Morgunblaðið - 09.12.1981, Page 10

Morgunblaðið - 09.12.1981, Page 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981 Nýr vaxtarbroddur nauðsynlegur til eflingar atvinnulífi á Norðurlandi Eftir Lárus Jónsson llér fer á eftir framsöguræða Lár usar Jónssonar á Alþingi fyrir tillögu er hann flytur ásamt llalldóri Blön- dal um staðarval stóriðnadar á Noróurlandi: Ég hefi ásamt háttvirtum þing- manni Halldóri Blöndal, leyft mér að flytja á þingskjali nr. 11 tillögu til þingsályktunar um staðarval stóriðnaðar á Norðurlandi. Tillag- an hljóðar svo, með leyfi hæstvirts forseta: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að kanna sérstaklega nauðsyn eflingar atvinnulífs á Norðurlandi eystra og kost þess að velja þar stóriðnaði stað, t.d. í grennd Akureyrar eða Húsavíkur. A síðasta þingi var sams konar tillaga lögð fram, en varð þá eigi útrædd. Eins og háttvirtum þing- mönnum mun kunnugt er hér um að ræða mál, sem á sér nokkuð langan aðdraganda, og hefur hlot- ið verulega umræðu í þjóðfélaginu á undanförnum árum. A Alþingi, 94. löggjafarþingi, sem sat 1973-’74, fluttum við háttvirtir þingmenn Halldór Blöndal tillögu svipaðs efnis og þessa. Þeirri til- lögu var vísað til ríkisstjórnarinn- ar með svofelldri umsögn í nefnd- aráliti um það atriði tillögunnar að kanna hagkvæmni þess, vegna jákvæðrar þróunar byggðar og aukins öryggis í orkuöflun allra landsmanna að velja stóriðjufyr- irtæki stað á Norðurlandi. Orðrétt segir í nefndarálitinu með leyfi hæstvirts forseta: „Um hið fyrra atriði er það að segja, að viðræðunefndin um orkufrekan iðnað hefur haft það til könnunar og mun halda henni áfram. Þegar til aukins rafmagns kemur þar nyrðra verður þetta mál vafalaust í brennidepli." Þetta hafði Allsherjarnefnd Sameinaðs þings um hliðstætt mál að segja á árinu 1974. Eins og kunnugt er hafa for- ráðamenn Norðlendinga flestir lagt á það ríka áherzlu, að næsta stórvirkjun landsins verði í Blöndu. Allar athuganir sem hafa farið fram á þeim kostum til stór- virkjana utan eldvirkra svæða hér á landi og raunar á eldvirkum svæðum einnig, benda til þess, að Blönduvirkjun sé langhagkvæm- asta stórvirkjun sem við eigum völ á. Ályktanir, sem gerðar hafa ver- ið um Blönduvirkjun eru mýmarg- ar, en ég leyfi mér að lesa ályktun sem gerð var á sl. hausti, á fjöl- mennu fjórðungsþingi Norðlend- inga á Húsavík um þetta efni, með leyfi hæstvirts forseta: „Fjórðungsþing Norðlendinga haldið á Húsavík 3.-5. sept. 1981 leggur á það ríka áherzlu, að ákveðið verði á þessu ári, að næsta virkjun verði Blönduvirkjun skv. virkjunarleið I, þar sem þegar er ljóst, á samanburði virkjunar- kosta, að sú virkjun er þjóðhágs- lega hagkvæmust. Fjórðungsþing- ið leggur áherzlu á, að farsæl lausn náist í samningum við land- eigendur og felur Fjórðungsstjórn að fylgja þessu máli eftir við ríkis- stjórn og Alþingi." Ég vil vekja sérstaka athygli á þessari samþykkt Fjórðungssam- bands Norðlendinga og skora á alla aðila, sem hlut eiga