Morgunblaðið - 06.01.1982, Page 22

Morgunblaðið - 06.01.1982, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1982 Reynir Sigurðsson við beituskurðarvélina l.jósm. Mbl.: Kristján íslenzkt fyrirtæki med beituskurdar vél á markaðinn FYRIRT/EKIÐ Sjávarvélar sf. í Garðabæ hefur hafið framleiðslu á beituskurðarvélum og er ein slík vél þegar farin til Kanada. I'að voru Kanadamenn sem áttu hug- myndina að framleiðslu slíkrar vélar, og var hugmyndin síðan út- færð hér á landi. Reynir Sigurðsson hjá Sjávar- vélum sagði í samtali við Morg- unblaðið, að vélin sem send hefði verið til Kanada þverskæri að- eins beituna t.d. síld. Nú væri hins vegar lokið við smíði á ann- arri vél sem langskæri fyrst og síðan þverskæri. Beituskurðar- vélin er það afkastamikil að hún sker beitu á eitt bjóð á mínútu, en í kringum 420 önglar eru nú hafðir á bjóði. Reynir sagði, að beituskurð- arvélin væri hluti af stærra verkefni sem fyrirtækið ynni að, en það væri beitningarvél. Þegar væri búið að reyna lagningsvél- ina og hefði hún reynst mjög vel. Þá væri hún það lítil, að hægt yrði að nota hana um borð í minnstu bátunum. Stykkishólmur: Friðsæl áramót Stvkkishólmi, 2. janúar. ÁRAMÓTIN voru hér eins og að vanda friðsæl. Við fengum messur á gamlaársdag í báðum kirkjunum og á nýjársdag var messað í kaþólsku kirkjunni. Brenna var hér um ára- mótin og áramótaball eins og áður hefir tíðkast og mikið var um flug- elda og sprcngiefni. Á gamlaársdag var símasam- bandslaust milli Stykkishólms og útnessins, þ.e. Grundarfjarðar, Ólafsvíkur og Hellissands, vegna bilunar í stöðinni i Grundarfirði og til þess að þessir staðir fengju samband fyrir áramót varð að fá tæknimenn með flugvél úr Reykjavík til að koma samband- inu í lag og tókst það um kl. 4 svo allt komst í besta lag. Um áramót- in er mikið hringt milli vina og kunningja og er álagið á símanum þá gífurlega mikið og mörgum gengur erfiðlega að ná sambandi. Fréttaritari Fleiri kvikmynda- hús með hlidarsali? FVRIR stuttu var sagt hér í Mbl. frá umsókn Stjörnubíós til Korgarráðs um að opna hliðarsal í húsinu við hliðina á bíóinu. Fleiri kvikmyndahús eru ísvip- uðum hugleiðingum. Grétar lljartarson hjá Laugarásbíói sagði að tillaga la-gi nú fyrir hjá Sjó- mannadagsráði um byggingu slíks hliðarsalar en allt væri enn á umræðu- stigi og yrði líklega tekin ákvörðun um framkvæmdir í vor. Hann sagði að undirbúningur hefði staðið í tvö ár, búið væri að teikna salinn og gert ráð fyrir að . ~ y| — >, ,r hann verði samsíða bíóinu en taki hinsvegar ekki nema um 200 manns í sæti. Grétar sagði að þetta fyrirkomu- lag tíðkaðist víðast erlendis og væri með notkun hliðarsala auknir möguleikar til að nýta betur bæði kvikmyndir og starfsfólk. I Háskólabíói fengum við þær upplýsingar að bygging nýs bíó- húsnæðis í samvinnu við HI væri á umræðustigi. Ekkert hefur þó verið ákveðið í þeim efnum, en bygging hliöarsalar þar er ekki talin hentug vegna útlits hússins og umhverfis. rv v n - r - Norðlenzk trygging hf. hættir starfsemi: Trygging hf. yfirtekur eignir og skuldir félagsins Á AÐAI.FUNDI Norðlenzkrar tryggingar hf. 27. des. sl. var samþykkt að hætta rekstri sjálfstæðs tryggingafélags og slíta félaginu Norðlensk trygging hf. Félagið hefur starfað sem alhliða tryggingafélag síðan 1971 og sem slíkt verið eina tryggingafélagið utan Reykjavíkur. Vegna stóraukinna krafna Tryggingaeftirlits ríkisins um eig- ið fé slíkra félaga var þess freistað að auka hlutafé á yfirstandandi ári, en slíkt tókst ekki í nægjan- legum mæli. Varð því, til mikilla vonbrigða fyrir hluthafa og stjórnendur, að taka fyrrgreinda ákvörðun. Frá fyrstu tíð hefur Norðlensk trygging hf. haft umboð fyrir Tryggingu hf. í Reykjavík vegna bifreiðatrygginga og gott sam- starf verið milli félaganna. Hefur fyrir velvilja síðarnefnda félags- ins tekist að koma því til leiðar að Trygging hf. taki að sér réttindi og skyldur Norðlenzkrar trygg- ingar hf. við tryggingataka og yf- irtaki aðrar eignir og skuldir fé- lagsins. Af hálfu Norðlenzkrar tryggingar hf. hefur tryggingaeft- irlitinu verið gerð grein fyrir framangreindum breytingum og það