Morgunblaðið - 06.09.1981, Síða 2

Morgunblaðið - 06.09.1981, Síða 2
Bílar MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1981 Volvo fyrirtækið í Svíþjóð framleiðir sem kunnugt er stóra sem smáa bíla og hvers kyns vélar og tæki. Starfa hjá fyrirtækinu um 48 þúsund manns í Svíþjóð og 17 þúsund í öðrum löndum. Er það eitt stærsta iðnfyrirtæki Svía og nánast ríki í ríki þeirra. V olv o-heimurinn Volvo er sérstakur heimur út af fyrir sig. Auk þess að vinna hjá fyrirtækinu geta starfsmenn eytt frítíma sínum í húsakynnum þess, þeim er séð fyrir íLróttasölum og tómstundaiðkunum hvers konar og þeir geta jafnvel verzlað í sérstökum verslunum fyrirtækisins. Nokkrir íslenzkir blaðamenn kynntust þessu mikla fyrirtæki á dögunum er þeim var boðið að heimsækja aðalstöðvar þess í Gautaborg. Verður á næstunni greint nokkuð frá því helsta sem bar fyrir augu og fyrsti hlutinn fjallar um öryggis- málin, en á þau hefur Volvo lagt mikla áherslu. Hversu örugg erum við í farartækjunum? Volvo verksmiðjurnar hafa í morg ár la^t mikla áhcrslu á allt orytíKÍ i hílum sinum ok stært sík af því að framleiða oruKK okutæki. Ver fyrirtækið miklum fjármunum ok fyrirhöfn í ýmis konar rannsóknir varðandi hönnun híla ok öryKKÍshelta ok nú síðast hafa starfsmenn þess í auknum madi heint sjónum sin- um að ha-ttum í umhverfinu. sem ökutækjum ok farþeKum þeirra Ketur stafað hætta af. Um það bil 25 manns eru í fullu starfi í öryKKÍsdeild Volvo. Sér hún um tilraunir ok rannsóknir ok hefur m.a. til þess fullkominn Ijósmynda- ok tölvubúnað, en mikill hluti starfsins er að setja á svið árekstra ok athuKa hvernÍK bíl ok farþeKum, þ.e. brúðum, reiðir af við höKKÍn. Við fenKum að skyKKnast inn í þessa merku deild ok þeKar við litum inn í tilraunasalinn tóku brúðurnar á móti okkur fyrst, milli 10 ok 15 brúður af öllum stærðum ok Kerðum, börn ok fullorðnir. Þær eru búnar margs kyns tækjum til að fá meKÍ upplýsinKar um hvern- ÍK þær „slasist" við árekstrana. Að jafnaði eru gerðar nærri tvær tilraunir í viku með nýja bíla, sem látnir eru aka á hindrun eða annan bíl og til þess arna fær deildin nærri 80 bíla á ári, sem koma misjafnleKa mikið skcmmdir út úr meðferðinni. Enda saKði yfirmaður deildarinn- ar að sér blöskraði stundum sjálfum svona innst inni hversu miklir peninKar færu þar for- Körðum, en tilraunir þessar skil- uðu hins vegar ótvírætt áranKri í betri bílum ok öryKK>svörnum, sem hefðu í för með sér lægri slysa- og dánartíðni í umferðinni. Auk þess að gera tilraunir með heila bíla er mikið gert af til- raunum með sérstakt sæti, sem brúðurnar eru látnar í til að reyna öryggisbelti. Finna þarf út hvaða efni hæfir best, hvernig það á að vera samsett og hvernig þræðirnir eiga að liggja, allt þarf að skoða nákvæmlega. Fengum við að sjá eina slíka tilraun. Brúðu var stillt í sæti, hún spennt í beltið og „framleitt" högg, eins og við árekstur væri. Tilraunin sjálf tók aðeins sekúndubrot, en á undan og eftir vann her manns að skilgreiningu og skoðunum í margar vinnustundir. Ilversu öruggt er aftursætið? Sennilega finnst flestum, að aftursæti bílsins sé heldur örugg- ara en framsætið og venjulega höfum við börnin í aftursætinu af því við teljum það öruggara. Undanfarin ár hefur Volvo í samvinnu við sænsk vegamála- yfirvöld rannsakað öryggi aftur- sætisins. I stuttu máli má segja niðurstöður þessara athugana þær, að við óhapp eru farþegar í aftursæti síst öruggari en þeir sem sitja frammí. Jafnmikilvægt er að nota bílbelti í aftursæti og í framsæti, bæði fyrir börn sem fullorðna. Hætta fyrir farþega í aftursæti á að slasast minnkar um 50% hjá börnum og 