Morgunblaðið - 08.11.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.11.1981, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1981 Gullgrafarabærinn Deadwood 1876, þremur árum áður en hann brann til grunna. Um þennan bæ var sagt eins og Tombstone, sem var frægur fyrir silfur, aö hann væri of harður af sér til aö deyja. Wyatt Earp, óvinur Clanton- bræðranna í Tombstone, var um tíma í Deadwood í peningaleit, en hvarf þaðan þar sem honum fannst samkeppnin of hörð, og í Deadwood var Wild Bill Hickock skotinn til bana. Deadwood var í Svörtuhæðum og gullæöið þar, eitt hið síðasta í Bandaríkjunum, leiddi til fjöldamorðanna á Si- oux-indíánum við Litla-Stórhorn. að eyða bænum. Eftir 30 daga réttarhöld féll úrskurður dómara sakborningum í vil, þ.e. mönnum Earps. HEFNDIRNAR Tilraunir til að koma fram hefndum hófust þegar Clanton- fjölskyldan hafði reist minnis- merki á gröf Billy Clantons á Boot Hill í útjaðri Tombstone: „Billy Clanton, myrtur á götum Tomb- stone." Sá sem fyrstur var skotinn var Virgil. Ráðizt var á hann úr launsátri og hann fékk tvær kúlur í annan handlegginn. Hann lifði, illa farinn, til 1905. Sá sem næstur var skotinn var Morgan. Hann var drepinn 1882 þegar hann beygði sig yfir billj- ard-borð. Skömmu síðar reyndi Frank Stilwell að ráða Wyatt Earp af dögum, en viðureign þeirra lauk með því að Stilweil var skilinn eftir örendur við járn- brautarteina nálægt Tucson. Hefndum var einnig komið fram við Ike Clanton, sem leitarflokkur skaut þegar honum var veitt eftir- för vegna gruns um nautgripa- þjófnað. Billy Claibourne var skot- inn á mótum Fimmtu götu og Allen-götu í Tombstone og bana- maður hans var Buckskin Frank Leslie. Þótt furðulegt megi teljast lifði Doc Holliday sex ár í viðbót unz hann lézt af berklaveiki og ofdrykkju á heilsuhæli. Þannig tapaði hann veðmáli um að hann mundi deyja með voveiflegum hætti. Wyatt Earp, sem fékk ekki eina einustu skrámu í bardagan- um við OK-réttina, lifði til átt- ræðs. GOÐSÖGN OG VERULEIKI Bardaginn hefur æ siðan verið mikið hitamál og valdið miklum deilum. Síðasta framlagið til deil- unnar kom fram á hundrað ára afmælinu á dögunum frá prófess- or við háskólann í Arizona, James Harkin, sem segir að mönnum hafi skjátlazt hrapallega í dómum sínum um bardagann. „Þetta var ekki,“ segir hann, viðureign „góðu strákanna" og „vondu strák- anna“.“ Wyatt Earp og bræður hans réðust ekki gegn fimm þorpurum til þess að reyna að koma á lögum og reglu í „Villta vestrinu", segir prófessor Harkin, eins og þeir og stuðningsmenn þeirra létu í veðri vaka (samkvæmt sumum heimild- um voru nokkrir úr hópi Clanton- bræðra óvopnaðir). Nei, hér voru einfaldlega pólitík og græðgi á ferð, segir Harkin, sem vinnur að bók um sögu Tombstone. Hann er sannfærður um að Earp-bræðurn- ir hafi verið aiveg eins siðlausir og Clanton-bræðurnir og McLaury- bræðurnir (sem er naumast nokk- urt vafamál því að Earp var kunn- ur svikahrappur í mörgum bæjum í vesturríkjunum). DOC HOLLIDAY — berklasjúkl- ingur, aö dauða kominn, en skaut mönnum skelk i bringu. „Allir íbúarnir á þessu svæði voru þangað komnir til að hrifsa til sín auðæfi, sem urðu til þegar WYATT EARP — „Tombstone- ógnvaldurinn“. silfur fannst þarna," segir Harkin, „en það gerðist nokkrum árum áð- ur. Það sem aðskildi þá sem börð- ust við OK-réttina var sama póli- tíska togstreitan og ríkir í Banda- ríkjunum enn þann dag í dag — milli repúblikana og demókrata. Earp-bræðurnir voru utan- garðsmenn og aðkomumenn, repú- blikanar og norðanmenn, sem reyndu að komast yfir silfur- milljónirnar er ráðsettir landnem- ar og heimamenn, sunnanmenn og demókratar, töldu að þeir ættu að sitja að einir. Clanton-bræðurnir og McLaury-bræðurnir voru í síð- ari hópnum. Earp-bræðurnir voru raunsæ- ismenn, sem töldu að hagkvæmn- issjónarmið ættu að ráða. Þeir vildu nota sér allan þann ávinn- ing, sem þeir töldu sig geta haft af bókstaf laganna, og höfðu enga tilfinningu fyrir réttíæti, því sjón- armiði að réttlætið ætti að ráða,“ segir próf. Harkin. Sú goðsögn, sem varð til um skotbardagann, varð í samræmi við þær hugmyndir, sem Banda- ríkjamenn nútímans vilja gera sér um réttlæti, rétt og rangt, í „gamla vestrinu". En Harkin seg- ir: „Skýring goðsagnarinnar á því sem raunverulega gerðist gæti ekki verið vitlausari." íbúar Tombstone voru 30.000 áður fyrr, en þeim fækkaði svo mjög að um tíma voru þeir aðeins nokkur hundruð. Jafnvel nú eru íbúarnir aðeins 1600 og margir þeirra lifa á minningum bæjarins og byggingunum, sem standa enn. Boot Hill er ennþá til. Þar hafa verið gerðar endurbætur eins og á byggingum í bænum og nú er Boot Hil) þjóðargrafreitur. Þarna hvíla Clanton-bræður og McLaury- bræður, Billy the Kid og George Johnson, sem var „hengdur af misgáningi". Það var ekki að ástæðulausu að kvikmyndin „The Magnificent Seven“ var látin hefj- ast á Boot Hill. Fógetinn í Tombstone, John H. Bchan, sem jafnframt var dómari, hafði skrifstofu sína vió hliöina ó bar, sem hann átti einnig og skíröi í höfuöiö á leikkonunni Lily Langtry. Hann situr hér á kvartili með mexíkanahatt, skambyssu í slíðri og lagadoörant fyrir framan sig. Behan átti í útistööum viö Wyatt Earp, en var furöu vinsam- legur viö aðra meinta útlaga í Tombstone.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.