Morgunblaðið - 06.09.1981, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 06.09.1981, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1981 51 Unnið við framkvæmdir hins nýja vöruafgreiðsluhúsnæðis Skipaútgerðar rikisins við Sprengisand. Skipaútgerð rikisins: Nýtt vöruafgreiðsluhús- næði tilbúið i febrúar HAFIN er bygging nýrrar vöru- afgreiðslubyggingar fyrir Skipa- útgerð rikisins við Sprengisand. sem svo hefur verið nefndur, en það er á uppfyllingunni fyrir framan eldra athafnasva-ði Skipaútgerðarinnar í Reykjavík- urhöfn. Guðmundur Einarsson, for- stjóri Skipaútgerðar ríkisins, sagði í samtali við Mbl., að gert væri ráð fyrir að taka hið nýja húsnæði í notkun í febrúar á næsta ári og síðasta kostnaðar- áætlun gerði ráð fyrir heildar- kostnaði upp á 10 milljónir króna. Hið nýja húsnæði Skipaútgerð- arinnar verður 2400 fermetrar að fleti og verður á einni hæð. Guðmundur Einarsson sagði, að það væri mjög svipað að stærð og það húsnæði, sem fyrirtækið hefði haft til umráða þegar bezt lét. Hins vegar myndi þetta nýja húsnæði nýtast mun betur. Guðmundur sagði ennfremur, að aðalhöfuðverkur þeirra væri, hversu lítið útiathafnasvæðið væri, því gámaflutningar færu stöðugt vaxandi og þeir gerðu kröfu um mikið athafnarými. „Þegar þú þarft að kippa í gang hjá vini þinum" SHELL SUPER PUJS Olían,sem ereins og sniðin fyrir íslenskar aðstæðurt Nýja fjölþykktarolían frá Shell tekur langt fram þeim kröfum, sem bifreiðaframleið- endur hafa sett um gæði og endingu olíu fyrir nýjustu gerðir bílvéla. Shell Super Plus myndar níðsterka húð, sem verndar slitfleti vélarinnar allan eðli- legan notkunartíma olíunnar. Vél varin með Super Plus endist lengur og þarfn- ast síður viðhalds. Eiginleikar Shell Super Plus hæfa tíðum hitasveiflum íslenskrar veðráttu. Fjöl- þykktareiginleikar Super Plus gera gangsetningu auðvelda í kulda, og veita hámarksvernd við mesta álag, t.d. þegar kippa þarf í gang hjá kunningja. Sérstök bætiefni Shell Super Plus gefa olíunni styrk og þol til þess að standast mikinn þrýsting og hita, sem myndast í nýjustu bílvélum. Super Plus vinnur verk sitt betur og lengur en nokkur önnur Shell olía hefur áður gert. © Olíufélagið Skeljungur h.f. Einkaumboð fyrir ,,SHELL“ vörur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.