Morgunblaðið - 06.01.1982, Síða 16

Morgunblaðið - 06.01.1982, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1982 Opið bréf til Kópavogsbúa Menntaskóli í Kópavogi Eftir Ingolf A. Þorkels- son, skólameistara Álitsgerð fram- haldsskólancfndar Á útmánuðum 1978 fór skóla- nefnd Kópavogs þess á leit við bæjarstjórn, að skipuð yrði nefnd til að gera áætlun um uppbygg- ingu framhaldsskóla í Kópavogi. Skólanefnd taldi nauðsynlegt, að nefnd þessi fjallaði m.a. um eftir- farandi: 1. Endurskoðun á „Heildaráætlun fyrir grunnskóla í Kópavogi", einkum nemendaspám og bygg- ingaráætlun. 2. Hvort og þá hvernig nýta mætti grunnskóla fyrir framhalds- skóla. 3. Námssvið, námsbrautir og námsskipulag framhaldsskóla. Á fundi sínum 14. apríl 1978 kaus Bæjarstjórn Kópavogs eftir- talda menn í framhaldsskóla- nefnd: Andra ísaksson, Hákon Sigurgrímsson, Pál Theódórsson, Stefni Helgason og Steinar Steinsson. Síðar ákvað bæjar- stjórn að bæta einum manni í nefndina og var Ásgeir Jóhann- esson valinn til að taka þar sæti. Hákon Sigurgrímsson var formað- ur nefndarinnar. Þessi nefnd skil- aði ítarlegu áliti í desembermán- uði 1979. Meginefni nefndarálitsins er spá um nemendafjölda á fram- haldsskólastigi og áætlun um nýt- ingu húsnæðis og fjölbrautanám í Kópavogi 1980—1990. Aðalatrið- um efnis er skipt í fjóra kafla: 1. íbúa- og nemendafjöldi. 2. Nýting húsnæðis. 3. Fjölbrautanám. 4. Áframhaldandi vinna að sam- ræmingu og eflingu fram- haldsskólanáms. I þessum köflum er yfirlit yfir niðurstöður nefndarinnar. Ein helsta forsenda fyrir tillögum nefndarinnar um það, hvernig leysa skyldi húsnæðismál fram- haldsskólans, er ný spá um íbúa- og nemendafjölda. Meginniður- staða er þessi (orðrétt samkvæmt álitinu): „A. Ekki er að vænta umtals- verðrar fjölgunar nemenda á grunnskólastigi í Kópavogi á næsta áratug. Búast má við svipuðum nemendafjölda og nú, jafnvel ívið færri nemend- um. B. Reiknað er með að Kópa- vogsbúar á aldrinum 16—19 ára verði um 1170 á næstu 5 árum en fækki síðan og verði um 1000 að 10 árum liðnum. C. Gert er ráð fyrir að í lok tíma- bilsins (þ.e. um 1988) verði um 70% unglinga, 16 til 19 ára, í Kópavogi við skólanám í ýms- um framhaldsskólum, þar af um 45% í Kópavogi en um 25% annars staðar. Jafnframt er reiknað með að sem svarar 5% til viðbótar, eða 50 nemendur úr öðrum sveitarfélögum muni stunda framhaldsskólanám í Kópavogi. í samræmi við þetta er áætlað að nemendafjöldi í framhaldsskólum i Kópavogi verði alls um 500 í lok tíma- bilsins (450 + 50).“ Um nýtingu húsnæðis segir í álitinu: „I stað þess að reisa sérstakar nýbyggingar yfir framhalds- skóla verði húsnæðisþörf fram- haldsskólanáms í Kópavogi á næsta áratug mætt með því að nýta og aðlaga húsnæði grunn- skóla, þ.e. Þinghólsskóla og Víghólaskóla. Til þess að unnt verði að losa þessa skóla fyrir framhaldsskólanám verði Kársnesskóli, Kópavogsskóli, Digranesskóli og Snælandsskóli allir gerðir að heildstæðum grunnskólum og verði bygg- ingarþarfir (lokaáfangar) hinna tveggja síðarnefndu miðaðar við þetta markmið. Með slíkri til- færslu verkefna í skólabygg- ingarmálum bæjarfélagsins frá framhaldsskólum til grunnskóla telur nefndin að betur nýtist þær skólabyggingar sem fyrir eru í Kópavogi og það fjármagn sem í skólamannvirki hefur ver- ið lagt á undanförnum árum. Jafnframt er heildarskipulag skólamála í Kópavogi með þess- um hætti komið í mun betra horf en áður. Er hér um að ræða aðalforsendur tillagna