Morgunblaðið - 06.09.1981, Síða 15

Morgunblaðið - 06.09.1981, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1981 63 Pottarím Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR í ár er slíkt bláberjaár um allt land, að vísast eru þeir margir sem tína vcl af berjun- um. Það er ekki úr vegi að huga að þessu góðgæti og hvað hægt er að gera gott úr því. bað eru ekki aðeins íslend- ingar sem kunna vel að meta bláber, því þau vaxa víðar. Á Norðurlöndunum og Bretlands- eyjum eru þau í miklum met- um. Á írlandi var sums staðar haldin hátíð síðustu helgina i júlí. eða fyrstu helgina í ágúst. Ilátíðin markaði sumarlok og uppskcrubyrjun. Þessir sunnu- dagar kölluðust stundum blá- berjasunnudagar og þeim tengdust ýmsar siðvenjur. M.a. var safnast saman í bláberja- lautum og fléttaðar körfur sem berin voru tínd í. Það var dansað og spilað á fiðlur. Eins og vera ber voru það ekki ófáir ungir menn sem hittu þarna konuefni sín. Þó við höfum ckki fiðluspil og dans í bláhcrjalautum. er skemmtilegt að tina ber, bæði notalegt að vera úti i skaplegu veðri og gaman að hugsa til góðgætisins sem í vændum er, þegar uppskeran er komin í hús... Góða skemmtun! Bláber Það er góð og hollustusamleg búbót að frysta bláber til vetrar- ins. Þið hreinsið þá berin og skolið, látið vatnið renna vel af þeim, skiptið þeim niður í ílát og trystið. Ef þau eru sæmilega þurr, ætti ekki að vera ástæða til að lausfrysta þau, heldur er hægt að setja þau beint í ílát og frysta. Oftast er settur sykur með, um 'k dl í hvern lítra er hæfilegt. Bezt er að nota stíf ílát, svo berin kremjist ekki. Það má víða fá ýmiss konar plastbox með góðum lokum, sérstaklega ætluð undir frystan mat. Einnig hafa víða fengist pappakassar undir frystan mat. Auk þess að frysta berin heil er ljómandi að setja þau í kvörn ásamt svolitlu af sykri, hakka þau og frysta blámerjamaukið. Þannig tekur það mjög lítið pláss. Það er nokkuð hæfilegt að frysta maukið í um 2lA dl umbúðum. Það nægir t.d. í flesta eftirrétti handa fjórum. Ef þið eruð með smábörn á ykkar snærum, þ.e. innan við og rétt yfir 1 árs, er skynsamlegt að frysta ósykrað bláberjamauk í ísmolabökkum, losa svo molana i poka og gæða smáfólkinu á í vetur. Berin eru auðug af c vítamíni, svo eitthvað sé nefnt. Þið getið t.d. hrært þíddu mauk- inu saman við svolítið af súr- mjólk, mjólk eða kotasælu og gefið þeim. Það verður örugg- lega vinsæll matur ... Hér á eftir fer listi yfir þá rétti, sem hægt er að nota fryst, heil ber í: í mjólkurmat. það þarf víst varla að taka það fram að berin eru frábær í skál með rjóma eða rjómablandi. En þeyttur rjómi ásamt súrmjólk eða sýrðum rjóma er einnig fyrirtak með bláberjum. Þá er hæfilegt að nota um 2 dl af súrmjólk eða Bláber sýrðum rjóma í 1 pela af þeytt- um rjóma. Skyrkrem, eins og ég hef áður verið með uppskrift að, er frábært með nýjum eða fryst- um berjum. í það er notað 50—100 gr. af óhrærðu pakka- skyri, peli af þeyttum rjóma, 1—2 dósir af sýrðum rjóma og hunang eða sykur eftir smekk. Kremið er látið standa í kæli í 1 klst. eða lengur, þá stífnar það. Þið