Morgunblaðið - 08.11.1981, Síða 10

Morgunblaðið - 08.11.1981, Síða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1981 Verðum að hafa í huga þarfir atvinnu- veganna og hamingju einstaklinganna Guðmundur Magnússon rektor Háskóla íslands: HÁSKÓLI íslands vard 70 ára á þessu ári og var afmælisins minnst með hátíðarhöldum. Rektor háskólans er nú Guðmundur Magn- ússon, en hann var áður prófessor við við- skiptadeild háskólans. Hann tók við rektors- embætti af Guðlaugi Þorvaldssyni, sem nú gegnir störfum sáttasemjara ríkisins. Morg- unblaðið átti samtal við Guðmund um há- skólann, helsta menntasetur þjóðarinnar. Stofnun háskólans tengd- ist sjálfstæðisbaráttunni „Háskólinn er ung stofnun þeg- ar litið er til sögu þjóðarinnar, en á þeim tíma sem iiðinn er frá stofnun skólans hefur ef til vill gerst meiri saga en á nokkru öðru tímabili í sögu þjóðarinnar. Stofn- un Háskóla Islands tengdist sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og var skólinn ávöxtur af baráttu þjóðvakningarmanna og var það engin tilviljun að stofndagur skól- ans var valinn 17. júní árið 1911, á aldarafmæii Jóns Sigurðssonar forseta, en Jón hafði laust fyrir miðja 19. öld vakið máls á stofnun þjóðskóla,“ sagði Guðmundur. Fjölnismenn upphafs- menn háskólamálsins „Það má segja að Fjölnismenn hafi verið upphafsmenn háskóla- málsins og vakti Tómas Sæ- mundsson máls á nauðsyn íslands í þessu tilliti, í riti sem hann skrif- aði árið 1832. Fjórum árum áður hafði Baldvin Einarsson rætt um það í ritgerð, hverra umbóta væri þörf á Bessastaðaskóla — að hann yrði gerður að einskonar yfirskóla eða háskóla. Samkvæmt hug- myndum Baldvins átti að kenna þar læknisfræði, náttúrufræði, hagfræði, verslunarfræði, guð- fræði og heimspeki. I tillögum Jóns Sigurðssonar var á svipaðan hátt gert ráð fyrir kennslu í gagn- fræðum, þeim til handa sem stund lögðu á höfuðatvinnugreinarnar. Þess utan átti að kenna lifandi tungumál, söng, teikningu, fim- leika, ræðuflutning og heimspeki. Átti skólinn að verða í senn lyfti- stöng fyrir almenna menntun og dugnað þjóðarinnar." Háskólamálió mál almennings í landinu „Arftaki Jóns Sigurðssonar for- seta í baráttunni, Benedikt Sveinsson sýslumaður og alþingis- maður, hélt merki Jóns á lofti eft- ir fráfall hans og flutti hann hvað eftir annaö frumvörp á Alþingi um stofnun háskóla. Frumvörpun- um var ýmist synj^ð um staðfest- ingu af konungi, voru felld á þingi, eða svæfð í nefnd. En þar kom að dr. Jón Þorkelsson bar upp frum- varpið á Alþingi árið 1893 og var það þá samþykkt sem lög, en kon- ungur synjaði því staðfestingar. En þá urðu þeir atburðir sem sýndu glögglega hve mikinn hljómgrunn háskólamálið átti meðal þjóðarinnar. Systir Bene- dikts Sveinssonar, Þorbjörg ljósmóðir, var þá einn mesti kvenskörungur i bænum. Tók hún iðulega til máls á kosningafund- um, þó konur hefðu ekki kosninga- rétt á þeim tíma. Taldi hún konur á að beita sér fyrir háskólamálinu og voru rök hennar meðal annars þau að um væri að tefla velferð sona þeirra og dætra og framtíð- arheill landsins. Þetta sýnir hve háskólamálið var mikið baráttu- mál um síðustu aldamót og sam- einaðist fólk af öllum stéttum um þetta mál. Þetta var mál almenn- ings í landinu." Breytingunum má líkja viö byltingu „Breytingarnar sem orðið hafa frá því Háskóli íslands var stofn- aður eru slíkar, að jafna má þeim við byltingu. I upphafi hírðist há- skólinn í nokkrum stofum í Al- þingishúsinu og í gömlum kinda- kofa þar hjá, en þar fóru líkkrufn- ingar fram. Á þessum tíma hefur þjóðinni fleygt fram og öll at- vinnustarfsemi hefur fært út kví- arnar, mannfjöldi aukist og stofn- anir bólgnað út — stofnanir sem ekki voru til þegar háskólinn var stofnaður. Háskólinn hefur þurft að taka við miklum fjölda ungmenna sem íslensk heimili hafa sent út á menntabrautina, og í þeim til- gangi að fullnægja kröfum aukins fjölda nemenda hefur skólinn þurft að taka upp fleiri náms- brautir, því augljóst var að gömlu embættismannaskólarnir og heimspekideildin gátu ekki mætt kröfum um nám við hæfi fjöl- margra nýrra nemenda. Þá gerði atvinnulífið líka sínar kröfur og þegar námsleiðir erlendis lokuðust vegna heimsstyrjaldarinnar síð- ari, varð ekki undan því komist að koma á fót kennslu í ýmsum