Morgunblaðið - 08.11.1981, Page 20

Morgunblaðið - 08.11.1981, Page 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1981 Ágúst Guömundsson HIMINN .. °9 JORÐ Bústaöir manna í geimnum, geimnýlendur, er vel þekkt hugmynd í vísindaskáldsögum. Til skamms tíma veittu vís- indamenn hugmyndinni þó tæpast athygli, enda talin of fjarstæðukennd. Á síðustu árum hefur þó orðið breyting á, og nú eru geimnýíendur ræddar í fuliri alvöru, jafnt af starfs- mönnum bandarísku geimferðarstofnunarinnar sem öðrum vísinda- mönnum. Þeir bjartsýn- ustu spá því að fyrstu geimnýlendurnar verði byggðar fyrir næstu alda- mót, og að innan tveggja alda verði fleiri íbúar í geimnum en á jöröu. Hvort sem sú spá reynist rétt eða ekki, er hugmyndin um geimnýlendur vel þess virði að hún séu rædd í þessum þáttum. Hugmyndin fæðist Áriö 1969 setti ungur bandarískur eðlisfræðingur nemendum sínum fyrir þaö verkefni að ræða spurning- una: Er yfirborð plánetu hent- ugasti staðurinn til að fram- þróa tæknisamfélag? Eölis- fræðingurinn, Gerard O’Neill, setti spurninguna einungis fram til aö vekja áhuga stú- dentanna, en átti ekki von á að svarið yrði neitt sérlega áhugavert. En reyndin varð önnur. í Ijós kom að yfirborð plánetu er að mörgu leyti óhentugt til búsetu manna. Bæði vegna þess að lofthjúp- ur er ýmist lítill eða enginn (Merkúr, Mars, tunglið), og þar sem lofthjúpur er til staðar er hann eitraður (Venus). Utandyra yrðu menn því ætíð að klæðast sérstökum óþægi- legum geimbúningum. Að auki er landsvæðið sem þann- ig fengist til búsetu tiltölulega lítil viðbót við það sem fyrir er á jörðu. Til dæmis gera yfir- borö Mars og tunglsins, sem telja verður hentugustu yfir- borðiðn, lítið meira en að tvö- falda landsvæði jarðar. Helsta niöurstaðan af um- ræðum O’Neills og nemenda hans var sú að tilbúnar ný- lendur sem fólkið byggi inni í, Þetta er tvöföld geimnýlenda af stærstu gerð. Hvor sívalningur er um 32 km langur og 6,2 km í þvermál. íbúarnir i hvorri nýlendu yrðu nokkrar milljónir. í þessum stærstu nýlendum, er landbúnaðarframleiðslan í litlum hólfum, sem liggja á hring um nýlenduna. Stórir speglar utan við sívalningana eru til að varpa sólarljósi inn um gluggaraðirnar. Geimnýlendur en ekki utan á eins og á plán- etunum, væri hentugasta formið á búsetu manna í geimnum. Þessi niðurstaöa vakti áhuga O’Neills á geim- nýlendum og hann tók að velta hugmyndin'ni um þær nánar fyrir sér. Hann sá fljótl- ega að slíkar nýlendur biðu upp á óteljandi möguleika og eyddu þeim „takmökum vaxt- arins“ sem þá voru mjög rædd og rökstudd. Með fyrir- lestrum sínum um geimný- lendurnar vakti O’Neill áhuga margra, sem leiddi til þess að fyrsta ráðstefnan um þessar hugmyndir hans var haldin í Princeton 1974. Sama ár birti hann grein um geimnýlendur í víðlesnu tímariti, og hlaut hún góðar viðtökur jafnt hjá al- menningi sem vísinda- mönnum. Síðan hafa verið ha- Idnar fleiri ráðstefnur, og frá árinu 1975 hefur Geimferöast- ofnun Bandaríkjanna kostað rannsóknir O’Neills. En hvern- ig yrðu þá þessar geimnýlend- ur, og hvernig yrði að búa í þeim? Geimnýlendurnar Upphaflega gerði O’Neill ráð fyrir að hver nýlenda yrði sívalningur, 1 km að lengd og 200 m í þvermál. Þessi sívaln- ingur myndi snúast um sjálfan sig þrisvar á. mínútu og fram- kalla