Morgunblaðið - 09.12.1981, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.12.1981, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981 Bók um John og Yoko BÓKAÚTGÁFAN Fjölvi hefur gefið út nýja bók um bítilinn John Lennon og fjallar hún um samlíf þeirra Johns og Yoko og kallast Samlok- urnar. Sl. sumar gaf Fjölvi út bókina Lifað með Lennon, eftir fyrri eigin- konu hans Cynthiu Lennon og er hún nú uppseld hjá forlaginu, en ný útgáfa í vændum fyrir jól, segir í frétt frá útgefanda. I fréttatilkynningu F'jölva segir m.a.: „I þessari bók útskýrir höf- undurinn Ray Connolly, sem var náinn vinur þeirra, hvað það var sem John Lennon sá svo yndislegt við Yoko sína. Ast þeirra varð afar náin og djúp. Þau gátu ekki nokkra stund án hvors annars ver- ið. Einu sinni hljóp hann þó undan sér og fór á 18 mánaða fyllirí með kínverskri píu. En John gat ekki lifað án Yoko og þau sættust, list hans magnaðist, þau eignuðust son, og þau voru hamingjusöm allt fram að hinum sviplega dauða hans, þegar hann var myrtur við Dakóta-bygginguna í Ncw York.“ Samlokurnar John og Yoko er 190 blaðsíðna myndskreytt bók í 12 köflum. Þýðingu annaðist Steinunn Þorvaldsdóttir, sem einnig þýddi Lifað með Lennon. Prentun annaðist Prentstofa G. Benediktssonar, en bókband Arn- arberg. Mannlíf f mótun - síðara bindi æviminn- inga Sæmundar G. Jó- hannessonar komið út SÍÐARA bindi æviminninga Sæ- mundar G. Jóhannessonar frá Sjón- arhæð er nú komið út hjá bókaútgáf- unni Skjaldborg á Akureyri. I leiðarorðum þessa síðara bind- is ævisögu sinnar „Mannlíf í mót- un“, segir Sæmundur svo: „Ég þakká þeim, sem látið hafa hlýleg orð falla, er þeir höfðu lesið 1. bindið af „Mannlíf í mótun". Einnig þakka ég þeim, sem fundið hafa að því, eða gert ráð fyrir að finna að því, sem ég hef skráð í sögu minni um efni þau, sem dul- ræn eru nefnd. „Það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur," sagði móðir mín. Hún vildi hlutlausa frásögn. Þá er höf- undur sögunnar áhorfandi, sem lýsir því, er hann sér eða skynjar. ívlminningar Sæmumbr G Jðhannesssnar Irá Sjónarfiæð SSnlM Sögu mína hef ég reynt að rita þannig, að sannleikurinn sé sagð- ur og hlutleysis gætt.“ Leiðarorðum sínum lýkur Sæ- mundur þannig: „Með Ijóspenna sannleikans leitast ég við að rita mína sögu. Það er staðreynd, að ég man fyrst eftir mér sex mánaða gamall eða þar um bil. Ég hafði gott sjónar- minni.“ Eiðfaxi kominn út ELLEFTA hefti tímaritsins Eið- faxa árið 1981 er nýkomið út, og flytur ritið fjölbreytt efni af hest- um og hestamönnum að vanda. Eiðfaxi er seldur í áskrift og lausasölu víða um land, og einnig eru um 200 blöð seld í áskrift til útlanda. Meðal efnis í þessu nýjasta hefti má nefna grein um átak í ferða- málum hestamanna eftir Arna Þórðarson, viðtal við nýkjörinn formann LH, Stefán Pálsson, við- tal við framkvæmdastjóra LH, Tryggva Gunnarsson, grein er um „jódyn í Dölum vestur", grein um Víðidalstungurétt, erindi Gunnars Bjarnasonar frá aðalfundi þýska íslandshestafélagsins, viðtal við Skúla Einarsson og margt fleira. EIÐFAXIÍT 11 Þá er stór hluti heftisins helgaður nýafstöðnu þingi Landssambands hestamannafélga í Stykkishólmi. Ritstjóri Eiðfaxa er Sigurður Sigmundsson, Syðra-Langholti. Reglurnar um veitingu bóksöluleyfa rýmkaðar Frá