Morgunblaðið - 09.12.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.12.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981 61 væri til marks um skoðanafrelsið á Kúbu, að menn gætu farið það- an, ef þeim líkaði ekki fátæktar- vistin! í upphafi þáttarins greindu þeir Einar Ólafsson og Rúnar Ármann Arthúrsson frá því, hvers vegna þeir tækju sig til og flyttu klukku- tíma-þátt í útvarpið um Kúbu. Þeir höfðu í sumar dvalist þar í mánuð ásamt níu íslendingum, er voru þátttakendur að þessu sinni í „Brigada Nordica" — sem mun vera einshvers konar hjálparsveit á vegum norrænna manna, er fara til Kúbu til að létta undir með eyjaskeggjum og hverfa síðan til síns heima með „friðarboðskapinn um sæluríkið" á hraðbergi. Yfir- leitt hafa skýrslur þátttakenda í þessari árlegu Kúbuferð íslenskra róttæklinga birst í Þjóðviljanum eða einhverju riti vinstra megin við hann — en nú er það sjálft Ríkisútvarpið, sem veitir tíma síð- degis á helgidegi undir hina kúb- önsku lofrollú. Ætli það verði ekki 20 íslendingar í „Brigada Nordica" næst? Líklega hefur útvarpsráði þótt ógerlegt að hafna lituðum fróðleik um Kúbu á sunnudagssíðdegi, eft- ir að í sumar voru á sama tíma fluttir einfeldningslegir áróðurs- þættir um Búlgaríu af þeim fréttamönnum, Ernu Indriðadótt- ur og Einari Erni Stefánssyni. Hvað ræður þessari landkynn- ingarstefnu hjá útvarpsráði? Hún er svo óvenjuleg, að sá grunur hlýtur að grafa um sig meðal hlustenda, að mikið sé í húfi. Brautin skyldi þó ekki hafa verið rudd af sjálfum menntamálaráð- herra, Ingvari Gíslasyni, sem hef- ur gegnt formennsku í 1300 ára afmælisnefnd Búlgaríu, en í tilefni af því hófst einfalda áróðurskynn- ingin á fátæktar- og einræðisríkj- um kommúnismans klukkan 2 á sunnudögum í Ríkisútvarpinu." Ja, þá væri nú himneskt að lifa Nína Mathiesen Gudmundsdóttir skrifar 6. desember: „Velvakandi góður! Ég les alltaf dálkana þína. Þess vegna las ég í dag bréf Ingvars Agnarssonar um „Kirkjur og líf- sambönd". Mér finnst gaman að lesa alls kyns hugleiðingar um trú og allt sem viðkemur trúmálum. Ég er mjög opin fyrir öllu já- kvæðu. Þessi lestur leiddi huga minn að ýmsu, þessu máli viðkom- andi. Samt er mín hugleiðing ekki alveg í takt við bréfið hans Ingv- ars, sem mér fannst býsna skemmtilegt, heldur verð ég að halda mig við lífið mitt á þessari jörð, enda á ég ekkert annað sem stendur. Ég fer oft í kirkju. Stundum fer ég meira að segja í hverri viku. Kannski fer ég í kirkju til að finna þennan „sérstaka hugblæ" sem „hallelúja-samkundur". En vegna lífsstefnunnar, sem þar er boðuð í heild sinni, á ég meiri möguleika en ella á að vera sæmilega góð manneskja. Bati drykkjumannsins byggist upp á svo ótalmörgum atriðum. Þar skyldi þó fyrst telja: að hafa Guð í verki með sér og að vera jákvæður. Þá vitna ég aftur í greinina hans Ingvars, þar sem hann talar um „samstillt og líf- mögnuð mannkyn". Ég get bætt orðinu Jákvætt" við, því að með jákvæðu lífi berast sannarlega hollir og bjartir straumar, sem útiloka hið illa. Líf drykkjumanns er neikvætt. Það er helganga. Að láta af drykkju útheimtir breyt- ingu hugans í jákvæða átt — átt til Guðs og ljóssins. Þetta heppn- ast misjafnlega vel eins og gefur að skilja, og það er alveg pottþétt 17. vers: „ ... og ég mun gefa hon- um hvítan stein, og á steininn rit- að nýtt nafn, sem enginn þekkir nema sá, er við tekur." Um þennan sama stein má lesa í fyrra almenna bréfi Péturs post- ula, 2. kafla 4.