Morgunblaðið - 08.11.1981, Síða 21

Morgunblaðið - 08.11.1981, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1981 69 Ekki þurfa allar nýlendur að vera sívainingar. Sumar gætu verið hjól, og þessi mynd sýnir hvernig umhorfs- yrði inni í slíku hjóli. Næst okkur er iítil borg, en fjær er landbúnaðar- svæði. Byggingarnar yrðu úr múrsteini, stáli, áli og gleri. Að búa i geimnýlendu í hverri nýlendu myndu búa allt að nokkrar milljónir manna. Þar yrði því eðlilega nokkuö þröngt á þingi, en ýmsir kostir nýlendnanna myndu vega upp á móti þrengslunum. Veðurfari yrði algerlega stjórnað af nýlendu- búum. Hitastigi og birtu yrði stjórnað meö sérstöku speglakerfi utan á nýlendun- um, sem varpaði sólarljósi gegnum glugga á ný- lendunum. O’Neill gerir ráð fyrir að fyrsta nýlendan hafi Hawaii-loftslag, en einnig má hugsa sér sérstakar ferða- mannanýlendur, svo sem fyrir vetraríþróttir. í nýlendunum veröur landslag: tilbúin fjöll og dalir, ár og vötn. Flestar ný- lendurnar verða sjálfum sér nógar í fæðuframleiðslu, og þar sem gróðurtíöin verður samfelld, jörðin mjög frjósöm og engir sjúkdómar, þá mun þurfa lítið land til að afla fæðu fyrir milljón manna. Nautgripir yrðu of dýrir og óhentugir til ræktunar í nýlendum, en kjöt fengist af kanínum og hænum, mjólk úr geitum, og einnig yrði mikil fiskirækt. Milljónanýlendurnar yrðu fyrir alla þá sem vildu setjast að í geimnum — landnema. En að auki yröi nokkuö um smáar nýlendur, þar sem unn- iö yrði að sérhæfðum, oft hættulegum verkefnum; svo sem hættulegum vísindatil- raunum. í slíkum nýlendum yrði engin fæöuframleiösla, enda væru þær aðeins vinnu- staðir manna sem ættu heimili sín í stórum nýlendum. En hvað með hætturnar? í raun yröi hættuminna að búa í geimnýlendu en á jörðu. Veggir nýlendnanna yrðu ein- angraðir með 2 m þykku jarð- vegslagi, þannig að geimgeisl- ar kæmust yfirleitt ekki í gegn. Að auki myndi lofthjúpurinn gleypa geisla, líkt og á jörðu. Meginhættan yrði fólgin í árekstrum við loftsteina. Flestir loftsteinar eru aðeins litlar rykörður, og ef þeir kæmust gegnum málmsívaln- inginn sjálfan, myndi jarð- vegslagið stöðva þá. Á nokk- urra ára fresti rækjust þó það stórir loftsteinar á einhvern glugga nýlendunnar að hann myndi brotna. En gatiö sem myndaðist yrði það lítiö aö nýlendan yrði mörg ár að tæmast af lofti, og því gæfist nógur tími til viðgerðar. Veru- lega stórir loftsteinar, yfir 1000 kg, rækjust á tiltekna nýlendu á nokkurra milljón ára fresti, og líkurnar á slíkum árekstri verða minni en líkurn- ar á árekstri sambærilegs loftsteins við stórborg á jörðu. Framtíöin Ljóst er, að geimnýlendur verða ekki byggðar fyrr en frekari reynsla er fengin af veru manna í litlum geim- stöðvum, eins og Skylab. Einnig eru þær geimferjur sem nú eru í notkun (Columbia) ekki þess megnugar að flytja menn í stórum stíl tii tunglsins og geimverksmiðjunnar. Upp úr næstu aldamótum, ætti þó nægileg reynsla og tækni- þekking að vera fyrir hendi til smíði fyrstu nýlendunnar. Um leið og smíði fyrstu nýlend- unnar er lokið, veröa sjálf- krafa smíöaðar fleiri nýlendur. Þá munu menn ekki binda sig við efni frá tunglinu, heldur verða heilu smástirnin flutt að þeim stað þar sem reisa á ný- lendur, og efni þeirra notuð til smíðinnar. Úr smástirnunum fæst nægilegt vetni, koiefni og köfnunarefni, þannig að þá gerist ekki lengur þörf að flytja þessi efni frá jörðu (tunglbergiö skortir þessi efni). Þannig verða nýlendurn- ar endanlega algerlega óháð- ar jörðu um aðföng. í framtíðinni verða nýlendur um allt sólkerfið, út að braut Plútós. Fjarlægar nýlendur munu að sjálfsögðu ekki selja orku til jarðar, heldur reka al- geran sjálfsþurftarbúskap. Þegar svo er komið, veröur þess skammt að bíða að geimnýlendur, búnar kjarn- orkustöðvum, haldi út úr sól- kerfinu — í átt til annarra sól- stjarna. Tunglstöð. Við smiði fyrstu nýlendunnar verður notað efni frá tunglinu. Langa brautin er slöngvivélin, sem notuð verður til að þeyta efni til þess staðar, þar sem nýlendan verður reist. Hafnfirðingar, Garðbæingar Hef opnaö lækningastofu aö Strandgötu 34 Hf. 2. hæð (Apótekshúsið). Sérgrein: augnlækningar. Tímapöntunum veitt móttaka í síma 54556 kl. 13—15 mánudaga til fimmtudaga. Björn Már Ólafsson augnlæknir. Sýnum fjölbreytt úrval af vönduöum sófasettum, ásamt mörgum öörum eigulegum húsgögnum. Veriö velkomin. • SENDUM GEGN POSTKROFU VALHÚSGÖGN ÁRMÚLI4 SÍMI82275

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.