Morgunblaðið - 06.01.1982, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 06.01.1982, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1982 3 Bridgehátíð í marz: Dallas-Ásarnir meðal þátttakenda UM MIÐJAN marz eru væntanleg hingað til lands þrjú af sterkustu bridge- landsliðum heims en þau koma á vegum Bridgefélags Reykjavíkur, sem’á 40 ára afmæli 18. apríl nk„ og Flugleiða hf. Keppa liðin bæði í tvímennings- og sveitakeppni. Heildarverðlaun verða 6000 dalir eða sem næst 50 þúsund kr. |>ar af eru 4000 dala verðlaun fyrir afmælismót BR en 2000 dala verðlaun fyrir Stórmót Flugleiða sem verður lokakeppnin á þessari Bridgehátíð. Liðin eru frá Bretlandi, en brezka landsliðið kom einnig á 30 ára afmæli BR fyrir 10 árum. Sveitin varð í öðru sæti á Evrópu- mótinu í Birmingham í sumar og það veitti þeim rétt tii að spila í undankeppni heimsmeistaramóts- ins sem þeir leiddu lengst af. Norðmenn urðu Norðurlanda- meistarar 1981. Þeir hafa verið í fremstu röð í heiminum í áraraðir. Þriðja liðið og ekki það sísta eru Dallas-Ásarnir, en þeir eru at- vinnumenn. Meðal spilara í sveit- inni eru Sontag og Weichsel en um þá hefir verið sagt, að þeir væru besta bandaríska parið sem ekki hefir spilað í bandariska landslið- inu. Þeir hafa unnið til flestra þeirra verðlauna sem hægt er að vinna til í Bandaríkjunum. Þeir spila eigin útgáfu af „Precision" Hvad er að ger- ast um helgina ÞEIR, SEM vilja koma að frétt- um í þáttinn „Hvað er að gerast um helgina", eru beðnir um að skila þeim inn á ritstjórn Morg- unblaðsins fyrir miðvikudags- kvöld. Komi fréttirnar síðar er ekki hægt að tryggja birtingu þeirra í þættinum. Þátturinn birtist í blaðinu á fóstudögum. sem er þekktasta kerfið hér á landi í dag. Hinn armur sveitar- innar er Ron Rubin og Mike Beck- er. Brezka sveitin er, þótt ótrúlegt sé, skipuð að % sömu mönnum og fyrir 10 árum. Þeir eru Irwin Rose, Rob Sheean, Willie Coyle og Barnet Shenkin. Norska sveitin er skipuð ungum spilurum. Einn þeirra Leif Eric Stabell spilaði hér á Norðurlanda- móti unglinga 1977. Aðrir spilarar eru Tor Helnes, Harald Nordby og Jon Aaby. Hugsa um að hætta segir Arnmundur Backman „JÚ, ÞAÐ er rétt að ég hef verið að hugsa um að láta af störfum í ráðu- neytinu," sagði Arnmundur Backman aðstoðarmaður Svavars (íestssonar fé- lagsmálaráðherra, þegar Morgunblað- ið innti hann eftir því hvort hann ætl- aði að snúa sér eingöngu að lög- mennsku á næstunni. „Því er ekki að neita að ég hef í raun unnið á tveimur stöðum, í ráðu- neytinu og síðan rekið lögfræði- skrifstofuna, en þar hef ég reyndar verið með lögfræðinga í vinnu. Þessu öllu hefur fylgt mikið umstang, og því hef ég meðal annars hugsað um að láta af störfum í ráðuneytinu," sagði Arnmundur. EM unglinga: Jóhann í 7.-9. sæti JÓHANN Hjartarson hafnaði í 7.-9. sæti á Evrópumeistaramóti unglinga, sem lauk í (íroningen í Hollandi í gær. Hann vann Spánverjann ('orral Blanco í síðustu umferð. Evrópumeistari unglinga varð Daninn Hansen með 10 vinninga. Hann skaust upp fyrir ísraelsmanninn Greenfeld í síðustu umferð. Greenfeld tapaði fyrir Salov í lokaumferðinni og varð því af sigrinum, en hann hafði lengst af forustu í mótinu, hlaut 912 vinning. Þriðji var Sovétmaðurinn Sokilov með 9 vinninga, en hann tapaði fyrir Delaney Jóhann tapaði fyrir Greenfeld