Morgunblaðið - 09.12.1981, Page 20
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981
Votheysverkun trygg-
ir bændum öryggi
Eftir Þorvald Garóar
Kristjánsson,
alþingismann
Hér fer á eftir framsaga I>orvald-
ar Gardars Kristjánssonar (S) með
tillögu til þingsályktunar um eflingu
votheysverkunar.
KÖSTIR
VOTHEYSVERKUNAR
Ég flyt þessa þingsályktunar-
tillögu ásamt þingmönnunum Agli
Jónssyni, Eyjólfi Konráð Jónssyni,
Pétri Sigurðssyni, Steinþóri
Gestssyni, Eggert Haukdal, Jósef
H. Þorgeirssyni, Vigfúsi Jónssyni
og Matthíasi Á. Mathiesen. Hér er
lagt til, að Alþingi feli ríkisstjórn-
inni að beita sér fyrir tilteknum
ráðstöfunum til að stuðla að al-
mennari votheysverkun en nú er.
Ég ætla ekki hér að fara að tí-
unda kosti votheysverkunar. Það
er gert ítarlega í greinargerð með
þingsályktunartillögu þessari. Ég
geri ráð fyrir að þingmenn þekki
almennt kosti votheysverkunar.
Með votheysverkun fá bændur ör-
yggi svo sem frekast er unnt gegn
duttlungum tíðarfarsins. Votheys-
verkun tryggir fóðuröflun í
þurrkatíð. Votheysverkun firrir
bændur áföllum og fjárhagstjóni,
sem þeir verða fyrir á óþurrka-
sumrum sem ekki hagnýta þessa
aðferð. En votheysverkun er ekk-
ert neyðarúrræði til þess að mæta
óþurrkum, þvert á móti, auk ör-
yggisins sem þessi heyverkun veit-
ir um fóðuröflunina fylgja aðrir
hinir mikilvægustu kostir. Vot-
heysverkun tryggir fóðurgildi hey-
fengsins hvað sem líður tíðarfar-
inu. Þá krefst votheysverkun
miklu minni vélakosts en þurr-
heysverkunin. Þurrheysverkun
fylgir miklu meiri umferð um tún-
in auk þess sem galtar sitja tím-
um saman á túnunum og valda
skemmdum. Votheysverkun krefst
minni vinnu en þurrheysverkun.
Votheysverkun tryggir ekki ein-
ungis búpeningi hollt fóður heldur
eru og þeir menn, sem vinna við
fóðrunina firrtir óhollustu þeirri,
sem fylgir þurrheysfóðrun.
Með tilliti til þessa er það ámæl-
isvert, hversu treglega hefur geng-
ið við að útbreiða votheysverkun í
landinu. Ekki eiga þó allir bændur
landsins sammerkt í þessu efni.
Um langt árabil hafa sumir bænd-
ur verið svo óháðir veðurfarinu
um heyfeng sem verða má. ÖIl eða
nær öll heyverkun þeirra hefur
verið í vothey. Þess eru dæmi að
allir bændur í heilum byggðarlög-
um verki hey sín í vothey svo sem
í Strandasýslu og á Ingjaldssandi í
Vestur-ísafjarðarsýslu, en árið
1980 verkuðu Strandamenn 77,3%
af heyfeng sínum í vothey. Samt
sem áður er ástand þessara mála
með öllu óviðunandi þegar litið er
á landið í heild.
En votheysverkun er ekki skil-
yrðislaust öruggasta og ódýrasta
og fyrirhafnarminnsta heyverk-
unaraðferðin. Til þess að svo megi
verða þurfa bændur að sérhæfa
sig og aðstöðu sína í vélakosti og
byggingu til votheysverkunar. Það
þarf nægar, haganlegar votheys-
geymslur, réttan tækjabúnað og
rétta meðhöndlun. Til þess að
stuðla að þessu bar 1. flutnings-
maður þessarar tillögu, sem við nú
ræðum, fram þingsályktunartil-
lögu árið 1976 svipaðs eðlis og
þessi er. Þessari tillögu var þá vel
tekið og samþykkt sem ályktun
Alþings. Stéttarsamband bænda
lýsti þá yfir ákveðnum stuðningi
við ályktun þessa og kom fram
jákvæð afstaða frá Búnaðarfélagi
Isiands. Ég gerði mér vonir um, að
þegar svo væri í pottinn búið
myndi verða áþreifanlegur árang-
ur af ályktun Alþingis. En ég verð
að segja, að ég hef orðið fyrir
miklum vonbrigðum í þeim efnum.
