Morgunblaðið - 08.11.1981, Page 18

Morgunblaðið - 08.11.1981, Page 18
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1981 n Umsjón: Séra Karl Siyurbjömsson J n Séra Auöur Eir Vilhjálmsdóttir 1 A DROTTINSDEGI alltaf verður í dagsins önn. Við getum að minnsta kosti fyrirgefið fyrir sólarlag. Já, það er mikilvægt að eiga þennan frið fyrirgefningar- innar í smásýslan dagsins því einmitt þar lifum við svo miklu af lífi okkar. Þó vitum við öll að alvarlegri atburðir geta gerst, atburð- ir, sem ekki gleymast, at- burðir, sem sitja djúpt í sál okkar þótt við tölum aldrei um þá. í lífi sumra hefur eitthvað gerst, sem breytti stefnu þess, hjó á mögu- leika. Það getur verið á ábyrgð annarra. Lexían úr GT á þessum sunnudegi segir frá fyrir- gefningu Jósefs Jakobsson- ar. Hann fyrirgaf bræðrum sínum af heilum huga þótt þeir hefðu framið það ægi- lega verk að selja hann í ánauð til Egyptalands. En Guð hafði snúið öllu til góðs. Þannig er það stund- um, kannski alltaf, að guð snýr illu til góðs. Stundum Fyrirgefðu Ekki er langt síðan guð- spjallið talaði við okkur um að þiggja fyrirgefningu Guðs. Nú segir það að við megum líka til með að fyrirgefa öðrum. Mér finnst að við séum sífellt að taka þetta sem kröfu. Kröfur eru byrði. Við verðum stíf og streitt af átökunum við að fyrirgefa. En við verðum að láta það takast. Annars verður guð reiður og okkur hefnist, hugsum við stund- um í barnaskap okkar. En við skulum slaka á. Fyrirgefningin, gleymskan á það, sem aðrir hafa gert okkur, er ekki á okkar valdi. Hún er gjöf frá Guði. Byrjunin er að rétta fram hendurnar, taka við gjöf- inni. Það er að opna hjarta okkar, láta Guð blása burtu Matt. 18.21—35 22. sunnudagur eftir þrenningarhátíð reiðinni og fylla okkur friði. Líf okkar er öðruvísi þá dagana, sem þessi friður Guðs býr í hjarta okkar, þessi viðkvæmi friður, sem við erum svo fljót að hrekja á burtu. Þegar við eigum fyrirgefningarviljann, sem Guð vill alltaf gefa okkur, verða dagarnir mjúkir, hlý- ir og bjartir. Jafnvel þótt ýmislegt bjáti á. Þá verðum við ekki að fram komin af gremju þótt einhver komi of seint í matinn, þótt ým- islegt fari úrskeiðis eins og sjáum við það bara ekki. Er þá hægt að fyrirgefa? Ég er ekki að skrifa þess- ar línur til þess að skipa þér að fyrirgefa eða til þess að reyna að sannfæra þig um að það sé nú létt verk. Guðspjallið segir í dag að Guð geti gefið okkur vilj- ann og máttinn til að fyrir- gefa. Og Biblían segir svo víða að Guð vilji létta af okkur byrðum okkar. Hann vill gera okkur að frjálsum, hlýjum, sterkum og stór- brotnum kristnum mann- eskjum. Hann vill gefa okkur fögnuð sættanna, þá miklu gleði, sem við eign- umst þegar við tengjumst aftur þeim, sem við fjar- lægðumst í lífi okkar, losn- um undan byrði biturleik- ans. Guð gerir kraftaverk. Svo ákvað söfnuður minn að senda okkar kæru kristnu bræðrum á Norðurlöndum hjálp. Kristniboð Enn bíða fjölmörg lönd eftir kristniboði. Enn finnur ungt fólk sig knúið til þess að hlýða kalli Drottins og fara frá landi sínu og ættingjum til þess að boða þeim kristna trú, sem hafa ekki heyrt fagnaðarerindið. Kristniboðar hafa sagt frá því að raunar hafi þeir oft fengið betri undirtektir undir boðskap sinn meðal heiðingjanna, sem þeir-voru sendir til, en hjá sinni eigin kristnu þjóð. Þetta er raunar orðið efni umhugsunar og umræðu í mörgum kirkjum Vesturlanda. Er ekki kominn tími til þess að hefja'reglulegt kristniboð á Vesturlöndum? Er ekki heið- indómurinn jafn mikill í Evrópu og Norður-Ameríku eins og í hinum svokölluðu kristniboðslöndum? Hvað gerið þið? spyrja sumir kirkjuleiðtogar Vestur- landa presta og trúboða frá Afríku, Asíu og Suður- Ameríku, til þess að fá fólkið til þess að hlusta á fagnað- arerindið? Kennið okkur nýjar og ferskar aðferðir til þess að fá fólkið hérna til þess að standa