í 12. umferð. I 11. umferð gerði hann jafntefli við Siegel, í 10. umferð ger- ði hann jafntefli við Stohl og í 9. umferð vann hann Sulava frá Júgó- slavíu. Þó Jóhann hafi ekki staðið sig eins og vonir stóðu til, þá bætti hann það upp að nokkru leyti með því að vinna hraðskákmót, sem fram fór á sunnu- dag. síðustu umferð mótsins. Arnór Björnsson tekur þátt í sterku unglingamóti 1 Hallsberg í Svíþjóð. Þar tefla unglingar 20 ára og yngri. Arnór, sem er 15 ára, er næstyngstur þátttakenda, en er vel fyrir ofan miðju, með 4 vinninga að loknum 8 umferðum, en ein umferð er eftir. Efstir eru Svend og Franson frá Svíþjóð með 6 vinninga, þá koma Akeson, Svíþjóð, alþjóðlegur meist- ari, og King, Englandi, FIDE- meistari, með 5V4 vinning. Skerdingarákvæði Ólafslaga hafa tekið gildi á ný ÁKVVEÐI Ólafslaga um útreikning verðbóta, sem numin voru úr gildi tíma- bundið á síðasta ári, tóku aftur gildi 1. janúar sl. í samningum ASÍ og vinnuveitenda, sem gerður var í nóvember, var samið um, að verðbætur á laun I. marz næstkomandi skuli greidd samkvæmt ákvæðum Olafslaga. Skerðingarákvæði þessara laga taka því yfir tímabilið frá I. desember til 1. febrúar, en verðupptaka fer fram fyrstu daga febrúarmánaðar. Útreikningur vísitölu fer síðan fram síðari hluta mánaðarins og verðbæturnar koma á laun I. marz. Skerðingarákvæðin fela í sér, að launaliðurinn í búvöruverðinu veldur ekki hækkun á verðbótum. Með öðrum orðum kemur sú hækkun, sem verður á búvöruverði vegna þess að laun bóndans hækka til jafns við launahækkun annarra launþega, til frádráttar hækkun framfærsluvísitölu er kemur til útreiknings á verðbót- um. í öðru lagi kemur sú hækkun, sem orðið hefur og kann að verða á áfengi og tóbaki frá 1. nóvember til 1. febrúar til frádráttar verð- bótahækkuninni. í þriðja lagi kemur breyting á viðskiptakjörum á þessu tímabili til álita. Versni viðskiptakjörin kemur það til frádráttar, en batni þau hins vegar, sem reyndar er ekki útlit fyrir, þá myndi það koma til viðbótar í verðbótum. Viðskiptakjörin bötnuðu nokkuð á síðasta ári, en óvíst er hvort það verður til þess að auka verðbætur vegna frádráttarliða Ólafslag- anna. Lántökurnar sem hlutfall af heildarráðstöfunarfé fjárlaga ZZ7I 6.9X 78 68/ 10,2/ '79 10,4/ ’80 135/ '81 '82 Lántökur ríkissjóðs - ávísun á skattahækkanir EINS og sést af súluritinu hafa lántökur, sem hlutfall af heildar ráðstöfunarfé fjárlaga, nær tvö- faldast á valdatíma vinstri stjórn- anna frá 1978. Þannig hafa umsvif rfkissjóðs hækkað umfram skatta- hækkanir á þessu tímabili. Nema tekjur fjárlaga að viðbættum lán- tökum um 10 milljörðum nýkróna á þessu ári eða 1000 milljörðum gamalla króna, en það jafngildir 37% af allri þjóðarframleiðslunni. Tölurnar í súluritinu eru fengnar úr áliti sjálfstæð- ismanna í fjárveitinganefnd Al- þingis, sem lagt var fram við aðra umræðu um fjárlög ársins 1982. í álitinu sagði um þróunina í lántökum ríkissjóðs: „Hér er augljóslega hættuleg þróun á ferðinni og er greinilegt að skattahækkanir undanfarinna ára hafa ekki nægt til þess að auka ríkisumsvifin, heldur er sí- fellt gripið til aukinnar lántöku, sem er auðvitað ávísun á skatta- hækkanir síðar." Fiskverðsákvörðunin: Ríkisstjórnin hefur sofið Þyrnirósarsvefni - segir Guðmundur Hallvarðsson, formaður sjómannafélags Reykjavíkur