Morgunblaðið - 09.12.1981, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.12.1981, Qupperneq 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981 Viðbunaður og varn- ir vegna ofsaveðra Eftir Guðjón Petersen forstjóra Almanna- varna ríkisins Islendingar verða fyrir tjóni af völdum ofsaveðra svo til á hverju ári. Hefur stundum orðið mikið eignatjón á stórum landssvæðum, þegar sterkir stormsveipir ganga yfir. Er jafnvel lífi almennra borgara hætt á stundum. Nægir í þessu sambandi að minna á ofsa- veðrið 16. febrúar sl. og feliibylinn „Ellen" sem gekk yfir Island 1973. Vegna þessa þykir mér rétt að koma á framfæri við fólk upplýs- ingum um hverjar varnir það get- ur viðhaft til að draga úr líklegu tjóni svo og hvernig rétt er að bregðast við þegar ofsaveður geisa, og fyrst á eftir. Reyndar er það svo, að ýmsar náttúruhamfar- ir s.s. snjóflóð, skriðuföli og flóð eru tengdar veðurfari. Ekki mun þó fjallað um þau atriði í þessari grein, heldur einungis um varnir gegn vindálagi, úrkomu og kulda. I því skyni að viðhafa tímanlega rétt viðbrögð og að ákveða breyt- ingar í athöfnum, er mikilvægt að fólk setji sér þá reglu að fylgjast með veðurfregnum frá Veðurstofu íslands og reyni að kynna sér hvernig staðbundin áhrif mismun- andi veðurfars eru í umhverfi þess ef kostur er. Veðurfregnum er út- varpað sem hér segir: Kl. 01:00 Almenn veðurspá, veð- urlýsing frá veðurstöðvum og skipum. 04:30 Almenn veðurspá, veður- lýsing frá nokkrum innlendum veðurstöðvum. 08:15 Almenn veðurspá. 10:10 Almenn veðurspá, veður- lýsing frá veðurstöðvum og skip- um. 12:45 Almenn veðurspá, veður- horfur á öðrum degi. 16:15 Almenn veðurspá, veður- horfur á öðrum degi. 18:45 Almenn veðurspá, veður- lýsing frá veðurstöðvum og skip- um. 22:15 Almenn veðurspá. Strandstöðvar Póst- og síma- málastofnunar á Isafirði, Siglu- firði, Hornafirði, í Neskaupstað og Vestmannaeyjum útvarpa veð- urspá fyrir aðliggjandi og nær- liggjandi mið á ákveðnum tímum fyrir sjófarendur. Að næturlagi er útvarpað frá Isafirði, Neskaupstað og Vestmannaeyjum kl. 01:33 og 5:03 en frá Siglufirði og Horna- firði þrem mínútum síðar í báðum tilvikum. Að degi til er útvarpað frá Nes- kaupstað kl. 10:45, 16:45 (aðeins mánuðina okt. — mars) og 22:45 og hverju sinni þrem mínútum síðar frá Siglufirði og Hornafirði. Útvarpað er á aðalvinnutíðnum stöðvanna og að undangengnu til- kynningakalli á 2182 kílóriðum. Veðurspá fyrir miðin er útvarp- að á íslensku og ensku í loft- skevtalykli kl. 05:30,11:30,17:30 og 23:30. Símsvari: Á veðurstofunni er starfræktur símsvari sem veitir upplýsingar um veðurspá næsta sólarhrings fyrir Reykjavík og nágrenni. Þá er stuttorð lýsing á veðri á landinu og nýjasta veður- athugun frá Reykjavík. Að lokum er svo yfirlit yfir síðasta veður- kort. Lesið er inn á símsvarann á þriggja tíma fresti. Símanúmerið er 17000. ALMENNUR VIDBIJNAÐIJR: Nú liður að vetri og sól lækkar á lofti. Nálgast því sá tími þegar allra veðra er von. Athafnir manna dragast saman utandyra og vinna flyst meira í hús. Sumir halda þó áfram útivinnu eins og veður og aðstæður leyfa, t.a.m. húsbyggjendur og aðrir sem standa í