SEMAJNO Ljósmynd Mbl. Guðjón Nú er unnið að undirbúningi og jarðvegsskiptum vegna fyrirhugaðrar byggingar nýrra búningsklefa ok baða við sundlaugina i Laugardal. Jarðvegsskiptum er að ljúka og uppsteypa hússins verður boðin út innan skamms. Með nýju bað- og búningsklefunum mun öll aðstaða batna verulega og þar sem böð <>k búningsklefar eru nú verða sett upp gufuböð <>k aðstaða til heilsuræktar. Þá verður i nýju viðbygKÍngunni aðstaða til veitingasölu með smáu sniði og má því búast við að vel fari um þær hundruðir þúsunda sundlaugarKesta, sem árlega lcKKÍa leið sina i LauKardalinn, þegar breytingunum verður lokið. Augnsýn, ekki Augsýn Einn stafur féll niður í nafn nýrrar gleraugnaverzlunar Hafnarfirði, sem skýrt var frá blaðinu í gær. Verzlunin heitir Augnsýn en ekki Augsýn. Hækkanir ákveðnar á sviði almannatrygginga Stykkishólmur, Islando, 18-24 Julio 1981 AÐ UNDANFÖRNU hafa ýmsar rcKluKerðir verið gefnar út í heilhrigðis- ok tryKKÍngamála- ráðuneytinu á sviði almanna- tryKKÍnKa. segir í frétt frá heil- brÍKðis- ok tryKKÍngamálaráðu- neytinu. 1. Ákveðið hefur verið að hækka svokallað „frítekjumark", en innan þess marks eru þær tekjur sem lífeyrisþegar mega hafa án þess að tekjutrygging skerðist. Hækkunin var um 56% og giidir hið nýja „frítekjumark" frá 1. júlí sl. Upphæðin er kr. 10.800 á ári hjá einstaklingi en 15.200 kr. hjá hjónum. 2. Þá hefur verið gefin út reglu- gerð um hækkun á svokölluðum bensínstyrk, sem veittur er þeim öryrkjum sem hreyfihamlaðir eru svo mjög að þeir komast ekki ferða sinna án bifreiðar. Hækkun- in nam 50% og miðast við 1. júlí sl. Verður bensínstyrkur þessi nú 1.500 kr. á ári. Alls nutu styrksins um 130 manns á fyrrihluta þessa árs. 3. Ákveðið hefur verið að greiðslur samlagsmanna fyrir lyf verði frá 1. júli sl. kr. 16.00 fyrir innlend lyf, en kr. 42.00 fyrir erlend lyf. Þá greiða aldraðir og öryrkjar kr. 8.00 og kr. 21.00 fyrir hverja afgreiðslu lyfja. Greiðslur samlagsmanna fyrir sérfræði- læknishjálp, rannsóknir og röntg- engreiningu verða 42.00 kr. en elli- og örorkulífeyrisþegar greiða Heilbrigðisráð Hafnarfjarðar: Frábiður sér að taka þátt í því marklausa starfi sem felst í samþykkt bæjarstjórnar um hundahald Á FUNDI í heilbrigðisráði Hafnarfjarðar síðastliðinn mánudag var samþykkt ein- róma eftirfarandi ályktun varð- andi samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um rýmkun hundahalds í hænum: Eftirfarandi var samþykkt á fundi heilbrigðisráðs Hafnar- fjarðar á fundi 13.7.1981, varð- andi breyttar reglur um hunda- hald, sem bæjarstjórn Hafnar- fjarðar hefur samþykkt, á fundi sínum 30.6.1981. Með vísan til samþykktar bæj- arstjórnar Hafnarfjarðar frá 30.6.1981 er varðar hundahald í Hafnarfirði vill heilbrigðisráð taka eftirfarandi fram: I fyrsta lagi harmar heilbrigð- isráð samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um rýmkun hundahalds í bænum, en ákvörð- un þessi gengur þvert á sam- þykkt heilbrigðisyfirvalda á liðnum árum er mál þetta varðar og því starfi sem heilbrigðisyf- irvöld hafa haft í frammi til að settum reglum sé fylgt. Heilbrigðisráð telur að þau ákvæði sem bæjarstjórn setur sem skilyrði fyrir hundahaldi séu marklaus í framkvæmd og vísar til reynslu Garðabæjar í því sambandi. Komið hefur í ljós að mikið skortir á að settum reglum sé framfylgt af eigendum hunda þar í bæ og sá kostnaðar- auki sem bæjarfélagið hefur haft vegna þess, hefur lítið skilað sér í reynd, hvað varðar bætt ástand. í öðru lagi telur heilbrigðis- ráð, þó svo ekki hafi tekist að framfylgja að öllu leyti, settum reglum um hundahald í bæhum, að þau ákvæði sem hafa verið í gildi hafi í reynd spornað gegn fjölgun hunda. Ljóst er að fjöl- mörg vandamál hafa skapast í skjóli ófullkominna reglna og vegna virðingarleysis einstakra aðila við settum reglum. Með þeirri samþykkt sem bæj- arstjórn hefur nú gert muni hlutfallsleg fjölgun hunda í bænum verða umtalsverð og stórauka þann óþrifnað og slysa- hættu, sem samfara er fjölgun hunda. í þriðja lagi lýsir heilbrigðis- ráð yfir undrun sinni og van- þóknun á að bæjarstjórn