Morgunblaðið - 06.09.1981, Side 8
56
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1981
Utilegumenn hinir
nýju að Ijúka Hraun-
eyjafossvirkjun
Hrauneyjafoss í vesturátt og sam-
einast Þjórsá fyrir ofan Búrfell.
Við leitum frétta hjá Páli Ólafs-
syni um það, hvernig framkvæmd-
ir hafi gengið og hvar þær séu nú
staddar.
Vélarnar og rafbúnaður eru í
hendi tveggja aðalverktaka.
Sænska fyrirtækið ASEA er með
vélarnar og rafbúnaðinn í stöðvar-
húsi. Segir Páll að Svíarnir hafi
staðið sig mjög vel, og samskiptin
við þá verið mjög góð, Svíarnir
röskir og liðlegir við að kippa í lag,
ef eitthvað kemur upp á. I stöðvar-
húsinu eru menn langt komnir
með að setja upp fyrstu aflvélina,
sem á að prufukeyra í október, og
verið er að vinna við aðra vélina.
Svíarnir hafa 60 manns við þessa
vinnu, þar af 45 Islendinga sem
eru á vegum fyrirtækisins Rafall
vinnuna á staðnum. En Italirnir
héldu áfram að ljúka öðrum af
sínum verkefnum. Þeir hafa m.a.
hitakerfið og loftræstikerfið og
voru nú að ganga frá flóðgáttar-
lokum, í.vikunni. Með þessu móti
tókst að halda tímaáætlun.
Aðalsteypuvinnan á staðnum
hefur verið í höndum Fossvirkis,
sem er samsteypa fyrirtækjanna
ístaks, Miðfells, Loftorku,
Svenska Sementsgjuteriet og Phil
og Sön. 1978 var boðinn út gröft-
urinn fyrir stöðvarhúsinu, í sam-
ræmi við þá stefnu að hafa
verkþætti smáa, síðan steypuvinn-
an, sem líka kom á hlut Fossvirkis
og einnig steypuvinna við inntaks-
mannvirkin. En í húsið fara um 40
þúsund rúmmetrar af steypu, og
má af því marka umfang verksins.
Samkvæmt áætlun tókst að koma
Farartækin verða stærri og öflugri með hverri virkjun. Þessir Caterpillar trukkar vega 70 tonn hlaðnir
og dekkjaumgangurinn, sem á aö endast 2000 tíma, kostar 24 milljónir gkróna. Dekkjaslitiö á
klukkutíma kostar 12—15 þús. gamlar kr. Þeir fá ekki að aka á vegum í byggö, en borga
þungaskattinn sinn samt.
Viö Hrauneyjafoss framleiöa 3 aflvélar jafnmikiö rafmagn og sex við Búrfell eða 210 megavött. I
stövarhúsi er verið að ganga frá fyrstu tveimur vélunum af þremur.
Spennarnir eru þyngstu tækin sem flutt hafa verið upp eftir, 72
tonn, hver. Þó komust þeir heilu og höndnu að Hrauneyjafossi og
yfír Ölfusárbrú. Geir Pétursson stendur við einn spenninn.
— Stálafl, sem hefur meginhlut-
ann af vinnunni. Hinn hlutinn af
vélum og rafbúnaði sem boðinn
var út, kom í hlut ítalska fyrir-
tækisins Magrini Galileo í borg-
inni Padua, sem íslendingar
þekkja líklega best úr Shake-
speare fyrir tíma orkuvera. ítal-
irnir sjá um þrýstivatnspípur og
inntakslokur, sográsarlokur og
ýmsan búnað í stöðvarhúsi. Þess
má geta að þeir komu með með sér
krana, sem lyftir 160 tonnum,
enda þarf þeirra verk nokkuð
sérhæfðan útbúnað.
— Hjá Itölunum hafa verið
seinkanir og tafir og ýmsir örðug-
leikar, en samt hefur tekist að
stýra verkinu svo að þessi verk-
þáttur mun ekki tefja. íslenzkir
undirverktakar, Landsmiðjan,
hefur smíðað þrýstivatnspípurnar,
þessa stóru hólka sem sést hafa á
flutningavögnum á leið út úr
Reykjavík. Þeir eru soðnir saman
á staðnum og hafa verið 12—15
manns og upp í 20 við það verk á
staðnum. ítalirnir hafa sjálfir sett
upp lokur, og varð mikil seinkun á
inntakslokunum í vor. Til að það
tefði ekki næstu verk, tókust
samningar við þá um að Lands-
virkjun tæki sjálf að sér inntaks-
lokurnar, sem þeir framleiða, og
fékk Landsmiðjuna til að sjá um
stöðvarhúsinu upp í fyrrahaust
fyrir veturinn, svo að vinna við
rafbúnað og vélar tafðist ekki. En
það voru einmitt slíkar tafir, sem
ollu mestum erfiðleikunum við
Sigöldu. Stöðvarhúsið er ofanjarð-
ar. Það er eins og hundrað metra
langur kassi, 40 metrar á hæð.
Innanhúss rafhúnaður
— ekki útivirki______________
Sú nýjung er við búnaðinn við
Hrauneyjafoss að þar er ekki
útivirki, eins og við Sigöldu og
Búrfell, þar sem sjá má þessi
risastóru mannvirki utan við hús-
in, þar sem raflínan fer af stað.