framkvæmdum. Eftir sumarið liggur oft mikið af lausamunum s.s. timbri, köss- um og skúrum sem nauðsynlegir voru til handargagns meðan starf- að var af krafti og e.t.v. koma enn að gagni á athafnasvæðum. En í þessum lausamunum felst mikill hluti þess skaðvalds sem við er að eiga í stórviðrum. Sakleysislegar spýtur, járnplötur og aðrir hlutir í hirðuleysi verða að fljúgandi „skeytum" sem ógna öryggi fólks og bylja á húsum og ökutækjum. Verulega má draga úr hættu á tjóni vegna foks á lausum munum með hirðusemi og fyrirbyggjándi ráðstöfunum. Því er mikils um vert að almenningur, fyrirtæki og stofnanir undirbúi vetrarkomu með því að hreinsa til á umráða- svæðum sínum, henda öllu „drasli", taka verðmæta lausa- muni í hús, eða stafla þeim hlé- megin við mannvirki m.t.t. þekktra stormátta. Slíka stafla á síðan að reyra niður og fergja vandlega. Aðrar ráðstafanir sem rétt er að viðhafa fyrir vetrarkomu eru, að athuga klæðningar á þökum og lagfæra bilanir, hnykkja nagla í þakjárni, athuga festingar á úti- loftnetum og gera við þær sem eru bilaðar. Yfirfara ber stormjárn, krækjur í gluggum og í garð- og svalahurðum. Gott er að eiga ferðaviðtæki og stór rafhlöðuljós á hverju heimili og vinnustað. Þeir sem eiga sterkt plastlimband til að líma innan á stórar glerrúður geta varnað því að glerbrot þeytist með miklum krafti, ef rúðan brotnar. Góð fyrirhyggja er hjá íbúum á jarð- hæðum að eiga sterkt gluggaplast og tilsniðin borð til að byrgja glugga í neyð. í dreifbýli þar sem fólk þarf að ganga til verka, s.s. gegninga o.þ.h., hvernig sem viðrar, getur verið góð regla, ef aðstæður leyfa, að strengja línu á sterkum staur- um milli staða, til að halda sér í, eða fara eftir til að tapa ekki átt- um. FYRIR OFSAVEÐUR Sé spáð roki, fárviðri eða ofsa- veðri, ætti aftur að yfirfara ræki- lega framangreind atriði. Athuga hvort lausadót geti fokið, og ganga þá tryggilega frá því, líta yfir stormjárn og krækjur, athuga rafhlöður í viðtækjum, ljósum o.s.frv. Bifreiðir ætti að flytja, svo sem kostur er, í hlé, miðað við vindátt sem spáð er og reyna að ieggja þeim á auða jörð, ef mögu- legt er. Því nær húsi sem bifreið er lagt hlémegin, því minni hætta er á að hún verði fyrir foki af völdum „drasls". Mörgum mun detta í hug að undirbúa sig fyrir rafmagnsleysi og hitaleysi með því að taka fram gaseldunartæki sem notuð eru í útilegum. Slíkur undirbúningur krefst ýtrustu varkárni. Aðeins má prófa gastæki undir beru lofti, nema herbergi það sem prófað er í, sé mjög vel loftræst. Minnsti gasleki getur valdið gífurlegri sprengingu og hafa hörmuleg slys orðið í meðferð slíkra tækja inn- andyra. Varast ber alla meðferð opins elds innandyra. Tvimælalaust á að hætta við alla útivist utan byggðar og við langtímaferðir milli byggða. Gott er einnig að skrifa á miða síma- númer slökkviliðs og lögreglu og setja við símann. Frá lögreglu er hjálparstarf Almannavarna virkj- að, ef neyð krefst. MEÐAN OFSAVEÐUR GEISAR Þegar fárviðri eða ofsaveður geisar er rétt að aliir, sem ekki þurfa að sinna brýnustu hjálpar- störfum, haldi sig innandyra. Ör- uggast er að líma sterkt límband innan á glugga vindmegin, loka „Mikils um vert að al- menningur, fyrirtæki og stofnanir undirbúi vetr arkomu með því að hreinsa til á umráða- svæðum sínum ...