Morgunblaðið - 08.11.1981, Qupperneq 14
62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1981
Pottarím
Umsjón: SIGRÚN
DAVÍÐSDÓTTIR
Ég er greinilega öll á kínversku
línunni þessa dagana og hér fylgir
kínverskur fískréttur, rétt eins og
framhald af kínverska pottréttin-
um um daginn.
Góða skemmtun!
Steiktur fiskur
með sellerísalati
(Handa fjórum)
Kínverjar ýmist baka eða
gufusjóða fisk sinn heilan,
djúpsteikja hann eða snögg-
steikja í litlum bitum á pönnu.
Hér er þó eiginlega ekki gert
neitt af þessu, heldur er fiskur-
inn steiktur í olíu á pönnu, eftir
að honum hefur verið velt upp úr
eggi og hveiti. Eiginlega ætti að
djúpsteikja hann, en þar sem
það er töluvert umstang er látið
nægja að steikja hann í olíu á
pönnu eða í víðum potti. Árang-
urinn verður góður. Notið góða
olíu. Það er til vínberjasteinaolía
frá Castus, sem fæst nokkuð
víða í matvöruverzlunum og auk
hennar frönsk tegund sömu ölíu
í sumum SS-búðum. Sú olía
hentar einkar vel til að steikja
úr, og ekki hentar hún síður við
djúpsteikingu. Annars notið þið
það sem þið eruð vön.
Með þessum rétti er bezt að
bera fram soðin hýðishrísgrjón.
Ég talaði um hrísgrjónasuðu og
mikilvægi hennar í þættinum
um pottréttinn og er því ekkert
að endurtaka það strax, en vísa í
fyrri leiðbeiningar.
Framkvæmdin er einföld. Þið
byrjið á því að setja upp hrís-
grjónin. Á meðan þau sjóða und-
láta hana hitna hægt og rólega.
Þið hafið ykkar aðferð við hitun-
ina. Þegar olían er orðin vel heit,
er hægt að byrja að steikja.
Steikið nokkra bita í einu. Þeir
eiga að vera fallega gylltir að
utan, þá eru þeir líka nægilega
steiktir að innan. Takið þá var-
lega upp með spaða eða tveimur
göfflum. Kínverjar sjálfir nota
prjóna við matseldina, en þið
sjáið nú kannski til með það.
Raðið steiktum bitunum á disk
og haldið þeim heitum.
3. 1 stöngulselleríhöfuð
sjóðandi vatn
2 msk. kínversk soja (ekki
sósulitur)
1 tsk. chillisósa
1 msk. matarolía, t.d. sól-
blóma- eða vínberjasteina-
olía.
Skerið stönglana í um 3 cm
bita og hvern bita í fremur mjó-
dropa, því hún er mun sterkari
en sú kínverska.
Grænmetisþankar
á vetrarnóttum
Nú er íslenzk grænmetisupp-
skera um það bil að hverfa, eins
og eðlilegt er. Það er því ekki úr
vegi að staldra við og hugleiða
grænmetismálin.
Miðað við hvað margvíslegar
tegundir grænmetis eru fluttar
inn utan uppskerutíma íslenzks
grænmetis, er það nokkurt undr-
unarefni hve seint íslenzkir
grænmetisbændur taka við sér í
ræktun nýrra tegunda. Þeir hafa
með sér öflug sölusamtök og því
ætti að vera hægðarleikur að
auglýsa og kynna nýjar tegund-
ir. Þó e.t.v. hafi eitthvað verið
reynt að kynna grænmeti fyrir
Kínverskur fiskréttur
irbúið þið réttinn, og hann verð-
ur líkast til tilbúinn um líkt
leyti og hrísgrjónin eru hæfilega
soðin.
800 gr. beinlaus fiskur, flök
eru þægilegust
1 egg
2 dl hveiti
salt eftir smekk
olía
1. Roðflettið fiskinn og skerið
hann í um 5 cm langa og fremur •
mjóa bita, um 3 cm á breidd.
Veltið fiskinum upp úr eggi og
síðan úr hveitinu. Éf eggið þrýt-
ur er ekki um annað að ræða en
bæta öðru við.
2. Hellið olíu í pott eða á
pönnu, svo lagið verði um 1 cm á
dýpt. Hitið olíuna. Ég læt nægja
að stilla plötuna á 4 (af 6) og
ar ræmur langsum. Ef stöngl-
arnir eru orðnir slappir af
geymslu, þá er bezt að láta nú
ræmurnar liggja í ísköldu vatni í
um 5—10 mín., t.d. meðan þið
steikið fiskinn.
4. Setjið upp pott með vatni
og látið suðuna koma upp. Þegar
vatnið sýður, dembið þá sellerí-
inu í pottinn og látið það sjóða í
30 mín. eftir að suðan kemur
upp. Hellið svo selleríinu strax í
sigti og látið vatnið renna af því.
Blandið sósuna og hellið henni
yfir selleríið.
Kínverjar bera réttinn gjarn-
an þannig fram, að þeir hella
sellerísalatinu á fat og raða
fiskinum þar á. Þið getið auðvit-
að borið fisk og sellerí fram
hvort í sínu lagi, og hrísgrjónin
þar að auki.
Vel á minnzt, athugið með
chilisósuna. Það hefur sézt hér í
búðum kínversk chilisósa, og
hún er auðvitað sjálfsögð, ef þið
náið í hana. Annars getið þið
notað aðrar tegundir. Gætið þó
þess að þær geta verið missterk-
ar. Ef þið notið t.d. Tabascosósu
skuluð þið aðeins nota nokkra
margt löngu og það ekki þótt
takast allt of vel, verður að hafa
í huga að nú eru aðrir tímar. Við
neytendur erum nú mun mót-
tækilegri fyrir nýjum tegundum
og nýjum uppskriftum. Við höf-
um ferðazt til framandi landa og
kynnzt matreiðslu þar.
