Morgunblaðið - 06.09.1981, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1981
59
• •í sumum þessara tímarita er talað um manndráp
' 'eins og þau væru til marks um ást á föðurlandinu^Q
önnur líta á þau sem hverja aðra atvinnugrein ... 7 ✓
AUGLYSINGARl
Þig vantar
víst ekki
ódýran
tvifara?
Hefurðu áhuga á að fá Woody
Allen til að kynna fyrir þig
tannkremið eða kannski Kather-
ine Hepburn til að lífga pínulítið
upp á söluna? Ef svo er skaltu
bara gleyma því enda myndu
þessar stórstjörnur áreiðanlega
hlægja upp í opið geðið á þér og
jafnvel draga í efa, að þú hefðir
ráð á að borga þeim. Þú skalt þó
ekki örvænta, því að fyrirtækið
hans Ron Smiths, sem við getum
kallað „Stórstjörnulíkið", getur
boðið þér það „næstbesta" fyrir
miklu viðráðanlegra verð.
„Að vísu er bara til einn Burt
Reynolds en við getum boðið upp á
það, sem kemst næst honum. Allt,
sem ein stjarna getur, það getum
við og það fyrir skaplegt verð,“
segir Smith, sem segir, að starfið
sé í því fólgið að selja „tálmynd af
tálmynd".
Smith hefur á skrá hjá sér 1200
húsmæður, lækna, leikara og ann-
að fólk, sem á það sameiginlegt, að
í útliti líkist það ákaflega ein-
hverjum öðrum og hefur auk þess
ekkert á móti því að þéna dálítið á
því. Smith segir að tvífarinn fái
eitt prósent af launum stórstjörn-
unnar og geti jafnvel unnið sér inn
50.000 dali á ári ef vinsældir
fyrirmyndarinnar eru miklar.
Adolf Hitler, Anwar Sadat,
Yasser Arafat og Ayatollah
Khomeini eru allir á skrá hjá
Smith og finna þeir félagarnir
gjarna störf í heimildakvikmynd-
um, en þar eru einnig Albert
Einstein, Marlene Dietrich og
hundurinn Lassie.
Smith er alltaf með augun opin
fyrir nýjum andlitum. Einu sinni,
þegar hann var 'staddur í stór-
verslun í New York, rakst hann á
mann, sem var nauðalíkur leikar-
anum George Segal, og Smith
sveif umsvifalaust á hann og bauð
honum samning með það sama.
Því boði var þó hafnað enda var
KINAl
Afgreiddir
snarlega yfir
í eilífðina
Glæpum hefur fjölgað mjög í
Kína á undanförnum árum og af
þeim sökum hafa landsfeðurnir nú
hafið mikla herferð á hendur
óþjóðalýðnum og er fyrst og fremst
að því stefnt, að engin bið verði á
því, að hinum brotlegu verði refsað
þegar til þeirra næst. Talsmaður
kínverska alþýðuþingsins heldur
því t.d. fram, að þegar um sé að
ræða alvarlega glæpi, þar sem
málsatvik eru ljós, sé lítil sem
engin hætta á mistökum og þess
vegna eigi réttvísin að hafa sinn
gang án nokkurra lögfræðilegra
vífilengja.
Fyrir tveimur árum samþykkti
þingið, að dæma mætti menn til
dauða án þess að hæstiréttur
iandsins legði sérstaka blessun yfir
það og nú nýlega benti það á, að svo
margir dauðadómar hefðu verið
kveðnir upp að undanförnu, að
ógjörningur væri fyrir hæstarétt
að anna þeim málum öllum. Leið-
togar flokksins í Peking segja
einnig, að ekkert lát sé á „viður-
styggilegum glæpum" þar í borg og
að það séu einkum flóttamenn úr
Ælskan á
glap-
stigum: „Fjórmenningaklikunni"
kennt um að vanda og svo „vestra-n-
um áhrifum".
fangelsum og endurhæfingarstöðv-
um, sem þá fremji.
I Dagblaði alþýðunnar segir, að
flestir glæpamannanna séu ungir
menn, gjörspilltir af völdum Fjór-
menningaklíkunnar (sem ennþá er
kennt um flest, sem aflaga fer í
Kína) eða sýktir af hugsunarhætti
útlendrar borgarastéttar. Að sögn
flokksráðsins í Liaoning-héraði í
Norðaustur-Kína eru afbrota-
mennirnir langflestir úr hópi al-
þýðufólks og yfirleitt ungir að
árum.