“ með krækjum öllum opnanlegum gluggum, svala- og garðhurðum á þeirri hlið, draga þykk gluggatjöld fyrir og halda sig síðan hlémegin í húsinu ef unnt er. Rétt er að hlusta á útvarpið og hafa rafhlöðuljós tiltæk ef raf- magnið fer af. Ekki ætti að nota síma nema í neyð, þar sem álag getur valdið því að þeir sem eru í brýnni neyð nái ekki að koma boð- um frá sér. í undanförnum ofsaveðrum hef- ur það gerst að fólk fari út til að hefta fok á „drasli" eftir að ofsa- veður er skollið á. Ráðlegt er að gera slíkt ekki, þar sem hætta á líkamstjóni eykst þá mikið. Ekki er réttlætanlegt að fólk hætti lífi sínu og limum fyrir tapaða járn- plötu, brotinn glugga eða beyglu á bíl svo að dæmi séu nefnd. Sé fólk veðurteppt er rétt að sætta sig við slíkt og leggja ekki í tvísýnu, nema neyð reki. Undir ýmsum kringumstæðum getur fólk neyðst til að fara út og milli húsa um lengri eða skemmri veg. Er þá rétt að klæðast hlýjum fatn- aði með vind og vatnshéldum yfir- höfnum. Gildir það jafnt þótt fyrirhugað sé að fara akandi í bif- reið, þar sem gera verður ráð fyrir útivist og vosbúð, ef eitthvað ber út af. Verði fólk veðurteppt í bifreið er mjög brýnt að gæta að því, að ef bifreiðin er höfð í gangi, skal ávallt hafa rifur á gluggum og ferskt loft inni. Kolsýringur kem- ur strax inn í bifreið sem fennt er föst og veldur bana, sé ekki að gáð. Þeir sem neyðast til að vera á ferli utandyra ættu að muna: 1. Að hlaupa aldrei undan stormi. 2. Að fara sem mest hlémegin við byggingar og þá sem næst þeim, til að forðast fok. 3. Að fylgja handfestum (t.d. á girðingum) ef kostur er. 4. Að þræða auða jörð eftir því sem kostur er, eða gljúpan snjó, en ekki hætta sér á svell. 5. Að varast fjúkandi „drasl" og raflínur sem liggja. 6. Að leggjast niður í tíma ef ekki verður ráðið við sig. 7. Að láta einhvern vita af sér °K fylgjast með ferðum sínum ef kostur er. EFTIR OFSAVEÐUR Eftir að ofsaveðri slotar er rétt að kanna strax allar skemmdir og annað sem úr lagi hefur gengið. Skemmdir ætti að lagfæra tafar- laust, þannig að hægt sé með ör- yggi að taka á móti öðru veðri eins. Enn má sjá skemmdir á mannvirkjum eftir ofsaveðrið 16. febrúar sl. Eru sumar skemmdir þess eðlis að þær munu breytast í beina hættu ef annað ofsaveður brytist út nú, áður en gert verður við. í öllum ferðum ætti að sýna ýtr- ustu varkárni og varast sérstak- lega fallnar raflínur o.þ.h. NIÐURLAG: Til að mæta náttúruhamförum eins og ofsaveðrum, þarf samstöðu þess fólks sem þau bitna á. Undir- búi einn maður vetrarkomu með því að taka laust „drasl" af sínu umráðasvæði og styrkja hús sitt, er hann að skapa sér meira öryggi, ekki síður en öðru fólki og eignum, sem eru í nágrenni hans. Því á hann að geta gert það í trausti þess að aðrir geri slíkt hið sama og varni þannig að hann verði fyrir tjóni. Sama gildir um fyrir- tæki og stofnanir. Ekki er minna um vert að þau vandi til vetrar- komu frekar en aðrir. Einn maður og eitt fyrirtæki í þéttbýli sem lætur fyrirhyggju og undirbúning undir vetrarkomu