upp frá sjón- varpinu sínu og koma í kirkju, koma á samkomur, hlusta á kall Jesú Krists. Þið skuluð ekki dæma kirkju Vesturlanda of hart, segja aðrir leiðtogar hennar. Hér er þrátt fyrir allt mik- ill fjöldi fólks, sem tekur trú sína í djúpri alvöru og leitast við af heilu hjarta að láta hana móta líf sitt allt. Og sífellt koma kristniboðar fram meðal þessa fólks, kristniboðar, sem eru fúsir til þess að fara og boða trúna, hvort sem er til fjarlægra landa eða í heimalöndunum. Hinar gömlu og ungu kristnu kirkjur hafa fjölmargt að kenna hver annarri og eiga mikið ólært saman í fagnaðarerindinu. Biblíulestur vikuna 8.—14. nóv. 1981 sunnudagur 8. nóv. Jóh. 4,46 - - 53 * inánudagur 9. nóv. Ef. 6,10 — 23 þriójudagur 10. nóv. 1. Pét. 1,1 - 12 miðvikudagur 11. nóv. 1. Pét. 1,13 — 25 fimintudagur 12. nóv. 1. Pét. 2,1 - 10 fiistudagur 13. nóv. 1. Pét. 3,8 - - 17 laugardagur 14. nóv. Kól. 1,13 - - 23 Kristniboðsdagur á kristniboðsári Annar sunnudagur í nóvember hefur um árabil verið helgaður málefnum kristniboðsins. Hefur þess verið sérstaklega minnst við (>uðsþjónustur og samkomur í kirkjum landsins, og tekið við gjöfum til kristniboðsins. fs- lenska kirkjan stundar kristni- boð í fjarlægum löndum, í Kþíópíu og Kenya. Samband ís- lenskra kristniboðsfélaga eru samtök félaga innan kirkjunnar, sem hafa tekið þetta málefni upp á arma sína. Að þessu sinni höldum við kristniboðsdag jafnframt því að við minnumst og þökkum að þúsund ár eru nú liðin frá því að kristniboðar komu hingað til lands til að boða heiðnum landsmönnum trúna á Jesúm Krist, „Hvíta-Krist" — og lífið í hans nafni. Minning þeirrar sögu og allrar þeirrar blessun- ar, sem af henni hefur leitt landi og þjóð, er kirkju Islands hvöt til nýrrar sóknar í boðun fagnaðarerindisins heima og heiman. Kirkjan er ávöxtur kristniboðs og köllun hennar og markmið er að boða Krist, hinn krossfesta og upprisna frelsara. „l’arið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skýrið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yðar. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda ver- aldar“ (Matt. 28, 19— 20) — segir Frelsarinn Kristur. Kirkjan er SEND með boð- skapinn, því má hún aldrei gleyma. Hún lifir ekki á minn- ingum um forna frægð og fyrri tíma sigra, hún er send til hverrar nýrrar kynslóðar með boðskapinn um Jesúm Krist. Hvaða þörf hefur heimurinn fyrir þann boðskap? Hvaða er- indi á kirkjan á tækni og ör- tölvuöld? Hið sama og á öllum öldum. Hún er send til að vitna um þann atburð, sem varð á ákveðnum tíma í veraldarsög- unni, þegar Drottinn Guð alls- herjar kom til manna í Jesú Kristi: opinberaði vilja sinn og veru, birti veginn, sannleikann og lífið, dó á krossi og reis af gröf á páskadagsmorgni. Sá atburður hefur úrslitaáhrif á gjörvalla tilveru manns og heims í nútíð og framtíð. Þetta er sannleikurinn sem kirkjan er send til að vitna um, sem við kristnir menn eigum að vitna um og lifa. Við eigum að vitna um sannleikann í vegvilltum heimi. Við eigum að vitna um sannleikann sem snertir grundvallarspurningu mann- legs lífs og tilveru, og ræður úrslitum um eilífa heill, að Jesús Kristur er Drottinn, sem allt vald er gefið á himni og jörðu, og lifir og kemur að dæma lifendur og dauða. Um líf og vitnisburð kirkj- unnar gildir það, sem Jóhann- es guðspjallamaður ritar í lok guðspjalls síns: „En þetta er ritað til þess að þér trúið, að Jesús sé Kristur, sonur Guðs, og að þér í trúnni eigið líf í hans nafni.“ Hefur þessi boðskapur misst gildi sitt í heimi, sem stefnir óðfluga fram af hengiflugi vistkreppunnar eða gjöreyð- ingarstríðsins? Hefur það nokkurn tíma verið brýnna en einmitt nú að boðskapurinn um lífið í nafni Jesú Krists, kærleikans, fyrirgefningarinn- ar, réttlætisins, nái eyrum manna?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.