gerviþyngdarafl, þannig aö íbúarnir gætu gengiö á eðlilegan hátt inni í sívalningn- um. Slík nýlenda gæti hýst um 10 þúsund manns. Fljótlega kom þó í Ijós að slíkur snún- ingshraði yröi allt of mikill; nýlendubúar yrðu „sjóveikir". Því er nú almennt gert ráö fyrir að nýlendurnar yrðu stærri og snúningstími þeirra ein mínúta. Frá styrkleikasjón- armiði eru stærstu nýlendur sem hægt er að byggja 120 km langar og 24 km í þvermál, og þá miðað við sívalning. En yfirleitt gera menn ekki ráð fyrir að sívalningarnir yrðu nema 32 km langir og 6—7 km í þvermál. Þrátt fyrir til- tölulega litla stærð, gæti slíkur sívalningur hýst nokkrar millj- ónir manna. Nýlendurnar yrðu algerlega byggðar úti í geimnum. Fyrst yröi reist lítil verksmiöja í geimnum, þar sem 2000 menn myndu starfa við smíði fyrstu nýlendunnar. Verksmiðjan yrði í lítilli kúlu, 100 m í þver- mál og starf þessara manna yrði erfitt og hættulegt. Efnið til smíöinnar yröi fengið frá tunglinu. Á tunglinu er áætlaö að þurfi 100 til 200 menn, sem myndu vinna við þaö að skrapa saman lausu yfir- borösefninu og senda það til verksmiðjunnar úti í geimnum. Efniö yrði sent í þar til gerðum ílátum, sem eins konar raf- segul-slöngvivél myndi þeyta frá yfirboröi tunglsins. Hver hópur tunglgrafara myndi starfa þar í 1—2 ár, en síöan fara í frí til jaröar, og nýr hóp- ur taka við. Áætlunin gerir ráö fyrir að slöngva þurfi íláti á 2 sek. fresti, og að það taki efn- iö nokkra daga að komast á áfangastað. Sá tími er þó auö- vitað háður staösetningu fyrstu geimnýlendunnar. O’Neill gerði í upphafi ráð fyrir að fyrsta nýlendan yrði reist í ákveönum punkti á tunglbrautinni, þar sem þyngdaráhrif tungls og jaröar upphefjast. Viö nánari rann- sókn kom í Ijós að þyngdar- áhrif sólar hafa truflandi áhrif á þennan punkt (punktarnir eru reyndar fleiri en einn), og því varð að finna aöra staö- setningu. Nú er talið hentug- ast að fyrsta nýlendan verði á brautu í um 250 þúsund km fjarlægð frá jöröu. ítarlegar athuganir hafa verið gerðar á því hvað slík nýlendusmíði myndi kosta. Áætlað er að kostnaöur við gerð fyrstu nýlendunnar muni veröa um þrefaldur kostnað- urinn við Apolló-ferðirnar. Stærsti hluti þess kostnaöar liggur í feröum manna til tunglsins (tunglgrafararnir) og til verksmiöjunnar úti í geimn- um. Þrátt fyrir gífurlegan kostnað, yrðu geimnýlendur engu að síöur arðbær fyrir- tæki. Nýlendurnar myndu nefnilega selja orku til jarðar. Sólarorkan er ótakmörkuð, og úti í geimnum sest sólin aldrei, og þar heldur ekkert andrúmsloft sem gleypir geisla sólar. Hugmyndin er sú að nýlendubúar smíði litil gervitungl, sem safni sólar- orku og sendi hana til jarðar sem örbylgjur. Um leið og smíði fyrstu nýlendunnar væri lokið, hæfist bygging næstu nýlendu og bygging sólar- orkutungls. Síðan yrðu fleiri nýlendur og orkutungl smíö- uö, og á aðeins nokkrum ára- tugum ætti öll áætlunin að borga sig meö orkusölu til jarðar. Á jöröu yrðu sérstakar stöðvar, sem tækju við ör- bylgjunum og breyttu þeim í raforku. Þannig er umhorls inni i stóru sívalningunum. Sívalningur- inn skiptist í sex parta: þrjár gluggaræmur og þrjár gróður- ræmur þar sem fólkið býr. Himinn verður blár og þar myndast ský, rétt eins og á jörðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.