getið blandað berjunum strax í kremið eða látið berin ofan á, hvort sem þið viljið. í pæa og tertur. Pæaskel fyllt með bláberjum, borin fram með þeyttum rjóma er herra- mannsmatur. Einnig getið þið blandað berjunum í rjómann og borið þannig fram. Skyrkrem er hér einnig tilvalið með, eða í pæaskelina. Varla þarf að minna á rjómatertur með bláberjum og rjóma. Einnig hér er skyrkremið fyrirtak. í pönnukökur. Volgar eða kældar pönnukökur fylltar með bláberjum, bornar fram með rjóma, eða rjómanum blandað í berin, er glæsilegur eftirréttur, eða með kaffi. Norðmenn hafa þann háttinn á að blanda berjum í venjulegt pönnukökudeig, sem er þá heldur þykkara en venju- lega. Síðan baka þeir pönnukök- ur rétt eins og venjulega, strá sykri á þær, stafla þeim upp og skera í gegnum staflann eins og kökur. Þeyttur rjómi Sómir sér vel með. Með ís. Það er varla hægt að komast lengra í eftirréttalist- inni en að búa til vanillurjómaís og bera hann fram hæfilega mjúkan með bláberjum. Ef þið viljið gera frekari kúnstir eða breyta til, eru berin afar góð heit með ísnum. Frakkar eldsjóða gjarnan ýmis ber og ávexti. Þá er bræddur sykur á pönnu, vatni bætt í og búið til þykkt síróp. Berin eru sett þar í, hituð og sterku áfengi bætt í. Það er látið hitna örstutta stund og síðan er eldur borinn að. Þá kviknar í vínandanum, og blár logi stend- ur upp af pönnunni. Þetta er auðvitað tilkomumikil sjón, enda ekki óalgengt að veitinga- hús geri mikið úr þessu sjón- arspili, sem á nú kannski ekki mikið skylt við eldamennsku. En heit ber með víni eru góð með ís, það er víst áreiðanlegt... í ís. Heil ber í rjómaís er góður og þægilegur eftirréttur. Það gildir auðvitað eins og með annan ís að það þarf að láta hann jafna sig í kæliskápnum, gæta þess að bera hann ekki fram stokkfreðinn. Góður ís loð- ir saman, en er mjúkur. Það er betra að hann sé farinn að renna, en að hann sé of harður. í eggjakökur. Frakkar eru þekktir fyrir eggjakökur. Þær geta einnig verið sætar og þá hafðar í eftirrétti, með berjum og ávöxtum, stundum með víni sem er ýmist í þeim eða að því er hellt yfir og jafnvel kveikt í, eins og nefnt var að ofan með berin. Svona eggjakökur borgar sig varla að búa til handa fleiri en fjórum, og þá tvær kökur sem hvor er tveggja manna skammt- ur. I hvora kökuna þeytið þið þá um 2 rauður ásamt um 50 gr af sykri, og bætið hvítunum stíf- þeyttum í. Hellið þessu í heita pönnu með nógu af smjöri og látið bakast á hægum hita í 6—7 mín., gjarnan undir loki. Stráið síðan berjum yfir og reynið að brjóta kökuna saman. Eg skal ekki lofa ykkur að það takist í fyrsta skipti. Mér gengur þetta ekki of vel. Rennið kökunni á fat, eða skammtið á tvo diska og berið kökuna fram, e.t.v. með viðbótarskammti af berjum. Bláborjamauk Ég nefndi áðan að það væri tilvalið að setja berin í kvörn og geyma þannig í frysti, og að maukið væri tilvalið sem barna- matur. En það er ekki síðra fyrir þá sem eru eldri. Með eða í ís. Rétt eins og heil ber er maukið tilvalið heitt eða kalt með heimalöguðum rjómaís. Einnig er það frábært í ís. Sorbet, vatnsís eða