Morgunblaðið - 08.11.1981, Page 8

Morgunblaðið - 08.11.1981, Page 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1981 Háþrýsti’ lakk- og málningasprautur H F Smiðjuvegi 30, Kópavogi, símar 76444 og 76100. Afmœlisboð í tilefni af 5 ára afmœli sínu um þessar mundir býður SKÍFAN LAUGAVEGI 33 viðskiptavinum sinum upp á hljóm- plötukaup á sérstöku afmælisverði i nokkra daga. Hljómplötur á kr. 49 □ Simsalabimm □ Saumastofan □ Hana nú □ Rut Reginalds □ Fyrr má nú aldeilis fyrrvera □ Bara það bezta □ Llr öskunni í eldinn □ Hlunkur er þetta □ Furðuverk □ Börn og dagar □ Kór Öldutúnsskóla □ ‘HLH-flokkurinn □ Einn á ferð □ Utkall □ í sjöunda himni □ Bráðabirgðabúgí □ Hvers vegna varst’ ekki kyrr □ Umhverfis jörðina á 45 mín. Hljómplötur á 99 kr. □ Guðmundur Guðjónsson □ Jólastrengir □ Dagar og nætur □ í leit aö lífsgæðum □ Glímt við þjóðveginn □ Basso Erectus □ Magnús og Jóhann □ Manni Af öllum öðrum vörum er veittur 10% afsláttur Ampex-kassettur og kassettutöskur einn- ig á sérstöku afmælisveröi. Sendum í póstkröfu Samhygð hvað er það? - rætt vid Pétur Guðjónsson sem stofn- aði félagsskapinn Samhygð á Islandi „Samhygð — félag sem vinnur ad jafnVasgi í þróun mannsins“, nefnir sig félagsskapur nokkur sem stofnaður var hér á landi fyrir um þad bil ári síðan. Tilgangurinn með félagsstarfinu ér að frelsa itjanninn úr ánauð streitunnar — og takist að frelsa nógu marga einstaklinga tekst að frelsa heiminn frá ragnarökum offjölgunar, mengunar og kjarnorkustríðs, eða þannig skildist blm. Mbl. að Samhygð hygðist koma ár sinni fyrir borð og gera strik í reikninginn á komandi árum. En Samhygð er ekki fyrsti fé- lagsskapurinn sem stofnaður er til að ráða bót á volæði heimsins því mígrútur er af alls konar hreyf- ingum og hópum sem ætla sér að koma þessu til leiðar með ýmis konar hugmyndakerfum og meðul- um. Eflaust eiga nokkrar slíkar hreyfingar í viðbót eftir að berast hingað til íslands því hópar af þessu tagi eru oft hvað virkastir í útbreiðslustarfsemi sinni. Segja má að kenningakerfi Samhygðar varðandi mann og heim byggi á svonefndum síló- isma. Upphafsmaður þeirrar heimsskoðunar er eiginlega arg- entínumaðurinn Mario Rodrigues Cobos sem nefnir sig Síló. Hann er 43 ára og sat um tíma í fangelsi fyrir kenningar sínar sem hann byggir að verulegu leyti á dul- rænni reynslu. Síló sá að heimur- inn var vondur — ofbeldi, grimmd og neyð setti svip sinn á umhverfi hans, og hann fann sig knúinn til að opinbera fólki reynslu sína og beina því þannig á braut til meiri fegurðar, hamingju og lífsfyll- ingar. Síló skrifaði bók sem nefn- ist „Innri ró“ og er hún einskonar Biblía sílóismans. Ýmsir minni spámenn hafa síðan skrifað aðrar bækur sem útskýra hinar óræðu hugleiðingar Sílós í „Innri ró“ og byggir Samhygð starfsemi sína á þessum fræðum að verulegu leyti. Upphafsmaður og stofnandi Samhygðar hér á landi er Pétur Guðjónsson félagsfræðingur en hann er búsettur erlendis. Fyrir skömmu komu ýmsir af helstu for- kólfum Samhygðar hingað til lands og voru þeir Pétur og Síló báðir með í þeirri för. Var heim- sóknin liður í mikilli útbreiðslu- herferð Samhygðar sem stefnt var víða um lönd. Þar sem blm. Mbl. hafði nokkuð kynnt sér gögn og bækur Samhygðar fór hann fram á stutt viðtal við Pétur um mál- efni félagsskaparins og var það ljúflega látið eftir. Var Pétur fyrst að því spurður hvernig það hefði atvikast að hann ákvað að leggja félagsskapnum Samhygð lið. — Ég veit ekki hvort ég var að leita að neinum sérstökum félags- skap til að starfa með, sagði Pét- ur. Ég var 24 ára gamall og var búinn að ljúka nokkrum háskóla- prófum, var búinn að prófa hvað það var að hafa peninga, var bú- inn að ferðast talsvert og var bú- inn að reyna það að verða ástfang- inn. Ég hafði mikinn áhuga á því að vita hvort einhver aðferð væri ekki til sem nota mætti til að bæta heiminn og jafnvel bjarga honum við — ekki þarf nú mikla hugsun til að sjá að mikil þörf er á slíkri aðferð. Um þetta leyti var ég á ferð í Chile til að kynna mér feril Ali- endes og var þá öðrum þræði að rannsaka ýmsar lausnir sem hugs- anlega gætu breytt heiminum og bætt hann. Nú, margar lausnir voru á boðstólum, ekki vantaði það. Sumir boðuðu hægri stefnu, aðrir vinstri stefnu og svo voru þeir sem