Þegar minnzt er á nýjar teg-
undir, minni ég enn og aftur á
kryddjurtaræktun. Ég vona
innilega að við eigum eftir að sjá
meira af kryddjurtum næsta
sumar. Það var sannarlega ekki
um auðugan garð að gresja í
sumar. Það var þó gott framtak
hjá a.m.k. Blómavali að selja
jurtir í pottum. En við viljum
líka sjá afskorin knippi í mat-
vöruverzlunum.
Það er varla hægt að skrifa
um grænmeti án þess að minn-
ast á frændjurtirnar tómata og
kartöflur. Enn þurfti að koma til
þess að tómötum væri hent. Það
ku stafa af offramboði. Hvernig
skyldi bændunum sjálfum liða
að horfa á eftir vinnu sinni á
haugana. Einhver kann að segja
að þeir fái samt borgað fyrir
þetta. En það er engin huggun.
Það er búið að leggja vinnu og
umönnun í ræktunina. En þetta
er ekki aðeins tilfinningamál.
Svona nokkuð hlýtur að stafa af
gloppu í sölufyrirkomulaginu.
Ég og fleiri neitum algjörlega að
trúa að svona nokkuð þurfi að
koma fyrir, ef betur er vakað yf-
ir verðlagi og framboði. Það eru
örugglega fleiri en ég sem vilja
kaupa ódýra tómata, sem eru i
u.þ.b. að verða ofþroskaðir. Von- |
andi grípa grænmetisbændur til
róttækra ráða og hugsa sitt mál
vel fyrir næsta sumar. Svona að-
farir bera vott um stjórnleysi og
skipulagsskort.
Og svo eru það kartöflurnar.
Þar virðist vera sama íhalds-
semin. Af hverju eru ekki rækt-
aðar fleiri tegundir af kartöfl-
um, sem henta í mismunandi
matseld? Af hverju fáum við I
ekki nýjar og nánast hýðislausar l
kartöflur á haustin, rétt eins og
þeir sem rækta sjálfir? Af
hverju er ekki líka hægt að
bjóða upp á kartöflur í lausri
vikt, auk kartaflna í pokum, svo
hver og einn geti valið sér eftir
smekk? Það er varla sennilegt
að nokkur vaði úr kartöfluhrúg-
unni og fari að róta með berum
höndum í kjötinu.
Nú í sumar var meira um líf-
rænt ræktað grænmeti en áður,
og það er vel. Það er óneitanlega
mjög traustvekjandi að fá slíkt
grænmeti. Víða erlendis er að
koma æ betur í ljós að það er
ekki endalaust hægt að pína
gróðurinn áfram með áburðar-
gjöfum, eitri og hormónagjöf-
um. Þá lætur ansi margt undan.
Plönturnar verða veikari fyrir
sjúkdómum, ávextirnir verða
næringarlitlir og geymast illa.
Þessi þróun ætti að vera okkur
hér víti til varnaðar.
Það er kominn tími til að
framleiðendur átti sig á að við
neytendur viljum fjölbreytt úr-
val af góðu grænmeti og við er-
um alveg til í að reyna nýjar
tegundir og nýjar uppskriftir, ef
okkur er gefinn kostur á slíku.
Kynning og auglýsingar eru
kannski dýrar, en það er líka
dýrt spaug að henda uppsker-
unni og óskemmtilegt að halda
e.t.v. aftur af áhugasömum
grænmetisbændum. Í(C^
ST. PETERSBURG BEACH ^gpúrvals staður
FlORIDA
Vikulegar brottfarir - Dvöl að vild. - Sér jóla-
og nýjársferðir, 3 vikur: 17. des. - 8. jan.
/ 29. des. -19. jan. - Verð frá kr. 9.500.-
V URVAL við Austurvöli S 26900.
SKÍÐAIÐKENDUR
Njótið hverrar mínútu á skíðum. Nú er rétti tíminn til að hefja
þrekæfingar fyrir skíðaferðirnar í vetur. Aukið ánægjuna í fríinu
erlendis og hér heima um leið og þið minnkið slysahættuna.
Við bjóðum upp á langbestu æfingaaðstöðu hérlendis i sérhæfð-
um tækjöm. /Efingaskrá er sérunnin fyrir þig í samræmi við óskir
þínar og markmið. Gufubað, sólböð, nuddbelti og nuddkefli og
hvild á eftir í glæsilegri setustofu, ásamt kaffi að sjálfsögðu, er
innifalið í mánaðargjaldi sem er kr. 380.-.
Steinunn Sæmundsdóttir semur æfingaskrár fyrir skíðafólkið og
leiðbeinir á ákveðnum tímum.
Þjálfarar eru ávallt til staðar. Nú er bara að drífa sig og mæta í
næsta æfingatíma.
Opnunartímar
K0NUR KARLAR
Mán. kl. 9-12
Þri. kl. 8-23
Mið. kl. 9-12
Fim. kl. 8-23
Fös. kl. 9-12
Lau. kl. 9-15
Sun.
kl. 12-22
kl. 12-22
kl. 12-21
kl. 10-15
Komutími á æfingar er
frjáls
AI'OLLÓ si
LIUASUKT
Brautarholt 4, sími 22224
Þú nærö árangri í Apolló
Steinunn Sæmundsdóttir