Morgunblaðið - 06.01.1982, Síða 21

Morgunblaðið - 06.01.1982, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1982 Atvinnuástandið í vertíðarbyrjun í gær hélt Morgunblaðið áfram að hafa samband við fólk við sjávarsíðuna víðs vegar um landið og leitaði umsagnar þess varðandi ástandið í plássunum vegna sjómannaverkfallsins og uppsagna í frysthúsum í kjölfar þess. ii ii m"il‘ilifaii mt r nftiiflii ‘ .IW111 ~ • Ljósmynd. Sv.P. Séð yíir höfnina á Akureyri þar sem fiskiskipaflotinn er allur í höfn. Jón Helgason, formaður Verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri, sagði í samtali við Mbl. í fyrradag að búast mætti við að eitthvað yfir 500 manns yrðu atvinnulausir næstu daga ef ekki rætist úr. Ólafsvík: Fólk ekki nógu hresst FRYSTIHÚSIÐ er alveg stopp og hefur sagt upp sínum mönnum hér á Ólafsvík, en smávegis er unnið að viðhaldi á vélum og snyrtingu og málun hússins, sagði Helgi Krist- jánsson fréttaritari Mbl. í Olafsvík. Allur flotinn er í höfn en togarinn Már er að leggja upp til Þýskalands með álitlegan afla. Það eru 50 til 60 manns sem atvinnulausir eru. Hér í bæ er dauft hljóðið í mönnum og fólkið er ekki nógu hresst með þetta allt saman. Sagð- ist Helgi halda, að ansi langt væri í land með að ráðamenn ákveði fiskverðið, og heyrðist honum á sjómönnum í gær að deilan gæti staðið fram eftir mánuðinum. VerkalýÖsfélagið Fram, Sauðárkróki: Fólk hefur þá trú að þetta vari ekki lengi ÞETTA er hábölvað ástand. Frysti- húsin lokuð, togarar við bryggju og ailt í kaldakoli, sagði Jón Karlsson, formaður Verkalýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki, í samtali við Mbl. Hann sagði að það væri fast að 100 manns í báðum frystihúsunum sem sagt hefur verið upp störfum, auk þess sem áhafnir þriggja togara hefðu ekkert að gera, fyrir utan svo ýmsar atvinnugreinar sem snerta sjávarútveginn og lamast eitthvað vegna verkfallsins. Fólk hér er dauft og drungalegt og áhyggjufullt, en það hefur þá trú að þettta ástand vari ekki lengi, það er að segja þrefið um fiskverðið. Það verði ákveðið fljótlega. En þá á eftir að róa út og fiska og því held ég að óhætt sé að nefna vikur þangað til allt verði komið á fullt aftur. Fólk efast ekki um að allir leggi sig fram við að leysa deiluna, en því þykir ansi seint gripið til ráða. Allir vissu að hverju stefndi en ekkert er gert fyrr en nú allra síð- ustu daga og það er uggvænlegt ástand. Og svo er annað og það er það óöryggi sem fólk í frystihús- um á við að stríða þegar það allt í einu einn daginn stendur á von- arvöl. Öryggið er svo lítið að það er hrikalegt. Það er mikil atvinnuleysis- skráning hér í bænum þessa dag- ana. Höfn í Hornafirði: Hljóðið f fólki ekki gott ÞAÐ er vissulega ákaflega slæmt að fólkið í frystihúsunum skuli þurfa að búa við svona atvinnuóöryggi, sagði Sigurður Hannesson formaður Verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í Hoinafirði í samtali við Mbl. Hann sagði að undanfarna tvo daga hefði fólkið sem ynni í frystihúsunum ver ið að fá sín uppsagnarbréf og er hljóðið í því fólki ekki gott. Sagðist Sigurður halda að fólkið tryði því yfirhöfuð að sjómanna- verkfallið standi ekki lengi yfir og væru því allir rólegir