gerðust hippar og fóru niður á strönd og horfðu á naflann á sér. Sumir sögðu að það þýddi ekkert að hugsa um að breyta heiminum — best væri að fá sér jörð og rækta garðinn sinn eða koma sér upp fyrirtæki og reyna að komast vel af sjálfur. Ekki skorti heldur að ýmsir spekingar þóttust hafa lausnir á öllum vandamálum heimsins — en ekk- ert af þessu þótti mér virkilega sannfærandi. Én þegar ég komst í kynni við Samhygð var mér orðið ljóst að það er ekki hægt að breyta þjóðfélaginu nema með því að hugarfarsbreyting verði hjá þjóð- félagsþegnunum. Hafðirðu ekki efasemdir um Samhygð fyrst þegar þú kynntist félagsskapnum — að þarna væri kominn einn hópurinn enn sem boðaði hcimsfrelsun? — Auðvitað hafði ég efasemdir. Ég hafði kynnst ýmsu af þessu tagi og bjóst ekki við miklu en var nógu skynsamur til að segja við sjálfan mig: „Ég er ekki alveg klár á hvað þetta er en ég veit eitt — það eina sem skiptir mig máli er að reyna að breyta sjálfum mér og reyna að breyta heiminum. Hvort það tekst eða ekki — það skiptir engu máli.“ Ég man að þegar ég kom heim til konunnar minnar eftir að hafa setið fyrsta fund minn með félögum Samhygðar sagði ég við hana: „I dag hef ég fundið eitthvað sem hefur gjör- breytt lífi rnínu." Ég fann það ein- hvern veginn á mér að sú reynsla er ég varð fyrir myndi hafa var- anleg áhrif á mig án þess að ég gæti rökstutt það. En ef þessi orð Sílós á að skilja þannig — hvers vegna er þá í bók Samhygðar vísað á rit sem öll fjalla um hvernig maður á að deyja slysalaust s.s. Dauðrabókina egypsku, tíbetsku Dauðrabókina o.fl.? Þessar bækur fjalla um ferð eftir dauðann og hvernig maður komist hana klakk- laust. Mario Rodriguez Cobos, eða Sfló, eins og hann nefnir sig, höfundur sflóismans. — Já, það er vísað til þessara bóka. En það gæti hins vegar verið að þær fjalli raunverulega ekki um ferð eftir dauðann heldur hafi þær aðeins verið skildar þannig — ef til vill fjalla þessar bækur um það hvernig maður eigi að lifa en ekki um það hvernig maður eigi að deyja. Mig minnir að vitnað sé til þess í kaflanum sem fjallar um æfinguna „Dauðann" í bók Sam- hygðar. Þú getur farið í þessa reynslu — sest niður, lokað aug- unum og upplifað hvernig er að deyja. Svo vaknarðu og færð þér kaffi. En þetta væri bara ímyndun mín — og að öllum líkindum fjarri raunverulegri reynslu. — Að sjálfsögðu, en þessi reynsla gæti engu að síður haft gífurleg áhrif á þig. Ég heyrði ný- lega um dæmi sem sannar þetta um náunga í Boston sem var hálf- fertugur og vann á ríkisskrifstofu. Hann var áhugalaus fyrir um- hverfi sínu, blóðlatur, fúll og leið- inlegur. Einn daginn verður hann svo fyrir því að fá hjartaslag og deyja „klíniskum" dauða. En þeg- ar hann raknar úr dauðadáinu er þetta orðinn bráðskemmtilegur, duglegur, hjálpfús og glaður mað- ur. Það getur meira en verið að það hafi bara verið hugarórar og ímyndun sem þessi maður varð fyrir í dauðadái sínu — en það sem ekki eru hugarórar er að hegðun mannsins hefur breyst verulega til batnaðar bæði fyrir hann sjálfan og aðra. Það er aðalatriðið og það rétt- lætir æfinguna um dauðann og aðrar æfingar sem Samhygð kenn- ir og ráðleggur fólki að stunda. Hverskonar hamingja er það sem fólk telur sig öðlast við það að vera í Samhygð? — Það er einkennileg tilhneig- ing sem kemur fram hjá fólki til að líta neikvæðum augum á ham- Framfarafélag Breiðholts III: Borgarafundur um skipulagsmál FRAMFARAFÉLAG Breiðholts III gengst fyrir almennum borgarafundi þann 10. nóvember og verður hann í Hólabrekkuskóla kl. 20.30. Á dagskrá eru tvö mál sem snerta hverfisbúa. Annað er skipulagsmál og þá sérstaklega nýi vegurinn sem fyrirhugað er að gera í framhaldi af Suðurhólum og tengja þannig Breið- holt við nýja Seláshverfið. Er gert ráð fyrir að vegurinn liggi yfir Elliða- árdalinn og geti tekið við miklum umferðarþunga. Hitt málið er heilsu- gæslumál hverflsins og þá sérstak- lega staða heilsugæslustöðvarinnar nú og framtíðaráform, ef einhver eru. Guðrún Jónsdóttir, forstöðu- maður borgarskipulagsins, mun halda framsögu um fyrra málið en Leifur Dungal, læknir, um það síð- ara. Borgarfulltrúum og öðrum þeim sem hafa með þessi mál að gera hefur verið boðið sérstaklega á fundinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.