að máli, að stuðla að því að Blönduvirkjun verði svo fljótt sem verða má valin næsta stórvirkjun landsins. Enda þótt svo verði ekki, og önnur virkj- unarröð verði valin, t.d. Austur- landsvirkjun fyrst, eftir lagfær- ingar og umbætur á Þjórsársvæð- inu til aukinnar orkuvinnslu, er samt sem áður Ijóst, að staðarval stórfyrirtækja í iðnaði, sem nota mikla orku, bæði við Eyjafjörð og við Húsavík, munu geta fengið næga raforku á hagkvæmu verði þar sem augljóst er, að raforku- kerfi landsins yrði tengt saman á þann hátt að Eyjafjarðarsvæðið og Húsavík myndu fá þá raforku úr landskerfinu sem nægði og væri á hagkvæmu verði fyrir orkufreka notendur. Það er því aiveg ljóst, að hvern- ig sem heimildir um að reisa nýjar stórvirkjanir í landinu verða not- aðar, yrði hagkvæmt vegna orku- nýtingarinnar, að velja stórfyrir- tækjum stað sem nota mikla orku á fyrrgreindum svæðum við Eyja- fjörð og í grennd við Húsavík. Stórfyrirtæki nálægt öflugu þéttbýli Afar þýðingarmikil rök fyrir því, að velja stórfyrirtækjum stað nálægt öflugu þéttbýli felast í þeirri staðreynd að einmitt þar, hefur ný atvinnustarfsemi mest áhrif til eflingar annarra iðn- og þjónustugreina. Slíkt staðarval hefur því viðtækustu áhrif á byggðaþróun í landinu, sem völ er á með einni slíkri ákvörðun. Akur- eyri er t.d. sem kunnugt er stærsti þéttbýlisstaður utan höfuðborg- arsvæðisins, og þar er fyrir öflug- astur iðnaður og þjónustugreinar á landsbyggðinni. Áætla má að fyrirtæki sem veitir 400 manns at- vinnu muni örva aðra atvinnu- starfsemi í Eyjafirði þannig að um 600 ný atvinnutækifæri fengj- Lárus Jónsson ust við staðarval slíks stórfyrir- tækis til viðbótar. Þannig yrði fjöldi nýrra atvinnutækifæra eitt þúsund og íbúafjölgun a.m.k. 3000 vegna staðarvalsins. Á hinn bóg- inn yrði íbúafjölgun minni og færri ný atvinnutækifæri sem fengjust við staðarval slíks fyrir- tækis í þúsund manna héraði, en félagslegar aðstæður allar gjör- breytast þar sem hefðbundnar at- vinnugreinar væru væntanlega einar til staðar í slíku byggðar- lagi. Um framangreindar niður- stöður á þeim áhrifum sem stað- arval stórfyrirtækja hefur í at- vinnu- og byggðaþróun liggja fyrir reynsluathuganir m.a. í Noregi. Það verður ekki nógsamlega undir strikað og á það legg ég mikla áherzlu, að hér er um grundvallar atriði að ræða ef ná á verulegum árangri í að hafa áhrif á byggða- þróun í landinu með staðarvali stór fyrirtækja. Þá er það grund- vallaratriði að þess sé gætt, að velja stórfyrirtækjum stað í hag- kvæmum héruðum þannig, að sem mest áhrif verði af staðarvalinu og byggðaþróun í heild verði sem hagstæðust. Versnandi atvinnuástand Á undanförnum árum hefur nokkurs samdráttar gætt í at- vinnulífi á Norðurlandi eystra og á sl. vetri var ástandið greinilega verst á Norð-Austurlandi, ef marka má opinberar tölur um at- vinnuleysisskráningu. Ef frá eru taldir þeir sjávarútvegsstaðir sem skorti hráefni varð atvinnuleysi mest í stærstu kaupstöðunum. t.d. voru 120 manns