Alþýðublaðið - 10.06.1931, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.06.1931, Blaðsíða 6
6 4LÞÝÐUBLAÐIÐ A-listinn a Iisti alnýðusamtakanna. Alþýðuflokkurinn og tryggingamál vefi*kalýðsfBis« i. Þegar Alþýðuflokkurinn vax stofnaður, 1916, voru sama og engir tryggingarsjóðir til verka- lýðnum til handa. Vísir til sjö- mannatryggingar mun þó hafa verið settur á stofn 1904. Því árið eftir nema iðgjöld til henn- ar 12000 kr. og dánarbætur sama ár 3300 kr. 1915 eru iðgjöld til hennar orðin 32 760 kr. og dán- arbætur það ár 16688 kr. Með stofnun fiokksins er haf- ist handa ;með siysatrygglngu Ssjómanna og krafist hærri dán- arbóta. Árið eftir kýs flokkurinn mann á þing, S'ern ber kröfu flokkains fram og fær nokkru á- orkað. 1919 eru iðgjöldin orðin rúmar 104 þús. kr. og dánar- og örorku-bætur rúm 50 þús. kr. Þeg- ar flokkurinn kemur Jóni Bald- vinssyni inn í þingið verður breyíingin mest. 1922 eru iSjgjöid- in orðin tæp 155 þús. og dánar- og örorku-bætur það ár 198 þús. 1925 tekst flokknum að fá breyt- ingu á lögunum til mikilla bóta. Þá er iðntryggingin sett á stofn og dagpeningar eru greiddir fyrir minni slys. Iðgjöld sjómanna- tryggingarinnar eru því 1926 orð- in 180 þús. og skaðabætur graidd- ar þá 97 jms. kr. Þá er um leið iðgjaldagreiðslunni létt af sjó- mönnum imeð öllu og atvinnu- relœndur skyldaöir til að greiða hana. Mesta breytingin veröur á þinginu 1928. Þá bækka dánar- og örorku-bætur um 50% upp i 3000 kr. dánarbætur og 6000 kr. örorkubætur. Iðgjöldin hækkuðu nokkuð samfara þessu, því ið- g j öl d s j óim an n atryggingarinnar voru 1929 266 þús. kr. og ið- gjöld til iðntryggingarinnar tæp- iega 91 þús. kr. Vmsar minni hreytingar náðust síöar á kjör- tímabilinu eins og það, að verka- menn geta nú krafist dagpen- inga eftir 10 daga, i stað 28, sem áður gilti. Fleiri stéttir hafa komið undir tryggingarlögin, bif- reiðarstjórar o .fl. Öll þessi ár hefir sjómannatryggingin greitt í skaðabætur til ársloka 1929: kr. 1 201 463,00 og iðntryggingin kr. 99 963,00 eða samtals kr. 1301- 426,00, sem verkalýðnum hefir hlotnast fyrir starfsemi Alþýðu- flokksins á alþingi. En þess ber að minnast, að enn þá er slysa- tryggingih ekki nema brot af þvi, sem hún þarf að komást í, svo að hún kom.i að þeim notum, siem tii er ætlast og þörf krefur. Eign sjómannatryggingarinnar var í árslok 1929 737 234,00 og iðn- tryggingarinnar kr. 137 544,00 eða samtals kr. 874 778,00. II. Alþýðuflokkurinn hefir ávalt barist fyrir öðrum tryggingum handa verkalýönum, eins og elli-, sjúkra-, mæðra- pg atvinnu- leysis-tryggingum. Tillögur um þetta efni fluttu þingmenn Al- þýðuflokksins þing eftir þing. En þær voru alt af svæfðar af í- haldsflokkunum báðum, „Fraim- sókn“ og „Sjálfstæðis“-mönnum. Loks tókst á þinginu 1930 að fá samþykta í neðri deild tillögu um, að nefnd yrði látin undirbúa það mál fyrir þingið í vetur. Meiri hluti nefndarinnar humm- aði málið fram ,af sér og skilaði engum tillögum, en minni hlut- inn, . fulltrúi