nefndar- innar um þetta atriði." í kjölfar þessarar yfirlýsingar nefndarinnar kom svo tillaga hennar um, að Menntaskólinn í Kópavogi fengi allt húsnæði Þing- hólsskóla til afnota haustið 1981 og allt framhaldsnám í Kópavogi yrði sett undir sameiginlega stjórn í Víghólaskóla í lok þessa áratugar. í þriðja kafla umrædds álits er fjallað um fjölbrautanám í Kópa- vogi. Nefndin leggur til, að bætt verði við nýjum verklegum náms- brautum í Víghólaskóla og viðeig- andi framhaldsbrautum við Menntaskólann svo hann geti smám saman vaxið í fjölbrauta- skóla. Tillögur framhaldsskóla- nefndar um námsbrautir við fjöl- brautaskólann eru í samræmi við tillögur byggingarnefndar MK, sem skýrt var frá í 3. grein. I fjórða kafla er fjallað um frekari eflingu framhaldsnámsins, sam- vinnu við sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu og stofnun sam- starfsnefndar. Orðrétt segir m.a. um þetta í álitinu: „Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafi samráð sín á milli og við Menntamála- ráðuneytið um áætlanir, skipu- lagningu og verkaskiptingu um framhaldsskólanám, þannig að þarfir svæðisins í heild séu hafðar í huga, hagkvæmni gætt og afstýrt óþörfum tvíverknaði." Næst á eftir yfirliti um megin- efni koma greinargerðir um hvern kafla. Itarlegust er greinargerðin um íbúa- og nemendaspá, og kom hún mönnum mest á óvart. Farið var í saumana á nemendaspá frá 1974, var hún endurskoðuð af Andrési Kristjánssyni. Endur- skoðunin leiddi í ljós, að forsendur fyrri spár voru brostnar, nemend- um myndi ekki fjölga á næsta ára- tug. Nefndarmenn létu segja sér þetta tvisvar og fengu tvo sér- fræðinga Framkvæmdastofnunar rikisins (áætlunardeildar) til að kanna málið nánar. Við þá stofn- un eru betri möguleikar en annars staðar til að leysa verkefni af þessu tagi, og er þess að vænta, að spá Framkvæmdastofnunar sé eins traust og mögulegt er um slíka spá. Skemmst er frá því aö segja, að athugun sérfræðinganna staðfesti þær niðurstöður, sem fengust við endurskoðun Andrés- ar. Ég tek það skýrt fram, að full- trúar allra stjórnmálaflokka áttu sæti í framhaldsskólanefndinni og álit hennar er einróma. Oddvitar Alþýðubandalags og Alþýduflokks snerust gegn tillögum fram- haldsskólanefndar Það skal játað, að ég var ekki hrifinn af tillögu nefndarinnar um lausn húsnæðisvandans. Ég var ekki reiðubúinn að kveða já við því, að áform um nýbyggingu þá, sem barist var fyrir árum saman og virtust í höfn 1978 — yrðu lögð á hilluna. En mig skorti hreinlega rök til að vefengja íbúa- og nem- endaspá sérfræðinganna, þessa forsendu fyrir lausn húsnæðis- vanda framhaldsskólans. Og ekki bætti það úr skák, að þrír nefnd- armanna, Andri, Páll og Stefnir, er einnig sátu í byggingarnefnd MK, tjáðu mér blákalt þá skoðun sína, að bygging væri úr sögunni. Erfitt reyndist því að spyrna móti broddunum. Svo traustar virtust niðurstöður nefndarinnar. Álits- gerðin er, sem fyrr segir, ítarleg og ekki er, að ég tel, unnt að sjá annað en nefndin hafi vandað verk sitt. Bæjarstjórn Kópavogs hafði sannarlega úr miklu að moða þar sem voru tillögur byggingarnefnd- ar MK um framtíðarskipulag fjöl- brautaskóla og þessi álitsgerð framhaldsskólanefndar um upp- byggingu framhaldsnáms í Kópa- vogi. Ekki skorti því ítarlegar til- lögur og einróma álitsgerðir, held- ur vilja og þor til að hrinda þeim í framkvæmd, þegar til kastanna kom. Allmiklar umræður urðu um margnefnda skýrslu framhalds- skólanefndar, og