á atvinnuleys- isskrá á Akureyri í janúar sl. Þessi samdráttur á vafalítið rætur að rekja til öfugsnúinnar efna- hagsstefnu ríkisstjórnarinnar t.d. í vaxtamálum, gengis- og verð- lagsmálum, auk húsnæðismála. Sú stefna hefur komið þungt niður á undirstöðuatvinnuvegunum, og sérstaklega iðnaði og þar með þeim stöðum þar sem iðnaðurinn er snar þáttur í atvinnulífinu, en fáir staðir á Islandi munu þar komast í hálfkvisti við Akureyri. Kn þessi vandi er tímabundinn, von- andi bregður einhvern tímann til betri tíðar, að því er varðar stefnu stjórnvalda í atvinnumálum. Hitt er alvarlegra, að ástæða er til að ætla að til viðbótar sé um veru- legan frambúðarvanda að fást í eflingu atvinnulífsins á Norður- landi, einkum á Akureyri og Húsavík, þar sem vaxtarbroddur- inn er í iðnaðar- og þjónustugrein- um. Á Akureyri unnu um 60% vinnuaflsins hjá 11 stærstu fyrir- tækjum bæjarins árið 1970, en nú vinnur um 70^ vinnuaflsins hjá einvörðungu 7 fyrirtækjum, þar á meðal sjúkrahúsinu og Akureyr- arbæ. Þessi stóru fyrirtæki, Ut- gerðarfélag Akureyringa, Verk- smiðjur SIS, Slippstöðin, Niður- suðuverksmiðja K. Jónsson og Co., svo nokkur séu nefnd, eiga öll í erfiðleikum vegna atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar. Á hitt er að líta sem alvarlegra er, þegar til framtíðar er horft, að öll fyrr- nefnd fyrirtæki virðast ekki líkleg til þcss að vaxa verulega umfram núvcrandi stærð og umsvif, jafnvel þótt úr rætist með atvinnustefnu stjórnvalda. Þess er með öðrum orðum ekki að vænta, að hjá þeim verði til nauðsynleg ný atvinnu- tækifæri á næstu árum, ef ungt fólk sem kemur á vinnumarkaðinn á að geta fest rætur og heimili á Akureyri. Svipuðu máli gegnir um Húsa- vík. Þar virðist fiskiðnaðurinn bæta við sig verulegu vinnuafli og aðrar iðngreinar flestar bundnar þjónustu við heimamarkað. Nýr vaxtarbroddur er því nauðsynleg- ur þar til eflingar atvinnulífsins, ekki síður en á Akureyri, og hafa bæjaryfirvöld þar sýnt á þessu sérstakan skilning, með athugun- um á að koma á fót nýjum iðn- greinum á Húsavík m.a. pappírs- verksmiðju, svo sem kunnugt er, og stjórnvöld hafa stutt með fjár- veitingum og sérfræðiþjónustu við frumathugun og undirbúnings- vinnu. Ekki nýjar hugmyndir Ég sagði áðan að hugmyndin um staðarval stóriðnfyrirtækja á Norðurlandi við Eyjafjörð og í grennd við Húsavík væri ekki ný af nálinni, og nefndi í því sam- bandi tillöguflutning okkar Hall- dórs Blöndals á Alþingi. Raunar má segja, að mörgum árum fyrr hafi verið hugað að þessu máli í ráðherratíð Jóhanns Hafsteins. Sem iðnaðarráðherra skipaði hann nefnd til þess að kanna að- stæður við Eyjafjörð fyrir ál- verksmiðju. Þá þegar hófust um- ræður um staðarval stóriðnaðar á Norðurlandi og hafa þær með litl- um hléum staðið óslitið síðan. Þar hafa mörg orð og misjöfn fallið, m.a. um umhverfismál. I því sam- bandi vil ég taka fram, að við flutningsmenn þessarar tillögu teljum umhverfismálin einn þann þáttinn, sem kanna þarf vel þegar hugað