yfir upp- sögnunum ennþá. Öll fiskvinnsla er stopp en einhverjir eru enn að vinna í skreið og kringum síldina. Sigurður sagði að uppsagnirnar kæmu kannski ekki eins illa út á Höfn í Hornafirði eins og annars staðar. Þar væri mikið af farand- verkafólki og enn væri einhvern fisk að vinna. Mikil atvinna hefur loðað við Höfn í gegnum tíðina og liti fólk á þessa stöðvun sem nokk- urskonar frí. Sagði Sigurður að fóik væri í auknum mæli að snúa sér til verkalýðsskrifstofunnar að leita þar ráða og kanna sinn rétt til bóta. Ólafsfjörður: Um 120 at- vinnulausir HRAÐFRYSTIHÚS Ólafsfjarðar sagði upp sínu starfsfólki 28. des. sl. og lendir það allt á atvinnuleys- isskrá. Síðan segir hitt frystihúsið starfsfólki sínu upp á morgun og rennur uppsagnafresturinn út 13. jan. Þetta sagði Ágúst Sigurlaugs- son, formaður verkalýðsfélagsins Einingar á Olafsfirði, en það er deild í Einingu á Akureyri, í samtali við Mbl. í gær. Núna eru komnir á atvinnuleys- isskrá 54 hér á Ólafsfirði, 10 karl- menn og 44 konur, en með upp- sögnunum á morgun bætast við 54 konur og 15 karlmenn, þannig að í allt verða það 123 manns sem verða á atvinnuleysisskrá. Hér snýst allt um fiskinn og vinnsluna á honum og verður því lítið um að vera á Ólafsfirði næstu daga. En það vona hér allir að deilan leysist fljótlega. það er yfirleitt bjartsýnt fólk hér á Ólafsfirði. Það lagast þó ekkert strax og sjómannaverkfallið leysist, því þá á eftir að fara út og veiða og koma með fiskinn að landi. Það getur tekið þó nokkurn tíma og hef ég trú á því að það líði alltaf hálfur mánuður þangað til hér verði allt í fullum gangi á ný. Eg er hræddur um að erfiðlega gangi að eiga við þetta allt, en ég hef þá trú að ef um fiskverð semst þá semji sjómenn eins og aðrir launþegar hafa samið. Eskifirði: Öllum lausráðn- um sagt upp í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar er vinnu hætt en engum hefur verið sagt upp enn af fastráðnum starfs- mönnum, sagði Ævar Auðbjörnsson fréttaritari Mbl. á Eskifirði. Unnið er af fullum krafti við skreiðarverkun og saltfiskvinnslu, en allir lausráðnir hafa orðið að hætta. Hve margir þeir eru er ekki vitað enn. Það er enn mikil vinna í síldar- söltunarstöðvunum því enn er nóg af síldinni. Það hefur aðeins einu sinni verið skipað út síld héðan. Siglufjörður: Allt að 250 manns sagt upp Hér er eflaust svipað ástand og í öðrum sjávarplássum á landinu, sagði Kolbeinn Friðbjarnarson, formaður Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, í samtali við Mbl. Engin fiskvinnsla er í gangi þessa dagana á Siglufirði, er örfáir trillukarlar fara út og gera að afla sínum sjálfir. Við lifum þetta af, sagði Kol- beinn, við höfum lent í verkfalli fyrr. Kolbeinn hélt að 200 til 250 manns hefði verið sagt upp á Siglufirði, fólk sem vinnur alfarið í frystihúsum. Hér vonast allir eftir því að sjómannaverkfallið leysist sem fyrst, sagði Kolbeinn. Kröfur sjómanna eiga fullan rétt á sér, en það er annað hvernig eigi að leysa vandann í efnahagsmál- um landins, sem verkfallinu teng- ist vitanlega, en er fyrir stærri gripi en mig að leysa. Það er mjög lítið um að vera þessa dagana á Siglufirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.