Morgunblaðið - 13.01.1982, Side 2

Morgunblaðið - 13.01.1982, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982 Reykjavíkurskákmótið: Korchnoi harmar að geta ekki komið - tveir júgóslavneskir stórmeistarar til viðbótar vilja koma Tillaga Páls Gfelasonar í borgarstjórn: Hefja undirbúning næsta áfanga G-álmu Borgarspítalans á þessu ári „BORGARSTJÓRN Reykjavíkur felur stjórn Sjúkrastofnana að hefja á þessu ári undirbúning að byggingu næsta áfanga þjónustuálmu Borgarspítal- ans (G-álmu), svo að hönnun þessarar byggingar geti hafist á næsta ári. I'annig hljóðar tillaga sem Páll Gíslason borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram á síðasta fundi borgarstjórnar og var hún samþykkt samhljóða. í greinargerð með tillögu Páls byggingu við fyrsta áfanga þjón- segir að um þessar mundir sé ustuálmu Borgarspítalans að Erfiðleikar í vænd- um hjá bæjarfélögum BÆJAR- og sveitarstjórnir víðs veg- ar um land hafa af því áhyggjur, að standi sjómannaverkfallið lengi yfir úr þessu, muni það koma til með að hafa mikil og neikvæð áhrif á rekst- ur bæjarfélaganna. Fólk, sem ekki hefur atvinnu vegna verkfallsins, mun eiga í erfiðleikum með að borga gjöld vegna peningaleysis, ef lausn sjómannadeilunnar dregst úr hófi fram og ýmsar framkvæmdir bæjarfélaganna eiga á hættu að stöðvast. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við rúman tug bæjar- og sveitarstjóra um allt land og innti þá eftir, hver áhrif verkfall sjó- manna hafi haft á rekstur bæjar- félaganna og muni hafa í framtíð- inni. Svörin voru flest á þá leið, að það hefði óheillavænleg áhrif, ef verkfallið drægist mikið lengur á langinn. Þó áhrifin séu ekki enn farin að gera vart við sig í miklum mæli, þá óttast bæjarstjórnir að fólk muni eiga í erfiðleikum með að borga ýmis gjöld, tekjur bæjar- félaganna muni minnka og fram- Suðureyri: íbúðarhús eyðilagð- ist í eldi ÍBÚÐARHÍJS og áfóst skúrbygging á Suðureyri við Súgandafjörð cyði- lögðust af eldi í gærmorgun. Einn maður bjó í húsinu, sem var í eigu hreppsins. Slökkviliðið var kallað út laust eftir kl. 6 á þriðjudagsmorgun og var þá eldur laus í vegg milli skúrsins og íbúðarhússins. Slökkvistarf gekk greiðlega, en húsin eru talin ónýt og voru þau komin nokkuð til ára sinna. Inn- búi mannsins tókst að bjarga að mestu leyti. kvæmdir jafnt einstaklinga sem bæjarfélaganna muni stöðvast. Sjá nánar viðtöl við bæjar- stjóra og sveitarstjóra á bls. 16 og 17. ljúka og að bygging B-álmu spítal- ans verði langt komin árin 1983—’84. Segir að þjónusta við sjúklinga á Borgarspítalanum hafi aukist og hagkvæmt sé að veita fjölbreytta þjónustu á göngudeildum og spara með því innlagnir, en slíkt krefjist aukins húsnæðis. Þá muni, með tilkomu B-álmu spítalans, verða þörf fyrir aukna þjónustu. Hins vegar muni undirbúningur næsta áfanga þjónustudeildar taka nokkurn tíma og því sé nauð- synlegt að undirbúa málið vel og rétt sé að nota þetta ár til að koma málinu á rekspöl með samþykkt borgarstjórnar. VIKTOR Korchnoi, hinn landflótta sovéski stórmeistari, hefur skrifað Skáksambandi íslands bréf og harmað að geta ekki tekið þátt í Reykjavíkurskákmótinu. Hann seg- ist hafa dregið úr hömlu að svara bréfi Skáksambandsins vegna „slælegrar frammistöðu í Meranó svo undrum sætti“. Viktor Korchnoi lýsti vilja sín- um til að koma hingað til lands þó síðar væri en vegna móts í Róm gæti