I kínverskum borgum er tíundi
hver maður atvinnulaus, eða um 20
milljónir manna, en þrátt fyrir það
mega yfirvöldin ekki heyra á það
minnst, að atvinnuleysið eigi ein-
hverja sök á ástandinu. Úr öllum
afkimum Kínaveldis berast fréttir
um aukin afbrot og glæpi og þá
aðeins er þeim fréttum fagnað
þegar það fylgir sögunni, að glæpa-
mennirnir hafi þegar hlotið makleg
málagjöld og verið teknir af lífi. I
Dagblaði alþýðunnar segir, að taf-
arlaus dauðarefsing „sýni mátt
alræðis öreiganna, auki siðferðis-
styrk alþýðunnar og skjóti glæpa-
mönnunum skelk í bringu".
Dagblaðið Wen Hui Bao í Shang-
hai krafðist þess nýlega, að glæpa-
lýðurinn yrði dæmdur og tekinn af
lífi í augsýn almennings, því að
„við megum ekki vera veiklunduð.
Aðeins á þennan hátt getum við
fengið illmennin til að óttast lög-
hlýðna borgara".
- JONATIIAN MIRSKY
lega til ofbeldis og eru þess vegna
stórhættuleg," segir Pete Shields,
einn af forystumönnum samtaka,
sem berjast fyrir meira eftirliti
með byssueign í Bandaríkjunum.
„Inntakið í þeim öllum er eins
konar fegruð mynd af villta vestr-
inu þar sem hver og einn er
sjálfum sér næstur og það kann
ekki góðri lukku að stýra fyrir þá
þegna þessa lands, sem binda
vonir sínar við löghlýðni og þjóð-
félagslegan frið.“ Þessu svarar
ritstjóri „Strandhöggsins" á
þennan veg: „Flestir lesendur
okkar eru hvítir menn úr lægri
miðstétt, sem verða æ óánægðari
eftir því sem efnahagsástandið
versnar og alls konar minnihluta-
hópar leggja undir sig störf, sem
þeir hvítu töldu áður sín. Þessi
tímarit veita þessum mönnum
útrás á saklausan hátt,“ sagði
hann, „og mér þætti gaman að
vita upp á hverju þeir tækju ef við
sæjum þeim ekki fyrir efnivið í
draumórana."
- ANDRES OPPENHEIMER
KOMMUNISMll
Tæp 2% eru
í Flokknum
Flokksbundnir félagar í kommún-
istaflokkum um víða veröld éru nú
taldir vera 76.714.546 talsins, að því
er segir í niðurstöðum könnunar,
sem Bandaríkjastjórn efndi til. Það
þýðir m.ö.o., að tæp 2% mannkyns-
ins eru félagar í „Flokknum".
Frá þessari bandarísku könnun
var sagt í síðasta hefti tímaritsins
Vandamál kommúnismans, og er það
Hoover-stofnunin, sem hana hefur
gert. í könnuninni var hafður í huga
fjöldi flokksbundinna félaga 98
kommúnistaflokka um heim allan og
einkum þeirra, sem fylgja Kremlar-
herrunum að málum. Félagafjölda
annarra kommúnistaflokka er þó
einnig getið en öðrum óskilgreindum
vinstrihreyfingum sleppt.
Kínverski kommúnistaflokkurinn
er langfjölmennastur, eins og að
líkum lætur, eða með 38 milljónir
félaga, sá rússneski státar sig af 17
milljónum flokksmanna og leppríkin
átta í Austur-Evrópu koma síðan í
þriðja sæti með sínar 15.
I Asíulöndum utan Kína eru fjórar
millj. kommúnista, í Ameríku
706.000 og í Austurlöndum nær og
Gervistjörnur
verð.
fyrir skaplegt
þetta George Segal sjálfur, sem
þarna var á ferð.
Það var í samkvæmi, sem haldið
var á allra heilagra messu árið
1976, að Smith fékk hugmyndina
um fyrirtækið. I þessu samkvæmi
gekkst hann fyrir dálítilli sam-
keppni, sem var í því fólgin að
veíja besta tvífara Gerald Fords
forseta og Jimmy Carters, sem þá
voru í framboði til forsetaembætt-
isins. Þetta uppátæki vakti mikla
hrifningu gestanna og sló allt
annað út, sem á dagskránni var.
