Morgunblaðið - 08.11.1981, Side 16
64
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1981
Einn góðan veðurdag nú síðsumars fyllti Jón Óskar, rithöfundur, sjötta tug ára sinna — og var þá að heiman,
eins og margra manna er siður á merkisafmælum.
Jón Óskar er einn af forvígismönnum atómskáldskaparins hér á landi. Hann hefur og með Ijóðaþýðingum sínum
og ritgerðum kynnt erlenda nútímaljóðagerð, einkum franska.
Hann hefur gefíð út nokkrar frumsamdar Ijóðabækur, smásögur, skáldsögu, ferðabók og ritgerðasafn. Síðast en
ekki síst ber að nefna minningabækur hans, sex bindi. Þær bækur hafa, auk almenns fróðleiks og bókmenntagild-
is, að geyma miklar og merkar heimildir um nútímaljóðagerð.
Hér eru birtir nokkrir kaflar úr þessum minningabókum, aðeins stutt sýnishorn. Þrípunktarnir merkja úrfell-
ingar.
Jón Óskar
af því að ég hafi gleymt sumu af því sem
orkaði á huga minn við bóklestur, blaða-
lestur, fréttir og annað ...
Eg orti í stóra þykka stílabók mörg ljóð
í tilraunastíl, þar til bókin var fullskrifuð
að kalla. Þetta var hvorki í ætt við Stein
né Tómas né önnur íslenzk skáld, og sjálf-
sagt einkennilegt uppátæki á árunum 1943
og 1944, en ég gat ekki fundið annað en ég
væri að gera bókstaflega það sem ég ætti
að gera. Sumt var undir áhrifum frá
danslögum, til dæmis reyndi ég að ná
rúmbutakti, en það tókst ekki sem skyldi.
Ég orti kvæðabálk í mörgum köflum sem
átti öðrum þræði að vera eins konar tákn
um heimsástandið og það tímabil sem þá
var lifað ...
Ég fleygði að lokum bókinni með öllu
sem í henni var. Eitt kvæði um auðvaldið
varð þó eftir og eitt kvæði fékk ég birt í
Þjóðviljanum og einn stuttur kafli, ég held
stytzti kaflinn úr langa bálkinum hefur
geymzt hjá mér vélritaður (úr bókar-
vel og fóru smátt og smátt á kaf í ab-
straktlistina eftir þeirri tízku sem uppi
var í París, Jóhannes Jóhannesson með
sérkennilega ílangt höfuð, hýrlegur til
augnanna, nýkominn frá myndlistarnámi í
Bandaríkjunum, Kjartan Guðjónsson,
einnig hýrlegur til augnanna með fínlegt
og drengslegt andlit, en Kristján Davíðs-
son kom ekki oft á þann stað með sitt
Ijónsandlit og sínar hvössu sjónir, enda
byrjaði hann snemma að efast um komm-
únismann. Ungu skáldin komu inn hvert á
sinn hátt, Þorsteinn Valdimarsson bros-
hýr, núandi saman fíngerðum höndum sín-
um, byrjaði að tala með hlátri og glensi
áður en hann settist við borð, var þá að
verða mestá átrúnaðargoð Flokksins í
skáldahópi, og raunar hvérs manns hug-
ljúfi, Sigfús Daðason, alvarlegur og hvítur
í framan eða með fyrirlitningarglott á vör
eins og hann kærði sig kollóttan um heim-
inn, þegjandalegur og talaði aldrei með
virðingu um pólitík, Jónas Svafár sem leið
komu ungir leikarar, Gísli Halldórsson
sem ég hefði ekki trúað að yrði leikari,
þegar ég sá hann fyrst í Utvarpstíðinda-
vinnu hjá Jóni úr Vör, hæggerðan og feim-
inn dreng, Kristín Anna Þórarinsdóttir,
kornung og geislandi af fjöri, þá nefnd
Anna Stína, og kannski voru einhverjir í
tónlistinni, að minnsta kosti Jón Asgeirs-
son, hávær í tali og hláturmikill. Sumir
komu ekki fyrr en líða tók á áratuginn, en
þeir komu.
— Gangstéttir í rigningu 1971 —
Ég sat inni í rökkvuðum salnum að
Laugavegi 11 og allt var breytt. Ég hitti
þar vini mína og horfði á ný andlit og sá
menn sem komu frá París. Og þeir fóru
aftur til Parísar. En aðrir komu frá Sví-
þjóð og fóru aftur til Svíþjóðar. Sumir
komu frá Danmörku og fóru aftur til Dan-
merkur. Enn aðrir komu frá Þýskalandi og
fóru aftur til Þýskalands. Hugur minn var
í Frakklandi.
SEXTUGUR MAÐUR MEÐ
SEX MINNINGABÆKUR
Það er upphaf þessa máls að ég var nem-
andi í gagnfræðaskólanum Flensborg í
Hafnarfirði og þekkti engin skáld nema
fáein skólaskáld úr öðrum skóla ... Ég
hafði litið upp til skáldanna í héraðsskól-
anum, en það hafði aldrei hvarflað að mér
að ég gæti sjálfur ort. Nú var ég sautján
ára.
