Morgunblaðið - 15.07.1981, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 15.07.1981, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ1981 29 Hjólreiðastíga umfram allt Iljólreiðamaður skrifar: Það hefur vakið athygli hversu mikil aukning hefur orð- ið á innflutningi reiðhjóla síð- asta árið og einhverstaðar las ég nýlega að reiðhjól yrðu flutt inn tugþúsundum saman það sem eftir er þessa árs. Hingað til hefur reiðhjólið varla verið við- urkennt sem farartæki, eigin- lega verið litið á það sem leikfang og ekkert tillit tekið til þess við skipulagningu umferð- ar. Sú hugmynd að leyfa hjólreið- ar á gangstéttum hefur mætt nokkurri andstöðu hjá „göngu- mönnum“ og þó að mér finnist gæta dálítillar móðursýki þegar talað er um að gangandi stafi bráð hætta af hjólreiða- mönnum, þá get ég skilið þetta sjónarmið. Það liggur í augum uppi að gangandi umferð og hjólandi fer ekki saman svo vel sé — rétt eins og ekki fer vel á þvi að bílar og hjól séu saman í umferðinni. Allir held ég að séu sammála um að sérstakir hjólreiðastígar séu bezta lausnin en þeir þekkj- ast vart hér í borg. Þrátt fyrir þá miklu skipulagsvinnu sem í gangi hefur verið um áratugi varðandi borgina og alltaf er verið að rífast um, hefur alveg gleymst að gera ráð fyrir hjól- reiðastígum. Sést á þessu að hinir vísu skipuleggjendur eru síður en svo miklir spámenn, hvorki í sínu eigin föðurlandi eða annarstaðar. En nú er auð- vitað í flestum greinum of seint í rassinn gripið, að koma reið- hjólinu inn í umferðarskipulag, og súpum við hjólreiðamenn seyðið af því. Því fer þó fjarri að öll sund séu lokuð — það má mikið gera til úrbóta með því að hagnýta þá kosti sem fyrir hendi eru. En þetta hefur alls ekki verið gert. Það finnst mér t.d. líði- legur slóðaskapur að ekki hefur verið lappað uppá hjólreiðastíg- inn sem liggur yfir Öskjuhlíð þrátt fyrir þá miklu hjólreiða- öldu sem gengin er yfir. Víða mætti leggja hjólreiðastíga með litlum tilkostnaði en borgaryfir- völd virðast halda að sér hönd- um hvað varðar slíkar fram- kvæmdir þó að ekki skorti fram- takið við það er siður skyldi, s.s. að röta upp grænum svæðum í miðborginni. Svo eru sumir sem halda því fram að hjólreiðar séu ekki annað en bóla og verði þar með úr sögunni aftur innan skamms. Ég held hins vegar að reiðhjólið muni stöðugt sækja á — vegna þess að það er hagkvæmt frá orkusjónarmiði, hjólreiðar eru hin mesta heilsubót og auk þess gætu þær orðið alveg slysalaus ferðamáti ef málum yrði þannig háttað að ekki þyrfti að hjóla í umferð. Af þessum ástæðum held ég að reiðhjólið gæti orðið ofaná sem samgöngutæki á styttri leiðum. Ég læt fylgja með þessu bréfi uppdrátt af hugsanlegu aðalhjólreiðakerfi fyrir höfuðborgarsvæðið en hann birtist í ritinu Skipu- lagsmál (2/80) og sýna svörtu strikin aðalhjólreiðastíga. Þetta er athyglisverð hugmynd og ef hún kæmist til framkvæmda væru málefni hjólreiðamanna hér í borg vissulega í höfn. F.S. Alf 'nc s IIEYKJAVIK •5 ** Kjó«»»lU» SoAdhlJ ' ■« ik> ; I |olins!n-;tin Ml>V urKiaUi Jlrlfiuxhra U'i ’Bwh.u MJ)toff.vX l^a}itaxnoUA>^,, * 1.FiflI«l !v*/* A7»/JrJ .^ yjk K o 1 J a fj ö 1' H u i' .r»r|riiiiiti Mfbhrt 'eltjarnar'nes w s \ # “V-* \ ' _______J1.':v- '/v-.-y.— ... ........ ■;'.V "SJ' \ I I* / | 1 ' 1 r I ' il i I 111 v. fV y jpA,;.,,. ..—-«* KM ■ Z..J' ■ J -tt-'Z . .. . Ilugmynd að aðal- hjólreiða- stígakerfi fyrir höf- uðborgar- svæðið. LIBERO er nýjasta bleian frá MÖLNLYCKE í LIBERO-bleiunni er allt, — plast aö neöan, T-lögun, límfesting á hliöum, — buxur eru óþarfar. mmJtm Reyniö pakka af Libero-bleium á barniö. Fást í þremur mismunandi stæröum. TRÉKÓ eldhús TRÉKÓ baðinnréttingar TRÉKÓ fataskápar Trékó TRÉSMIÐJA KÓPAVOGS HF AUÐBREKKU 32 KÓFAVOGI SlMI 40299 háa sekt, 110 kr., fyrir að leggja ólöglega — þá hafði ég lagt bílnum þar sem reyndar var ekki bílastæði en hann var þó alls ekki fyrir — en þetta ástand neyðir mann hreinlega út í lögbrot og það þykir mér hart. Ég veit ekki hvað á að gera í þessu en það blasir við að eitthvað verður að gera til að fjölga bílastæðum hér í miðbænum. Astandið eins og það er getur ekki gengið til lengdar. Maður eyðir nógu miklu af frítíma sínum í að keyra í vinnuna þó maður þurfi svo ekki þar á ofan að ganga langar leiðir til að geta lagt bílnum sínum.“ S\GÓA V/QGA g 'ÚLVEftAU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.