Morgunblaðið - 08.11.1981, Page 1
Sunnudagur
8. nóvember
Bls. 49-80
Aldarafmæli goðsagnar úr „gamla vestrinu“ sem enn vekur deilur
Eins og allir aðdáendur „Villta
vestursins" vita stóð skotbardag-
inn milli Clanton-klíkunnar og
Wyatt Earps er naut stuðnings
tannlæknisins „Doc“ Holliday,
sem engu minna frægðarorð fór af
en Earp. Raunar naut Earp einnig
stuðnings bræðra sinna, Virgils,
sem hafði verið skipaður lögreglu-
stjóri í Tombstone aðeins einu ári
áður, og Morgans, sem var leigu-
skytta hjá járnbrautarfélaginu
Wells Fargot. í Clanton-klíkunni
voru tveir af sonum „gamla
mannsins" Clantons, Ike og Billy,
McLaury-bræðurnir Frank og
Tom, og Biily Claibourne.
Þegar bardaganum lauk lágu
Tom og Frank McLaury og Billy
Clanton í valnum. Ike Clanton og
Billy Claibourne flúðu. í liði and-
stæðinga þeirra lágu bræðurnir
Virgil og Morgan Earp hættulega
særðir. Doc Holliday brákaðist á
mjöðm, en virðist lítið hafa fundið
fyrir því, þar sem hann var drukk-
inn. Wyatt Earp stóð einn upp-
réttur — hann einan sakaði ekki.
GAMLAR
ILLDEILUR
Bardaginn var raunar ekki háð-
ur í OK-réttinni, heldur á horni
Þriðju götu og Fremont-götu, á
stað sem var um 50 metra frá rétt-
inni. Þegar fylkingunum laust
saman þurftu þær að gera upp
nokkra gamla reikninga. Einu ári
áður hafði póstvagninum verið
veitt fyrirsát og ekillinn, Bud
Philpot, og einn farþegi voru
skotnir til bana. Vinir Clanton-
bræðra og sjálfs Doc Hollidays
höfðu verið sakaðir um árásina.
Seinna viðurkenndi maður nokk-
ur, Luther King, að hann hefði
hesta stigamannanna í sinni
vörzlu og Earp-bræður létu hand-
taka hann og afhentu hann næsta
lögreglustjóra, John Behan, þótt
tregir væru.
Síðan hafði King komizt undan
þegar lögreglustjórinn og annar
maður voru að ræða um sölu hest-
anna. Þessi atburður magnaði
fjandskapinnn er ríkti milli
Earp-bræðra og Behans, sem
FLUÐI AF HÓLMI
Andartaki síðar hljóp Ike C.lant-
on, sem hafði áður sagt að hann
ætlaði að drepa alla Earp-bræð-
urna einn síns liðs, hrópandi fram
hjá Wyatt Earp til að leita hælis í
gistihúsi Camillus S. Flys, sem var
brautryðjandi í ljósmyndagerð.
Þar hafði Behan lögreglustjóri
þegar falið sig og fljótlega bættist
í hóp þeirra Billy Claibourne, sem
nýlega hafði verið látinn laus úr
fangelsi þar sem hann hafði setið
inni fyrir að myrða mann sem bað
hann um vínsopa.
Sá sem fyrstur féll í valinn var
Frank McLaury, sem Wyatt Earp
skaut í kviðinn. Fljótlega báettist
við bróðir hans Tom, sem Doc
Holliday drap. Þriðji maðurinn
sem féll var Billy Clanton, sem
skaut Morgan Earp í kviðinn áður
en kúla úlnliðsbraut hann. Hann
hæfði því næst Virgil Earp í fót-
inn með því að skjóta með vinstri
höndinni.
En málið var ekki þar með úr
sögunni. Behan lögreglustjóri
ákærði Earp-bræður fyrir morð og
hélt því fram að Clanton-klíkan
hefði ekki hafið skothríðina. Wy-
att Earp svaraði þessu með því að
reyndi að stöðva átökin við OK-
réttina rétt áður en lokauppgjörið
fór fram.
Loks hafði þegar slegið í brýnu
milli Earp-bræðra og Cianton-
klíkunnar. Ike Clanton hafði verið
barinn niður með byssuhlaupi af
Virgil Earp og síðan sektaður um
25 dollara fyrir að bera byssu
ólöglega innan bæjarmarkanna og
Wyatt Earp hafði veitt Tom
McLaury sömu meðferð eftir orða-
hnippingar fyrir utan dómshúsið.
Það sem síðan gerðist virðist því
hafa verið óhjákvæmilegt.
Skotbardaginn fór fram siðdeg-
is 26. október 1881 í hlýju veðri
eftir enn eina þrætu Clantons- og
Earps-manna fyrir utan dómshús-
ið. Nokkrum mínútum áður en
bardaginn hafði hafizt hafði
Clanton-klíkan farið inn í byssu-
verzlun Sprangenbergs, og á með-
an hafði Wyatt Earp lagt hald á
hest Frank McLaurys, sem hafði
verið skilinn eftir á gangstéttinni,
og þannig gerzt brotlegur við lög.
Síðan sagði maður að nafni Cole-
man Earp-bræðrum að Clanton-
og McLaury-bræðurnir væru að
leggja á ráðin um illindi á bak við
OK-réttina.
Earp-bræðurnir fengu Doc
Holliday í lið með sér, virtu Behan
lögreglustjóra að vettugi og gengu
niður götuna til að mæta Clant-
on-klíkunni, sem stóð upp við hús-
vegg vestan við OK-réttina. Þegar
Virgil lyfti upp staf Doc Hollidays
og skoraði á Clanton-klíkuna að
fleygja frá sér byssunum kváðu
við skothljóð.
Colt-skammbyssa sem Wyatt
Earp notaði. Hann notaði slíka
byssu í neyðartilfellum, en ann-
ars notaði hann skammbyssuna
„Buntline Special", sem var með
lengra hlaupi, gegn óvinum sín-
um.
segja að lögreglustjórinn
hefði sagt sér að Clanton-
bræðurnir væru óvopnaðir,
að Earp-bræðurnir hefðu vitað
betur og þeir hefðu aðeins ætlað
að gera skyldu sína og reyna að
afvopna þá.
Bæjarblöðin studdu þessar tvær
skýringar á atburðinum. „The
Tombstone Nugget" hélt því fram
að Clanton-bræðurnir hefðu verið
meinlausir kúrekar, sem Earp-
óþokkarnir hefðu hundelt, en „The
Epitaph" lýsti Clanton- og
McLaury-bræðrum þannig að þeir
hefðu verið miskunnarlausir út-
lagar, sem hefðu verið staðráðnir í
SJÁ NÆSTU SÍÐU
VIKULÖNG hátíðarhöld hafa farið fram í bænum Tombstone í Arizona til að minnast þeirra sem féllu fyrir einni
öld f skotbardaganum við OK-réttina og lifðu hann af — skotbardaganum sem Hal Wallis gerði ódauðlegan á
hvíta tjaldinu með kvikmyndinni þar sem Burt Lancaster og Kirk Douglas fóru með aðalhlutverkin. Bæjarblaðið
„Tombstone Epitaph“ komst þannig að orði um bardagann að aðeins hefði tekið hálfa mínútu að „binda endi á líf
þriggja manna með voveiflegum hætti, koma af stað blóðbaði, sem næstum því leiddi til þess að lýst var yfir
herlögum í Tombstone-sveitinni, og valda bitrum deilum, sem hafa staðið allt fram á þennan dag“.