Morgunblaðið - 09.12.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.1981, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 9. desember Bls. 33-64 Ljósm. Mbl. Ragnar Axelsson. Þessa mynd tók RAX Ijósmyndari Mbl. í vesturhöfn Reykjavíkurhafnar í gærdag, í norðanbálinu og gaddinum. — Myndin er af vélskipinu Helgu Guömundsdóttur BA 77 frá Patreksfirði, og tekin skömmu eftir aö skipið kom til hafnar. Það kom beint af miöunum, tekur hér vistir og ís, og ætlar að sigla með aflann til sölu erlendis. Það var mikið óveður í Reykjavíkurhöfn í gær. Danska eftirlítsskipið Hvidbjörnen, sem ætlaöi að halda áfram til Grænlands, frestaði siglingunni vegna veöurs. Sama gerði erlent leiguskip, sem lokið var viö að losa. Þá varö að hætta við aö sigta Mælifelli að bryggju Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Þar voru norðan átta og svo mikill sjógangur aö sjór gekk yfir bryggjuna. Var skipinu lagt við akkeri úti á Rauðarárvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.