Eftirspurnin eftir tvíförum vex
með ári hverju, segir Smith, og
„stjörnurnar" hans koma einnig
fram í Evrópu, Afríku og Asíu.
Tvífarar frægs fólks verða oft
fyrir alls konar ónæði vegna
líkingarinnar og.þess vegna finnst
þeim þeir fá nokkra uppbót fyrir
það þegar þeir koma fram í gervi
fólksins, auk þess sem þetta er
ágæt leið út úr tilbreytingarleysi
hversdagslífsins.
„Mér líkar það hreint ekki þegar
fólk tekur mig tali og fer að
kvarta við mig um allt, sem aflaga
fer í borginni," segir George Lead-
er, sem er lifandi eftirmynd
Edward I. Kochs borgarstjóra
New York-borgar.
Eileen Dillard gæti verið tví-
burasystir Katherine Hepburn og
hún virðist miklu sáttari við sjálfa
sig þegar hún þykist vera kvik-
myndastjarnan sjálf. „Ég er í eðli
mínu mjög feirnin," segir hún, „en
þegar ég er hún verð ég viss og
örugg með mig. Það líkar mér vel
enda er Katherine indæl kona,
sem öllum geðjast að.“
- IIARRY DEDERICIIS
VIGBUNAÐUR
Sónialia —
og ósprungin
sending frá
grónnunum í
Eþíópíu.
Þau vanþróuðu hamast
við að hervæðast
Sautján milljónir i Sovét
Afríku aðeins 25.000. ítalski komm-
únistaflokkurinn á bróðurpartinn af
vestur-evrópskum kommúnistum,
með 1,8 milljónir, þá kemur sá
franski með 600.000 og síðan sá
portúgalski, spánski, þýski, finnski,
gríski og austurríski. Breski komm-
únistaflokkurinn er sagður hafa
20.599 félaga, sem er um 0,4% af
mannfjöldanum þar í landi.
- MARTIN BAILEY
í síðustu árbók Friðarrannsókn-
arstofnunarinnar í Stokkhólmi
kemur fram, að vopnakaup hinna
vanþróuðu ríkja í þriðja heimin-
um hafa næstum því tvöfaldast á
síðasta áratug. Frá lokum síðari
heimsstyrjaldar hafa 130 sinnum
verið háðar meiriháttar styrjaldir
og þar af um 50 á síðasta áratug.
Næstum alltaf hafa þessi mannvíg
farið fram í þriðja heiminum og
undantekningalítið hafa vopnin
komið úr vopnasmiðjum iðnríkj-
anna.
Þjóðirnar í Austurlöndum nær
eru langstærsti vopnakaupandinn
meðal ríkja þriðja heimsins og
kaupa næstum jafn mikið og allar
hinar til samans. í þessum heims-
hluta er enda flest á hverfanda
hveli, mikil óeining með þjóðunum
sjálfum og stórveldin láta auk
þess ekki sinn hlut eftir liggja
vegna olíunnar og mikilvægrar
legu landanna. Við upphaf síðasta
áratugar nam hlutur þriðja
heimsins 9% af vopnakaupum á
heimsmarkaði en við lok hans var
hann orðinn 16%. Að áliti Frið-
arrannsóknarstofnunarinnar er
þessi þróun vægast sagt „mjög
ískyggileg".
A síðasta ári náðu þjóðir heims
í fyrsta sinn því marki að verja
500 milljörðum sterlingspunda til
vopnakaupa en þrátt fyrir þennan
gífurlega fjáraustur eru fæstar
þjóðir öruggari um sinn hag en
þær voru fyrir tíu árum. Þvert á
móti vex öryggisleysið stöðugt.
Þegar allt þetta er haft í huga
er ekki óeðlilegt að líta svo á, að
þetta gegndarlausa fjárbruðl sé
„óréttlætanleg og skelfileg sóun á
takmörkuðum auðlindum tnann-
kynsins". Eins og líklegt er, eru
það Atlantshafsbandalagið og
Varsjárbandalagið, sem stórtæk-
ust eru í þessum efnum og munu
örugglega verða enn um hríð. í
árbók Friðarrannsóknarstofnun-
arinnar er á það minnst, að einkar
dapurlegt sé til þess að hugsa, að
mestu tækniafrek manna nú á
dögum séu unnin í þágu hernaðar
og drápstækni. Ef sama áhersla
hefði verið lögð á heilsurækt og
fæðuframleiðslu væri víst, að öðru
vísi væri um að litast í heiminum
ennúer. - IAN MATIIER