Morgunblaðið - 06.09.1981, Blaðsíða 28
76
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. SEPTEMBER 1981
mnsm
‘ti 3
JAFNVEL É6 6ET MÁLAÐ BETUR
EKl pETTA "
love 7S...
... having
someone to carry
you over the
gravel.
TM Reg. U.S. Pat. Otf — all rlghts reserved
® 1979 Los Angeles Times Syndicate
VT?« 6!
Láttu vin minn sjá reikninKÍnn
á meAan éfí fer í simann.
Með
morgunkaffinu
StaÓa mín? EÍKÍnkona. móóir,
þvottakona, fóstra. saumakona
o>í kjaftavél!
HÖGNI HREKKVÍSI
© 1981
McNaught Synd . Inc
V£#ru veyw.. &?
Ajn/J 4 HÖF-D/A/t/.. "
Gefið okkur góða mjólk
Hjörtur Jónsson
Þegar Reykvíkingar neituðu
loksins að kaupa og drekka
mjólkina og rjómann, þá var farið
að athuga hvað að væri. Þá kom í
ljós að smágöt voru á vélum
Mjólkursamsölunnar, göt sem
varla var hægt að finna, en
fundust þó, segja fróðir menn. í
ljós kom að mjólkin var orðin æði
gömul, þegar hún kom frá bænd-
um, og í ljós kom að ýmislegt
fleira mætti betur fara í meðferð
hennar. Þessi umræða dró einnig
fram að fóður og lyfjagjöf kæmi
þessu máli við, og sauðsvartur
höfuðstaðarbúinn vissi ekki sitt
rjúkandi ráð.
Mjólkurfræðingar glaðvöknuðu
og sögðu sitt álit, allir voru á
þeirri skoðun að mjólkin ætti að
vera sem ferskust, feitust og bezt.
Þetta höfðu þeir auðvitað alltaf
sagt, en án þess að öllum þætti
þeirra predikun sjálfsögð til eftir-
breytni. Nú kom þeim kærkomið
tækifæri, að árétta sínar skoðanir,
og sín áhrif á mjólkurframleiðsl-
una, og bíða menn þess nú í ofvæni
hvort þeir verða svæfðir á ný með
nefndum og tilheyrandi masi, og
hvort raunverulega hafi tekist að
gera við götin.
Hvað sem öllu þessu líður þá er
nú mjólkuröldurnar að lægja,
mjólkurstimplarnir eru nú settir
nær sanni, og súra mjólkin er
fágætari. Allt er þetta gott og
blessað, svo langt sem það nær. En
hvað um blessaða mjólkina sjálfa?
Er hún betri en áður? Er rjóminn
jafnbetri en áður? Er skyrið gott?
Er smjörið gæðasmjör?
Hinum pennaglaða Agnari, sem
stuggar ágangsfé úr túnum
bænda, kann að finnast þessar
spurningar rætnar og árásar-
kenndar, en nú skal ég segja
honum og ykkur hinum hvers-
vegna ég spyr.
bíl í töfralandið Mývatnssveit. Við
fengum okkur skyr og rjóma á
Akureyri, og þetta var nú meira
skyrið. Það var betra en fékkst í
Reykjavík, miklu betra. Okkur
fannst öllum að skyrið væri betra,
og vorum við þó ekki komin til
Akureyrar til þess að gera saman-
burð á skyri þar og í Reykjavík.
Svo ókum við í hina fögru
Mývatnssveit. Þar var sól og hiti,
fegurð, gróður og ferðalangar.
Reykjarstrókarnir stóðu beint upp
í loftið úr gufuflaginu fræga,
vatnið speglaði Vindbelg og þeir
fuglar, sem minkarnir og nælon-
netin höfðu ekki ennþá kálað,
syntu bjálfalega óhræddir hér og
þar.
Og enn gerðust menn svangir og
þyrstir. En við Mývatn hafa menn
búið sig undir gestakomur, þar
fæst matur og greiði af öllu tagi.
Við fórum á einn veitingastaðinn
og fengum okkur mjólk og kökur.
Kökurnar voru nú þessar hefð-
bundnu sortir. Kökur breytast
ekki á íslandi, nema þá helst
rjómatertur. Vínarbrauð hafa lík-
lega ekkert breyst í heila öld, eru
kannske dálítið verri. Verðlagseft-
irlits-bragðið þykir engum gott.