Við Hrauneyjafoss er rafbúnaður
innanhúss, sem er fært vegna þess
að notað er SF-6 kerfi en það er
nafnið á lofttegund, sem notuð er
til að einangra og með því er hægt
að hafa allan búnaðinn miklu
umfangsminni.
Stíflan við Fossöldu um hálfan
annan kílómetra ofan við Hraun-
eyjafoss er búin. Verkinu lauk í
ágúst. Þetta er þriggja metra löng
jarðvegsstífla, þétt með bólstra-
bergi og jökulleir. Fyrirtækið
Hraunvirki hf. hefur haft jarð-
vinnslu og stíflugerðina og er nú
að vinna við aðrennslisskurðinn,
sem vatninu er síðan veitt í og
munu ljúka um miðjan mánuð, í
tæka tíð til að fá vatn til að
prufukeyra vélar. Sáum við hvar
var verið að vinna við að sprauta
steypu í þennan stóra skurð.
Hraunvirki tók einnig að sér
frárennslisskurðinn, sem er ríf-
lega kílómeterslangur og 30 m
breiður, endar í Sporðöldukvísl, og
er nú að ljúka því verki. Þeir hafa
unnið á vöktum í sumar, verið með
hátt í 200 manns í vinnu. En þarna
hefur þurft að flytja til um 600
þúsund rúmmetra af efni.
Þar sem allt þetta vatn úr
frárennslisskurðinum kemur út í
Sporðöskukvíslina, sem leiðir það
út í Tungnaá, voru menn hræddir
um að það mundi grafa sig niður
og því er þarna gerður steyptur
myndarlegur þröskuldur til að
hafa hemil á því, og í hann fer um
250 rúmmetrar af steypu.
Sérstakar þéttingarholur
Þetta leiðir talið að þéttingar-
vandanum, sem hefur orðið meiri
en búist var við í Sigöldulóni. Páll
segir að stíflan standi á eftirísald-
arhrauni, sem hafi ekki af eðli-
legum ástæðum haft tíma til að
þéttast og því sé lekáhætta. En við
Hrauneyjafossstíflu hafa verið
boraðar holur 20 m ofan í hraunið
með 2 metra millibili og dælt í
þær sementseðju. Þetta var að
vísu gert líka í Sigöldu, en ekki
svona djúpt, þar sem gamall
vatnsbotn Króksvatns var talinn
nokkuð þéttur. Þetta verk er mjög
sérhæft og var boðið út meðal sex
forvalinna fyrirtækja og varð
þýzka fyrirtækið GNK Keller með
lægsta boð og tók verkið að sér.
Þetta fyrirtæki vann sem undir-
verktaki hjá Júgóslövum í Sigöldu,
en er nú sjálfstæður aðili sem
vinnur fyrir Landsvirkjun. Til
verksins þarf sérhæfðan tækja-
búnað og sérhæft starfslið. Þjóð-
verjarnir hafa verið með 10—20
manns í vinnu og voru að ljúka
verkinu. Annars er lekahættan
minni í lóninu við Hrauneyjafoss,
því það er grynnra, 9 ferkm. með
30 gígalítra vatnsforða og því mun
minni vatnsþunga. Stíflan hér er
15 m á hæð, en 43 m við Sigöldu.
Ekki er gert ráð fyrir öðrum
þéttingaraðgerðum að sinni. Vatn-
ið látið um að finna lekastaðina
síðar, og þá þétt þar jafnóðum.
Einn enn erlendur aðili kemur
við sögu. Aðalspennarnir voru
upphaflega hluti af verkefni
ASEA, en samið var við þá um að-
þeir yrðu keyptir frá Portúgal.
Það var gert til að greiða fyrir
saltfisksölu þangað. Portúgalska
fyrirtækið Efacec hefur því lagt
til 3 aðalspenna. En það voru
stærstu stykkin, sem flytja þurfti
til virkjunarinnar, 72 tonn hver.
Vegir hér eru varla byggðir fyrir
slíkan þunga, ekki síst þar sem
stykkin eru stutt og þurfti GG að
smíða sérstakan vagn áður en
flutningur var leyfður. Einkum
voru menn hræddir við Ölfusár-
brú. En tveir spennanna eru
komnir í Hrauneyjafoss og standa
nú við stöðvarhúsið. Sagði Páll að
allt hafi staðið sem stafur á bók
hjá Portúgölunum og viðskipti
Landsvirkjunar við þá fyrr og nú
verið einstaklega góð.
í farvegi árinnar eru flóðgáttir
með þremur geiralokum. En ís-
lenzkt fyrirtæki Vatnsvirki, sem
er samsteypa af Smið á Selfossi og
Vörðufelli í Reykjavík tók að sér
steypu flóðgáttanna. Þeir hófu
verkið í maí á sl. ári og luku því í
desember. Steyptu á þessum
stutta tíma 12500 rúmmetra og
gekk vel, en mjög miklu skipti að
það tækist á þessum tíma, svo að
hægt væri að veita ánni frá
vinnustaðnum í vor.
Nú liggur Tungnaá framhjá, þar
sem henni var veitt meðan unnið
var. Og brátt verða bráðabirgða-