Þrátt fyrir þessa samþykkt Al-
þingis hefur lítið sem ekkert
áunnist. Árið 1975 var vothey
8,4% af heildarheyfeng lands-
manna, en árið 1980 8,6%. Tregðu-
lögmálið um að taka upp bætta
búskaparhætti hefur hér reynst
sterkt.
I’RÓUN SÍÐUSTU 5 ÁRA
Það er fróðlegt að athuga
nokkru nánar stöðu þessara mála
á tímabilinu 1975—1980. Er þá
rétt að lita á hina einstöku lands-
hluta. Á Reykjanessvæðinu var
hlutur votheys 6,6% árið 1975, en
er kominn niður í 5,4% árið 1980.
Á Vesturlandi var hlutur votheys
1975 11,4% en 11,9% árið 1980.
Vestfirðir voru 1975 með 33% í
vothey en höfðu náð árið 1980
42,2%. Norðurland vestra, var
1975 með 7,2% en 1980 með 7,5% í
vothey. Norðurland eystra var
1975 með 3,7% en 1980 4,4% í
vothey. Austurland var 1975 með
4,2% en 1980 5,2% í vothey. Suð-
urland var 1975 með 8,2% í vothey
en er með aðeins 6,3% árið 1980.
Þetta er ömurieg upptalning. Það
er naumast ljós glæta í þessum
efnum nema á Vestfjörðum. Vest-
firðingar bera af í þessum efnum
eins og mörgum öðrum. Þó eiga
ekki allir Vestfirðingar sammerkt
í máii þessu. í raun og veru er það
svo, að það er Strandasýsla fyrst
og fremst, sem gerir hlut þeirra
betri en annarra landsmanna.
Strandamenn höfðu sótt langt
fram í þessu efni þegar árið 1975
og verkuðu þá 54,6% af heyfeng
sínum í vothey, en síðan hafa
Strandamenn enn sótt svo fram,
að 1980 var vothey þeirra 77;3% af
heildarheyfengnum.
EFNISATRIÐI
TILLÖGUNNAR
Með hliðsjón af þeim staðreynd-
um sem ég hef hér vikið að, þóttu
Þorvaldur Garðar Kristjánsson.
okkur flutningsmönnum þessarar
tillögu til þingsályktunar, sem við
nú ræðum einsætt að flytja þyrfti
á ný tillögu á Alþingi um ráðstaf-
anir til að stuðla að almennari
votheysverkun en nú er. Þessi til-
laga til þingsályktunar sem við nú
ræðum kveður ekki á um nefnd-
arskipun til að athuga málið. Til-
lagan byggir á þeirri forsendu, að
málið liggi nógu ljóst fyrir til
stefnumörkunar á þann veg, sem
lagt er til. Með þessu er ekki verið
að gera lítið úr rannsóknum. Al-
mennar rannsóknir á heyverkun-
araðferðum eru sjálfsagðar og
raunar stöðugt verkefni Rann-
sóknarstofnunar landbúnaðarins.
En slík starfsemi má ekki koma í
veg fyrir eða tefja eðlileg viðbrögð
við reynslu sem þegar liggur fyrir.
Flutningsmenn vilja aðgerðir eða
framkvæmdir til þess að efla
votheysverkun og benda á leiðir í
því efni.
KYNNINGÁ SNYRTIVÖRJJM
FRÁ BOOTS
REYKJAVIK, fimmtud. 10. des. GLÆSIBÆR
KÓPAVOGUR, föstud. 11. des. BYLGJAN
HAFNARFJÖRÐUR, laugard. 12. des. DÍSELLA
• f fyrsta lagi er lagt til að bænd-
um verði kynnt reynsla þeirra,
sem um árabil hafa byggt heyöfl-
un sína að öllu eða mestu leyti á
votheysverkun. Hér kemur bæði
til reynsla, sem fengist hefur hér á
landi og reynsla sem er að fá er-
lendis frá. Aðferðir til kynningar^
á þessari reynslu geta að sjálf-
sögðu verið með margs konar
hætti. Má þar nefna útgáfa upp-
lýsingarita eða bæklinga og kynn-
isferðir bænda. En að sjálfsögðu
er mikilvægast aðstoð og ráðgjöf
sérfræðinga og ráðunauta Bænda-
samtakanna. Bændur sem ekki
hafa horfið að votheysverkun
þurfa ekki að þreifa sig áfram eða
renna blint í sjóinn. Þeir geta
fræðst um þessi efni hjá þeim
bændum, sem hafa kunnáttu og
reynslu.