samþykkt þær. Þrátt fyrir þau vonbrigði sem það veldur að verða að hætta starfsrækslu sjálfstæðs alhliða tryggingafélags utan höfuðborg- arsvæðisins, vonar stjórn félags- ins að viðskiptavinir þess virði góðar undirtektir Tryggingar hf. varðandi yfirtöku tryggingastofna og láti umboð þess á Ákureyri njóta viðskipta sinna framvegis. Fréttatilkynning frá stjórn Norðlenskrar tryggingar hf. Stykkishólmur: Færð um jól og áramót ágæt á Snæfellsnesi Stykkishólmi 3. janúar. Færð á vegum hér á Snæfells- nesi um jói og áramót var ágæt. Að vísu snjóaði talsvert á Þorláks- messu en það stóð ekki lengi og strax á annan í jólum var komin þýða og snjórinn horfinn að mestu, en við fengum þó hvít jól og setti það sinn svip á hátíðina. Samsöngur tepptust því ekki og milli staða hér á norðanverðu nes- inu er færðin góð og í tilefni þess munu sumarfcrðir áætlunar- bifreiða halda áfram svo lengi sem hægt er. Það eru ferðir á hverjum degi og er þetta í fyrsta sinn sem svo horfir við um ára- mót. Vegir þeir sem ég hefi ekið um þessi tímamót eru flestir góðir, nema í nágrenni Stykkishólms, þar eru þeir bæði holóttir, ósléttir og leiðinlegir. Rafmagn til upphitunar er komin í mörg hús hér. Þó ferð Sveinn Björnsson verður formaður Verðlagsráðs SVEINN Björnsson, nýskipaður skrifstofustjóri viðskiptaráðu- neytisins, tekur innan tíðar við formennsku í Verðlagsráði, en formaður þess var forveri Sveins í viðskiptaráðuneytinu, Björgvin Guðmundsson, sem tekið hefur við framkvæmdastjórastarfi hjá Bæj- arútgerð Reykjavíkur. Næsti fundur í Verðlagsráði verður í næstu viku og þá undir stjórn hins nýja formanns. þessi þróun hægt enda er víst lítill verðmunur á að kynda með rafmagni eða olíu. Olían hefir verið blandin nú á þessum tím- um og ýmsa hefi ég hitt sem RAFBOÐI hf. hefur opnað nýtt rafmagnsverkstæði og verzlun að Eyjagötu 9 í Reykjavík. Húsnæðið er 550 fermetrar að stærð og er þar iager, teiknistofa og skrifstofa auk verzlunarinnar og verkstæðisins. Yerkstæðisformaður er Haraldur Konráðsson, sem starfað hefur hjá fyrirtækinu sl. 8 ár. Rafboði hf. hefur rekið raf- magnsverkstæði í Garðabæ um 11 ára skeið en fyrirtækið hefur kvartað hafa yfir að hún hafi frosið á nóttunni og þeir þurft að byrja daginn með að þýða olíuna til að fá hita í húsin. Fréttaritari sérhæft sig í skiparaflögnum. Hefur það m.a. annast allar ný- smíðar á þessu sviði fyrir Stálvík hf. á þessum tíma en jafnframt annast viðgerðir á raflögnum tog- ara í Hafnarfirði og hin síðari ár í Reykjavík. Fyrirtækið fæst einnig við smíði og uppsetningu raf- eindabúnaðar í skip. Þá hefur Rafboði sérhæft sig í smíði raf- taflna fyrir skip og hefur á sínum vegum járnsmíðaverkstæði þar sem töflurnar eru smíðaðar. Stjórnendur Rafboða hf. ásamt verkstæðisformanni á hinu nýja verkstæði fyrirtækisins að Eyjargötu 9. F.v. Jón Á. Hjörlcifsson stjórnarformaður, Smári Hermannsson framkvæmdastjóri og Haraldur Konráðsson verkstæð- isformaður. Rafboði hf. opnar verkstæði í Reykjavík Vita Andersen les upp úr verkum sínum DANSKA skáldkonan Vita Andersen gistir ísland dagana 7,—11. jan. Vita Andersen er íslendingum góðkunn af verkum sínum. Ljóðabókin í klóm öryggisins kom út 1980 og smásagnasafnið Haltu kjafti og vertu sæt núna fyrir jólin (Lystræninginn). f Alþýðulcikhúsinu standa yfir sýningar á leikritinu Klskaðu mig. Skáldskapur Vitu Andersen lýsir duttlungum ástarinnar, sýnir barnið í heimi fullorðinna, konuna í karlasamfélaginu og er málsvari hinna málsvarslausu. Föstudaginn 8. jan. er hádeg- isverðarfundur á vegum Kven- réttindafélags íslands í Norræna húsinu kl. 12.15, þar sem Vita Andersen mun lesa upp og svara spurningum. Fundurinn er öllum opinn. Á laugardag 9. jan. kl. 16.00 er dagskrá í Norræna húsinu. Vita Andersen, Nína Björk Árnadótt- ir og Kristín Bjarnadóttir lesa upp úr verkum skáldkonunnar. Á sunnudagskvöld 10. jan. kl. 20.30 verður sýning á leikritinu Elskaðu mig í Alþýðuleikhúsinu Á eftir verða umræður þar sem höfundur situr fyrir svörum um verk sín. .iitui'(in/5iM jnui/ío tn iy, tr.ujtiiio num a».ooi/nq

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.