-6. versi: „Komið til hans, hins lifanda steins, sem hafnað var af mönnum, en er hjá Guði útvalinn og dýrmætur og lát- ið sjálfir uppbyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús ... því svo stendur í Ritningunni: Sjá ég set hornstein í Síon, val- inn og dýrmætan. Sá sem trúir á hann mun alls eigi verða til skammar." Pétur er hér ekki að tala um Krist, heldur talar hann berlega um þennan stein, „Altari himin- geimsins", sem öll trúarbrögð geta kropið fyrir án þess að lenda í þeirri skömm að hafna spámönnum sínum. Og að lokum þetta um þennan sama stein, Jeremía, 3. kafli 16. vers: „Á þeim dögum þegar yður fjölgar og þér verðið frjósamir í landinu — segir Drottinn —, þá munu menn eigi framar segja: „Sáttmálsörk Drottins!“ Hún mun engum í hug koma, og þeir munu ekki minnast hennar né sakna hennar, né heldur munu menn framar búa aðra til.“ hann Ingvar talar um. Kannski fer ég líka til að „njóta tóniistar og söngs". Það er gott og blessað að hafa þetta með aðalerindi mínu: að hlýða á Guðs orð og að finna návist Guðs. Það er sagt, að Guð sé alis staðar og að hægt sé að finna hann hvar sem er. Þetta er rétt. Það veit ég af eigin raun. Ég fann Guð, á sínum tíma, á afvötn- unarstöð fyrir drykkjusjúka. Þar var orð Guðs taiað til mín; þar knúði ég á og fyrir mér var upp lokið. Ég fyrirhitti líka Guð alla daga á heimili mínu. En kirkjan er hús Guðs. Við skulum ekki gleyma því. Þangað komum við í þörf fyrir huggun, til að iðrast og fá fyrirgefningu, til að biðja og til að létta af okkur okinu. Kirkja Guðs er griðastaður krist- inna manna. Heimspeki hinna ýmsu presta hennar er margvísleg og ætla ég ekki að gagnrýna neinn þeirra. Þeir einu, sem ég gagnrýni gjarnan, eru sértrúarhóparnir öfgafullu. Vegna þess hver ég er (fyrrver- andi drykkjumanneskja) sæki ég iðulega fundi hjá samtökum nokkrum. Þar hleð ég af og til mitt andlega batterí. Þessi samtök hafa aðeins einn leiðtoga: algóðan Guð. Enginn skyldi nú samt halda, að þessir fundir séu einhverjar að ef hugurinn kemst aftur í neikvæða farveginn, þá drekka menn á ný. Þetta er mín reynsla af kynnum mínum við félagana í samtökun- um. Þeim sem eru jákvæðir og hafa öðlast trú, bæði á Guð og sjálfa sig, miðar alltaf lengra og lengra til eðlilegs og mannbæt- andi lífs. Það er stefnan, lífstefn- an jíóða. Ég hef margreynt það á sjálfri mér þetta 1 l/z ár, sem ég hef verið frá víni, að lífið gefur mér það sama og ég legg í það. Því meira af góðu sem ég gef öðrum, því marg- falt betra fæ ég til baka. Ef við öll, sem þetta jarðarhótel gistum um stundarsakir, gætum lifað eins jákvæðu lífi og Jesús Kristur boðaði okkur