framhaldsaðalfundi Félags fsl. bókaútgefenda FÉLAG ísl. bókaútgefenda sam- þykkti á framhaldsaðaifundi sínum sl. fimmtudag nýjar reglur um veit- ingu bóksöluleyfa o.fl. Eru þær byggðar á hugmyndum, sem stjórn félagsins og nokkrir stærri útgefend- ur hafa samið og samkeppnisnefnd fallist á. Er veiting bóksöluleyfa talsvert rýmkuð með hinum nýju reglum, sem voru samþykktar sam- hljóða, en einn útgefandi kom þó með breytingartillögur. Var þeim vísað til umfjöllunar stjórnarinnar. Morgunblaðið ræddi við Oliver Stein Jóhannesson bókaútgefanda, formann Félags ísl. bókaútgef- enda, um hinar nýju reglur og greindi hann frá því helsta er fram kom á fundi bókaútgefenda. Meginbreytinguna sagði Oliver Steinn vera fólgna í því að á stöð- um þar sem búa yfir 3.000 manns eru rýmkuð ákvæði um veitingu bóksöluleyfa. Geta menn sótt um bóksöluleyfi á þessum stöðum og að uppfylltum ýmsum skilyrðum, svo sem um stærð rýmis fyrir bóksöluna, menntun forstöðu- manns bóksölunnar, verslunar- leyfi, tryggingar o.fl. veitir stjórn félagsins viðkomandi leyfið. Aður þurfti umsókn um bóksöluleyfi að fara fyrir félagsfund. Hugsanlegt að bókabúðum fjölgi Oliver Steinn sagði að þetta gæti haft í för með sér að bóka- verslunum eða deildum fjölgaði, en slíkt ætti tíminn eftir að leiða í ljós. Þá sagði hann felast í hinum nýju reglum að eftir 3 ára aðlög- unartíma mættu forlög ekki leng- ur selja á svonefndu forlagsverði, sem jafnan hefur verið 7 til 12% lægra en almennt verð í bókabúð- um. Að þeim tíma liðnum yrði sama verð og settar reglur um af- slátt vegna magnkaupa, en þær myndu þá gilda jafnt hjá forlög- unum sjálfum sem almennum bókabúðum. Myndu þá viðskipta- vinir alls staðar fá bókina á sömu kjörum. Ekki taldi Oliver þetta hafa mikil áhrif á útgefendur, sem hafa rekið forlagsbúðir. Hverjir hljóta bókmennta- verdlaun Norðurlandaráðs? ÁKVEÐIÐ hefur verið á Norður löndunum hvaða bækur koma til álita við úthlutun bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs í marz næstkomandi. F'rá íslandi eru það bækurnar Sagan af Ara Fróðasyni eftir Guð- berg Bergsson og ljóðabókin Heimkynni við sjó eftir Hannes Pétursson. Frá Norgi, Den unsyn- lige regnbuen, sem er Ijóðabók eft- ir Stein Mehren og Huset med den blinde glassveranda, sem er skáldsaga eftir Herbjorg Wassmo. Frá Danmörku, ljóðabókin I Mell- em os eftir Bente Clod og skáld- sagan yejen til Lagoa Santa eftir Henrik Stangerup. Frá Finnlandi ljóðabækurnar Tillkortakomm- anden eftir Claes Anderssor. og Asiae tai ei eftir Pentti Saarik- oski. F'rá Svíþjóð skáldsögurnar Samuels bok eftir Sven Delblanc og Gheel de galnas stad eftir Pár Odensten. Bókmenntaverðlaunanefnd Norðurlandaráðs kemur saman í Stokkhólmi þann 22. janúar næstkomandi, af hálfu íslendinga eiga sæti í nefndinni þeir Njörður P. Njarðvík og Hjörtur Pálsson. Verðlaunin verða síðan afhent á fundi Norðurlandaráðs í Helsinki í marz eins og áður segir. Þá er í hinum nýju reglum leyft að halda þeirri hefð að bækur verði seldar á sama verði um allt landið, en það eru útgefendur, sem verðleggja bækur sínar. Sagði Oliver að með þessu væri komið í veg fyrir verðstríð og hefði sam- keppnisnefnd fallist á undanþágu frá lögum nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnishömlur og ólögmæta