Morgunblaðið - 09.12.1981, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 09.12.1981, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981 55 i í dag kallar Brezhnev Sam- bandslýðveldið „friðarfélag" og talar títt um þær „hörmulegu þjáningar sem þjóðir vorar liðu í heimsstyrjöldinni síðari." Af vörum hans hrökkva ekki lengur styggðaryrði í garð V-Þjóðverja, og í heimsókninni á dögunum fór hann þess á leit við Schmidt kanzlara að hann beitti áhrifum sínum til að fá Bandaríkjamenn til að slaka á kröfum sínum í afvopnunarviðræðum þeim sem nú standa fyrir dyrum. Það var hið óvenjulega ástand sem skapaðist eftir innrás Rússa í Afganistan, en þá kólnaði sam- búð Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna verulega, og yfirlýsingar Reagans Bandaríkjaforseta um útþenslu og aukin áhrif Rússa, sem leiddu til þess að Schmidt fékk hið mikilvæga pólitíska hlutverk. I þessu hlutverki tókst honum um síðir að fá Sovétmenn til að fallast á viðræður um takmörkun kjarnorkuflauga í Evrópu og Bandaríkjamenn til að leggja fram sitt dramatíska tilboð um gagnkvæma fækkun eldflauga. Samstarfsmenn Schmidts leggja á það áherzlu að þrátt fyrir hið nýja hlutverk leggi V-Þjóðverjar jafnan áherzlu á það í viðræðum við báða aðila, að þeir muni leggja sérstaka áherzlu á tengsl sín við Banda- ríkin og hafi Brezhnev nú síðast verið gert það ljóst að engin breyting yrði þar á. Og Þjóðverjar þykjast ekki mundu móðgast, þótt beinar skeytasendingar hefjist milli Moskvu og Washington, en Frakkar reiddust mjög á sínum tíma þegar Nixon forseti tók upp beint samband við Moskvu. Schmidt og Brezhnev í Bonn á dögunum. „Frakkar höfðu mestan áhuga á pólitískri fagurfræði, virðingu sinni og áhrifum, en við erum að kljást við og reyna að ráða fram- tíðar alvarlegum vandamálum á sviði öryggismála er valdið hafa mikilli spennu, jafnt heima fyrir og í öðrum löndum," sagði náinn samstarfsmaður Schmidts. Þjóðverjar högnuðust mikið á því á sínum tíma er „detente" hugmyndin skaut upp kollinum, og þeir hafa áhuga á að það ástand skapist á nýjan leik. Ekk- ert vestrænt ríki á jafn um- fangsmikil viðskipti við Sovét- ríkin og Vestur-Þýzkaland, út- flutningur Þjóðverja til Sovét- ríkjanna hefur sexfaldast miðað við 1970. Og nú nýverið hafa Þjóðverjar gert samninga við Sovétmenn um smíði og lagn- ingu leiðslu er flytja mun jarð- gas til Evrópu og koma þeir til með að hagnast verulega á þeim samningum. Þessi miklu og auknu viðskipti hafa vissa pólitízka þýðingu og hafa þau jafnvel vakið upp gamla drauga, einkum í Frakk- landi, þar sem jafnvel hefur ver- ið látin í ljós sá ótti að þetta eigi eftir að leiða til nýs þýzk-sov- ézks sáttmála af svipuðum toga og gerður var 1922 og styrkti m.a. Lenin í sessi á sínum tíma og auðveldaði Þjóðverjum að vígbúast á laun. Það verður ekki um það efast, að draumur Moskvu er að kljúfa Sambandslýðveldið frá vestur- veldunum, en engar líkur eru þó taldar til að Rússar séu reiðu- búnir til að fallast á óháð og hlutlaust Austur-Þýzkaland til að uppfylla draum stjórnarinnar í Bonn um a.m.k. ríkjasamband þýzku ríkjanna, og jafnvel sam- einað þýzkt ríki. Rússar óttast um of að með samningum um hlutleysi A-Þýzkalands missi þeir tökin þar í landi, en það yrði þeim mikil martröð. Þetta eru fjarlægir möguleik- ar, því ráðamenn í Bonn eru þess fullvissir að Sovétmenn séu mjög ánægðir með samband