Morgunblaðið - 08.11.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1981
71
Engir
venjulegir
trimmarar
+ Kristján Einarsson Ijósmynd-
ari Mbl. náói þessari mynd af
tveimur trimmurum að kvöldlagi í
veóurblíðunni í síðustu viku. Ann-
ars eru þetta engir venjulegir
trimmarar, báðir landsliðsmenn í
íþróttum; Agúst Asgeirsson,
hlaupakóngur og I’órarinn Ragn-
arsson, handboltakappi.
Agúst, sem eins og allir vita er
margfaldur methafi í hlaupum,
sagði að l'orarinn héldi alveg í við
•sig, enda væri hann svo sem ekki
ókunnugur á hlaupabrautinni. Og
mikið rétt, Imrarinn var einu sinni
í íslenska landsliðinu í frjálsum
íþróttum. í Mbl. 23. júlí 1964 segir
meðal annars svo í frásögn af
landskeppni við Norðmenn:
„Ég veit ekki hvernig mér tókst
að krækja í annað sætið. Ég gat
það ekki þó ég gerði það. hetta
sagði hinn kornungi, en bráðefni-
legi 800 m hlaupari hórarinn
Ragnarsson frá Hafnarfirði eftir
að hafa nælt í silfurverðlaunin í
hinu klassíska hlaupi. Og þar
sýndi hann tilþrif sem voru næsta
sjaldséð hjá íslenska liðinu ...
hetta var afrek sem mun lengi í
minnum haft og rós í hnappagati
þessa unga hlaupara."
Hámark jaftiréttis?
Svo sem Mbl. hefur
greint frá, gerðust þau
merkilegu tíðindi á
þessu hausti, að ung
stúlka skráði sig á
„frjótæknanámskeið"
Búnaðarfélagsins.
(Þetta skringilega orð
„frjótæknir" er nýyrði
og þýðir einfaldlega
sæðingarmaður.) Það
mun vera fyrsta kon-
an, sem lærir til þessa
starfs, og eru Búnað-
arfélagsmenn að von-
um undrandi á þessu
uppátæki, en í sjöunda
himni yfir þessum
liðsfeng. Stúlkan heit-
ir Stefanía Sigurðar-
dóttir, og henni finnst
það bara hlægilegt, að
blöð séu að gera veður
út af svona ómerki-
legum hlut. En hvaðan
kemur hún af landinu?
— Ég er frá Neista-
stöðum í Flóa, segir
hún og bý þar hjá for-
eldrum mínum.
— Hvernig gerðist
það svo, að þér kom til
hugar að gerast „frjó-
tæknir"?
— Ja, það var fyrir
þremur árum eða svo,
segir Stefanía, sem
mér datt þetta fyrst í
hug. Ég nefndi það þá
við einn af þessum
köllum sem sér um
þessi mál, en þá var
ekkert vitað, hvenær
næst yrði haldið nám-
skeið. Svo var hringt í
mig núna í haust, og
mér sagt það yrði
haldið námskeið í nóv-
embermánuði. Mér
fannst tilvalið að drífa
mig í þetta, hafði verið
að vinna í sláturhús-
inu, en þeirri vinnu
var nánast lokið og lít-
ið að gera heima um
þetta leyti árs. Ég
hafði aldrei leitt hug-
ann að því, að ég yrði
fyrsta konan sem tæki
þátt í slíku námskeiði.
Svo var mér sagt, að
Morgunblaðið hefði
birt um þetta frétt,
segir Stefanía og
skellihlær.
Námskeiðið stendur
til 26ta nóvember og ef
allt gengur að óskum
er Stefanía fullnuma
„frjótæknir" á þeim
degi. Hún er búfræð-
ingur frá Hvanneyri
1978, og segir það kom
ekki annað til greina
en leggja fyrir sig
búskap. — Ég er svona
öll í sveitinni, bætti
hún við .. .
ÁFÖRNUM
VEGI
Samantekt
J.F.Á.
r
I heimsókn
I»au sátu á veitingastofu í
Reykjavík, bíðandi eftir
expressó-kaffi, Jiegar
Ijósmyndari Mbl. Olafur
K. Magnússon kom að
þeim.
- ítalskt expressójkaffi?
spurði Ólafur.
- Auðvitað önsuðu þau,
hvað annað!
Þetta eru þau hjón
Dorriet Kavanna og
Kristján Jóhannsson frá
Akureyri. I»au eru komin í
stutta heimsókn, og ætla
að syngja með Sinfóníu-
hljómsveitinni í þessari
viku, en síðan að halda
norður og dvelja þar
nokkurn tíma og syngja
fyrir fólk ...
bijj t ií/t’ii ,4 ijii insu'i:i í l
Tveir alþingismenn „á förn-
um vegi“ með fimm mínútna
millibili á Austurvelli.
— Er þetta ekki Eiður
Guðnason?
— Jú, sá er maðurinn.
— Og hvað er hann að gera á
förnum vegi í þessu leiðinda-
veðri?
— Ja, ég brá mér bara í versl-
un, að kaupa mér ávexti. Ann-
ars er ég á leiðinni heim í hérað.
Ég verð alla helgina að sýsla í
mínu kjördæmi og tek fjöl-
skylduna með mér. Það er aðal-
fundur Sambands sveitarfélaga
í Vesturlandskjördæmi, Reyk-
holtsskóli á 50 ára afmæli, og
svo verður vígður barnaskóli á
Hellissandi. Það er víða sem
þingmennirnir koma, segir Eið-
ur og hlær.
Ég kann þessu prýðilega, þó
þetta sé að mörgu leyti erilsamt
starf. Maður hefur afskipti af
mörgum hlutum og oft býsna
ólíkum. Jú, maður lifandi, það
er alltaf eitthvað skemmtilegt
að gerast. Kúnstin er bara að
sjá það og finna það ...
Og þar með hvarf Eiður
Guðnason inní Alþingishúsið.
Pétur
Á Austurvelli stikaði maður
mikill á velli. Það var Pétur
Sigurðsson. Það lá vel á honum,
eins og endranær.
— En hvernig er það Pétur, er
það satt, að þú standir í bóka-
útgáfu, ofan á allt annað?
— Já, það geri ég milli klukk-
an fimm og sex á morgnana,
ansar Pétur. Þetta er bók, sem
við gefum út í Sjómannadags-
ráði til styrktar Hrafnistu í
Hafnarfirði. Tuttugu og fjórir
þekktir íslendingar skrifa í
hana ritgerðir og minningar, og
þeir hafa allir gefið vinnu sína.
Aftanskin mun hún heita þessi
bók. í henni eru líka 26 teikn-
ingar Sigfúsar Halldórssonar
og Atli Már teiknar kápu. Við
biöjum núna til guðs, að þessi
vinnudeila í prentiðnaðinum
leysist svo bókin komist út fyrir
jólin. Við bundum mikið fé í
þessari útgáfu, sem að öðrum
kosti kemur ekki gamla fólkinu
til góða.
— Og í þessu brasarðu milli
klukkan fimm og sex á morgn-
ana?
— Já, segir Pétur. Svo er það
Hrafnista í Hafnarfirði fram
eftir morgni, og þá taka við ým-
is góð mál; þingið, sjómannafé-
lagið o.s.frv. fram á kvöld. En
ég hef aldrei sungið í karlakór