Morgunblaðið - 06.01.1982, Page 1

Morgunblaðið - 06.01.1982, Page 1
3. tbl. 69. árg. MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Herinn dreifir mannfjölda í Gdansk með táragasi, eftir að andstæðingar herstjórnarinnar efndu til mótmæla, veltu lög- reglubíl og kveiktu í honum, í námunda við Lenin-skipa- smíðastöðina. Myndin var tek- in þremur dögum eftir að her- lögin gengu í gildi, en barst ekki vestur yfir járntjald fyrr en í gær. Sjá fleiri myndir á miðopnu og bls. 18. Pólland: Viðræður í stjórnarherbúðum - hreinsanir innan flokksins Lundúnum, Varsjá, 5. januar. AP. RÓMVKRSK kaþólska kirkjan í Póllandi hefur fallizt á þá tillogu her stjórnarinnar að taka Lech Walesa í varðveizlu sina í klaustri einu og tryggja að hann komist ekki í sam- band við félaga sína utan klaustur múranna, að því er haft er eftir leyni- lcgum, en að því er talið er mjög áreiðanlegum heimildarmanni í Pól- landi í dag. Þá tjáði Jaruzelski, æðsti maður herstjórnarinnar, sendiherrum EBE-ríkjanna í Varsjá í dag, að hann kynni að sleppa úr fangelsi og vísa síðan úr landi ýmsum leiðtog- um Samstöðu, að því tilskildu að Eru ýmsir þeirrar skoðunar að þessi aðferð herstjórnarinnar til að losa sig við áberandi andstæðinga, án þess að gera úr þeim meiri písl- arvotta en þegar er orðið, sé líklegt til að verða henni til framdráttar. Þá er á það bent að sami háttur hafi verið á hafður þegar Wysz- ynski kardínáli lýsti yfir andstöðu við kommúnistastjórnina 1953. Hafi kardínálinn þá dvalizt í klaustri í þrjú ár án þess að nokkur vissi hvar hann væri niðurkominn, enda hafi ekkert frá honum heyrzt á meðan. l.undúnum — Varsjá, 5. janúar. Al*. VARSJÁR-útvarpið kunngjörði í kvöld að hafnar væru viðræður milli fulltrúa Samstöðu, fulltrúa hinna ýmsu verkalýðssamtaka í landinu og stjórnar Jaruzelskis. Væru viðræðurnar á vegum stjórnarinnar og snerust um það hvernig unnt væri að sjá fyrir félagslegum þörfum verkalýðs- ins á meðan herlög væru í gildi, en samkvæmt þeim hefði verið hundinn endi á starfsemi verka- lýðssamtaka. Borba, eitt af stjórnarmálgögn- unum í Júgóslavíu, sagði frá því í dag að umfangsmiklar hreinsanir væru hafnar innan pólska komm- únistaflokksins, enda þótt yfirlýs- ingar herstjórnarinnar í landinu kvæðu á um hið gagnstæða. Blaðið sagði að áreiðanlegar heimildir væru um að pólski kommúnista- flokkurinn hefði glatað virðingu sinni með setningu herlaganna og hefðu þúsundir Pólverja sagt sig úr flokknum síðan 13. desember, enda benti fátt til þess að unnt yrði að endurskipuleggja flokkinn á næst- unni þannig að hann yrði helzta stjórnmálaaflið í landinu. önnur vísbending um hreinsanir innan pólska kommúnistaflokksins er sú að flokksdeild í Polmo-málmiðnað- arstöðinni í Krasno var leyst upp um leið og öllum starfsmönnum þar, 2.500 að tölu, var sagt upp störfum. Samkvæmt ritskoðuðum fregnum frá Póllandi í dag hefur pólska kirkjan hafið dreifingu matvæla og lyfja, sem útlendar hjálparstofnan- ir hafa sent til landsins. Fer þessi starfsemi fram í þökk herstjórnar- innar, að því er virðist, og segja leiðtogar kirkjunnar að matvæli og lyf hafi streymt til landsins frá því að herlögin tóku gildi og séu starfsmenn kirkjunnar