Morgunblaðið - 09.12.1981, Síða 8

Morgunblaðið - 09.12.1981, Síða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981 Athugasemdir við bók Guðmundar Daníelssonar, „Bókin um Daníel“ eftir Ara Ólafsson Hinn 19. september sl. birtist í Lesbók Morgunblaðsins greinin „Saga um sögu“ eftir Guðmund Daníelsson, rithöfund. Þar til- kynnir hann, að von sé á bók eftir sig, „Bókinni um Daníel" og segir, að hún eigi að verða varnarrit fyrir afa sinn, Daníel Þorsteinsson í Kaldárholti. I greinina tekur Guðmundur frásögu um afa sinn úr riti, sem hafi „inni að halda eins konar íbúaskrá austurhluta Suðurslétt- unnar" og geymt sé í Þjóðskjala- safni íslands. Samkvæmt frásögn þessari átti það að hafa hent Daníel að stela lambi. Fer Guð- mundur síðan miklum svívirð- ingarorðum um ritið og höfund þess og hneykslast á því, að at- burðar þessa skuli getið þar. Guð- mundur segir þó jafnframt, að tengdadóttir Daníels hafi trúað því, að hann hafi markað sér lamb annars manns og hafi þetta verið feimnismál í ættinni. Guðmundur segir síðan hróðug- ur, að svo merkilega vilji til, að í Þjóðskalasafni finnist málskjöl og dómur í „Máli réttvísinnar gegn Daníel Þorsteinssyni" og fullyrðir, að þau leiði í ljós, að Daníel hafi ekki stolið lambi heldur hafi lambi verið stolið frá honum. Það fer ekki á milli mála, að með fyrrgreindu riti á Guðmund- ur við Holtamannatal Óskars Ein- arssonar, læknis, sem jafnframt var kunnur fyrir mikil og merki- leg fræðistörf. Óskar safnaði m.a. saman feiknamiklu efni um nokkrar sveitir Rangárþings og vann ötullega að skrásetningu þess. Því miður entist honum ekki aldur til að ljúka verkinu, en hann lét skrár sínar ganga til Þjóð- skjalasafns að sér látnum, þar á meðal handrit að Holtamannatali. Sé litið í Holtamannatal Óskars nú, kemur í ljós, að Guðmundur Daníelsson hefur skrifað í það eins konar leiðréttingu neðan við frásögnina um Daníel. Það er í hæsta máta ámælisvert athæfi, ef ekki refsivert, að vaða í rit, sem eru í eigu og vörzlu opinbers safns, og krota í þau að geðþótta, og hlýtur þetta tiltæki Guðmundar að vera stjórnendum Þjóðskjala- safns íhugunarefni. Það vill svo vel til, að fleiri en Guðmundur Daníelsson geta kynnt sér skjölin í „Máli réttvís- innar gegn Daníel Þorsteinssyni". Mér þótti ómaksins vert að gerá það og bera þau jafnframt saman við fullyrðingar Guðmundar í Lesbók svo og sjálfa „Bókina um Daníel". Þess skal getið, að í bók sinni vitnar Guðmundur oft í málskjölin og setur þær tilvitnan- ir kirfilega milli gæsalappa, svo að ekki verður um villzt, hvað eigi að teljast aðfengið efni í bókinni. Er skemmst frá því að segja, að í þessum tilvitnunum er slíkur urmull af villum og rangfærslum, að með ólíkindum er. Sumar gætu hugsanlega verið mislestur eða misskilningur manns, sem óvanur er að nota sér skrifaðar heimildir. Aðrar villur eru þess eðlis, að þær geta tæpast stafað af misgáningi og eru í reynd svo alvarlegar, að jaðrar við falsanir. Aður en tíndar verða til helztu villurnar í bók Guðmundar, skal þess getið, að það henti Daníel Þorsteinsson árið 1885 að taka „traustataki" smjör úr farangri samferðamanns síns, Bjarna Björnssonar. Daníel lofaði að bæta tökuna vel, með lambi og fóðra það eða á annan hátt. Þegar dregizt hafði rúmt ár, að smjörið yrði bætt, fékk Bjarni loks leyfi Daníels til að auðkenna sér eitt af lömbum hans, að sögn Daníels sem veð fyrir skuld, en til eignar, að því er Bjarni taldi, og brenni- merkti hann sér það. Var lambið áfram á fóðrum hjá Daníel, sem síðar markaði sér lambið með nýju eyrnamarki. Við yfirheyrslur í máli, sem höfðað var gegn Daníel fyrir meint misferli, lýsti hann Bjarna réttan eiganda að lambinu. Arið 1889 gekk dómur í málinu, og var Daníel dæmdur