Morgunblaðið - 06.09.1981, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1981
57
stíflur fjarlægðar, flóðgáttum lok-
að og þá hækkar í lóninu. Byrjað
verður að prufukeyra í október til
að setja fyrstu vél í gang 1.
nóvember. Búið er að leggja há-
spennulínu til að taka við raf-
magninu upp í Sigöldu. En aðal-
línan um 140 km leið sunnan
Langjökuls verður að bíða til
næsta sumars.
— Mér finnst framkvæmdirnar
hér hafa tekist mjög vel, segir Páll
Ólafsson, staðarverkfræðingur.
Við höfum getað haft þá stjórn á
verkinu að tafir hafa ekki orðið.
Við ræðum nánar um þá miklu
þróun og framfarir, sem orðið
hafa við virkjunarframkvæmdir á
íslandi með þremur stórvirkjun-
um í röð, og sem orðið hefur að
taka skref fyrir skref. — Meðan
við fengum lánafyrirgreiðslu hjá
Alþóðabankanúm urðum við að
bjóða verkin út á alþjóðavett-
vangi, segir Páll. Nú við Hraun-
eyjafossvirkjun gátum við boðið
út á frjálsum markaði, þar sem
við vorum ekki bundnir neinum
skilyrðum. Þar sem fyrirtækin í
landinu eru fá og smá, þurfti að
brytja verkefnið niður í smærri
verk. Ennfremur hefur Lands-
virkjun lagt til steypustöð og
byggingarkrana í stöðvarhús, sem
Fossvirki nýtir. Þá voru keyptar
stórvirkar Caterpillar vinnuvélar,
sem Hraunvirki hefur leigt en hefur
kauprétt á. Þetta er nauðsynlegt
til að tryggja nægilega stórvirk
tæki í verkið. En þau nýtast illa í
önnur verk. Og ekki veitti af að
hafa svo stórvirk tæki, bætir Páll
við. Þá höfum við lagt til allt
steypustyrktarstál og sement.
Þetta hefur allt létt verktökunum
róðurinn. Og verktakarnir fá
vinnubúðir og mötuneyti, sem
Landsvirkjun sá um að reisa
handa öllum. Þannig gat hver aðili
hafið verkið um leið og verksamn-
ingur var við hann gerður, en
tafðist ekki af undirbúningi.
Framlciðnin hefur
aukist gífurleKa
— Það er búið að vera geysilegt
framfaraskeið í þessari verktækni
frá þvi við hófumst handa um
virkjanir við Búrfell, og þar til
virkjun er að ljúka viö Hrauneyja-
foss. Framleiðnin hefur aukist
gífurlega. Við Búrfell fóru 2065
mannár í fyrsta áfanga virkjunar-
innar, sem var 105 megavött, við
Sigöldu 1620 mannár í 150 mega-
vatta virkjun, en ekki nema 1000
mannár í að byggja Hrauneyja-
fossvirkjun upp í 210 megavatta
orkuver.
Með þessum virkjunum hefur
Landsvirkjun tekist að auka af-
köstin gífurlega og flytja inn í
landið. Þetta hefur þróast skref
fyrir skref. Við Búrfell var erlend-
ur ráðgjafi Harza, en næstu tvær
virkjanir Verkfræðistofa Sigurðar
Thoroddsen að hálfu. Verkfræði-
skrifstofurnar hafa komið upp
þjálfuðu og reyndu verkfræðinga-
liði til að vinna verkið og hafa
afkastagetu til að takast á við það.
Og verktakar hafa komið sér upp
öflugum tækjakosti og mannskap,
auk þess sem öll stjórnun hefur
stórbatnað, en stjórnunarþættir
töfðu oft mikið fyrstu árin. Þessi
mikla framleiðniaukning og fækk-
un mannára þýðir að vísu ekki að
verkið verði miklu ódýrara, því á
móti kemur mikill vélakostur. En
það endurspeglar reynslu starfs-
manna og stjórnenda.
Áður en við kveðjum virkjunar-
staðinn við Hrauneyjafoss veltum
við fyrir okkur: Hvað næst? Verð-
ur framhald og samhangandi þró-
un? Brátt stendur allur þessi
aðbúnaður og öll þessi tæki þarna
eftir að virkjun er lokið. Vitað er
að í haust verður byrjað á stíflu
við Stultartanga, sem er liður í að
styrkja orkuöflun Landsvirkjunar.
Það er jarðvinna, sem lýkur á
tveimur árum. En hvað svo?
E.Pá.
Allt á að seljast uppí
6BIFTU TÆKIEÆRIÐ
Þú getur gert ótrúlega góð kaup:
DÆMI:
Föt frá kr. 200
Jakkar frá - 100
Buxur frá - 70
Skyrtur frá - 50
Peysur frá - 90
Vesti frá - 70
BÚTASALA!
Mikið magn af
GALLABUXUM
úr denim og flaueli!
Aðallega stærðir 27 - 34.
QPIÐ:
mánudag frá 9-6.
þriðjudag og miðvikudag frá 1-6.
^ Ath. útsalan er að
SKULAGÖTU30
(áður hús J. Þorláksson & Norðmann)
Texti: Elín Pálmadóttir
Myndir: Kristján Einarsson
7 154