ekki í nein- um vandræðum með að dreifa þess- ari búbót meðal almennings. Kennsla hófst í pólskum skólum, öðrum en háskólum, í dag. Skóla- starfið var þó allt annað en með venjulegum hætti, þar sem lærifeð- urnir voru hermenn, sem komnir voru til að upplýsa börn og kennara um inntak herlaganna. Reagan og Schmidt í forsetaskrifstofunni ( Hvíta húsinu. M‘-aím»mynd. Brestur í miðjubandalaginu Reagan þjarm- ar að Schmidt M ashinglon, 5. januar. AP. „Varnarnefnd- um“ komið á fót í Ghana KílabeinsNtröndinni, 5. janúar. AP. HKRKORINGJASTJÓRNIN, sem sölsaði undir sig völd í Ghana á gamlársdag, gaf til kynna í dag að fyrsta mál á dagskrá væri að koma á fót „varnarnefndum" um allt landið. Er þetta fyrsta vísbendingin um hvers konar stjórnarfar verði ríkjandi í landinu síðan valda- ránið fór fram. „Varnarnefndir" af þessu tagi settu mjög svip sinn á stjórnar- hætti byltingarstjórnanna á Kúbu og í Nicaragua, en Rawl- ings byltingarforingi í Ghana lagði á það áherzlu í útvarps- ávarpi sínu í dag, að agi í hernum væri nauðsynlegur og brýnt væri að stemma stigu við fjárfesting- um útlendinga í landinu. Lundúnum, 5. janúar. AP. BRKSTIIR er kominn í samstarf hins nýja miðjubandalags í Bretlandi vegna ágreinings um framboðsmál fyrir næstu þingkosningar. William Rogers, fyrir hönd hins nýja flokks sósíal- dcmókrata, og Uavid Steel frá Krjáls- lynda flokknum mistókst að setja niður deilurnar á skyndifundi í dag, en að honum loknum neituðu þeir að tak- ast (hendur. Hvorugur vildi skýra frá efni við- ræðnanna, en Rogers líkti deilunni við hiksta og tók fram um leið að yrði hiksti langvinnur leiddi hann til dauða. Steel sagðist hins vegar ákveðinn i að sjá til þess að samstarf flokkanna entist og vænti hann þess að frjálslyndir í landinu veittu því stuðning. REAGAN Bandaríkjaforseti tjáði Helmut Schmidt, kanslara V-I»ýzka- lands, í kvöld að vestræn ríki ættu um tvennt að velja — að svara með sam- eiginlegu, áþreifanlegu átaki því ófremdarástandi sem orðið væri í Pól- landi eða taka alvarlegum afleiðingum sem hefðu mjög víðtæk áhrif. Schmidt svaraði þessum ummæl- um ekki beint í heyranda hljóði, en fyrr um daginn hafði hann ásakað Reagan um að grípa til refsiaðgerða gegn Sovétríkjunum án þess að hafa fyrst samráð við bandamenn sína. Tregða EBE-ríkjanna til að styðja Bandaríkjastjórn í því að refsa Sov- étstjórninni og herstjórninni í Pól- landi með efnahagsaðgerðum var að- alumræðuefni á fundi leiðtoganna í Washington, en á utanríkisráðherra- fundi EBE í Briissel í dag voru uppi ráðagerðir um að hefta innflutning á sovézkum vörum til EBE-ríkjanna, ýmist með tollaálögum eða ströng- um kvótareglum. 1 viðræðum forsetans og kanslar- ans tóku þátt utanríkisráðherrar þeirra, Haig og Genscher, en auk Póllandsmála var rætt um vopna- takmarkanir og málefni NATO. Að viðræðum loknum í kvöld birti Schmidt orðsendingu, þar sem hann lýsti áhyggjum sínum af versnandi efnahagsástandi í veröldinni. Kvað kanslarinn nauðsynlegt að grípa til samræmdra aðgerða til að færa þessi mál til betri vegar, en til að koma í veg fyrir heimskreppu lagði hann til að horfið yrði frá hávaxta- stefnu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.