var m.a. haldin um hana ráðstefna 1. mars 1980. Þar voru skoðanir skiptar, eins og vænta mátti. En þegar lesnar eru álitsgerðir þeirra starfshópa, sem fjölluðu um skýrsluna, fæ ég ekki betur séð en viðhorf til hennar séu fremur jákvæð. Nú skyldu menn ætla, að samkomulag hefði tekist um þessar tillögur framhalds- skólanefndar — tillögur, sem gerðar voru einróma af fulltrúum allra pólitískra flokka. En sú varð ekki raunin, því mið- ur. Oddvitar Alþýðubandalags og Alþýðuflokks snerust öndverðir gegn títtnefndum tillögum — einkum þeim er varða lausn hús- næðisvandans. Ólafur Jens Pét- ursson, fulltrúi Alþýðubandalags- ins í skólanefnd, fjallaði um tillög- urnar í blaðinu „Kópavogur", 2. tbl. 1980. Þar dregur hann athuga- semdir sínar við tillögurnar sam- an í þessi meginatriði: 1. Skýrslu framhaldsskólanefndar ber miklu fremur að skoða sem áfangaskýrslu, ábendingar fremur en fullmótaðar tillögur. 2. Áætlun um nemendafjölda í Kársnesskólahverfi og Kópa- vogsskólahverfi virðist byggð á hæpnum spám um fólksfjölda á næstu tíu árum. 3. Lítil von virðist til þess að byggingarhraði á grunnskóla- stigi geti verið með þeim hætti að réttlæti að leggja húsnæð- isvanda Menntaskólans á grunnskólana. 4. Nefndin kemur með ýmsar nýtilegar ábendingar um tengsl framhaldsskólanáms í bænum við hliðstætt nám í nálægum sveitarfélögum og þær ábend- ingar þarf að taka til rækilegr- ar athugunar. 5. Fyrsti áfangi að því marki að koma öllu framhaldsskólanámi undir eina stjórn hlýtur að fara eftir því hvernig það verður skipulagt. 6. Nauðsynlegt er að bæjarstjórn kjósi fjölbrautaskólanefnd sem vinni markvisst úr hugmyndum framhaldsskólanefndar og öðr- um valkostum." Þessi sex atriði tala sjálf sínu máli, ekki síst hið sjötta — um enn eina nefndina til að gera til- lögur. Sem fyrr segir, skortir ekki ítarlegar tillögur og skýrslur, heldur þor til að taka ákvörðun. Nefndafarganið er skálkaskjól, flótti frá veruleikanum. Oddviti Alþýðuflokksins í bæjarstjórn gerir margnefnda skýrslu að um- talsefni í Alþýðublaði Kópavogs, 1. tbl. 1980. Þar segir m.a.: „Framhaldsskólanefndin skilaði af sér í byrjun desember sl. Skýrslan fjallar um þrjá megin- þætti. í fyrsta lagi er fjallað allít- arlega um nemenda- og íbúaspá í Kópavogi fram til ársins 1988. Þessi þáttur er unninn af Fram- kvæmdastofnun ríkisins og sýnir „Umrædd tillaga hefur ekki verið borin undir at- kvæði í bæjarstjórn. Tillaga mín, er kynnt var í bæjar- stjórn í ofanverðum sept- embermánuði sl„ þess efnis að byggja yfír fjölbrauta- skólann, er líka í salti. Aðrar tillögur liggja ekki fyrir um lausn málsins. Og enn stend- ur húsnæðisvandinn í vegi fyrir því, að unnt sé að koma á fót fjölbrautaskóla í Kópa- vogi.“ hugsanlegar breytingar á íbúa- fjölda bæjarins. Að mínum dómi er þetta eini þátturinn í skýrsl- unni sem er virkilega vel unninn, þó menn geti að sjálfsögðu efast um niðurstöðuna. Hinir tveir meg- inþættir fjalla um nýtingu á hús- næði grunnskólans í þágu fram- haldsnámsins og hugmyndir um fjölbrautanám fyrir Kópavogsbúa á næsta áratug. Hér virðist manni sem hlutirnir hangi meira og minna í lausu lofti. Nefndin virð- ist hafa litið á það sem höfuðatriði í niðurstöðum sínum, að leysa húsnæðisvandræði Menntaskólans í Kópavogi. Það er auðvitað gott og blessað, en mér finnst sú lausn sem nefndin bendir á nokkuð vafa- söm. Ég held að vitlegra sé að leggja höfuðáherslu á að losa Víghólaskóla og færa heldur til