skuli ekki leita eftir faglegri umsögn þeirra aðila, sem ætlað er að sjá um framkvæmd þessara mála og í því sambandi má spyrja, hvaða tilgang nefndir á vegum stjórn- sýslu bæjarins hafi í ákvarðana- töku á vegum bæjaryfirvalda. Heilbrigðisráð vill þó benda bæj- arstjórn á ákvæði laga nr. 12 frá 1969 um hollustuhætti og heil- brigðiseftirlit, þar sem kveðið er á um, að ef ágreiningur sé á milli heilbrigðisyfirvalda og sveita- stjórnar, sé hægt að skjóta þeim ágreiningi til heilbrigðiseftirlits ríkisins. Þar sem ljóst er að með einhliða ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar er varðar hunda- hald er slíkur ágreiningur fyrir hendi og mun heilbrigðisráð leggja þetta mál fyrir heilbrigð- iseftirlit ríkisins. í fjórða lagi frábiður heil- brigðisráð sér að taka á ein- hvern hátt þátt i marklausu starfi, sem felst í samþykkt bæjarstjórnar um hundahald og telur eðlilegast m.a. þar sem bæjarstjórn hefur ekki talið nauðsynlegt að leita umsagnar heilbrigðisyfirvalda í máli þessu, að bæjarstjórn fari sjálf eða feli öðrum aðila innan stjórnsýslu bæjarins að hafa ábyrgð á fram- kvæmd og afleiðingum þeirra ákvarðana, sem hún hefur tekið í máli þessu. í fimmta lagi vill heilbrigðis- ráð vekja athygli bæjarstjórnar á því að mjög skiptar skoðanir eru meðal bæjarbúa um mál þetta og er það álit heilbrigðisyf- irvalda að meirihluti íbúa í Hafnarfirði sé mótfallinn hundahaldi í bænum. Er það skoðun heilbrigðisráðs að, þar sem ljóst virðist að meirihluti bæjarstjórnar telur mikilvægt að leyfa hundahald í bænum, eðlilegt og sjálfsagt væri að leita eftir því við næstu alm. kosn- ingar hver vilji bæjarbúa sé í reynd í þessu máli. Minnt skal á að bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur leitað eftir slíkri umsögn í máli, sem vitað var að skiptar skoðanir væru um meðal bæjar- búa. I sjötta lagi skorar heilbrigð- isráð á bæjarstjórn Hafnar- fjarðar að taka mál þetta til endurskoðunar og að haldið verði við þau ákvæði sem kynnt voru í drögum að lögreglusam- þykkt fyrir Hafnarfjörð og heil- brigðisráð fjallaði um. Heilbrigðisráð getur fyrir sitt leyti fallist á tillögu sem fram kom í bæjarstjórn þann 30. júní sl. að eigendum sem hafa hunda í leyfisleysi sé veittur frestur til næstu áramóta til að fjarlægja þá úr bænum. 21.00 kr. Greiðslur samlagsmanna til heimilislækna eru frá 1. júlí kr. 10.00 fyrir viðtal á stofu en kr. 20.00 fyrir vitjun til sjúklings. Kostnaður ríkisins vegna lyfja verður á þessu ári um 90 millj. kr. (9.000 millj. gkr.) og má ætla að ríkið greiði alls um 60% af lyfjakostnaði vegna þeirra sem eru utan sjúkrahúsa. 4. Breytingar hafa verið ákveðnar á reglum um þátttöku ríkisins í kostnaði vegna tækja fyrir heyrnarskerta, þannig að reglurnar taki til bárna og ungl- inga til loka skólaskyldualdurs. Gjald fyrir heyrnarmælingar Heyrnar- og talmeinastöðvar ís- lands á vinnustöðum er nú kr. 42.00. Að öðru leyti er þjónusta stöðvarinnar veitt án endurgjalds. 5. Gerðar hafa verið breytingar á reglum um greiðslur almanna- trygginga á lyfjakostnaði vegna vefjaaukandi lyfja og takmarkast greiðslan nú við sérþarfir sjúkl- inga og útgáfu lyfjaskírteinis frá trúnaðarlækni sjúkrasamlags. Ástæðan fyrir þessari breytingu er sú að talið er, að lyf þessi kunni ella að vera misnotuð. 6. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið og Trygginga- stofnun ríkisins hafa gengið frá sérstakri hækkun sk. „vasapen- inga“ handa þeim sem eru lang- dvölum á dvalarheimilum aldr- aðra eða öryrkja en hafa engar tekjur né lífeyri, er greiddur hefur verið dvalarkostnaður í viðkom- andi stofnun. Hér er um að ræða alls um 1740 einstaklinga. Nemur hækkunin 33,4% og er hún um- fram aðrar hækkanir á þessu ári vegna verðlagshækkana. Hækkun- in tekur gildi frá 1. mars og verður afgreidd til þeirra viðskipta- manna trygginganna, sem rétt eiga á „vasapeningunum" frá næstu mánaðamótum. „Vasapen- ingar" þessir voru kr. 314 á mánuði en verða kr. 453 á mánuði og er þá innifalin 8,1% vísitölu- hækkun 1. júní 1981. £> INNLENT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.