Morgunblaðið - 13.01.1982, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982
Krefst þess ad
stjórnvöld sinni
frumkvæðisskyldu
Moigunblaóinu hefur borist eftirfar-
andi ályktun frá Verkamannasam-
bandi íslands:
„Framkvæmdastjórn VMSI lýsir
þungum áhygiyum af því gei(fvæn-
lega atvinnuleysi, sem nú ríkir hjá
fiskvinnslufólki vegna verkbanns at-
vinnurekenda og verkfalls sjó-
manna.
Fram hefur komið að ákvörðun
fiskverðs er helsta hindrunin fyrir
lausn á kjaradeilu sjómanna og út-
vegsmanna. Fundurinn krefst þess
að ríkisvaldið sinni frumkvæðis-
skyldu sinni í Verðlagsráði, en raun-
in hefur verið sú á undanförnum ár-
um að frumkvæðisskylda ríkisvalds-
ins hefur verið ótvíræð hvað varðar
ákvörðun fiskverðs.
Atvinnuleysi er böl sem er ís-
lensku þjóðfélagi til vansæmdar og
því hvetur framkvæmdastjórn VMSI
til skjótrar viðunandi lausnar á yfir-
standandi kjaradeilu".
Fréttabréf
úr Reykja-
fjarðarhreppi
Botni, Keykjafjarðarhreppi, II. janúar.
IIKR VII) Djúp hefur rfkt einstak-
lega erfitt tíðarfar í haust og það
sem af er vetri. I>að var því öllum til
óblandinnar gleði, er gerði hið feg-
ursta veður á aðfangadag jóla og
einnig jóladag, en þá var messað í
Vatnsfjarðarkirkju.
A annan dag jóla hélt Kvenfélagið
Sunna jólatrésskemmtun í Reykja-
nesskóla, öllum er sóttu hana til
mikillar ánægju.
Sjónvarpsmál
Heldur voru börn hér vestra
óánægð með útsendingu sjón-
varpsins á jóladag, því að á meðan
Stundin okkar var á dagskrá, datt
mynd og tal út, hvað eftir annað,
og varð fólk því aðeins aðnjótandi
slitra úr þættinum. Reyndar eru
sjónvarpsmál í miklum ólestri
hér, svo að vart verður við unað. I
Inn-Djúpshreppunum fjórum eru
44 býli auk Reykjanesskóla og eru
á 15 bæjum alls engin sjón-
varpsskilyrði og á öðrum bæjum
afar léleg. Þetta er döpur stað-
reynd hér í strjálbýli, a.m.k. í
svartasta skammdeginu og fólk
því orðið langeygt að bíða úrbóta.
Samgöngur
Það verða að teljast mörg spor
fram á við í samgöngumálum
okkar, að hingað gengur í fyrsta
sinn mjólkurbíll að vetrinum,
a.m.k. svo lengi sem fært verður,
en snjómokstur er hér ekki á fjár-
lögum og hvílir því á sveitar-
stjórnum eða öllu heldur bændun-
um sjálfum. Það eru því gífurleg
þægingi fyrir mjólkurframleið-
endur, að þurfa ekki að berjast við
að koma mjólkinni á ferjubryggur
allan veturinn, eins og hingað til
hefur tíðkast. Því er von til að
þetta fyrirkomulag auki áhuga
bænda á mjólkurframleiðslu, en
mjólkurskortur hefur verið und-
anfarna vetur hjá Mjólkursamlagi
Isfirðinga.
Hér er stillt og fagurt vetrar-
veður þessa dagana, en mikið frost
hefur verið að undanförnu á snjó-
litla og auða jörð og vatn hefur
þrotið á einstaka bæ. Eru bændur
nú farnir að óttast enn eitt harð-
ærið hvað grassprettu og heyöflun
snertir. Það er ekki sízt vegna fall-
valtrar heyöflunar í Inn-Djúpi, að
tveir bændur hér í Mjóafirði eru
að koma sér upp aukabúgreinum,
sem ekki krefjast heyfóðurs. Að
Botni eru þegar komnir 56 refir,
en að Eyri eru væntanleg svín um
næstu mánaðamót, en það eru áð-
ur óþekktar búgreinar hér.
Nýju ári fylgja beztu óskir.
Ágúst
Gefa gerlarannsóknir rétta mynd af ástandi kjötvara?