er að staðarvali stóriðnað- ar, t.d. við Eyjafjörð. Á síðustu árum hafa æ fleiri gert sér grein fyrir þeim höfuð- atriðum sem ég benti hér á áðan varðandi framtíðarþróun atvinnu- lífs á Eyjafjarðarsvæðinu og í Suður-Þingeyjarsýslu við Húsa- vík. Þar eru vaxtarbroddar i Eftirmáli að heimsókn Eftir Ara T. Guómundsson I sumarbyrjun er leið kom hingað Pólverji í boði Kommún- istasamtakanna og Verkalýðs- blaðsins, með stuðningi fleiri að- ila. Hann er eins konar sendimað- ur Samstöðu, dvaldi hér í viku og kynnti málstað pólsku verka- lýðshreyfingarinnar. Jakub Swiec- icki heitir hann. Langt er um liðið og þarflaust að rifja upp dvöl hans ef ekki kæmi til ærin ástæða. Að vísu er bráðnauðsynlegt að halda uppi málstað Samstöðu hérlendis, en mér gengur annað til með þessum síðbúna eftirmála. Ég vil kveða niður leiðan orðróm. Frá því er að greina að Jakub hitti forystumenn úr flestum stjórnmálasamtökum landsins og flestum stærri verkalýðssamtök- um. Fjölmiðlar voru honum opnir. Jakubi var vel tekið, það var rætt við hann af trúnaði og ekki hafður neinn fyrirvari um málflutning hans. Ein undantekning var þó á. I samtali við Ásmund Stefánsson, forseta ASÍ og Hauk Má Har- aldsson, blaðafulltrúa ASÍ, kvað við heldur annan tón. T.d. drógu þeir í efa að Jakuh væri í raun samstarfsmaður Samstöðu. (Hann Ob. . Jakut? Swi^ CÍCki........ Zabudniony w_____ funkcia w MKZ Waznoid Legitymacji przedfuz«^íT$TlB miesigc: TWÍ1 • í /nP 1981 i í y czerwiec j maj ■ / I Vc. .cÍV \c.;z^ ' " o> lí»:)06 TaEBV s HKZ PLO 1A006 TAEBV S OMAPP^B MKZ PL ATT. JAKUB S'VIF.C I CK I PRZESYLAMY PAMU TRESC UCHWALY PREZYOIUM PIERWSZEGO KZ0 NSZZ „SOLIDARNOSC". URZA0 RA0Y MINISTROW MIN. ST. CIOSEK UCHWALA PREZYOIUM 1 KRAJ0WF.G0 ZJAZ0U OELEGATOW NSZZ SOLIDARN0SC. PREZYOIUM PIERWSZEGO KRAJOWEGO ZJAZDU OELEGATOW NSZZ SOLIOARNOSC PR0TESTUJE PRZECIWKO 0ECYZJI WLA0Z PRL ODMAWIAJACEJ NASZEMU G0SCI0WI JAKU30WI S'WIECICKIEMU PRAWA WJAZDU 00 KRAJU. JAKU3 SWIECICKI JtST JE0NYM Z TYCH LUDZI, KT0RZY ZNALAZLSZY SIE NA EMIGRACJI SLUZA D03RZE NASZEJ OJCZYZNIE, A OO R'XU O00AJAC SWE SILY I MOZLIWOSCI NASZEMU ZWIAZK0WI. PREZY0IUM ZJaZOU ZA0A ZMIANY 0ECYZJI WLADZ I UM0ZLIWIENIA JAKUB0WI SWIECICKItMU PRZYJAZDU NA 0RU5A CZESC NASZYCH CBRAD ZARZA0 REGI0NU S0LIDARN0SC WIELK0P0LSKA P0ZDR0WIENIA LECH DYMARSKI NÁ'jALAr S. PIAScCKA 1WK)6 TaEHY s OM'HV’SH '1KZ PL MMA'/ lagði reyndar mikla áherslu á að hann væri ekki fulltrúi eða um- boðsmaður Samstöðu.) Sögðust þeir Haukur m.a. hafa látið grennslast fyrir um Jakub hjá sænska alþýðusambandinu þar sem einhver skriffinnur á að hafa lýst manninn vera annað en hann sagði sjálfur. Þeir gagnrýndu líka málflutning Jakubs hér á landi og töldu hann bæði villandi og ögr- andi. Mér er ekki í mun að kenna full- trúum ASÍ um samstöðuleysi með Pólverjum, um óþarfa tortryggni eða ókurteisi. Né heldur kann ég að tilfæra öll þeirra orð. Hitt er Ijóst að einhverjar skýringar eru á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.