greinum, eins og til dæmis verk- fræði, viðskiptafræði og náttúru- fræði. Þrátt fyrir þetta batnaði sáralítið aðstaðan til fræðilegrar starfsemi og Háskólabókasafnið var ætíð í fjárkröggum og er svo enn, en sífellt hélt samt háskólinn áfram að færa út kvíarnar. Stofn- að var til nýrra námsbrauta og háskóladeildum fjölgaði, án þess að unnt væri að efla hinar," sagði Guðmundur. Byggingar risu „Á fyrsta skeiði háskólans var hann að mestu leyti kennslustofn- un, en á næsta tímaskeiði hans, frá fjórða áratugnum til hins sjöunda, var mikið uppgangstíma- bil í sögu hans. Margir menn komu við sögu á þessum tíma, og var Alexander Jóhannesson próf- essor einn mesti frumkvöðull nýrrar uppbyggingar í rannsókn- um og kennslu. Þótt á erfiðum tímum kreppuáranna væri, reis hver byggingin á fætur annarri á háskólasvæðinu. Undirstaða þess- arar miklu uppbyggingar var sú að árið 1933 fékk skólinn einka- leyfi á rekstri peningahappdrættis á íslandi." Nýjar kennslugreinar „Árið 1940 var tekin upp kennsla í-verkfræði og verkfræði- deild var stofnuð árið 1945, en árið 1942 var tekin upp kennsla til BA-prófs í ýmsum greinum. Nýir kennslustólar voru stofnaðir í ís- lenskum fræðum og kennsla i heimspekideild var aukin og stóð aukningin í 3 áratugi, þar til nokkrar greinar voru sniðnar af deildinni og félagsvísindadeild var stofnuð árið 1976. í viðskiptafræði hófst kennsla árið 1941 innan lagadeildar, en viðskiptadeild var stofnuð árið 1962. Kennsla í tann- lækningum var tekin upp innan læknadeildar árið 1945 og árið 1957 var efnt til kennslu í lyíja- fræði innan læknadeildar. Árið 1970 var tekin upp kennsla í verk- fræði og er það eitt stærsta skref- ið í sögu háskólans. Ekki má held- ur gleyma Orðabók háskólans og hafa hátt á aðra milljón orðaseðla verið skrifaðir." Gjafabréf Reykjavíkurborgar „Forsenda byggingafram- kvæmda á háskólalóðinni síðast- liðin 20 ár er gjafabréf Reykjavík- urborgar, sem dagsett var á hálfr- ar aldar afmælinu og var bréfið undirritað af Geir Hallgrímssyni borgarstjóra. Minnir það bréf á annað bréf, frá 29. mars árið 1930, en það skrifaði Knud Ziemsen borgarstjóri undir, og færði skól- anum að gjöf „svæðið austan við Suðurgötu, gegnt íþróttavellinum á Melunum, en sunnan við Hringbraut". Það er ánægjulegt að minnast þess hve Reykjavík- urborg hefur látið sér annt um Háskóla íslands, eins og fram kemur í gjafabréfunum. Saga há- skólans hefði orðið önnur ef hon- um hefði verið holað niður á að- þrengdu svæði, innan um aðra byggð bæjarins, eins og til stóð um tíma. Þá hefði skólinn ekki notið hinna miklu stækkunar- möguleika sem í gjöfum Reykja- víkurborgar fólust." Samansafn háskóla „Það má segja að Háskóli Is- lands sé samansafn háskóla, að því leytinu til að margar þeirra greina sem kenndar eru við há- skólann eru kenndar við sérskóla erlendis. Fáir háskólar bjóða upp á allar þær kennslugreinar sem Háskóli íslands býður upp á. Og með aukinni sérhæfingu í svona litlu þjóðfélagi verður í ríkari mæli að líta til manna utan skól- ans, einkum við kennslu í læknis- fræði og verkfræði, sérhæfingin er að verða meiri og meiri, enda er háskólinn eini aðilinn í landinu sem stundar grunnrannsóknir," sagði Guðmundur. Fjárhagslegt sjálfstæði „Þá má nefna annað atriði sem er sérstætt við háskólann, en það eru fjármál hans og rekstur. Há- skólinn hefur ákveðinn tekjustofn, sem er happdrættið. Fyrir pen- inga sem komið hafa í gegnum happdrætti háskólans hafa nær allar byggingar háskólans verið kostaðar og þýðir þetta í reynd, að í veigamiklum atriðum er háskól- Lituö boröstofuhúsgögn úr massívri furu, 3 geröir af borðstofuboröum, 2 geröir af stólum, 4 geröir af skápum, skatthol o.fl. Útborgun Vz eftirstöövar á 6 mán. Húsgagnasýning í dag kl. 2—5. SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU ARMULI 4 SIMI82275 Bazar - - Bazar Kökubazar veröur í Heymleysingjaskólanum við Öskjuhlíö í dag, sunnudaginn 8. nóv. kl. 14.00. Foreldrar og styrktarfélag heyrnardaufra. Furulímtrés -stigar Eigum pallastiga í ýmsum stæröum og nokkrar aðrar gerðir stiga til af- greiðslu strax. Allir stigar unnir úr 2“ furu límtré. GðdðJ- Gásar, Ármúla 7. Sími 30500. Heimasímar Ólafur: 50208. Hreinn: 85368.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.