ísfroða, úr bláberjum er léttur og ljúffeng- ur eftirréttur. Þið bætið þá maukinu saman við soðið syk- urvatn, frystið þetta saman, hrærið í á meðan það er að frjósa og berið svo fram þeytt. Stundum er sett mjólk saman við. Einnig þeytt eggjahvíta. Þið getið notað hvaða ísfroðuupp- skrift sem er, og notað bláber í staðinn fyrir það sem nefnt er í uppskriftinni. Soufflé. Þetta er fisléttur búðingur og í hann er t.d. tilvalið að nota bláber. í 2'k dl af berjamauki er hæfilegt að nota um 4 hvítur. Þið getið notað 3, en þá verður búðingurinn heldur þungur, en 5 gera hann léttari. Stífþeytið hvíturnar. Gætið þess að engin fita komist i þær, hvorki úr ílátum né af áhöldum, né úr rauðunum. Þeytið þær fyrst eintómar en bætið síðan sykri í, 20 gr á hverja hvítu, en 25 gr ef berin eru alveg ósæt. Hvíturnar mega ekki bíða, þegar búið er að þeyta þær. Bætið maukinu saman við. Bezt er að nota sleikju. Hrærið ekki meira í en svo, að enn séu hvítuhnoðrar í blöndunni, því þá lyftir hún sér betur. Þetta á almennt við þegar stífþeyttum hvítum er blandað í deig, sem á að bakast. Hellið deiginu í vel smurða skál eða form, sem þið getið borið búð- inginn fram í. Látið hann bakast við 200° í um 20 mín, eða þar til hann hefur lyft sér vel og er brúnn að ofan. Berið hann strax fram. Hann má alls ekki bíða utan ofnsins því þá fellur hann. Berið ískaldan léttþeyttan rjóma fram með búðingnum, eða mjúkan rjómaís. Þið sjáið að margt má gera gott úr bláberjum, auk þess sem ykkur dettur sjálfúm í hug. Flestar uppskriftir fyrir önnur ber en bláber má einnig nota með góðum árangri fyrir bláber. Það er þá helzt sykurmagnið sem e.t.v. þarf að breyta, en bragðlaukarnir segja ykkur til um það ... Sulta Það er gömul og góð aðferð að sulta bláber. Það þarf um 4 dl af sykri á hvern lítra. Hér fylgir ekki uppskrift, enda eru þær víða til. En munið að gæta fyllsta hreinlætis, rétt eins og endranær í eldhúsinu, því ann- ars geymist sultan illa. Því meiri sykur sem er í sultunni því betur geymist hún. Og því kaldara sem er í kringum hana þv: betur géymist hún. EIGUM TIL STORGLÆSILEGT EINTAKAF Oadge 2jadyra, árgerð 1981 Perluhvítur með hvítt vinyl þak. Rauð leðurklæðning að innan og há sætisbök. Vélin er 8cyl. -318 cub., sjálfskiptur, stokkur á milli sæta, vökva- og veltistýri, aflhemlar, Electronisk Digital klukka. Sjálfvirkur hraðastillir (Automatic Speed Control). Rafmagns- sæti, rúður, dyraiæsingar og skottlæsing. Krómaðar felgur. ðl/ökull hff. Ármúla 36 Sími: 84366 Til sölu eru 2 raðhús að Saebóli 37 og 39, Grundarfirði. Húain eru 173 fm hvort meö bílskúr. Húsin eru með fullfrágengnu þaki gleri í gluggum, lausafögum og útihurðum. Söluverö 275 þús. Utborgun á 6—8 mán. 105 þús. Nánari upplýsingar í síma 93-8808 og á kvöldin 93-8678. Músikleikfimin Hefst fimmtudaginn 17. september. Styrkjandi og liðkandi æfingar fyrir konur á öllum aldri. Byrjenda og framhaldstímar. Tímar í húsi Jóns Þorsteinssonar, Lindar- götu 7. Kennari Gígja Hermannsdóttir. Upplýsingar og innritun í síma 13022, um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.