viðskiptahætti. Nýjar samskiptareglur Önnur mál, sem Oliver Steinn sagði að rædd hefðu verið, voru m.a. tillögur um nýjar samskipta- reglur bóksala og bókaútgefenda og reglugerð um bóksöluráð. Hug- myndin er að tveir bóksalar og tveir útgefendur skipi ráðið og verði hægt að vísa til þess ágrein- ingi milli aðila, sem bóksöluráðið hefur þá úrskurðarvald í. Upp gætu komið ýmiss konar ágrein- ingur varðandi túlkun á reglunum og mætti þá skjóta honum til ráðsins. Þessar nýju reglur voru kynntar og verða áfram til með- ferðar hjá stjórninni og nefndum og í framhaldi af því ræddar á félagsfundum. Þessar reglur sagði Oliver Steinn Jóhannesson að miklu leyti byggjast á hliðstæðum reglum er giltu í Noregi og Danmörku. Gat hann þess að í Svíþjóð væri þess- um málum nokkuð öðruvísi hátt- að, þar væri t.d. regla að útgefend- ur ákvæðu lágmarksverð á bókum sínum, en bóksalar gætu hins veg- ar ráðið nokkru um útsöluverðið. Eitt atriði er þó öðruvísi í Noregi en hérlendis, en það er að sölu- skattur er þar ekki tekinn af bók- um. Sagði Oliver Steinn það skoð- un sína, að úr því að þingmenn legðu nú fram frumvarp um niður- fellingu söluskatts af tímaritum ætti í raun að taka bókina þar með, ódrengilegt væri að skilja hana þannig útundan. Mbl. spurði Oliver Stein hvort liklegt væri að bókaforlög færu meira út í klúbbstarfsemi en verið hefur og sagði hann það vel hugs- anlegt. Það væri einnig möguleiki að forlög leituðu samstarfs um slíka starfsemi, rétt eins og til væri í öðrum löndum. Að lokum var formaður Félags ísl. bókaútgefenda spurður hvern- ig honum litist á bóksöluna í ár: — Mér sýnist hún ætla að verða svip- uð og í fyrra og ég held að fjöldi titla á boðstólum sé svipaður. „Nýja bókin“ ÚT ER komin ljóðabók eftir Einar Guðmundsson og heitir hún „Nýja bókin". Þetta er sjöunda verk höf- undar, en m.a. hafa komið út eftir hann skáldsögurnar „Lablaða hérgula", „Flóttinn til lífsins" og „Án titils". „Nýja bókin", er eitt samfellt verk, sem skiptist í sex nafnlausa þætti og fjallar um reynslu skilningarvita ótilgreinds aðila á ónefndum stað og stund. Bókin er 64 bls. Kápu gerði Kristján Guð- mundsson, myndlistarmaður. Út- gefandi er Dieter Roth’s Verlag í Þýzkalandi. Prentstofan Blik ann- aðist setningu. Bókin er prentuð í Prentiðn. Séð af sjónarhóli — ný bók eftir Jón R. Hjálmarsson ÍIT ER komin ný bók eftir Jón R. Hjálmarsson, Séð af sjónarhóli. f bókinni eru 16 frásöguþættir úr ýms- um áltum. Útgefandi bókarinnar er Suðurlandsútgáfan á Selfossi. í kynningu á bókarkápu segir meðal annars á þessa leið: í þessari nýju bók Jóns R. Hjálmarssonar er sagt frá mörg- um sögulegum viðburðum og brugðið upp fjölskrúðugum þjóð- lífsmyndum úr ýmsum áttum. Þar er m.a. sagt frá brúarsmíði á Jök- ulsá á Sólheimasandi, meltekju í Meðallandi, selveiðum í Kúða- fljóti, verslunarferðum á Eyrar- bakka, fráfærum í Önundarfirði, bílferðum um hálendið, rjúpna- veiðum í Borgarfirði, skógarhöggi í Þjórsárdal, sandgræðslu í Rang- árþingi, veiðiferðum til Veiði- vatna, landkostum í Loðmundar- firði, fjallferðum á Landmanna- afrétt, fuglamerkingum í Vest- mannaeyjum, dulrænum fyrir- bærum á Fjallabaksleið, mann- drápum breskra sjómanna í ís- lenskri landhelgi og mörgu öðru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.