• f öðru lagi er lagt til, að bændum
séu kynntar nýjungar og tækni-
framfarir í votheysverkun og vot-
heysfóðrun. í þessum efnum sem
öðrum hljóta alltaf að koma fram
nýjungar og tæknilegar framfarir,
sem hagnýta verður. Dæmi eru til
um þetta bæði hér heima og er-
lendis. Hér á landi hafa bændur á
síðari árum tileinkað sér nýjungar
og tækniframfarir við sjálfan
heysláttinn og fóðurgjöf svo og
gerð votheyshlaðnanna samanber
flatgryfjurnar.
Athyglisverðar eru tilraunir
þær, sem Einar Guðjónsson í
Bjargi hefur gert með votheys-
verkun. Frá árinu 1968 hefur hann
unnið að tilraunum til að gera
gras geymsluhæft í lofttæmdum
grasgeymslum. Þessi grasverkun-
araðferð er ekki ný. Hún hefur
verið framkvæmd bæði á Nýja-
Sjálandi og Englandi og raunar
víðar. Verkunaraðferð þessi er því
viðurkennd og hefur gefist mjög
vel, þar sem heppilegri tækni hef-
ur verið við komið um hey-
geymslur og aðferðir við lofttæm-
inguna. Einar hefur unnið að því,
að aðlaga þessa aðferð íslenskum
aðstæðum. Nú hefur landbúnað-
arráðuneytið viðurkennt það í
verki með þvi að veita Einari
styrk til tilrauna hans.
• í þriðja lagi gerir þingsályktun-
artillaga þessi ráð fyrir, að hærri
stofnlán og framlög verði veitt til
byggingar votheyshlaðna en þurr-
heyshlaðna. Ég sagði áðan, að lít-
ill árangur hefði orðið af sam-
þykkt þingsályktunartillögu þeirr-
ar, sem ég bar fram um votheys-
verkun árið 1976. Frá árinu 1976
hafa lánveitingar úr Stofnlána-
deild landbúnaðarins numið 55%
af kostnaðarverði þurrheyshlaðna
en 40% af kostnaðarverði votheys-
hlaðna. Áður var lánshlutfallið
55% út á þurrheyshlöður, en 50%
út á votheyshlöður en styrkir
hækkuðu verulega út á votheys-
hlöður á þessum árum.
LÁNSFJÁRSTÝRINGIN
Það er mjög fíoðlegt að líta á
lánveitingar úr Stofnlánadeild
Iandbúnaðarins út á heyhlöður.
Annars vegar votheyshlöður og
hins vegar þurrheyshlöður, hvað
lánað hefur verið út á margar
hlöður af hvorri tegund fyrir sig,
hvað lánveitingar hafa numið
hárri upphæð og hvaða hlutfall
hvor tegundin fyrir sig hefur haft
af heildarlánveitingum til hey-
hlaðna. Þegar þetta er athugað
kemur í ljós, að árið 1975 var lán-
að út á 33 votheyshlöður samtals
33 millj. 196 þús. kr. eða 20,8% af
heildarlánveitingum til heyhlaðna
og lánað var út á 126 þurrheys-
hlöður samtals 149 millj. 7 þús.
kr., sem nam 79,2% af heildarút-
lánum. 1976 voru samsvarandi töl-
ur 27 votheyshlöður 40 millj. 866
þús. kr. 25,2% til votheyshlaðna,
en 80 þurrheyshlöður 154 millj.
441 þús. kr. og hlutfallið 74,8%.
Árið 1977 eru um að ræða 58 vot-
heyshlöður samtals 135 millj. 290
þús. kr. að hlutfalli 33,7% til vot-
heyshlaðna, en 114 þurrheyshlöð-
ur, samtals 261 millj. 980 þús. kr.
að hlutfalli 66,3%. Árið 1978 eru
um að ræða 56 votheyshlöður með
samtals 123 millj. 907 þús. kr. og
39,4% til votheyshlaðna, en 86
þurrheyshlöður með samtals 263
millj. 17. þús. kr., er nam 60,6% af
heildarlánveitingum. Fyrir árið
1979 eru samsvarandi tölur 24
votheyshlöður samtals 88 millj.