hann ekki tekið þátt í Reykjavíkurskákmótinu. Tveir júgóslavneskir stórmeist- arar hafa lýst vilja sínum til að koma hingað til lands og tefla á Reykjavíkurskákmótinu. Þeir eru Matulovic, sem hefur áður teflt á Reykjavíkurskákmótinu, og Rejs- evic. Stjórn Skáksambandsins mun taka afstöðu til beiðni þess- ara stórmeistara síðar í vikunni, Már seldi fyr- ir 1835 þús. kr. í V-Þýzkalandi TÍKIARINN Már frá Ólafsvík fékk í gær hæsta heildarverð, sem íslenzk- ur togari af minni gerðinni hefur fengið fyrir fisk í Þýzkalandi. Már seldi alls 207,6 tonn fyrir 1835,6 þús- und krónur og var meðalverð á kfló kr. 8,84. Togarinn Ársæll Sigurðsson frá Hafnarfirði seldi síðan 173 tonn í Grimsby í gær fyrir 1.433,7 þús- und kr. og var meðalverð á kíló kr. 8,51. Menn áttu von á hærra verði í Grimsby fyrir aflann, en sökum ófærðar á vegum í Bretlandi, gekk illa að dreifa fisknum og því fékkst ekki hærra meðalverð. en frestur til að tilkynna þátt- töku rann út þann 15. desember síðastliðinn. Elvar í 4.—9. sæti í Hamar ELVAR Guðmundsson vann Norð- manninn Richard Bjerke í áttundu umferð alþjóðlega skákmótsins í Hamar í Noregi og er nú í 4.-9. sæti með 4' 2 vinning. Sigurskák Elv- ars í gær var stutt, hann yflrspilaði andstæðing sinn og vann í 29 leikj- um. Þorsteinn Þorsteinsson, sem einnig tekur þátt í mótinu, á væn- lega biðskák gegn Norðmanninum Heiberg, en hann hefur hlotið 3 vinninga. Þegar einni umferð er ólokið eru King, Englandi, og Tisdall, Bandaríkjunum, efstir og jafnir með 5‘/2 vinning. Federow- ice, Bandaríkjunum og Bernd- stein, V-Þýzkalandi hafa 5 vinn- inga. Ásamt Elvari hafa Cox, Englandi, Davies, Englandi, Myr- eng, Noregi, og D’Lange, Noregi, 4'/2 vinning. Karl vann í 9. umferð KARL Þorsteins, sem nú teflir á al- þjóðlegu unglingaskákmóti í Ríó de Janeiro í Brazilíu, vann Júgóslavann Zakit í 9. umferð og er efstur ásamt Wells frá Englandi og D’Lugy, Bandaríkjunum, með 7 vinninga. Karl vann Júgóslavann nokkuð örugglega í 40 leikjum, jók jafnt og þétt stöðuyfirburði sína. „Að- stæður hér í Ríó eru mjög góðar og ég hef telft nokkuð vel, en er hálfveikur í maganum," sagði Karl í samtali við Mbl. Stoftiuð sérstök hljóm- sveit fyrir Listahátíð Stofnun íslensku kammersveitarinnar í undirbúningi GUÐMUNDUR EMILSSON hljómsveitarstjóri hefur að beiðni Listahátíðar í Reykjavík safnað saman 40 tónlistar mönnum til þátttöku í hljómsveit, er halda á eina tónleika á Listahátíð í vor. Tónleikarnir verða 13. júní og er hljómsveitin eingöngu skipuð ungum íslenskum hljóðfæraleikurum og einleikurum, en Guðmundur Emilsson mun stjórna henni. Morgunblaðið ræddi stuttlega við Guðmund í tilefni þessa og greindi hann nánar frá hinum fyrirhuguðu tónleikum, en honum var auk þess að velja fólkið falið að skipuleggja og sjá um fram- kvæmd tónleikanna: — Forráðamenn Listahátíðar báðu mig að gangast fyrir útveg- un tónlistarmanna til að leika á einum hljómleikum og hef ég nú fengið 40 íslenska hljóðfæraleik- ara í lið með mér og ætla má að það sé í fyrsta sinn sem svo stór hljómsveit er eingöngu skipuð ís- lenskum hljóðfæraleikurum. Vil ég nota þetta tækifæri til að þakka forráðamönnum Listahá- tíðar fyrir það traust sem þeir hafa sýnt okkur öllum og er ég ekki í neinum vafa um að við munum gera okkar ýtrasta til að reynast traustsins verð. Á efn- isskrá er nýtt verk eftir ungt ís- lenskt tónskáld, Þorstein