til að sæta fangelsi við vatn og brauð í 5 daga. Verða nú tekin fáein dæmi um rangfærslur Guðmundar Daní- elssonar í „Bókinni um Daníel": 1. Á bls. 200 er tilvitnun í dóm sýslumanns Rangárþings í mál- inu gegn Daníel. Þar segir m.a. að „hann (þ.e. Daníel) hafi jafn- vel mátt líta svo á, að það (þ.e. smjörið) væri að hluta til hans eign, upp í flutningsgjaldið, þó að ekki hafi komið fram krafa þess efnis". Þessi orð standa ekki í dómnum yfir Daníel eins og Guðmundur vill vera láta, heldur hefur hann einfaldlega bætt þeim inn í. 2. Neðar á bls. 200, þar sem Guð- mundur vitnar enn í dóminn, standa orð um „óheppilegar innheimtuaðferðir Hjallanes- feðga (þ.e. Bjarna og föður hans) ... sem skiljanlega hafa reitt ákærða til reiði". Það er sama sagan, að þessum orðum hefur Guðmundur laumað inn í tilvitnunina, en þau standa ekki í dómi sýslumanns. 3. Enn segir á bls. 200 í tilvitnun í dóminn: „Liggur því næst að meta sök ákærða sem sök, en ekki sem svik eða þjófnað, og að heimfæra hana undir hegn- ingarlaganna 225. grein". Þarna koma fyrir tvær rangfærslur, í dómnum stendur í raun og veru: „Liggur því næst að meta sök ákærða sem svik en ekki sem þjófnað og að heimfæra hana undir hegningarlaganna 225. grein" (leturbreyt. A.Ó.). Þetta stendur svo skýrum stöf- um í dóma- og þingbókinni, að það verður ekki mislesið óvilj- andi. Guðmundur lendir í miklu basli með framhald bókarinnar og við- urkennir það. Kveður hann það hafa kostað „heilabrot, mikinn lestur og margra vikna leit að finna hvað lægi á bak við tukt- húsvistardóm Daníels" (Bókin um Daníel, bls. 201). Það er engin furða. Hver skilur í fyrsta lagi orðin „að meta sök sem sök“, og í öðru lagi segir 225. grein hegn- ingarlaganna frá 1869 einungis til um það, hverjir megi höfða mál vegna ærumeiðinga, en 255. grein sömu laga fjallar einmitt um svik. Landsyfirréttur staðfesti fyrri dóm óbreyttan árið 1890. Öll skrif Guðmundar Daníels- sonar um það, að Daníel hafi að þessu sinni verið dæmdur fyrir að sýna dómstólum lítilsvirðingu og fyrir að móðga yfirvaldið, eru byggð á alröngum forsendum og því hrein og klár markleysa. Daníel Þorsteinsson var hins vegar árið 1870 sektaður fyrir mótþróa og ofríki við hreppstjór- ana í Holtamannahreppi, þegar þeir voru að gera fjárnám hjá honum vegna ógoldinnar barns- meðgjafar, en það var ekki vegna „frillulífsbrots" eins og Guðmund- ur segir í bókinni. Barn þetta, Sig- urð (síðar gestgjafa á Kolviðar- hóli), hafði Daníel eignazt með giftri vinnukonu sinni, Sigríði Eyjólfsdóttur. Hann hafði synjað fyrir barnið, en var dæmdur faðir að því árið 1869. Margar fleiri misfellur eru á „Bókinni um Daníel", en fleiri verða ekki taldar að sinni. Nokkr- ar þær verstu hafa verið tíndar til, þær, sem mest áhrif hafa á fram- vindu sögunnar og ráða miklu um þá mynd, sem fram kemur af aðal- pærsónunni. Á titilsíðu bókarinnar er þess raunar getið, að hún sé heimilda- skáldsaga. Það gerir vissar kröfur til höfundar, svo sem þær, að allar heimildir, sem hann notar og nefnir, fái að njóta sín óbrenglað- ar í sögunni, og að allar tilvitnanir séu orðréttar. Þar sem á þessu er slíkur misbrestur í „Bókinni um Daníel", að helzt virðist sem höf- undur hafi endursamið sumar heimildir sínar, en misskilið eða rangtúlkað aðrar, verður bókin að mestu marklaus sem heimilda- skáldsaga og jafnframt meingöll- uð sem skáldsaga. Heimildir (■udmundur DaníeLsson: Saga um sögu. Lesbók Morgunhlaósins, 31. tbl. 56. árg. Kvík 19. sept. 1981. (•udmundur Daníelsson: Bókin um Daníel. Kvfk. 1981. Dóma- og þingbækur Kangárþings í l>jódskjala- safni íslands. Landsyfirréttardómar og hæstaréttardómar í ís- lenzkum málum. IV. bindi. Kvík 1895. Lagaxafn handa alþýðu. Annað bindi (1841—1872). Kvík 1887. Lög íslands. 