Morgunblaðið - 06.01.1982, Side 17

Morgunblaðið - 06.01.1982, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1982 17 Verða björgunarnet Markúsar seld í Noregi? Sundurlyndið fór með sigur af hólmi. Húsnæðismálin hafa verið í hnút frá ofanverðu ári 1979. En aðsókn að Menntaskólanum í Kópavogi eykst og erfiðleikarnir magnast. Því sættu nemendur, kennarar, skólameistari og for- eldrar sig ekki við aðgerðaleysið. Þeir héldu fjölmennan fund í Kópavogskirkju 18. júní 1981, kröfðust úrlausnar og samþykktu einróma áskorun á bæjarstjórn og Menntamálaráðuneytið að leysa húsnæðisvanda skólans. Eftir þennan fund komst hreyf- ing á málið. Menntamálaráðherra tók upp tillögu framhaldsskóla- nefndar og óskaði eftir því í bréfi til bæjarstjórnar, dags. 17. ágúst sl., að Menntaskólinn fengi hús- næði Þinghólsskóla til umráða haustiö 1982. Fulltrúar sjálfstæð- ismanna og óháðra borgara báru síðan fram í bæjarstjórn tillögu um þessa lausn málsins og full- trúar framsóknarmanna lýstu yfir stuðningi við tillöguna. Þegar hér var komið sögu, mögnuðust deilurnar sem kunnugt er. Andstæðingar áðurnefndrar tillögu höfðu mjög hátt og þyrluðu upp miklu moldviðri. Ég hygg, að sjaldan hafi jafnfáir menn sagt jafnmikla vitleysu á jafnskömm- um tíma og hinir æpandi orðkapp- ar á liðnum haustdögum, óvild- armenn Menntaskólans í Kópa- vogi. Úmrædd tillaga hefur ekki verið borin undir atkvæði í bæjarstjórn. Tillaga mín, er kynnt var í bæjar- stjórn í ofanverðum september- mánuði sl., þess efnis að byggja yfir fjölbrautaskólann, er líka í salti. Aðrar tillögur liggja ekki fyrir um lausn málsins. Og enn stendur húsnæðisvandinn í vegi fyrir því, að unnt sé að koma á fót fjölbrautaskóla í Kópavogi. Lokaorð Eins og segir í formála, skrifa ég þessar greinar til að hnekkja ósannindum, leiðrétta missagnir, girða fyrir misskilning og veita nánari upplýsingar um fram- haldsskólamáliö í Kópavogi. Ég kaus að kalla þennan greinaflokk „Menntaskóli í Kópavogi", af því að ég greini frá aðdraganda að stofnun Menntaskólans og stofnun hans, svo og frá tillögugerð bygg- ingarnefndar um framtíðarskipu- lag skólans. Sömuleiðis segi ég þar frá baráttunni fyrir byggingu yfir starfsemi skólans. Þá tíunda ég tillögur framhaldsskólanefndar og viðbrögð við þeim. Ég hef lagt plöggin á borðið, birt mörg bréf og önnur óvefengjanleg gögn, er styðja mál mitt og taka af öll tvímæli um það hvað rétt er í þessu framhaldsskólamáli. Við lok þessa greinaflokks er mér efst í huga þakklæti til hinna mörgu vina skólans, — nemenda, kenn- ara, foreldra og annarra velunn- ara, er studdu málstað hans í orrahríðinni á öndverðum þessum vetri með blaðagreinum, funda- höldum, símtölum og hlýjum kveðjum. Innviðir skóians reynd- ust traustir, er á reyndi. Kópavogi á jólaföstu. þessum málaferlum fyrst og fremst vegna þess að við viljum fá réttlæti. Okkur finnst það blettur á minningu föður okkar að hann hafi með fölsuðum samningi gert börn sín arflaus. Allir sem þekktu Einar Benediktsson vita að það hefði hann aldrei gert. Hrefna Benediktsson, Los Angeles, 28. desember 1981. Nýkomín vatteruð bómullarefni og áprentuð barna- vattteppi. VIRKAÚ Klappatslig 25—27, Ájjvk sími 24747. r 'C ! 1 I ,T' ! I I 1 1 ! .’! ■)' ■ " !" " Siglingamálstjóri, Hjálmar R. Bárðarson, hefur veitt leyfi til þess að setja lögmæt Ijós viður kennd af Siglingamálstofnuninni á björgunarhringi Markúsar B. Þorgeirssonar og einnig má nota lögmæta endurskinsborða, sem settir eru á alla bjarghringi um borð í skipum og á bryggjum. Seg- ir í fréttatilkynningu frá Markúsi B. Þorgeirssyni björgunarneta- hönnuði að cftirleiðis verði engin björgunarnet afhent nema með lögmætum Ijósum og endur skinsborðum. Mælist Markús til þess að útgerðarmenn, skipstjórar og skipafélög sem hafa fengið hjá honum net hafí samband við sig, sem allra fyrst, svo hann geti pant- að Ijósin handa þeim. Segir ennfremur í fréttatil- kynningunni að verið sé að at- huga á erlendri grund, hvort ekki sé hægt að útvega kork, sem sé sjálflýsandi í myrkri og einnig handhægar línubyssur, sem tengdar væru hverju neti með 100 til 150 metra líftaug frá skipi. í fréttatilkynningunni kemur einnig fram að Sölve Steinhovd- en, sem er starfsmaður í norska sendiráðinu, sé að vinna að því að Markús komist á björgunar- æfingu í Þrándheimi, sem hald- in verður 9.—15. ágúst næst- komandi á vegum slysavarna- samtaka í Noregi. Þetta er björgunarvika, sem haldin er í samvinnu við landhelgisgæslu og sjóher. Þar verða ýmsar nýj- ungar kynntar. Eftir að Markús hefur tekið þátt í þessari viku, er fyrirhugað að hann kynni björgunarnet sitt á norskum borpöllum. Sendiráðið er jafn- framt að útvega Markúsi sölu- aðila í Noregi sem mun þá selja björgunarnetið Markús.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.