Morgunblaðið - 15.07.1981, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1981
ást er...
... ad feröast sam-
an.
TM Rea U.S. Pat. Off.—all rights reserved
© 198 f Los f 'getes Times Syndicate
l»eir se»íja hér, art við krufninKU
komi það alltaf i ljús hafi
dánarorsókin verið hlásýra!
I»aú tekur að vísu lenKri tíma,
en það er miklu auðveldara.
HOGNI HREKKVlSI
„ b£7~r4 £~R A/ýj4 íSyA//t/oM/D /IA//S
ki ***’
jj n JtS I wtm r n i
EM.. jprrj ■ ii! íjf
Martröð í Miöbænum
Kæri Velvakandi.
Föstudaginn 9. þ.m. átti ég
erindi niður í gamla Miðbæ. Þá
var skemmtilegt að koma í
Austurstræti. Markaðir voru þar
í fullum gangi og gatan iðandi af
sóldýrkendum á öllum aldri.
Veðrið var í einu orði sagt
himneskt. Á slíkum dögum er
gaman að vera til. Ég flýtti mér
að skjótast inn í Landsbankann
til að ljúka erindi mínu og
komast sem fyrst út í sólina.
Þegar ég hafði gengið nokkurn
spöl á þessum sælustað verður
mér litið upp í Bakarabrekkuna.
Þar blasti við mér sjón sem ég
mun seint gleyma. Það var
nefnilega búið að eyðileggja tún-
ið fyrir neðan Bernhöftsbakarí-
ið.
Ég er nú búin að vera hér í
höfuðstaðnum í 67 ár. Kom
hingað 3ja ára að aldri. Hefi
lifað tvær heimsstyrjaldir ásamt
þorskastríði, plús öll þau undur
sem orðið hafa á þessari vorri
vísindaöld. En hervirki sem
þetta uppátæki er einhver hin
mesta fjarstæða sem ég hefi
mátt horfa upp á í vöku. Að vísu
kemur það fyrir að mann dreym-
ir svona hrikalega vitleysu og
hlær þá gjarnan að morgni. Þá
er viðkvæðið jafnan þetta: „Get-
ið þið nú bara hvað mig var að
dreyma í nótt.“
Hverjum hefði dottið í hug að
á sama tíma og verið er að
lagfæra húsakostinn á Bern-
höftstorfu, skuli vera drifið í því
að gjöreyðileggja lóðina? Fólkið
sem hefur verið þarna viðloðandi
í bænum hlýtur að hafa gengið
með bundið fyrir augun. Það
virðist ekki hafa séð hvernig
verið var að rífa upp sjálfa
Torfuna. Það er ekki fyrr en frú
Rannveig Tryggvadóttir stingur
niður penna til að benda okkur á,
sem ekki höfum barið skaðann
augum, hvað þarna er raunveru-
lega að gerast, að fólk fer að
taka við sér. Þökk sé þeirri
ágætu konu.
Siðastliðinn laugardag kl. 2
e.h. var fundur haldinn á Torf-
unni. Honum stýrði Þorsteinn Ö.
Stephensen, leiklistarstjóri.
Ræðumenn voru Sigurður A.
Magnússon rithöfundur og Edda
Þórarinsdóttir leikkona. Þar var
skorað á borgarbúa að mótmæla
þessu fáránlega hermdarverki,
og mótmælaseðlum útbýtt til
fundarmanna, eins og komið
hefur fram í Ríkisútvarpinu.
Fari nú svo að andófsmönnum
verði ekki sinnt, ætti það að vera
verðugt verkefni öllum gömlum
Reykvíkingum, sem fótavist
hafa, að standa vörð í Bernhöfts-
gryfjunni og hindra frekari að-
gerðir, uns skarð þetta hefur
verið fyllt á ný og blettinum
komið undir græna torfu í bók-
staflegum skilningi.
Gamall Reykvíkingur.
Hvar er lögreglan í Reykjavík?
Kæri Velvakandi.
Miðbærinn hefur oft verið
fullur af léttklæddu og
ánægðu fólki í góða veðrinu
undanfarið, og mikill fjöldi
erlendra ferðamanna setur
skemmtilegan svip á bæjarlíf-
ið. En samt hvílir mikill
skuggi yfir — fyllibyttur og
dópistar hanga við Útvegs-
bankann en eldra fólk eða
þreyttir ferðalangar, sem
gjarnan vildu tylla sér á bekki
þá sem eru meðfram veggjum
bankans, geta það ekki því
þeir eru yfirleitt uppteknir af
drykkjulýð eða dópistum. Og
væri eldri maður eða ferða-
langur svo heppinn að fá sæti
þarna er honum varla vært
þar.
Laugardaginn 11. júlí bar
mest á erlendum ferðamönn-
um í miðbænum en þar var
einnig allmikið af drykkjulýð,
sem var að abbast upp á
vesalings ferðamennina. Það
er glæsileg mynd sem þeir
munu minnast héðan frá
Reykjavík.
En aldrei sér maður lög-
reglu í miðbænum — ef lög-
reglan léti sjá sig öðru hverju
og ræki lýðinn á brott, væri
bæjarlífið öllu skemmtilegra.
Þessir hringdu . . .
Bílastæðaskortur
í miðbænum
Skrifstofumaður hringdi og
kvartaði undan skorti á biiastæð-
Þeir sem áður héldu til á
Arnarhólstúni hafa nú lagt
undir sig bekkina við Útvegs-
bankann. Ég spyr, á þetta að
líðast? Hvar er blessuð lög-
reglan sem á að vernda borg-
arana? Ég skora á lögregluyf-
irvöld að taka í taumana, áður
en það verður um seinan.
V.S.
um í miðbænum. „Þetta er alls
ekki nýtt vandamál en ég held að
ástandið sé sífellt að versna. Ég
hef unnið á skrifstofu í miðbænum
í tæplega 10 ár og keyri í vinnuna
ofan úr Breiðholti. Yfirleitt hefur
mér tekist, með útsjónarsemi og
frekju, að leggja bílnum mínum
einhversstaðar í grennd við vinnu-
staðinn en nú er mjög farið að
harðna á dalnum í því efni.
Morgun eftir morgun kemur mað-
ur að öllum bílastæðum yfirfull-
um — stundum hef ég neyðst til
að leggja úti í Tjarnargötu og einu
sinni úti við Háskóla. Þá er orðinn
þó nokkur spölur fyrir mig að
ganga í vinnuna. Nýlega fékk ég