Hauks- son, og einleikarar eru allir ís- lenskir. Auk verks Þorsteins verða flutt verkin Duo Concertino eftir R. Strauss, einleikarar Sig- urður I. Snorrason á klarinett og Hafsteinn Guðmundsson á fagott, Sinfonia Concertante eftir Moz- art, einleikarar Sigurlaug Eð- valdsdóttir fiðluleikari og Ásdís Valdimarsdóttir lágfiðluleikari og síðasta verkið verður konsert fyrir hljómsveit eftir suðuramer- íska tónskáldið Ginastera. Ekki hefur verið auðvelt að velja menn til að skipa þessa Listahátíðarhljómsveit og nokkr- ir hafa óhjákvæmilega orðið út- undan að þessu sinni, en ég tel að þarna sé um að ræða mjög góða tónlistarmenn. Yfirleitt er þetta fólk í námi eða starfi við tónlist, sumt í öðrum hljómsveitum hér- lendis eða erlendis. Eg hef haft samband við allt þetta fólk og æf- ingar munu síðan hefjast í vor viku fyrir tónleikana. í framhaldi af þessu var Guð- mundur Emilsson spurður hvort framhald yrði á starfsemi þessar- ar hljómsveitar, en tónleikarnir verða aðeins einu sinni. Sagði hann að frá því sl. sumar hefði staðið yfir undirbúningur að stofnun nýrrar hljómsveitar, sem yrði óbeint framhald af þessari og kvað hann kærkomið að greina nánar frá því máli, sem oft væri ruglað saman við þessa einu tón- leika hjá Listahátíð: — Sl. sumar hittumst við nokk- ur til að kanna starfsgrundvöll hljómsveitar og skipa 8 manns nú undirbúningsstjórn. Samin hafa verið drög að lögum og starfs- áætlun fyrir íslensku kammer- sveitina og er ráðgert að hljóð- færaleikarar í sveitina, 40 talsins, verði ráðnir að loknu prófspili. Sérstök dómnefnd mun velja í hljómsveitina ásamt undirbún ingsstjórn inni, en hana skipa: Þorkell Jóelsson hornleikari, Guð- ný Guðmundsdóttir konsertmeist- ari, dr. Ingjaldur Hannibalsson iðnaðarverkfræðingur, Jón örn Marinósson lögfræðingur og tón- listarstjóri, Hafsteinn Guð- mundsson fagottleikari, Sigurður I. Snorrason klarinettleikari og Ásgeir Sigurgestsson sálfræðing- ur, auk mín. Þessa stjórn skipar fólk með ýmsa sérþekkingu, sér- staklega á stjórnunarsviði, auk tónlistar, sem hagnýta þarf í þágu tónlistarinnar, en geta má þess í sambandi við Jón Örn Marinósson að hann var fenginn áður en hann varð tónlistarstjóri og hefur óhjákvæmilega orðið að draga sig nokkuð í hlé þótt hann sitji enn í stjórninni. Hann situr nú í yfir- stjórn Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. Hugmynd okkar er sú að safna styrktarmeðlimum, halda reglu- lega tónleika, kannski á móti tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, en við ætlum ekki að keppa við hana, heldur að fylla upp í þau tónbókmenntalegu skörð, sem Sinfóníuhljómsveit íslands eðlis síns vegna hefur ekki komist yfir að sinna. íslenska kammersveitin er stofnuð til að gefa ungum ís- lenskum hljóðfæraleikurum, tón- skáldum og væntanlegum hljómsveitarstjórum tækifæri, sem allir eru sammála um að þeir eigi fyllilega skilið. Það komast ekki allir fyrir á sviðinu í Há- skólabíói í einu. Ef marka má undirtektir hljóðfæraleikaranna, sem falast var eftir vegna Lista- hátíðartónleikanna, þykist ég vita að íslenskir tónlistarmenn og tón- listarunnendur bíði spenntir eftir þessu tækifæri, en hljómsveitin gæti mjög auðveldlega flutt, auk venjulegra verka, ballettónlist, óperur í konsertuppfærslu, og yf- irleitt ýmis tónverk frá gömlum og nýjum tíma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.