FORMENN sjómannafélaga um allt land innan Sjómannasambands íslands munu ásamt starfandi sjómönnum halda fund næstkomandi fimmtudag. Þar munu þeir ræða stöðu mála, fiskverðsákvörðun og samningsmál, en sjómenn eru nú orðnir langeygir eftir lausn mála að sögn Guðmundar Hallvarðssonar, formanns Sjómannafélags Reykjavíkur. Guðmundur sagði það skoðun sína á stöðu mála í dag, að þeir, sem væru í forsvari fyrir sjó- mannafélögin, gerðu sér fyllilega grein fyrir þeim afleiðingum, sem verkfall sjómanna hefði í för með sér. Afleiðingunum fyrir heimili umbjóðenda sinna, þess fólks, sem misst hefði vinnuna og þjóðfélagið í heild, en nú virtist aðalmálið í fjölmiðlum vera uppsagnir og at- vinnuleysi verkafólks í fiskiðnað- inum, en kjaramál sjómanna hefðu alveg dottið upp fyrir. Jafn- vel ríkisstjórnin og sjávarútvegs- ráðherra ypptu bara öxlum og segðu: Það eru þeir í verðlagsráði, sem eru að deila innbyrðis og þess vegna gerðist ekki neitt. Þetta væri hreinasta fjarstæða og tæki varla nokkru tali. Ríkisvaldið hlyti að vera, beint og óbeint, sá aðili, sem hefði úrslitavald í fisk- verðsákvörðuninni. Fulltrúi og oddamaður í verðlagsráði væri fulltrúi ríkisstjórnarinnar, þess vegna væri vægi ríkisstjórnarinn- ar við fiskverðsákvörðun mjög mikið. Þá væri það staðreynd að sjó- menn hefði dregist verulega aftur úr hvað laun varðaði miðað við landverkafólk, það viðurkenndu allir. Nú þegar ætti að knýja fram leiðréttingu á þessu, vildu menn ekki kannast við þessa staðreynd. Ráðamenn ríkisstjórnarinnar og jafnvel helzt sjávarútvegsráð- herra hefðu lýst því yfir að sjó- menn ættu ekki að fá fiskverðs- hækkun, samsvarandi launahækk- unum landverkafólks, vegna þess hve mikil aflaaukning hefði orðið og það bætti þeim upp þennan mismun. Nú virtist ekki eiga að taka tillit til þess að á þessu ári héldi innflutningur fiskiskipa áfram og væntanlegir væru 13 ný- ir skuttogarar til landsins. Það væri nú ljóst að um frekari afla- aukningu yrði ekki að ræða á ár- inu og því þýddi þessi fjölgun tog- ara aflaskerðingu, sem næmi um 7%, sem að sjálfsögðu þýddi kjararýrnun. Ætlaði sjávarút- vegsráðherra að vera sjálfum sér samkvæmur við fiskverðsákvörð- un, yrði hann að hækka fiskverð umfrairi launahækkanir í landinu, sem næmi þessari skerðingu. Þá yrðu útgerðarmenn að gera sér grein fyrir því, að þó brýnt væri að ákveða fiskverð, væru ým- is önnur kjaramál, sem sjómenn vildu ræða og fiskverðið eitt dygði ekki til að leysa þessa deilu. Því yrðu sjómenn og útgerðarmenn að hittast og sáttasemjari að taka harðar á málinu, það væri því ekki alveg rökrétt að vilja ekki tala við sjómenn fyrr en fiskverð lægi fyrir. Þá sagðist Guðmundur vonast til að sjómenn þjöppuðu sér betur saman og línur skýrðust eftir fundinn á fimmtudag. Þar kæmu fulltrúar sjómanna um allt land saman og endanleg afstaða yrði þá væntanlega mótuð. Sjómenn vildu gera sitt til að flýta fyrir lausn deilunnar. Staða sáttasemjara væri mjög erfið, en það væri helzt seinagangur ríkisstjórnarinnar, sem að væri, hún hefði sofið þyrnirósarsvefni frá því um miðj- an desember, þrátt fyrir að hún hefði átt að vita betur að hverju stefndi, henni hefði átt að vera það fyllilega ljóst af því sem á undan var gengið við síðustu fisk- verðsákvörðun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.