ríkjanna. Þeir setja traust sitt á A-Þýzkaland, sem er einskonar varnargarður í varnarkerfi þeirra og auðveldar að hemja Pólverja ef til þess kæmi. Vestan Elbu eiga þeir síðan áreiðanleg- an viðskiptavin og greiða leið inn á borð valdamanna í Wash- ington. Það mun síðar koma í ljós hvað hið nýja hlutverk V-Þjóð- verja á eftir að bera í skauti. Þeir eru ekki lengur hindrun í samskiptum austurs og vesturs, heldur hvatamenn og for- gangsmenn að því að öldur lægi. Sovétmenn hafa sett traust sitt á Þjóðverja um milligöngu milli stórveldanna í nýjustu deilum þeirra í vígbúnaðarmálum. Brezhnev við brottforina frá Bonn, en þá blésu kaldir sviptivindar og „veðra- föll“ önnur en í viðræðum hans og Kchmidts. Nýtt hlutverk V-Þjóðverja í samskiptum austurs og vesturs Hlutdeild Smjörvans 25—30% af heildarsmjör- sölunni SIÐAN Smjörvin kom á markað fyrir einum og hálfum mánuði hefur hlut- deild hans af heildarsmjörsölunni farið upp í 25—30% að sögn Oskars H. Gunnarssonar framkvæmdastjóra Osta og smjörsölunnar og má gera ráð fyrr að Smjörvin eigi eftir að halda þessari hlutdeild sinni og jafnvel auka hana. Sagði Óskar ennfremur að enda þótt salan á Smjörvanum hafi verið góð þá hafi önnur smjörsala ekki dottið niður og hefði orðið aukning á smjörsölu seinni hluta þessa árs. Heildarsmjörsalan fyrstu 11 mánuði þessa árs er þó um það bil 10—11% minni en árið 1980. Að sögn Óskars er meginástæða þess útsala sem var á smjöri fyrir síðustu áramót en þá seldust 600 tonn af smjöri á 10 dög- um. Þann 1. desember síðastliðinn voru birgðir af smjöri 460 tonn og framleiðslan í nóvember rúmlega 50 tonn og mætti því gera ráð fyrir að smjörbirgðir yrðu tiltölulega litlar nú í árslok, sagði Óskar H. Guð- mundsson. Sextán komið út UNGLINGABLAÐIÐ 16 er komið út eftir nokkurt hlé, þriðja tölublað. í blaðinu er fjölbreytt efni og nýir þætt- ir, svo sem Ijóðabálkur, bókmenntir og spurningahorn. í 3 tbl. eru fastir þættir um popp, samskipti kynjanna, Ijós- myndaskólinn, smásaga, pósthólfið, pennavinir og plötudómar. Forsíðuviðtalið er við Bubba Morthens. Viðtalinu fylgir teiknað plakat. Þá eru fleiri viðtöl. Sextán er 48 blaðsíður að stærð, prentað í offseti og lit. Það kostar 22 krónur í lausasölu en einnig er hægt að fá tímaritið í áskrift. Gils Guðmundsson: FRÁ YSTU NESJUM II Hendrik Ottósson: Safn skemmtilegra vestfirskra þátta. SKUGGSJA Meðal efnis þessa bindis er veigamik- ill þáttur um höfuðbólið Vatnsfjörð við ísafjarðardjúp og höfðingja þá og presta, sem þar hafa gert garðinn fræg- an. Ritgerö er um Sigurð skurð, önnur um skáldið og ævintýramanninn Álf Magnússon og hin þriðja um þróunar- sögu Bolungarvíkur, auk margskonar annars efnis i bundnu og óbundnu máli. Þetta er þjóðleg bók og bráðskemmti- leg aflestrar. BÚKABÚO OUVERS STEINS SE | GVENDUR JÓNS, prakkarasögur úr Vesturbænum Þessar prakkarasögur úr Vesturbæn- um eru fyrír löngu orðnar sígildar. Hver getur gleymt persónum eins og Hensa og Kidda bróöur hans, bræðrunum Júlla og Nílla, Eika Bech og Kela Grjóta, Hákonarbæjarbræðrunum og Sigga í Kapteinshúsinu eða Þorvaldi pólití. Þeir, sem ekki hafa kynnst þessum persón- um, eru öfundsverðir, svo skemmtilegar eru frásagnir af þeim við fyrsta lestur. Hinir rifja fagnandi upp gömul kynni við þessa óviðjafnanlegu prakkara. SKUGGSJÁ BÓKABÚO OUVERS STEINS SF

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.