skólamörkin, þannig að hluti nemenda úr Aust- urbæ ljúki sínu grunnskólanámi í Þinghólsskóla. Það er mikill veik- leiki í niðurstöðum nefndarinnar, að eftir nokkur ár muni Þing- hólsskóli standa auður." Leturbreytingin er mín. Þessi yfirlýsing er athyglisverð, þegar hún er borin saman við um- mæli hæjarfulltrúans í sama blaði '1978, en þar gerir hann tillögu um töku Þinghólsskóla fyrir fram- haldsnámið. Þessar tilvitnuðu at- hugasemdir og mótbárur eru, að mínum dómi, veigalitlar. Menntamálaráðuneytitf og meirihluti bæjarstjórnar vildu leysa vandann Óþarfi er að rekja þetta frekar. Samstaða náðist ekki um einróma álitsgerð framhaldsskólanefndar. Engin málaferli við Háskólann, heldur Braga Eftir Hrefnu Benediktsson I tilefni af frétt í Morgunblað- inu 16. desember 1981 undir fyrir- sögninni Mál Kinars Benediktsson- ar: Gjafabréf Háskólans fyrir Her dísarvík lagt fram, vil ég að eftir- farandi komi fram: Við afkomendur Éinars Bene- diktssonar eigum ekki í neinum málaferlum við Háskólann, heldur við útgáfufélagið Braga hf. Gjafa- bréfið fyrir Herdísarvík og samn- ingurinn við Braga hf. eru tvö al- gjörlega óskyld mál. Málaferli okkar við Braga hf. eiga sér nú yfir 40 ára sögu. Bar- áttan fyrir réttlætinu getur orðið æði löng, til dæmis fengum við ekki að sjá samninginn við Braga hf. fyrr en árið 1978, fjórum ára- tugum eftir að hann var gerður. Þegar við höfðum loks fengið að sjá samninginn við Braga hf., þá grunaði okkur að undirskrift Éin- ars Benediktssonar væri fölsuð, og sá grunur var staðfestur af James T. Miller í Washington, D.C., ein- um færasta rithandarsérfræðingi sem völ er á. Við vissum að verulega vantaði á það að samningurinn væri við- unandi vottfestur. í Útskrift úr aukaréttarbók Árnessýslu nr. 21, lagt fram í bæjarþingi Reykjavík- ur 20/11 1944, er sagt svo frá vitn- isburði annars vottarins, Bjarna Jónssonar, oddvita í Guðnabæ: „Sóknaraðili sýnir í réttinum vottorð, dags. 19/9 1940, lagt fram sem réttarskjal nr. 12 í bæjarþingi Reykjavíkur í aðal- málinu þann 5/10 sl. Skjalið er lesið upp í réttinum og sýnt vitninu. Kannast vitnið við að hafa undirritað vottorðið og staðfestir efni þess. Aðspurt segist vitnið ekki muna, hvort Einar Benediktsson skrifaði sjálfur undir sölusamninginn, sem um ræðir í vottorðinu, eða handsalaði undirskriftina frú Hlín Johnson. Kom fyrir, að Einar fól frúnni ,að undirrita fyrir sig sendibréf, svo að vitn- ið heyrði." Hrefna Benediktsdóttir „Uannið virðist allt sem við- kemur samningnum við Braga hf. benda til þess að hann geti ekki verið gildur.“ Vottorð frá hinum vottinum, Önnu Guðmundsdóttur í Beggja- koti, var líka lagt fram fyrir rétt- inum: „Til viðbótar vottorði mínu dags. 19/9 1940 vil ég undirrit- uð taka fram, að er ég var beð- in að skrifa sem vottur undir sölusamning Einars sál. Bene- diktssonar á öllum verkum hans til h/f Braga, þann 17. janúar 1938, þá virtist Einar vera búinn að skrifa undir samninginn þegar ég kom inn og sá ég því ekki þegar hann skrifaði undir samninginn. Þó að ég hafi áður vottað að Einar sál. hafi skrifað undir samn- inginn þennan með fullri vit- und og vilja, þá vil ég þó ekkert um það fullyrða, þar sem ég tel mig ekki dómbæra um veikindi Einars á þessum tíma.“ Þannig virðist allt sem viðkem- ur samningnum við Braga hf. benda til þess að hann geti ekki verið gildur. Við afkomendur Ein- ars Benediktssonar stöndum {

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.