En nýmjólkin, sem okkur var
borin. Hún var stórkostleg. Við
litum hvort á annað. Fannst þú
þetta líka? stóð í spyrjandi augun-
um. Já við fundum þetta öll, og við
sáum þetta öll. Við helltum aftur
úr könnunni í glösin. Mjólkin var
vel kæld, feit og dásamlega bragð-
góð. Þeir sem alist höfðu upp í
sveit flugu á andartaki til baka.
Mundu nú skýrt eftir því, þegar
móðir þeirra gaf þeim mjólk að
drekka. Sú mjólk hafði verið kæld
í búrinu, nærri gluggalausu búri
með metersþykkum moldarveggj-
um. Þetta var sama bragðið.
Við spurðum stúlkuna: „Setjið
þið rjóma saman við nýmjólkina"?
Afgreiðslustúlkan leit á okkur
dálítið undrandi á svipinn og
svaraði: „Nei, þessi mjólk er frá
Húsavík."
Að fríinu loknu tókum við
flugvélina til baka frá Akureyri.
Um verzlunarmannahelgina brá
ég mér norður í land. Við flugum
til Akureyrar, og ætluðum þaðan í
Þessir hringdu . . .
Benzínhækkun
- fer mestallt
í ríkishítina
Ökumaður hringdi og gerði síð-
ustu benzínhækkun að umtalsefni.
„Ég get ekki annað sagt að benzin
hafi verið nógu dýrt fyrir þó þessi
hækkun kæmi ekki til“, sagði
hann. „Hefði nú ekki verið hægt
að láta þessa hækkun niður falla
og ríkið hefði fellt niður eitthvað
af þeim sköttum og skattasköttum
sem það leggur á benzín. Það
hefur verið sýnt framá, bæði af
FÍB og fjölmörgum öðrum aðilum,
að ríkishítin fær miklu meiri
fjárhæðir af benzínsölunni en
notaðar eru til vegagerðar og
vegabóta. En svona er það með
alla skatta — þegar þeir eru einu
sinni komnir á er eins og við fj ...
sjálfan að eiga að fá þeim aflétt.
Það er heldur engin furða þó
ríkisbáknið þurfi á töluverðum
peningum að halda til að halda
uppi þeim kauðum sem þar hafa
raðað sér á jötuna óg gera svo sem
ekki neitt.
En í þessu tilfelli kemur það sér
illa. Allir geta að minnsta kosti
verið sammála um að íslenzka
vegakerfið er ekki merkilegra en
svo að það má ekki við að þær
fjárhæðir sem greiddar eru til að
bæta það renni í annað. Mér finnst
að ef okrað er svona á benzíni ætti
það að minnsta kosti að verða til
þess, að við fengjum hér almenni-
lega vegi og eyðilegðum ekki
bílana á því að skreppa smá spöl
út á land. Ég veit að þetta kvabb
mitt hefur ekki mikla þýðingu —
en vonandi verður það þó til að ýta
við mönnum, að gegn ófremdar-
ástandi þessu verði skorin upp
herör af þeim sem vitleysan bitn-
ar á og ríkinu líðist ekki endalaust
að seilast í vasa þeirra sem aka
bílum, til þess að fita kúluvamba
sína.
Fékk borgar-
stjórn flugu í
höfuðið
Vegfarandi hafði samband og
gerði gangstéttina við Hverfis-
götu, Arnarhólsmegin, að um-
talsefni. „Ég á þarna leið um nær
daglega og skil ekki hvers vegna
borgaryfirvöld láta ekki gera við
hana“, sagði hann. „Það skiidi þó
aldrei vera að þeir hafi sett þá
peninga sem áttu að fara í
viðhald gangstétta í taflómynd-
ina við Lækjargötu, sem varð
þegar upp var staðið þrefalt
dýrari en sérfræðingarnir höfðu
áætlað í upphafi.
Svo skilst manni að borgaryf-
irvöld hafi mörg þýðingarmeiri
verkefni á prjónunum en gang-
stéttarlagningar eða strætis-
vagnabiðskýli, sem svo mikið
hefur verið skrifað um í Velvak-
anda að undanförnu. Mér er sagt
að það eigi að fara að setja
bryggur á tjörnina — til hvers
veit ég ekki enda er ég ekki
sérfræðingur. En mig langar til
að bera fram þessar fyrirspurnir
varðandi þessar fyrirhuguðu
bryggjur. Hvaða skip eiga að
liggja við þær? Fyrir hvern eru
þær? og síðast en ekki síst: Hver
í ósköpunum fékk þá flugu í
höfuðuð að byggja bryggjur við
Reykjavíkurtjörn?"