Morgunblaðið - 06.09.1981, Page 1

Morgunblaðið - 06.09.1981, Page 1
Sunnudagur Bls. 49—80 BRAGI ÁSGEIRSSON: Punktar úr dagbók lífsins Tízkan var avo sannarlega ekki fyrir borö borin á sýningunni París/Paris. Það var dansaö í París ekki síöur en á Patreksfiröi á árum áöur. Enn ein samanburðar- og yfir- litssýningin er í gangi í Pompi- dou-menningarmiðstöðinni í París sumarlangt og fram á veturnætur, þ.e. frá 28. maí til 2. nóvember nk. Mun þetta vera hin síðasta sam- antekt í röð 5 risasýninga, út frá skyldum forsendum; að bregða upp ljósi yfir þróun lista í heimin- um á öldinni með Franska list og Parísarskólann sem samanburð- arstaðal. Hin fyrsta þessara sýn- inga var París/New York, þá París/Berlín, næst París/Moskva, svo Le Realisme og loks nú í sumar París/París. Tilgangur þessara sýninga var í upphafi augljós, en hann er að draga upp mynd af samtíma þróun og víxlverkun áhrifa víða um heim óg nú að lokum að gera nokkra úttekt á þróuninni á heimaslóðum. Eðlilega getur þetta aldrei orðið tæmandi, því að auðvelt væri að halda áfram og þá gætu komið sýningar eins og París/Evrópa, París/Suður- Ameríka, París/Japan, París/ Austurlönd, París/Afríka, París/ Ástralía og svo að lokum París/ heimurinn. Slíkt kann að bíða betri tíma, því að vafalaust hafa Frakkar mjög gengið á menning- arsjóði sína og áframhald slíkra sýninga yrði því full einhæft í bili. Hafi það verið tilgangurinn í upphafi að staðfesta bein áhrif Parísarskólans á þróun lista með- al annarra þjóða og yfirburðahlut- verk hans, þá hefur einnig ýmis- legt annað komið í ljós en ætlað var, því að sýningarnar hafa einmitt fyrir margt stuðlað að því að varpa nýju ljósi á sjálfstæði og styrk þjóða og einstaklinga, er um sumt rifu sig frá Parísarskólan- um. Ekki er ég hér að vanmeta gífurleg áhrif franskrar listar og Parísarskólans á heimslistina, enda eru þau óumdeilanleg. Hins vegar kom mörgum á óvart, hve næstu nágrannar, svo sem Þjóð- verjar og Rússar, unnu á við samanburðinn. Hér komu að vísu fram öflug áhrif en um leið mjög ólík túlkun framhalds grundvall- aratriða og persónuleg viðhorf skapandi listamanna af gjöróliku upplagi. Frakkar eru þekktir fyrir að meta flest útfrá eigin menningar- lega sjónarhóli. Expressjónisminn og t.d. Edvard Munch áttu ekki upp á pallborðið hjá þeim alveg fram að sýningunni París/Berlín. Sama skeði um Pop-listina síðar meir. Expressjónisminn þótti óheflaður málunarmáti og Frakk- ar voru ósparir við að útbreiða þá skoðun, að Þjóðverjar og t.d. Norðurlandabúar kynnu ekki að mála. Þá þótti ekki nægilegur fagurfræðilegur grundvöllur undir Pop-listinni. Tilhneigingin til að vanmeta listir annarra þjóða varð einmitt til að ýta undir hugmyndina að byggingu hinnar risastóru menn- ingarmiðstöðvar. Georges Pompi- dou forseti, frumkvöðull bygg- ingarinnar, ásakaði landa sína um íhaldssemi í listum og að vera langt á eftir tímanum og taldi nauðsyn á því, að þeir tækju frumkvæðið í sínar hendur aftur. Frakkar nefna Pompidou-safnið ósjaldan „Le plus grand musée du monde", sem útleggst „Stærsta safn í heimi". Þetta með safnheit- ið er alveg rétt og fullkomlega ástæðulaust að fetta fingur út í það, eins og sumir gera. Gímaldið rúmar m.a. á einni hæðinni allt gamla nútímalistasafnið „Museum de l’Arte Moderne", sem þótti nú engin smábygging á sínum tíma, ásamt með verulegri viðbót frá allra síðustu árum. Þetta er þann- ig í senn safn og listamiðstöð, mörg söfn og margar listamið- stöðvar. Ekki er hægt að greina hér á milli og væri ekki það safn eiginlega lítilmótlegt, sem ekki er um leið msnningarmiðstöð? Menn virðast gleyma þessu atriði í deilum sínum. Menn geta því óhræddir nefnt þessa risabygg- ingu því nafni, sem þeir vilja, Beauborg, Pompidou-menning- armiðstöðina, eða safnið, því að öll nöfnin eru hárrétt. Af þeim fimm sýningum, sem haldnar hafa verið, getur greinar- höfundur einungis dæmt um þá fyrstu og siðustu af sjón og raun, því að hinar átti hann ekki kost á að sækja þrátt fyrir góðan vilja. Hann hefði viljað fórna miklu til að svo hefði orðið, en reynir að bæta sér það upp með því að yfirfara hinar viðamiklu sýn- ingarskrár. Til gamans má geta þess, að meðalþungi skránna er rúm 2200 grömm og brotið er 21x3 cm og samtals vega skrárnar yfir 12 kíló! Til að forða misskilningi skal hér sérstaklega tekið fram, að heildarviðhorf um sýningarnar er samantekt umfjallana um þær í gegnum árin úr tiltækum erlend- um blöðum, en þó vitaskuld ekki frönskum og þýskum, en þá helst norrænum, og þykir mér það drjúgar heimildir, því að þeir eru yfirleitt þekktir fyrir að vera hallari undir frönsk áhrif en önnur. I sýningarskránum er að finna yfirgripsmikinn fróðleik í máli og myndum, sem jafnan er ritað mál Q. O Q '< -i C/>

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.