1. bindi. Kvík 1919. Hugmyndasamkeppni um skipulagið í Suður-Mjóddinni RKVKJAV ÍKLRBORG hefur ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um skipulag svokallaðrar SuðurMjóddar og er samkeppnissvæðið afmarkað af Breiðholtsbraut að norðan, af Stekkj- arbakka og Seljahverfi að austan og sunnan og af fyrirhugaðri framleng- MoskvargA Magnusson morgundagsins ,,Ég ímynda mér að fyrir ýmsa lesendur af minni kynslóð verði uppvaxtarsaga Sigurðar A. Magnússonar svo heillandi lestur sem raun ber vitni á meðal annars vegna þess hversu langt og hve skammt í senn er á milli okkar eigin uppvaxtar og þeirrar sögu sem hann segir. Saga hans gerist á útjöðrum Reykjavíkur eins og hún var fyrir og fram yfir stríð. En þótt aðeins sé örskammt á milli ítíma og rúmi ereinsog heiltdjúp sé staðfest á milli reykvískrar millistéttar, heims öryggis og farsældar á sama og svipuðum tíma, og þess heims sem Jakob og hans jafningjar byggja. Ósjálfrátt spyr maður sjálfan sig: hvað er orðið um þessa byggð, hvað hefur komið í stað hennar ef hún er horfin? Ólafur Jónsson, Dagblaðið. „Tvennt virðist mér gefa þessari bók mest gildi. Annað er lýsing Jóhannesar, föður Jakobs, þessa einkennilega, brest- ótta manns sem samt nýtursamúðar og hlýju í frásögninni... Hitt er lýsingin á því hvernig Jakob sjálfur bjargast frá því að láta baslið og fátæktina smækka sig niður í samúðarsneydd- an vesaling eða harðsvíraðan glæpamann.” Heimir Pálsson, Helgarpósturinn. Fyrst og síðast eru verðleikar þessa bindis tengdir sjálfs- mynd drengsins, upplifun þeirra þverstæðna sem ólga og krauma í honum.... Þessi bók er órafjarri einföldun á veru- leikanum í nafni geðlausrar fyrirgefningar eða þá sjálfs- fegrunar.' Árni Bergmann, Þjóðviljinn. „Með þessari nýju bók bregst hann ekki aðdáendum Undir kalstjörnu. Fram á meira verður ekki farið.” Illugi Jökulsson, Tíminn. t. ictxi Frásögn Sigurðar A. Magnússonar af vettvangi uppvaxtarára sinna fékk frábærar viðtökur er bókin Undir kalstjörnu kom út haustið 1979. Hún varð ein mesta sölubók liðinna áratuga á íslandi og metsöluhöfundinum tekst ekki síður upp er hann rekur söguna áfram í Möskvum morgundagsins. og menning ingu Reykjanesbrautar að vestan. f framtíðinni er áætlað að þetta svæði verði annað helsta íþrótta- og útivist- arsvæði Reykvíkinga, næst á eftir Laugardal. Markmið samkeppninnar er að fá fram tillögur að skipulagi svæð- isins, og verði í þeim lögð áhersla á tengsl milli hinna ýmsu íþrótta- greina jafnt fyrir keppnisíþróttir og áhugamannaíþróttir. Auk mannvirkja til íþróttaiðkana er reiknað með, að á svæðinu verði t.d. leikvellir, kaffistofa, heitir pottar, skvamplaug og aðstaða fyrir skokkara. Dómnefnd skipa fyrir hönd Reykjavíkurborgar, þeir Guðlaug- ur Gauti Jónsson, arkitekt, sem er formaður nefndarinnar, Eiríkur Tómasson, lögfræðingur og Markús Örn Antonsson, ritstjóri. Fyrir hönd Arkitektafélag íslands skipa nefndina, arkitektarnir Guðfinna Thordarson og Sigurþór Aðal- steinsson. Kattavinafélag- inu berst stór peningagjöf KATTAVINAFÉLAGINU hefur bor ist stór peningagjöf, sem gefin er til minningar um Guðmund Þórðarson, lækni, og eru systkini Guðmundar gefendur. Guðmundur Þórðarson læknir var mikill kattavinur. Hann var einn af stofnendum Kattavinafé- lagsins og endurskoðandi þess fé- lags til dauðadags. Leiðrétting VEGNA mistaka varð nafnabreng- lun á grein sem birtist í Mbl. sl. laugardag um Sólheima og bar yfirskriftina „Hverakot skal það heita". Þar stóð að Árni Johnsen hafi skrifað greinina og Ragnar Ax- elsson tekið myndir. Hið rétta er að Kristján Einarsson tók myndirnar og Valgerður Jónsdóttir ritaði tex- tann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.