Og þá var það einn dag, að ég frétti af
því að frændi minn, sem var nokkrum ár-
um yngri en ég, gæti ort svo ljómandi góð-
ar vísur. Hvað er þetta! hugsaði ég og
sagði við sjálfan mig: Úr því hann getur
ort, þá ætti ég að geta það líka. Þetta var
ekki gáfuleg ályktun, en þannig urðu nú
samt tildrög þess að ég byrjaði — fyrir
alvöru — að yrkja kvæði og skrifa sögur.
Ég hafði á barnsaldri samið eina sögu, en
mér var bent á að hún væri vanhugsuð.
Þar við sat. Ég hafði aldrei verið samferða
fólki sem orti eða talaði um skáldskap. Að
sönnu átti móðir mín þykkar skrifbækur
fullar af kvæðum sem hún hafði ort um
tvítugt, en ég vissi það ekki, því móðir mín
talaði aldrei um þessar bækur og sýndi
mér þær ekki fyrr en ég var sjálfur kom-
inn með skáldagrillur, og þegar ég ætlaði
að fá að glugga í þær aftur seinna, kvaðst
hún hafa fleygt þeim í eldinn.
Engar ljóðabækur voru til heima hjá
mér, þegar ég var á barnsaldri, og yfirleitt
engar fagurbókmenntir, engar Islend-
ingasögur, litlar eða engar þjóðsögur. Ég
kynntist þó á barnsaldri kvæðinu Gunn-
arshólma eftir Jónas Hallgrímsson. Þá var
ég snúningastrákur hjá Birni Blöndal í
Laugarholti í Bæjarsveit, en tengdamóðir
hans, Halldóra Pétursdóttir, móðir Þor-
geirs Sveinbjarnarsonar skálds, lét mig
hafa eftir sér, þar til ég kunni utan að:
Skein yfir landi sól á sumarvegi
og silfurhláan Eyjafjallatind
gullrauðum loga glæsti seint á degi.
Þetta hefur allt til þessa dags verið mér
einhver dýrlegasti skáldskapur sem ís-
lenzk tunga geymir, og þegar ég nú rifja
upp kvæðið, vekur það sízt undrun mína að
finna þar svipaða hrynjandi og í sumum
atómkvæðum mínum, sem menn hafa
heizt viljað setja í samband við tónlist-
armenntun mína, til dæmis:
Þú vaknar morgun einn og sérð til veðurs
og hak við þig er heimsins mikli draumur
o.s.frv.
— Fundnir snillingar 1969 —
... Það var eins og yfir mig kæmi spá-
sagnarandi eða einhver væri að yrkja í
gegnum mig. Ég get ekki sjálfur fyllilega
skilið hvers vegna sum kvæði mín urðu
eins og þau urðu, en það getur líka stafað
handriti) og getur hann ef til vill verið
skemmtilegur til fróðleiks:
Góðan daginn, fólk.
Ég stend í dyrunum og horfi á ykkur.
Já, þið eruð fólkið.
Og ég halla mér upp að dyrastafnum.
Ó, fólk.
í dag er mánudagur.
I dag er þriðjudagur.
Til hamingju með afmælisdaginn.
Má ég biðja um einn Lucky Strike?
Margar aldir hafa runnið.
Margar aldir eiga eftir að renna.
Eða hvað?
Menn eru þreyttir,
og er það ekki líka von ?
0, fólk,
ég horfi á ykkur.
Já, þið eruð fólkið.
Konur!
Nú standa garðarnir í blóma.
Hversu veikt er ekki holdið ...
Ó, soldið.
Meðan garðarnir standa í blóma.
Ó, fólk.
Ég er meðal ykkar.
Óg ég horfi á mig,
þar sem ég stend í dyrunum.
Einkennilegt að sjá hvernig ég halla
mér upp að dyrastafnum.
— Hernámsáraskáld 1970 —
Listamenn, rithöfundar og alis konar
menningarforkólfar hafa jafnan verið
þaulsætnir á kaffistöðum, þar sem blánk-
heitamenn geta setið yfir molakaffi tím-
unum saman án þess að amast sé við þeim.
Slíkur staður var Hressingarskálinn við
Austurstræti þangað til þar fór að verða
fjölmennt af hermönnum og íslenzkum
fylgikonum þeirra og innréttingum húss-
ins breytt, svo allir töfrar voru á burt.
Ýmsir góðir gestir og svipmiklir, svo sem
Ólafur Friðriksson og Jón Árnason
stjörnuspámaður og fleiri, leituðu þá á
aðra staði sem nú voru nýir, eins og til
dæmis Giidaskálann við Aðalstræti. Sá
kaffistaður, nýr af nálinni, sem dró hins-
vegar mest að sér listafólk og mennta-,
einkum ungt fólk, þegar stríðsárin voru að
baki, var kaffistofan Miðgarður eða
Kommakaffi, eins og sumir nefndu það, á
horninu á Þórsgötu og Týsgötu. Nú heitir
Brauðbær, þar sem kaffistofan var.