Alþýðuflokksins. hafði þegar fullsamdar ,.sínar til- lögur, þegar stjórnin rauf þing- ið. Þessi réttarbót alþýðunnar er því óleyst enn þá og hætt við að svo muni lengi verða meðan i- haldsflokkarnir hafa öll ráðin í þinginu. Á kostnað atvinnurek- endanna til sjávar og sveita verða iðgjöldin til þessara trygg- inga að koma að rnestu leyti, jeins; og tíökast í nágrannalöndun- um. Með fullkominni ti'ygginga- löggjöf, eins og áður greinir. verður að mestu útrýmit fátækra- styrknum, sem eins og nú er er eina trygging verkalýðsins, að verja hann hungri, þegar hann ber upp á sker. En slíkur styrk- ur er fyrir fjöldann hefndargjöf, eins og hann er af hendi látinn allvíðast og með þeim skiiyrð- um, sem fátækralögin ákveða. E'litrygging er engin til, en elli- styrktarsjóði hafa íhaldsflokkarn- ir myndað, sem í þeirra augum virðist vera nægileg ellitrygging. I árslok 1929 voru tekjur sjóð- anna á öllu landinu 182 954 kr.; af því greid'di ríkissjoður lögum samkvæmt 47 661 kr. Til út- hlutunar komu yfir alt landið 96 665 kr„ er skiftist á 2 466 menn og konur. Til hvers einstaklings kom því að meðaltali 39 kr. Hér í Reykjavik varð meðalstyrkur kr. 34,50. Sjóðir þessir vaxa mjög hægt, því tillögin eru nefskattar á almenningi, jafnt á ríkum sem fátækum, og atvinnurekendur greiða engin gjöld til hans eins og slysatryggingarinnar. Aður nefndar upphæðir eru engin trygging í ellinni, hvorki fyrir einn né annan, að eins jóla- j glaðningur, eins og sumir kalla hann. Þessu og því líku vilja í- haldsflokkarnir halda við, báðir tveir. Alþýðuflok-kurinn einn mun hrinda þessu mál-i sem öðrum fram til sigurs. í öðrum löndum, þar sem tryggingarmál verkalýðsins eru bezt á veg komin, er ellitrygg- ingin fullnægjandi lífeyrir. III. Sjúkratrygging er engin ti! hér á landi, sem skyldl einstakling- inn með lögum að vera trygð- ur og sem ríkið leggi mestan hlutann fram til iðgjalda og sjóð- myndunar. Aftur á fmóti hefir alþýðan í sumum bæjum og kauptúnum myndað samtök sér til varnar fyrir áföllum sjúkdóm- anna með sjúkrasamlögum. T-ekj- ur félaganna eru að mestu ið- gjöld félagsmanna. Ríkissjóður styrkir þau örlítið. 1929 var styrk- urinn h-æstur, kr. 9 737,Q0, er -'skiftist á 9 félög, er reiknuðust sem „lögskráð félög". Tala hlut- -tækra meðlima i þ-essum 9 fé- lögum var það ár 4466 mienn og konur. Tekjur félaganna v-oru 176 575 kr.; þar af áður n-efndur |r|íkisstyrkur og 17 900 kr. lúr bæja- og sv-eita-sjóðum. Skuld- lausar eignir þ-eirra í árslok voru 107 286 kr. Útgjöldin urðu 192837 kr.; þar af 86 þús. lækniskostn- aður. Það er því ljóst, að sjúkrasam- lögin eru ófullnæ-gjandi sjúkra- trygging, þátttaka lítil í þ-eim af alþýðunni í l-andinu og kostn-að- urinn hvílir að mestu á fólk- inu sjálfu, s-em að sjálfsögðu á að rnestu I-eyti að hvíla á ríkinu. Myndu nú íhaldsfl-okkarnir hr-aða sér mjög tíl þess að koma fram þessari réttarbót almiennings? Reynslan h-efir sýnt, að svo er ekki. Það -er því eitt af hlut- verkum