Morgunblaðið - 13.01.1982, Page 7

Morgunblaðið - 13.01.1982, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982 7 Nýkominn kvöldklæðnaður Mussa meö vesti kr. 385.-. Hnébuxur 270.-. Samkvæmisblússur kr. 290.-. r i ■■roagirciirarM nr wvnmr* Í'i\rn"d' »UL wuw A rr n Auðbrekku 44-46 Kópavogi PÓSTSENDUM SAMDÆGURS — SÍMI 45300. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU FLOKKSFORMADUR OG REIKNITÖLVA: ER VERIÐ AÐ REIKNA ÚT VERDBÓTASKEROINGU Á LAUN — EOA GENGISLÆKKUN FLOKKS OG KRÓNU? Alþýdubandalagið út í kuldann „Jafnvel þótt Sjálfstæðisflokknum mis- takist aö endurheimta hreinan meirihluta í borgarstjórn er eitt víst: Næsti borgarstjórn- armeirihluti verður ekki undir forystu Al- þýðubandalagsins og trúlega heldur ekki með aðild þess“! (Úr leiðara Alþýðublaðsins í gær, málgagns eins samstarfsflokksins í vinstri meirihluta borgarstjórnar.) Utgönguvers Alþýðubanda- lagsins Fyrri hluti Alþýðublaðs- loiðarans hljóðar svo: „(Uansmynd forsætis- ráðherra af ímynduðum ár angri í efnahagsmálum er hrunin í þúsund mola. Stefnuræða hans frá þvf í október sl. um góðan ár angur efnahagsráðstafana frá því fyrir ári væri nú að- eins nothæf í áramóta- skaup, væri hún til á video. Héðan í frá á ríkisstjórnin aðeins eina leið ófarna: Út- gönguleiðina. Jafnvel þótt ráðherrunum takist, seint og um síðir að berja saman eitthvert bláþráðarsam- komulag um fiskverðs- hækkun og gengisfellingu, verður það ekki til annars en að undirrita dauðadóm yfir núverandi stjórnar samstarfi. Ilið sjálfvirka vélgengi verðbólgu kerfis- ins hcfur hér með tekið völdin af ríkisstjóminni. Kkkert sem ríkisstjórnin getur gert hér eftir fær neinu breytt um þá verð- bólguholskeflu sem þegar er risin: læssari ríkisstjórn mun skola burt í úLsoginu. (fengislækkunin verður of lítil og hún kemur of seint Hún gerir ekki betur en að koma hjólum at- vinnulífsins aftur af stað. En afieiðingar hennar og fiskverðshækkunarinnar, sem engin innistæða er fyrir, munu segja til sín jafnóðum. Ilækkun launa — og annars framleiðslu- kostnaðar í kjölfarið stefn- ir atvinnulífinu í nýja stöðvun strax I. marz nk. I>eim vanda verður mætt með hröðu gengissigi. Önn- ur úrræði eru ekki tiltæk, úr því sem komið er. I>að mun enn verka eins og olía á verðbólgubálið. Við þetta bætLst gengtslækkun doll- arans, versnandi viðskipta- kjör og sívaxandi við- skiptahalli. (>g tvennt í viðbút Kjarasamningar eru lausir og sveitarstjórn- arkosningar framundan í maflok. Stjórnarliðið mun heyja þær kosningar í skugga þess efnahagsöng- þveitis, sem öllum verður sýnilegt að ríkisstjórnin fær ekkert við ráðið. Sigur jón l’étursson hefur nú þegar kveikt á norska jóla- trénu í síðasta sinn. Jafn- vel þótt Sjálfstæðis- fiokknum mistakist að endurheimta hreinan meirihluta í borgarstjórn, er eitt víst. Næsti borgar stjórnarmeirihluti verður ekki undir forystu Alþýðu- bandalagsins og trúlega heldur ekki með aðild þess. Eftir mátulega útreið í borgar og bæjarstjórnar kosningum mun setja alvarlcgan pólitískan hroll að hinni nýju stétt í forystu Alþýðubandalagsins. Hún verður þá komin að út- gönguversinu í þessu stjórnarsamstarfi. I.íkurnar á tvennum kosningum hafa því óneitanlega aukizt mjög við atburði seinustu daga. Hér eftir er tómt mál að tala um samkomulag milli aðila stjórnarsam- starfsins um efnahagsað- gcrðir sem geti forðað þeim undan holskeflunni. Hún verður ekki stöðvuð úr þessu. Stjórnarsamstarf- ið er því í raun og veru þegar brostið. Bæði komm- ar og framsókn, og m.a.s. liðhlauparnir úr Sjálfstæð- isflokknum eru farnir að hugsa til þess að vfirgefa hið sökkvandi skip." „Alþýdulýd- veldi“ — hvad er það? „Alþýðulýð- - veldi“ Vilhjálmur Eyþórsson getur þess réttilega í grein- arstúf í Mbl. 30. desember sl., að nafn austurþýzka ríkisins, „Die Deutsche Demokratisehe Kepublik" sé ekki kórrétt þýtt í frétt- um fjölmiðla eða opinber um skjölum með orðunum „þýzka alþýðulýðveldið". Hvergi sé minnzt á „al- þýðu" í hinu þýzka nafni landsins. (ireinarhöfundur telur orðið „lýðra'ðislýð- veldi" nær lagi, ef orð hans eru skilin rétt. (irannt skoðað er það öfugma'li að kenna þjóð- skipulag af þeirri gerð sem tíðkast í A Evrópu við al- þýðu, lýðræði eða lýðveldi. I>egar orðið „alþýðulýð- veldi" er nolað er því hvorki um orðrétta þýðingu á heiti ríkisins að ræða né „réttnefni", með hliðsjón af flokksræði og mannrétt- indaskerðingu þar á bæ. (ireinarhöfundur hefur því réttmæta ásta'ðu til at- hugasemdar sinnar. A hitt ber þó að líta að orð fá oft gagnstæða merkingu við hina upp- runalegu í hugum og orð- færi fólks. I’annig er orðið „alþýðulýðveldi" í mæltu máli dagsins í dag ekki heiti eða skilgreining lýð- réttindaríkis, heldur hins gagnstæða, ríkls þar sem alræði kommúnismans mótar þjóðfélagsgerðina (með tilheyrandi réttinda- stöðu Ld. pólsks almenn- ings). Arftaki Kommún- istaflokks Islands (síðar Sósíalistaflokks) nefnir sig og „Alþýðubandalag". I>ar er hin „gagnsta'ða" merk- ing enn á ferð. I>annig eru tvær hliðar á þessu máli eins og ýmsum öðrum. v «*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.