Morgunblaðið - 08.11.1981, Síða 9

Morgunblaðið - 08.11.1981, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1981 57 Pétur Guðjónsson talar á samkomu Samhygðar í Madrid. ingjuhugtakið — að hamingju- samur maður sé óvirkur og sauð- arlegur og vilji helst ekkert annað gera en horfa á naflann á sér. í þessu tilefni sem öðrum held ég að hverjum og einum væri best að líta á eigin reynsiu. Hvernig varst þú á hamingjusömustu tímabilum lífs þíns? Ég held að allir muni sjá að þegar þeir voru hamingjusamir þá voru j)eir einnig þróttmiklir og virkir. I raun og veru er ham- ingjutilfinningin ekki annað en svörun líkamans um það að til- finningar, hugsanir og gjörðir séu í samræmi. Óhamingja er hins vegar viðvörun um að þetta sam- ræmi sé ekki til staðar — ná- kvæmlega eins og líkamlegur sársauki er viðvörunarmerki um að eitthvað sé að. Því hefur jafn- vel verið haldið fram að óham- ingja sé þroskandi fyrir persónu- leikann en það held ég að sé hin mesta firra. Óhamingjan getur varað mann við ákveðnum til- hneigingum og þroskað hann þannig — eins og brennt barn forðast eldinn — en óhamingja eða þunglyndi getur aldrei verið þroskandi í sjálfu sér. En nú getur óhamingja alveg eins komið að utan. — Óhamingja held ég að komi aldrei að utan, líkamlegur sárs- auki kemur að utan en óhamingj- an að innan. En ef einhver verður fyrir ástvinamissi. — Það fer eftir því hvernig hann lítur á dauðann. Vandinn í því tilfelli er að sleppa. Ef þú t.d. átt dóttur sem fer að heiman til annarra landa, þá geturðu valið um tvennt — þú getur saknað hennar eða verið ánægður vegna þess að hún fær tækifæri til að þroskast og skoða heiminn. Telurðu þá að svona sé hægt að afgreiða öll tilfelli? — Það er í rauninni ekki aðal- atriðið — aðalatriðið er að maður sé jákvæður í afstöðu sinni gagn- vart sem flestu og þar með yfir- leitt hamingjusamur. Það er ekk- ert nema gott um það að segja að fólk syrgi ástvini sína í nokkra daga eða vikur. En fari maður að syrgja mánuðum eða árum saman og þorir ekki út í lífið aftur — þá vandast málið. í slíkum tilfellum geta æfingarnar sem við höfum í Samhygð hjálpað fólki að losna við þrúgandi fortíð og snúið því til lífsins aftur. Hvað er það sem réttlætir til- veru Samhygðar fyrst og fremst? — Við sem að Samhygð stönd- um lítum svo á að allar lausnir sem fram hafa komið á vandamál- um mannsins og heimsins hafi brugðist með einum eða öðrum hætti — eða að þær séu að bregð- ast. Sumar eru e.t.v. réttar og góð- ar í sjálfum sér en ná einfaldlega ekki til fólks. Þetta sést hvarvetna í heiminum núna, einnig í svoköll- uðum velferðarþjóðfélögum fer ofbeldi í vöxt og samskipti manna verða sífellt ópersónulegri. Ef lausnirnar hefðu ekki brugðist ætti að vera um stöðuga framför að ræða — en þannig er því ekki farið. Einstaklingur sem kemur á kynningarfund hjá okkur í Sam- hygð er hvattur til að spyrja sig þriggja spurninga sem eru: a. Hvort hann finni hjá sér þörf til að breyta um lífsstefnu. b. Hvort hann vilji það. c. Hvort hann hafi trú á því að hann geti það. Það hefur oft ótrúlega mikil áhrif á menn að hugleiða þessar spurningar — og ef svörin við þeim öllum þrem eru játandi er viðbúið að einkalíf manna taki stakkaskiptum til hins betra. Þetta er oft ákaflega stór stund fyrir fóík og veldur hvörfum í lífi þess. Svari menn hins vegar spurningunum neitandi — þeim tveim fyrstu — hefur Sámhygð ekki uppá neitt að bjóða fyrir þá. Frumkvæðið verður að koma frá einstaklingnum sjálfum — það er þema sem gengur í gegn um allt starf Samhygðar. En vill ekki móðurinn renna fljótlega af mönnum aftur jafnvel þó þessar Spurningar hafi komið róti á hugi þeirra og fengið þá til að endurmeta líf sitt? — Jú, sú vill verða raunin að draugar úr fortíðinni ieitast við að draga menn aftur ofaní sama far- ið. Æfingarnar sem farið er í gegn um á vikufundum Samhygðar miða einmitt að því að frelsa menn frá eigin fortíð — rótgrón- um tilfinningaviðbrögðum, for- dómum o.fl. sem heldur aftur af þeim. Menn verða ekki hamingju- samir á svipstundu með því að starfa með Samhygð, því fer fjarri. En hamingja þeirra fer vaxandi — við getum orðað þetta þannig að hinar góðu stundir þeirra verði betri og vondu stund- irnar ekki eins slæmar. Samhygð er síður en svo stór félagsskapur — hér á landi eru virkir félagar um 70 en í heimin- um um 50 þúsund alls. Þetta er ungt félag sem hefur ekkert slæmt í sögu sinni og tekur enga afstöðu til skoðana eða trúarbragða félag- anna. Framtíðin er alltaf óráðin en ég held að Samhygð bjóði okkur upp á aðferð sem við getum haft verulegt gagn af. Það er augljóst að ef við viljum bæta umhverfi okkar verðum við fyrst að bæta okkur sjálf. Samhygð býður uppá æfingar — svonefnda innri vinnu — sem gefa okkur kost á að þroska það besta í okkur og ná meiri lífsfyllingu — og þannig komum við sjálfum okkur og öðr- um að meiri notum. — bó. Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar — 30 ára Afmælishóf veröur haldiö í lönaöarmannahúsinu laugardaginn 14. nóv. og hefst kl. 19 meö lystauka. Hátíðarmatseöill. Skemmtiatriöi og dans. Sarríkvæmisklæönaöur. Aögöngumiöar veröa seldir í Bókabúö Olivers Steins frá 9. —12. nóv. 1981. ARFUR KELTA eftir Einar Pálsson er kominn út. Þetta er mikið rit í fallegu bandi, 486 blaösíður aö stærö meö tilvitnana- og nafnaskrá. 50 myndir prýöa bókina. í riti þessu eru krufin tengsl íslendinga aö fornu viö Bretlandseyjar og þekkingu Kelta. Skýröar eru hug- myndirnar aö baki helztu fornsögum, og greint frá íslenzkum hliðstæöum viö mannvirki Evrópu frá steinöld. Þekktustu sagnastefin eru rakin um Bretlands- eyjar til Grikklands og þaöan til enn eldri samfélaga fornaldar. Fjallaö er um leit miöaldahugsuöa aö veig þeirri er Keltar nefndu Graal og sýnt fram á hvar þeirrar leitar sér staö í arfi Islendinga. Áskrifendur að bókum Einars eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Mímis sem allra fyrst í síma 10004 (kl. 1—5 e.h.). Þó aö Bobby Fischer sé hættur aö tefla þá erum við ekki hættir aö sérsauma herraföt. Orval af enskum alullar- og mohairefnum. Klæðskerinn verður í verzlun okkar, mánudaga og fimmtudaga kl. 4—6. Skemmtinefndin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.