Alþýðuflokksins að knýja mál þetta í gegn, en til þess þarf hann liðstyrk alþýð- unnar og brautargengi. Meðal sjúkr-atrygginga miætti telja b-erklavarnalögin, sem Guð- mundur Björnson landlæknir á sínum tíma bar g-æfu til að fleyta í gegn um þingið. Eftir þ-eim lögum v-erður ríkið að m-estu að b-era kostnaðinn við þá sjúklinga, er ekki hafa efni á að kosta lækningu sína og sjúk- dómsl-egur sjálfir. Þó hafa íhalds- flokkarnir báðir, „Framsókn" og „Sjálfstæðis1*, g-ert sitt til að draga úr réttarbótum, sem al- þýðan hafði f-engið með þei-iF lögum. Báðir flokkarnir s-amein- uðus-t um að breyta lögunum til hins verra 1927, og „Framsókn- ar“-stjórnin gerði sitt bezta til að framfylgja þeirri breytingu fólk- inu til tjóns, en ríkissjóði jtil hagnaðar. Enda mun það eini íiðurinn í útgjöldum ríkisins, sem stjórninni hefir tekist að spara á: en sá sparnaður nemur kr. 300 000,00 hvort árið, 1929 og 1930, frá því sem hann var miestur. Þessi lækkun -er að mestu tekin á kostnað isjúklinganna, með meiri píningi hjá þeim um greiðslur. Verður islíkt að telj- ast meiri háttar öfugstreymi hjá stjórnmálaflokki og stjórn hans, er einu sinni -stóð í þeirri skoðun, að hann væri frjálslyndur. Það v-erður því með sjúkra- trygginguna og berklavarnalögin, að alþýðan í landinu v-erður að treysta sjálfri 'sér bezt til þ-ess í gegnum fulltrúa sína á alþingi að knýja þessar réttarbætur friam nú á næstu þingum. Þörfin er brýn orðin og þolir ekki j-engri bið. IV. Atvinnul-eysiistrygging h-efir engin v-erið til hér á landi og virðist eiga mjög örðugt upp- ídráttar. íhaldsflokkarnir báðir hafa sýnt máli þessu fullkomna andúð. Þingm-enn Alþýðuflokks- ins báru fram á alþingi 1929 frv. um þetta efni. Enginn úr í- haldsflokkunum léði málinu lið; skutu því til n-efnd-ax til þ-ess að sofna þar. Með stjórn þeirri á atvinnuveg- unum, sem íhaldsflokkunuro þóknast á þeim að hafa, er at- vinnuleysi v-erkalýðsins í bæjum og sjávarplássu-m mesta böl hans. Þeg-ar vel lætur í ári. er atvinna mikils hluta v-erka- lýðsins 6—g8 mánuðir. Hinn tím- ann situr hann auðum höndum. Afleiðingin er skortur og alls. konar neyð, sem atviiynuleysimi fylgir. Alþýðuflokkurinn hefir á- valt barist fyrir því, að atvinnu- bætur af hálfu hins opinbera: væru fram-kvæmdar til þ-ess að draga úr m-esta bölinu. Stund- um h-efir nokkuð orðið ágengt í þessu efni, en oftast hafa þess- ar kröfur flokksins mætt hreinni mótspymu frá íhaldsflokkunum. Og að síðustu hefir það verið algerl-ega ófullnægjandi, sem fengist hefir, þegar þ-eir loksins hafa ekki þ-orað annað en að sýnast með því að láta vinna í sem minstum stíl að unt er. T. d.-v-eitti landsstjómin s. I. vetur 25 þús .kr. í atvinnubætur hér í Reykjavík, en hefði þurft minst tífalda þá upphæð, svo að einhverjum notum hefði orðið. Alþýðufl-okkurinn er eini flokk- urinn, sem unnið hefir fyrir verkalýðinn í þ-esisu máli og mun svo gera framvegið. Það er því undir alþýðunni komið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.