í Fjallræð- unni, ja, þá væri nú himneskt að lifa. Ég held líka, að þetta jarðlíf okkar sé bara for-líf, þ.e.a.s. eftir því hvernig við sáum hérna megin, munum við uppskera hinum meg- in. Mig langar að lokum til að taka undir með Ingvari þar sem hann talar um „tilgang alheimsins" og fá að segja með mínum fátæklegu orðum: tilgangur þessa lífs er að fullkomna jákvæði hugans til hins eilífa lífs. Þökk fyrir." Hraðréttir í hádeginu mánudaga til föstudaga. HRAÐRÉTTASEDILL riÆSTU VIRU: Sporgilsúpa — súpa fylgir með öllum réttum. Lambakótilettur steiktar í hvítlaukssmjöri 85.-. Grísahryggur með rjómasoðnum sveppum 98.-. Léttsöltuð nautatunga með piparrótarsósu 76.-. Steiktur karfi með dillfroðu 79.-. Gufusoðinn skötuselur með spínatsósu 79.-. Grillsteikt smálúðuflök með karryhrísgrjónum 75.-. Omeletta að eigin vali 45.-. Chefs special: Svartfuglsbringa með kartöflugratini og eplasalati 85.-. Sjávarréttavagn með ýmsum köldum réttum 129.-. Jólaglögg per glas 15.-. Söluskattur og þjónustugjald innifalið. ARHARHOLL Hverfisgötu 8—10, sími 18833. Félagar úr Alþýðu- leikhúsinu í jóla- búning Aö venju fara nú félagar úr Alþýðuleikhúsinu á kreik og bregöa á leik í jólasveinabúning. Þeir sem heföu hug á aö fá þá á jólatrésskemmtanir sínar vinsamleg- ast hringiö í síma 19567 eöa 20050. 15. leikvika — leikir 5. des. 1981 Vinningsröð: 111 — 122 — 121 — 21X 1. vinningur: 12 réttir — kr. 53.105.- 20679 70775(6/11) 71064 (6/11) 2. vinningur: 11 réttir — kr. 843.- 1258* 25224 33690 40224+ 65699 58690 9603 26113+ 34249+ 40289+ 66419+ 14.vika 16904 28911 34613* 41599 67585 65.020 16957 29157 36197+ 41674 68507 66915 17436 30368 36339 42827+ 68606 17441+ 30997 36343 43517 69566* 18069 31024 36585 44045 69646 21587 31029 37527 45355 69960 22208 31294 38149 45654 70378 80136 31295 38197* 45910* 71178 80311 32770* 39665 65280 72525 81571 32821 39778 65408 72798 * =(2/11) + = nafnlausir seðlar Kærufrestur er til 28. desember kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboösmönnum og á skrifstofu Getrauna í Reykjavík. Vinningsupphæöir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla(+) verða aö framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. Þessi dýri steinn sem við getum hiklaust kallað „Altari himin- geimsins" er nú daglega fótum troðinn af tyggjójaplandi túrist- um og notaður sem punt á sígar- ettupakka og plötualbúm. Gleðileg jól, Þorsteinn, — ekki gleyma að hressa upp á ensku- kunnáttuna.“ „Mín hugmynd er of góð til að þegja yfir, því að „Altari himin- geimsins" hefur alltaf verið til og bíður síns tíma, — steinninn sem mun sameina allt mannkyn undir eina trú, þegar þörfin er orðin nógu sterk.“ 03^ SIG6A V/öGA £ 1iLVtRAU yWÍ WWI V/6, 5ÍÍÍN- 03OK MtAtíStfW lí W ,b^\mbiLbGGmm\ R ÍWÍitf 5Í0 vT'sr srwmfáh umQ AO l4ta vfámLtfmk m o wift ni GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK wmm m% sií/a/-| aw? Amw 1ÁKÍ Vú VflföT ÍKKÍKT vvm lotimmo //-/ vm Gm IvIíWutfflU w % vIíTT/RA AKW VFM Ytttf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.