30% hjá fullorðnum. Einkanlega er hér átt við höfuðslys, en hjá börnum í aftursæti, sem nota ekki öryggis- belti, eru slys á höfði algengust. Vörubílar eru nú útbúnir með stuðurum að aftan og grindum á hliðum til að draga úr slysa- hættu ef ekið er á þá. allar aðstæður og hvort draga megi lærdóm af viðkomandi slysi, sem leitt gæti til endurbóta á einhverju sviði, í bíl eða í um- hverfi. Öryggi harna Annað atriði leggja Volvo menn nú síaukna áherslu á, en Ekki er glæsileg aðkoma að slysum sem þessu og til að minnka hættu á alvarlegum siysum hefur Volvo m.a. gert ráðstafanir. um. Eftir að hafa séð myndir af nokkrum tilraunum þar sem brúður í skottinu hendast til og frá við hinn minnsta árekstur finnst manni fráleitt að börnum sé leyft að vera í skottinu. Þau geta hríslast um allan bíl, hrokk- ið út og lent undir næsta bíl, t.d. við aftanákeyrsiu. En látum þetta nægja um öryggi barna. Að endingu skal vikið að vöru- bílunum, en þeir eru heill kapítuli út af fyrir sig. Nýlega hafa verksmiðjurnar sett öryggisbelti á rúllum í vörubílana og hús þeirra eru sérstaklega styrkt með tilliti til högga, m.a. frá farmi bílsins ef hann rennur til. Þá eru vörubílar nú komnir með höggv- ara, stuðara, að aftan sem ætti að koma í veg fyrir að illa fari þótt ekið sé aftan á vörubíl. Einnig hafa verið gerðar tilraunir með grindur á hliðar vörubílanna, sérstaklega langra vagna, sem hafa sama tilgang og höggvari að aftan (sjá mynd). Hér hefur að framan mikið verið rætt um öryggisbelti og ekki erum við í vafa um að notkun þeirra á fullan rétt á sér að lagaboði. Þau hafa sannað gildi sitt og veita ákveðna vernd og má telja undantekningar frá því svo fáar að þær fái hér ráðið nokkru. Hvetjum við menn til að gefa gaum að notkun þeirra. Púði til að hækka börnin í sæti, þannig að þau geti notað öryggisbeltin. en frá 6 ára aldri er þeim ráðlagt að nota beitin. Volvo hefur á seinni árum bent á eitt og annað í umhverfinu, sem getur reynst hættulegt umferðaröryggi. Telja þeir t.d. að ljósastaurar séu óþarflcga sterkbyggðir, þeir þurfi ekki að standa af sér alla árekstra heldur gefa eftir. Um það bil 25 þúsund manns slasast og látast árlega í bílslys- um í Svíþjóð. Um 5% þeirra sitja í aftursæti og þótt 75% bíla séu með öryggisbelti í aftursætum nota þau aðeins innan við 5% farþeganna. Nokkuð er notkunin þó breytileg eftir því hvar menn eru á ferðinni, fleiri nota aftur- sætisbeltin á hraðbrautum, en þegar þeir ferðast í bæjum. Þessi vitneskja er m.a. fengin gegnum sérstaka deild hjá Volvo sem rannsakar umferðarslys, sem Volvo bílar lenda í. Sérfræð- ingar fara á slysstað og athuga Umsjón: JÓHANNES TÓMASSON OG SIG- HVATUR BLÖNDAHL Barnabilstólar af þessari gerð eru taldir öruggir og cr barnið einnig nokkuð vel var- ið við hliðarhöggum. það er öryggi barna. Eru aðeins fá ár síðan þeir tóku að hugsa fyrir því af alvöru. Nú framleiðir fyrirtækið sérstaka bílstóla, sem þegar hafa verið kynntir af um- boðinu hérlendis. Eru þeir hafðir í framsæti og snýr barnið bakinu fram. Bílstólar eru ætlaðir börn- um á aldrinum frá 10 mánaða til 5—6 ára aldurs, en eftir það geta börn notfært sér öryggisbelti. I því sambandi er nýlega kominn á markað sérstakur púði sem börn- in sitja á. Er honum ætlaö að koma í veg fyrir að börnin renni undan öryggisbeltinu við höggið og segja talsmenn Volvo að börn frá 5—6 ára aldri séu því fullt eins örugg í bílbeltum og full- orðnir noti þau þennan púða. í framhaldi af þessu skal minnst á „station“-bíla eða skut- bíla, en iðulega er skottið sama- staður barna í sunnudagsbíltúrn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.