Morgunblaðið - 06.09.1981, Qupperneq 4
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1981
Ráðstefna SÞ um orkulindir:
Mestar vonir
bundnar við
sólarorku
RÁÐSTEFNU Sameinuðu þjúA-
anna um nýjar ok ondurnýjan-
loKar orkulindir. som haldin var
i Nairobi í Kenya. lauk fyrir tíu
dóKum ok saKði iúnaúarráú-
horra. Iljorleifur Guttormsson,
frá áranKrinum af honum á
hlaúamannafundi. Iljorloifur
saKúi meúal annars. aú veKna
olíuha'kkana ok dvínandi oliu-
íorúa hafi þjoúir hoims boint
athyKlinni i vaxandi mali aú
þorfinni á aú loita nýrra loiúa til
orkuoflunar. okki sist þoim
orkulindum. som eru endurnýj-
anloKar oúa varanleKar, ok hofúi
því voriú ákveúiú aú halda þossa
ráðstefnu.
Sérstök áhersla var lögð á
orkuvanda þróunarlanda. Um
þrjú þrúsund fulltrúar 125 landa
tóku þátt í ráðstefnunni sjálfri en
undirbúningsnefndir höfðu starf-
að síðan 1979.
Eitt af brýnustu vandamálum
á þessu sviði er eldiviðarskortur
þróunarlanda og voru þau mál
ofarlega á baugi á ráðstefnunni.
Giskað er á að um 100 milljónir
manna líði sáran skort á eldiviði
og víða er ástandið mjög slæmt.
Vegna fjárskorts í þróunarlönd-
unum er ekki plantað sem skyldi
á þeim svæðum sem höggvin eru
og talið er að skóglendi jarðar
minnki um 1—2% á ári.
Undirbúningur ráðstefnunnar
hófst á árinu 1979. Meðal þeirra
orkulinda, sem ákveðið var að
fjalla um, voru sólarorka, vatns-
afl, jarðhiti, vindorka, eldiviður
og viðarkol, eldsneyti úr lífræn-
um efnum, orka sjávarfalla, mór,
dráttardýr o.fl. Sérfræðinga-
nefndir gerðu úttekt á stöðu og
horfum varðandi ofangreindar
orkulindir. Aðrar nefndir fjöll-
uðu um fjármögnun fram-
kvæmda, upplýsingastreymi,
rannsóknir og þróun, tækniþjálf-
un, undirbúningur o.fl. Á grund-
velli skýrslna þessara sérfræð-
inganefnda voru síðan samin
drög að framkvæmdaáætlun sem
lögð voru fyrir ráðstefnuna í
Nairobi. Samþykkt slíkrar áætl-
unar, sem einnig fæli í sér
fjármögnun, myndi hafa í för
með sér mjög aukna tækniaðstoð
á þessu sviði til þróunarland-
anna.
Á ráðstefnunni var ágreiningur
um fjármálalega og skipulagslega
hlið framkvæmdaáætlunarinnar.
Vildu þróunarlöndin að ríkari
þjóðir ykju aðstoð sína við þróun-
arlöndin en iðnríki austurs og
vestur, voru ekki reiðubúin til
þess að skuldbinda sig til veru-
lega aukinnar þróunaraðstoðar.
Samstaða var um tæknilega hlið
framkvæmdaáætlunar.
Samþykkt var málamiðlunar-
framkvæmdaáætlun og gerir hún
meðal annars ráð fyrir að sérstök
nefnd fjalli um ágreiningsefnin á
næsta ári og skili tillögum til
Efnahags- og framfararáðs Sam-
einuðu þjóðanna, er leggi þær
fyrir Allsherjarþingið 1982—’83.
Sólarorkan er meðal þeirra
orkulinda, sem mestar vonir eru
bundnar við. Sú tækni, sem þróuð
hefur verið til þess að knýja
geimför, er nú í vaxandi mæli að
komast inn á svið iðnaðar og
segjast Bandaríkjamenn jafnvel
munu geta séð fyrir fjórðungi
orkuþarfar sinnar með sólhlöðum
um aldamótin og þeir bjartsýn-
ustu telja að sólarorkan verði
orðin samkeppnisfær við olíu á
síðari hluta þessa áratugs.
Meðal framlags Islendinga til
undirbúnings ráðstefnunnar var
yfirlit um nýtingu lághitajarð-
varma í heiminum, sem tekið var
saman hjá Orkustofnun að beiðni
undirbúningsnefndar þeirrar,
sem fjallaði um jarðhita. Þá sá
Orkustofnun einnig um sýningu á
Ijósmyndum af margþættri nýt-
ingu jarðhita á Islandi, sem sett
var upp í ráðstefnubyggingunni.
I ræðu iðnaðarráðherra, Hjör-
leifs Guttormssonar, á ráðstefn-
unni ræddi hann m.a. um þýðingu
vatnsafls og jarðhita í íslenskum
orkubúskap og að tekist hefði á
sl. 10 árum að minnka hlut
innfluttrar olíu hlutfallslega úr
60% niður í 40% af orkunotkun
þjóðarinnar. Þá ræddi hann um
framlag íslendinga á alþjóða-
vettvangi og gat þess, að íslenskir
vísindamenn og verkfræðingar
hefðu unnið að jarðhitaverkefn-
um víða um heim, bæði tækni-
aðstoð á vegum Sameinuðu þjóð-
anna, t.d. í Mið-Ameríku, og
borunum og verkfræðilegri hönn-
un, t.d. í Kenya.
