Morgunblaðið - 06.09.1981, Síða 16
64
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1981
Ein hin óhrifaríkasta ailra franakra kvikmynda eftiratríðsáranna var Orphée.
„Litla prinsinn" skrifaði Antonie de Saint Exupére á flugferöum sínum
yfir óvinasvmöið í seinni heimsstyrjöldinni og sem betur fer var hann
búinn aö því er hann mmtti örlögum sínum og var skotinn niður.
Samuel Becket var mikill áhrifavaldur á sviði leiklistarinnar.
Maria Helena Vieira da Silva þótti á engan hátt
standa karlpeningnum aö baki í málverkum sínum.
Hreint frábmr í sínum bestu myndum.
André Malraux var einn af leiðandi áhrifavöldum
aldarinnar á andlega sviöinu.
einungis á frönsku. Má skrifa
langt mál um það, hve Frökkum er
ósýnt um að auðvelda erlendum
gestum aðgang að hinum ýmsu
heimildum með því að bæta við
ágripi eða stuttum textum á fleiri
þjóðartungum. Nei, franska skal
það vera og megi þeir fara hopp-
andi í hærusekk, er ekki skilja það
hágöfugasta allra tungumála!
Þetta veldur fróðleiksfúsu fólki að
sjálfsögðu miklum erfiðleikum og
gleymist það seint, er ég í fyrsta
skipti kom á staðinn og sneri mér
til fyrirgreiðsluskrifstofu blaða-
manna og fékk þar mikinn stafla
af upplýsingaritlingum ókeypis.
Heldur en ekki ánægður fór ég að
fletta í þeim, en þá kom í ljós, að
pésarnir voru einungis merktir
hinum ýmsu löndum á titilsíðu,
t.d. Englandi, Þýskalandi, Spáni,
Ítalíu, en allt innihaldið var á
frönsku! Skiljanlega var lítil bót
að slíku fyrir þá, sem ekki kunna
málið, og því verður hver að
bjarga sér sem hann getur með
hjálp uppsláttarbóka. Ætla má, að
þegar sýndarmennsku sleppi, þá
muni fjöldamargir halda að sér
höndum um kaup á rándýrum
óaðgengilegum sýningarskrám og
því mun slíkur eintrjáningsháttur
vera hreint tap fyrir útgefendur.
Þegar fyrri sýningar tóku fyrir
samtímalist frá fyrsta áratug ald-
arinnar og þróun hennar fram á
síðustu tíma, þá hefur þessari
sýningu verið afmarkað tíma-
skeið, er nær yfir áratugina
1937—1957. Hér er tekið til með-
ferðar allt, er varðar skapandi
listir, Iistiðnað, iðnaðarhönnun,
tízkuþróun, stjórnmál og svo tím-
ana sjálfa. í heild er það líkast
lífrænni uppfræðslu að ráfa um
sali fimmtu hæðar listhallarinnar,
sem sýninguna húsar, gesturinn
fylgist með franskri hámenningu,
en svo einnig afturför og úrkynj-
un, sem að nokkru getur minnt á
pönk-bylgjú nútímans, svo vísað
sé til ummæla um sýninguna.
Það, sem á þessum tímum var
talið til hnignunar, hefur unga
kynslóðin hafið til vegs og er á
sinn hátt hægt að útskýra það á
skilmerkilegan hátt. Það er eins
og hluti ungu kynslóðarinnar taki
sér til fyrirmyndar útlifað fólk
þessara ára, er drukkið hafði í
botn dreggjar stórborgarmunað-
arins og hélt sér gangandi á
alkóhóli og eiturlyfjum, eins og
t.d. Mome Bijou og Kiki á Mont-
parnasse síðustu æviár þeirra,
eins konar veruleikaflótti og
„narkissosismi".
A sýningunni er mikið um
myndbandaskerma (full litla þó),
er bregða upp myndum frá tíma-
bilinu, lífi myndlistarmanna,
skálda, rithöfunda, stjórnmála-
manna og fjölda annarra frægðar-
persóna. Þá er hernámsárunum
gefið mikið rými og myndir sýnd-
ar frá fangabúðum nazista og
brennsluofnum þeirra. Jafnan var
mikil örtröð við þá skerma og
virðist það í anda nútímans, að
fólk sækir stíft í hryllinginn.
Borgarastyrjöldinni á Spáni er
einnig gerð ítarleg skil. Tímabil-
unum eru þannig ekki síður gerð
skil en listviðburðum og fátt
dregið undan.
Helst er til gagnrýni, að sýning-
in í heild skuli ekki ná yfir hálfa
öld, spanna allt fram til ársins
1977, því hún væri þá nær okkur í
nútímanum og öllu aðgengilegri
til samanburðar og skilnings öll-
um þorra fólks. Þeim yngri, er í
síbylju eru að tala um tíma-
skekkju í list hinna eldri, væri
vissulega hollt að skoða þessa
sýningu. Það sem skeði löngu fyrir
fæðingu þess, og margt af því
hefur litla hugmynd um, hefur það
sem sagt hafið til vegs á ný eða þó
öllu réttara, kaupahéðnar, sem
ábata hafa af slíkum uppákomum,
tiltektum og listabylgjum og beita
óspart fyrir sig skrumpésaiðnað-
inum.
En nú virðist margt af þessu
unga fólki einmitt lítt kæra sig
um að sækja slíkar sýningar,
þykir víst ekki fíntt enda myndi
það afhjúpa margt. Ég varð a.m.k.
lítið var við það þau tvö skipti,
sem ég heimsótti sýninguna, en
annan daginn var skólafrídagur
og var þá mikill fjöldi hressilegs
ungs fólks á sýningunni og skoðaði
hana af miklum áhuga, bæði eitt
sér og í hópum í fylgd með
leiðsögumönnum. Meira bar á
hinu fólkinu fyrir utan og sjáist
það á sýningum, er það oft meira
til að sýna sig og afkáraskap í
klæðnaði en til að skoða sýn-
ingarmunina.
Það er langt frá því, að allir séu
yfir sig ánægðir með þessa risa-
sýningu, þótt hér sé samankominn
gífurlegur fróðleikur, tína má ým-
islegt til og þykir sumum t.d.
furðulegt, að Frakkar skuli setja
listamenn á borð við Klee og
Kandinsky undir franska listhefð
þessara ára. Báðir voru þeir
brautryðjendur og mjög sjálfstæð-
ir í listsköpun sinni. Klee starfaði
alla ævi í Þýskalandi og Sviss, og
þótt Kandinsky hafi setzt að í
Neuilly sur Seine í nágranni
Parísarborgar árið 1933, hafði
hann þegar markað sér svo per-
sónulegan stíl, að hann getur ekki
talist afkvæmi Parísarskólans.
Einmitt þess vegna mun hann
hafa átt svo erfitt uppdráttar,
enda lifði hann nú erfiðasta tíma-
skeið lífs síns og listar, þar til
hann lézt árið 1944.
Fjölmargt fleira er undir smá-
sjá, t.d. hví einungis ein mynd er
eftir menn eins og Marcel Gro-
maire og Jean Deyrolle, en báðir
voru þeir harðsoðnir Frakkar af
Parísarskólanum og miklir áhrifa-
valdar á þessum tímum. Maður
hélt jú, að skipuleggjendurnir
væru að bregða upp sem sannverð-
ugastri mynd frá þessu tímabili en
ekki að hér kæmi einnig fram
einhliða mat og endurmat núlif-
andi manna. Menn spyrja sig
j-