Alþýðublaðið - 08.09.1920, Síða 3

Alþýðublaðið - 08.09.1920, Síða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Stór útsala verðu næstu daga í verzlun Jóhönnu Olgeirsson, Laugaveg 18. Kýjungar i vegagerð eru það, að nú er landssjóður farinn að nota bifreiðar til þess að aka í ofaníburði. Eru alls fimm bifreiðar í þessari notkun í sumar, og hafa unnið í Hafnarfjarðarvegi, Svínahrauni, Ölvesvegi, Flóavegi, Grímsnesvegi og víðar. Munar stórmiklu hve vegagerðin gengur fljótara með þessu móti, auk þess sem hún er ódýrari á þennan hátt, og tekur færra fólk frá annari nauðsynlegri vinnu. Önnur nýjung er það, að nú eru notaðir tveir 5 smálesta þungir vélþjapparar (valtarar) til þess að þrýáta grjótinu niður í veginn, f stað þess að það var áður barið niður með sleggjum. Einnig er vél tii þess að mylja niður með grjótið, setn látið er í veginn, og sparast fjöldi fólks við þessa aðferð. Þessar stórmerku nýjungar í íslenzkri vegagerð munu eingöngu að þakka vegamálastjóranum, Geir G. Zoega verkfræðingi. Frá Noregi. Flugferðir milli Starangurs og Björgvinjar. 16. ágúst hófust fastar flugferðir milii Björgvinjar, Haugasunds og Stavangurs. Flogið er daglega og eru notaðir flugbátar. Farseðlar kosta 180 ltr. frá Björgvin' til Stavangurs, 150 kr. frá Björgvin til Haugasunds og 90 kr. frá Haugasundi til Stavangurs. Póst- flutningar eru einnig byrjaðir milli sömu staða á flugvélum. Berk kona látin. Nýlega varð frú Augusta Aasen, — ein af nefndarmönnum þeim er alþýðuflokkurinn norski sendi á alþjóðafund bolsivíka í Moskva, — fyrir flugvél sem var að lenda, og beið þegar bana. Kona þessi stóð mjög framarlega f verklýðshreyf- ingunni norsku, og var meðal annars f stjórn verklýðsíélaganna í Kristianíu, og vara-bæjarfulltrúi þar. Síðastliðið ár var hún kosin í miðstjórn verklýðssambands Nor- egs, og mætti í Moskva sem full* trúi þaðan. Hún var jarðsungin í höfuðkirkjugarði bolsivíka í Moskvá. Járnfnndnr. Nýlega hefir það verið gert kunnugt, að fuhdin séu geysistór járnlög á um 5 mflna svæði í nánd við Ofotbotn norðarlega f Noregi. Lögin innihalda frá 33 til 70 hundra,ðshluta af járni. Fundur- inn vekur gleði mikla í Noregi. Karolina ekkja Björnsons, sem nú er 85 ára að aldri, er í þann veginn að leggja af stað f langferð til útlanda. Björn leikari sonur hennar verður samferðamað- ur hennar í þessari ferð. 90 hermenn dæmdir fyrir að hlnsta á Tranmæl. Maríin Tranmæl heitir sá mað ur, sem nú er talinn mestur ræðu maður meðal Norðmanna. Hann er aðalforingi verkalýðsins og af mörgum kallaður Lenin Noregs. Tranmæl fer um Noreg þveran og endilangan og heldur ræður fyrir verkalýðnum. Nýlega talaði hann fyrir um um 100 hermönnum í Bjerkvik. Fyrir þetta »tiltæki« voru 30 hermanna dæmdir í 3 til 45 daga fangelsi, Hinir 70 fengu áminningu eða voru dæmdir til smá hegninga. Nærri má geta, hve mikla gremju þetta hefir vak- ið mðeal norska verkalýðsins. Hræðileg sprenging og hrnai í Drammen. 7 manns híða bana 11. ágúst varð ógurleg spreng- ing í búð einni í Drammen (ein- um af stórbæjum Noregs ekki langt frá Kristianíu) Er ekki fylli- lega upplýst hvernig slysið vildi til, en haldið að púður og nokk- uð af dynamiti, sem fara átti með járnbrautarlest, hafi sprungið. Sprengingin var svo mikil, að hristingurinn fanst um allan bæinn, og þeyttist framveggur hússins, upp á aðra hæð, fram á götu, og steinar, vörur og menn láu hvað innan um annað. Eidur kviknaði þegar og magnaðist svo, að slökkvi- Nýkomin fataefni, frakkaefni og kvenkápuefni. — Efni tekin til sauma. Guðsteínn Eyjölfsson, Laugaveg 32 B. liðið, sem kom í skyndi á vettvang, gat ekki stöðvað eldinn fyr en stórhýsið, sem sprengingin varð í, var brunnið til grunna. En á neðstu hæð þess voru 4 stórverzlanir og á annari hæð borðsalur, eldhús og samkvæissalir gistihúss. 7 manns biðu bana við spreng- inguna og 12 særðust, sumir hættu- lega; er það tjón ómetanlegt, en annar skaði metinn á eina miljón króna. Nýjir kolafandir á Svalbarða. Mýlega hefir fundist nýtt kola- lag við kolanámu Svía í Braganza- firði á Svalbarða. Var verið að rannsaka legu kolalaganna og fanst þá þetta nýja lag, sem er 8—10 metrum neðar en þau lög, sem nú eru unnin. Lagið er 1V* til 2 m. þykt. Gömlu iögin voru svo þunn, að verkamennirnir urðu að vinna liggjandi, eða hálfbognir, í göng- unum. Þetta lag er aftur á móti svo þykt, að þeir geta unnið upp- réttir, og gengur vinnan við það miklu fljótar og er stórum hollari. Erlend iKiynt. Khöfn 7. sept. Dollar (1) — 6,95 Pund sterling (1) — 24,68 Frankar (100) — 48 00 Þýzk mörk (100) — 13.85 Sænskar krónur (100) kr. 140,00 Norskar krónur (100) — 100,75

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.