sem vind um eyru þjóta, getur með því valdið samborgurum sínum gífurlegu eignatjóni. Að lokum er rétt að benda á, að skaðar geta orðið hversu góður sem undirbúningur er. Er því minnt á, að Viðlagatrygging ís- lands er ekki bótaskyld gagnvart tjóni í ofsaveðrum, en kaupa má foktryggingu hjá vátryggingarfé- lögum. Enginn opinber aðili er ábyrgur fyrir að bæta tjón, eða greiða viðgerðir vegna skemmda sem verða í ofsaveðrum. Því er allt hjálparstarf eingöngu miðað við neyðaraðgerðir. Ég leyfi mér að þakka veður- stofustjóra fyrir góðar ábendingar við samningu þessarar greinar. Þegar fram lída stundir, verður það líklega talin hclzti árangur ferðar Leonids Brezhnevs forseta Sovétríkjanna til Bonn á dögunum, að staðfest hefur verið nýtt hlutverk Vestur Þýzkalands í heimspólitík- inni; áhrif V-Þjóðverja hafa aukist, því nú er það Bonn en ekki París, sem hefur milligöngu milli stórveld- anna, tekur við-skilaboðum frá Moskvu og kemur þeim áfram til Washington. V-Þjóðverjar hafa því fengið nýtt hlutverk í samskiptum austurs og vesturs og njóta trausts Rússa. Þeir dagar eru á enda að Frakkland sé „brú“ milli austurs og vest- urs, og kemur það m.a. til af því að Mitterrand Frakk- landsforseti hefur ekki áhuga á að vera í þessu hlut- verki, en þar til grundvallar liggja þó ýmsar ástæður aðr ar, bæði á sviði innanríkis- og utanríkismála. Helmut Schmidt kanzlari V-Þýzkalands hefur ýmsar ástæður til að standa sig í hlut- verki „túlksins" í samskiptum Moskvu og Washington. Hann er meðal annars undir miklum þrýstingi frá vinstri mönnum í flokki sínum, SPD, og jafnframt hefur hann ástæður til að sefa friðarhreyfinguna í heimalandi sínu. En það eru þó aðrar og fleiri ástæður sem gera það að verkum að Þjóðverjar reyna að auka áhrif sín á sviði heimsmálanna og festa sig í sessi sem tengiliðir austurs og vesturs, því þeir tækju ekki stakkaskiptum í þessum efnum, þótt kristilegir demókratar, CDU, kæmust til valda. Ummæli Karl-Heinz Hansen þingmanns SPD er heyrir til vinstri armi flokksins, en hann hefur viðbjóð á Schmidt, lýsa vel þeim áhrifum sem almenningur hefur orðið fyrir vegna hins nýja hlutverks Vestur-Þjóðverja. „Schmidt rabbar við mikilmenn- in. Við höfum fengið nýtt hlut- verk. Það eykur stolt okkar," sagði Hansen með tregðu. Það hafa orðið gífurleg um- skipti í samskiptum Sovétmenna og Vestur-Þjóðverja á einum áratug. Fyrir rúmum tíu árum var jafnan talað í Moskvu um Bonn sem höfuðborg hinna hefndargjörnu nasista, og kald- astríðið hófst með Þýzkalandsd- eilunni, og Evrópa skiptist þar sem Þýzkaland skiptist. * Ovenju höfðing- leg gjöf Á FUNDI í Gigtarfélagi íslands, sem haldinn var nýlega, var sagt frá óvenju rausnarlegri gjöf fimm kvenna, sem eru miklir velunnarar félagsins. Gjöfin var að upphæð kr. sex- tíu þúsund. Þess var getið að þetta væri afrakstur nokkurra mánaða tómstundastarfs þessara fimm kvenna og verður það að teljast einstætt afrek. Gjöf þessi er ákaflega kær- komið framlag til gigtarlækn- ingastöðvar félagsins og þökkuðu fundarmenn þessum rausnarlegu konum með lófataki og sendu þeim bestu kveðjur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.