Ástæðan fyrir því að staðurinn dró að
sér ungt, bókmenntasinnað fólk, lista-
menn, rithöfunda, skáld, var sú að Sósíal-
istaflokkurinn stóð á bak við reksturinn,
en flestir listamenn, skáld og rithöfundar,
einkum þeir sem ungir voru á þeim tíma,
sósíalistar eða vinstri sinnaðir í hugsun.
Á þennan stað komu ungir myndlistar-
menn sem voru lítt við alþýðuskap af því
að þeir stældu ekki fyrirmyndirnar nógu
inn á gólfið hægt eins og í draumi, augun
dálítið starandi, grannvaxinn og minnti á
lítinn dreng, Kristján frá Djúpalæk sem
slengdist inn, ef hann var staddur í bæn-
um, langur og svipmikill og var sem höfuð
hans næmi við loft, sérkennilega lagað og
laust við samræmi, hefðbundinn í ljóðum
sínum, alltof hefðbundinn fyrir mig, var
held ég að gefa út aðra bók sína í þayn-
arskóy þegar ég sá hann fyrst, og ég
kynntist honum ekki fyrr en hann var í
Hveragerði, í skáldanýlendunni. Stundum
kom Hannes Sigfússon inn í fylgd með
öðrum, efunargjarn, vissi ekki hvort hann
ætti að halla sér til hægri eða vinstri, hélt
áfram að efast um það út áratuginn, var
annað kastið í útlöndum. Skáldsagnahöf-
undurinn ungi, Elías Mar, var einnig mikið
í útlöndum, kom varlega og fremur tign-
arlega inn úr dyrunum á Miðgarði, þegar
hann var ekki í útlöndum, hafði verið í
Kaupmannahöfn „við nám og ritstörf um
það bil eitt ár“ eins og stóð í Þjóðviljanum
í ágúst 1947 ...
Stundum var hann í Svíþjóð, þar sem
hann skrifaði smásögu um skáld á hvítu
torgi, slengdi okkur kunningjum sínum
saman ásamt sér sjálfum og minntist
okkar í fjarlægðinni. Jónas Árnason kom
inn úr dyrunum þyngslalegur í fasi, breið-
ur um herðar og teinréttur, var blaðamað-
ur hjá Þjóðviljanum eða ritstjóri Land-
nemans eða eitthvað annað, Ásmundur
Sigurjónsson kom heldur gustmikill inn og
byrjaði að tala um leið og hann settist við
borð, ef einhver var til að tala við, lítill,
svartleitur og gáfulegur til augnanna,
hafði verið við nám í útlöndum, síðan
blaðamaður hjá Þjóðviljanum. Þarna
JÓN ÓSOR
FUNDNIR
SNILLING7IR
IÐUNN
Andrúmsloftið að Laugavegi 11 var eins
frábrugðið andrúmsloftinu á Miðgarði og
andrúmsloftið á Miðgarði var frábrugðið
þeim blæ sem ríkt hafði á Hressingarskál-
anum. Þessir staðir voru einnig hver öðr-
um ólíkir að innviðum og öllum búnaði.
Það var nýtt að Laugavegi 11, sem að vísu
var einnig nýtt á svonefndum Adlonbar í
Aðalstræti, sem sumir nefndu járnbraut-
arvagninn, sumir Orminn langa, að innvið-
ir voru dökkir og plasthúðuð borðin, en
engir dúkar. Allstórt anddyri var að
Laugavegi 11, þar var sælgætissala við
skeifulaga borð vinstra megin þegar inn
var komið, en gegnt inngöngudyrunum
voru stórar opnar dyr inn í sjálfan kaffi-
salinn, þar sem birtan var horfin. Hress-
ingarskálinn var bjartastur og skemmti-
legastur kaffistaða áður en honum var
breytt samkvæmt amerískum áhrifum
sem sumir halda að hafi engin verið hér.
Kringum 1950 var ekki enn búið að breyta
honum í það horf sem nú er. Þá var enn
ofurlítið afmarkað borðasvæði hægra
megin við dyrnar, þegar inn var komið, þar
sem nú er köku- og tóbakssala. Þar sat
Steinn Steinarr oft og tíðum við glugga-
borð síðari árin. Kaffihúsið Miðgarður var
þrengri staður og heldur dimmari og þar
fóru menn úr yfirhöfnum í þröngri for-
stofu. Laugavegur 11 var dimmastur allra
kaffistaða. Þróunin í kaffihúsamenningu
bæjarins var frá ljósi til myrkurs, frá
hvítum eða bláköflóttum dúkum í dökk-
brúnleitt plast með kaldar borðrendur úr
málmi ...
Eitt fyrirbæri frá Laugavegi 11 verður
áleitið, þegar ég horfi um öxl. Það er
Steingrímur Sigurðsson. Hann kom inn í