Framlag Islendinga til þróun-
armála er þó enn aðeins 0,05% af
þjóðartekjum, en Sameinuðu
þjóðirnar hafa sett sér þá viðmið-
un, að velmegunarþjóðir úthluti
0,7% þjóðartekna til þróunar-
landa með ýmiskonar aðstoð.
Hjörleifur sagðist vonast til að
gert yrði verulegt átak í þessum
málum hér og að íslendingar
yrðu búnir að ná þessu marki
eftir áratug.
Orkuráðherrar Norðurlanda
höfðu náið samstarf á ráðstefn-
Afmæli:
Jón Sigurðsson
Skollagróf
I dag, 6. september, er sóma-
maðurinn, stóðbóndinn og hagyrð-
ingurinn Jón Sigurðsson í Skolla-
gróf sextugur. Maðurinn er svo
þekktur, eða réttara sagt frægur,
a.m.k. meðal hestamanna, að eng-
in þörf er á að kynna hann, enda
ekki tilgangurinn með þessum
línum, heldur sá (vegna fjarveru)
að nota uppáhaldsblaðið hans til
að senda honum kveðju mína og
minna með þökkum fyrir margar
ógleymanlegar stundir, en þær eru
orðnar margar á liðnum árum, og
má alveg dæmalaust teljast hvað
safaríkur Jón er af húmor og
skemmtiiegheitum, jafn fjandi
skraufþurr og hann er. En það er
von mín og ósk að framundan séu
mörg hesta- og gæfurík ár og vinir
þínir geti haldið áfram að sækja
til þín gæðinga gráa og rauða.
Lifðu heill.
h.h.
Frá hlaðamannafundi í Iðnaðarráðuneytinu: F.v. Sveinn Björnsson, sendiráðunautur, frá Utanríkisráðu-
neytinu, Andrés Svanbjörnsson, framkvæmdastjóri Virkis hf., Dr. Guðmundur Pálmason, forstöðumaður
jarðhitadeildar Orkustofnunar, og Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra.
unni og verður rætt um niður-
stöður ráðstefnunnar á næsta
fundi orkuráðherra Norðurlanda
í Noregi 4. september næstkom-
andi.
Á meðan á ráðstefnunni stóð
gafst íslensku sendinefndinni
kostur á að skoða nýja jarðgufu-
rafstöð í Olkaria um 100 km frá
Nairobi, sem reist er af „Lands-
virkjun" í Kenya (Kenya Power
Co.). Fyrsti hluti stöðvarinnar, 15
MW, var tekinn í notkun í júní sl.,
en fyrirhuguð er stækkun í 30
MW og síðar í 45 MW. íslenskir
sérfræðingar hafa komið talsvert
við sögu þessarar virkjunar, bæði
á vegum tækniaðstoðar Samein-
uðu þjóðanna, og síðar sem ráð-
gjafar Kenya Power Co. Síðustu
árin hefur ráðgjafafyrirtækið
Virkir hf. haft með höndum
rannsóknir og verkfræðilega
hönnun varðandi gufuöflunar-
hluta Olkaria-jarðgufustöðvar-
innar.
Þess má að lokum geta, að
meðal þeirra, sem komu að máli
við- íslensku sendinefndina á
ráðstefnunni, var orkuráðherra
Burundi, sem óskaði eftir aðstoð
Islendinga við að meta möguleika
á hagnýtingu í jarðvarma þar-
lendis. Er erindi hans nú til
athugunar hjá iðnaðarráðuneyti
og Orkustofnun, en sérstaklega á
sviði jarðhitamála eigum við að
geta miðlað öðrum þjóðum.
Formaður íslensku sendinefnd-
arinnar á ráðstefnunni var Hjör-
leifur Guttormsson iðnaðarráð-
herra og var hann kjörinn einn af
varaforsetum ráðstefnunnar.
Varaformaður íslensku nefndar-
innar var Tómas Á. Tómasson
sendiherra, fastafulltrúi hjá SÞ,
og aðrir í nefndinni Jakob
Björnsson orkumálastjóri, dr.
Guðmundur Pálmason forstöðu-
maður jarðhitadeildar Orku-
stofnunar, og Andrés
Svanbjörnsson framkvæmda-
stjóri Virkis hf., sem var ráðu-
nautur nefndarinnar.
THCfáll
A’ l’SLANDI DETTUR U !■■■
a’i
EL ‘HfJffl
RG 'BÖRG iS
MIÐVD9.SEPT. FIMMTCUO.SEn:
G-f {TÍ
F
B«ÐIES 1)1,11
LAUGARD.12 .seA
A1B0 Gej-tj ~
RÆBBBLARNIR
ÞEYR
AI.DuWTAIC/IARK’Á BokblNNt
THE FALL ER FARARHEILL
FORSALA MIÐA i FÁLKANUM
Víprá tok
RuRRKuR
PíLLNíKK
kl: lb »o
FÁLKINN