Morgunblaðið - 06.09.1981, Síða 23

Morgunblaðið - 06.09.1981, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1981 71 Fylgist þiö ekki meö eða hvað ... + Þið fylgist lítið með, ef þið vitið ekki að þetta er tíska unga fólksins. Leðurjakkar þéttsetnir alls konar merkjum, stutt hár sem stendur strítt út í loftið eða jafnvel krúnurakaðir kollar. Það hjálpar líka upp á sakinar að vera með nælu í eyranu og hundahálsband um hálsinn. Erlendur Einarsson forstjóri SlS o» Ingveldur Hjaltested óperusöng- kona taka hér lagió saman. Óvenjulegur dúett + Á árshátið Félags starfsmanna SamvinnutryKginga or Andvöku í vetur vakti harla óvenjulegur dú- ett mikla athygli en það voru þau Erlendur Einarsson forstjóri SÍS ok InKveldur Hjaltested óperu- söngkona. sem skipuðu þennan dúett. Voru þau klöppuð upp ok þurftu að taka aukalag enda bæði hinir ágætustu söngvarar. Þessi mynd. var í blaðinu Hlyn sem er blað samvinnustarfsmanna. ffclk í fréttum Blómadrottningin er Hvergerðingur í húð og hár Hveragerði. 4. september. + Árlegt blómaball i HveraKerði var haldið síðastliðinn laugardag að Hótel Hveragerði. Á miðnætti var blómadrottninK kjörin og varð Ásta Björg Ásgeirsdóttir hlutskörpust en átta stúlkur kepptu um þennan titil. Jenny Wium, sem varð blómadrottning í fyrrasumar, krýndi Ástu Björgu. Ásta Björg er Hvergerðingur í húð og hár. Hún vinnur i versluninni Blómaborg en hyggst stunda nám á viðskiptasviöi i Fjölbrautaskólanum á Selfossi i vetur. Ásta Björg segir aðaláhugamál sin vera iþróttir, sérstaklega sund, og hefur hún náð góðum árangri i þvi. Það var Knattspyrnudeild Ungmennafélags Hveragerðis og Ölfus sem hélt ballið og voru um f jögurhundruð samkomugestir. Hótel Hveragerði var sérstaklega skemmtilega skreytt með blómum fyrir dansleikinn en því miður var mikil ölvun á hallinu og þvi litill menningarbragur yfir samkomunni. — Sigrún. Blómadrottning þeirra Hvergerðinga, Ásta Björg Ásgeirsdóttir. „Ástin rekur mig áfram“ Rætt við Gunnar Ingiberg Guðjónsson, sem sýnir málverk sin í Menningarstofnun Bandaríkjanna + „Ér lifi af því að mála en á vorin fer éj; á sjóinn, til þess að halda andlegu or líkamlegu þreki,“ sagði Gunnar Inj;iberj;ur Guðjónsson, sem sýnir vatnslita- myndir sínar í boði Menninj;arstofnunar Bandaríkj- anna. „Hér er um að ræða 40 verk eða 1 verk fyrir hvert ár, sem éj; hef lifað, því ég verð fertuj;ur lauj;ardaj;inn 5. september, daj;inn sem sýninj;in opnar,“ saj;ði Gunnar Inj;iberj;ur ennfremur. „Það var vinur minn Tomas Martin, sem er forstöðumaður Menningarstofnunarinnar, sem bauð mér að sýna hér. Ég er afar glaður yfir þessu boði og er það mér mikil uppörvun. Myndirnar mínar eru „fígura- tívar“ og hef ég gaman að því að mála mannamyndir. Ég mála ekki „abstract" verk því það er mér ekki eðlilegt. Ég hef aðallega orðið fyrir áhrifum frá Picasso og Jóhann- esi Geir, annars aðhyllist ég enga isma og er hálfgert nátt- úrubarn," sagði Gunnar Ingi- bergur. „Ég hef alltaf verið heppinn að eiga peninga þannig að ég hef getað haldið mig við listina. Ég hef líka átt ríka velgjörðarmenn, sem hafa hjálpað upp á sakirnar. Áhugi minn á málaralist byrj- aði, sem hrifning á myndabók- um. Ég á ekki langt myndlist- arnám að baki. Ég var þó um tíma í Barcelona á Spáni og lærði þar teikningu. Ég fæst þó ekki eingöngu við að vinna með liti heldur vinn ég líka myndir í mosaik og tré, því ég hef gaman að því að vinna með mismunandi efni. + Til hagri er listamaðurinn Gunnar Ingibergur Guðjónsson og virðir hann hér fyrir sér eina af myndum sinum ásamt forstöðumanni Menningarstofnunar Bandaríkjanna, Tomas Mart- in. Ég hef haldið 7 einkasýningar og hefur ein og ein mynd sloppið inn á samsýningar hjá FIM. Fólk pantar líka hjá mér verk, til dæmis af gæðingum eða ákveðnum fjöllum, en ég er óskaplega slappur að vinna myndir eftir pöntun." Þetta samtal við Gunnar Ingi- berg fór fram á blaðamanna- fundi, sem haldinn var á svölum Menningarstofnunar Bandaríkj- anna og var veðrið afar gott og fallegt útsýnið. „Ég tel að ísland sé besti staður í heimi fyrir málara, það gerir birtan sem er móðir lit- anna. Ég hef ferðast töluvert, allt frá Grænlandi til Spánar og hvergi hefur mér þótt eins skemmtilegt að mála og hér. Annars er það ástin sem rekur mig áfram bæði í daglega lífinu og í list minni, sagði Gunnar Ingibergur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.