Samkvæmt niðurstöðum rannsókna sem lagðar voru fram á blaðamannafundi, sem Matvælarannsóknir ríkisins héldu í síðustu viku,
reyndust aðeins um 42 prósent sýna, er tekin hafa verið af hráum kjötvörum árin 1976—1980, vera af söluhæfri vöru, um 77 prósent
sýna af unninni og soðinni kjötvöru reyndust söluhæf vara, um 54 prósent sýna af áleggi og um 63 prósent sýna af samlokum.
Morgunblaðið hafði samband við þrjá stærstu kjötframleiðendur landsins, Samband íslenzkra samvinnufélaga í Reykjavík, Sláturfé-
lag Suðurlands og Kjötmiðstöð KEA á Akureyri og spurðist fyrir um álit þessara aðila á fyrrgreindum niðurstöðum.
Tel ekki ástæðu til að taka
þessar niðurstöður alvarlega
- segir Óli Valdemarsson hjá Kjötiðnaðarstöð KEA
„VIÐ vitum alveg hvar við stöndum
í þessum málum og við stöndum
miklu betur en þessar niðurstöður
Matvælarannsókna ríkisins segja til
um — við erum hér með cigin rann-
sóknarstofu og fylgjumst með fram-
lciðslunni frá degi til dags,“ sagði
Óli Valdimarsson hjá Kjötiðn-
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Matvæla-
rannsóknum ríkisins í framhaldi af
blaðamannafundi stofnunarinnar sl.
miðvikudag þar sem skýrt var frá
niðurstöðum gerlarannsókna á mat-
vælum, mjólk og mjólkurvörum og á
neyslu- og baðvatni í Morgunblaðinu
6. janúar:
Heilbrigðisnefndir sveitarfélag-
anna annast eftirlit með matvæla-
framleiðslu- og dreifingarstöðum
og taka sýni af matvælum eftir því
sem tilefni er til. Matvælarann-
sóknir ríkisins annast gerla-
fræðilegar prófanir á sýnum sem
heilbrigðisnefndirnar vilja láta
rannsaka, en stofnunin sjálf tekur
ekki sýni. Þannig eru yfir 90% að-
sendra sýna, sem rannsökuð voru
á því fimm ára tímabili sem
skýrslan fjallar um, frá heilbrigð-
isnefndunum.
Þegar matvælasýni berast til
stofnunarinnar fylgja oft tak-
markaðar upplýsingar um tilefni
sýnatöku. í skýrslunni er því ekki
hægt að greina á milli þess hvort
sýni eru tekin vegna reglubundins
eftirlits eða að um sé að ræða
áframhaldandi sýnatöku af mat-
vælum, sem reynst hafa gerla-
fræðilega gölluð eða slæm í fyrri
rannsóknum. Ætla má því, að
verulegur hluti sýnanna sé tekinn
hjá þeim aðilum, þar sem niður-
stöður gerlarannsókna hafa áður
reynst óhagstæðar. Einnig er hluti
þessara sýna rannsakaður vegna
gruns um skemmdir eða matar-
eitranir.
Þær niðurstöður sem birtar eru
í skýrslunni og vitnað er í t Morg-
unblaðinu, eru niðurstöður af
aðarstöð Kaupfélags Eyfirðinga á
Akureyri.
„Ég hlýt að viðurkenna að ég er
ekkert yfir mig hrifinn af þessum
yfirlýsingum — samkvæmt þeim
virðist Guðlaugur Hannesson,
forstöðumaður Matvælarann-
sókna, álíta að íslenzkir kjötiðn-
heildarfjölda rannsakaðra sýna í
fimm ár (1976—1980). Þessar
niðurstöður sýna hlutfall sölu-
hæfra sýna af heildarfjötda þeirra
sýna sem rannsökuð hafa verið.
Samkvæmt ofansögðu um tilefni
sýnatöku er því ekki rétt að túlka
þessar niðurstöður sem óbrigðulan
mælikvarða á ástand þessara mat-
væla, sem eru á boðstólum.
Á það skal þó bent að matvæla-
sýnin sem hafa verið rannsökuð
eru oftast tekin á framleiðslu- eða
dreifingarstöðum og hafa því
væntanlega verið ætluð til sölu.
Því verður að álykta, að séu niður-
stöður af gerlarannsóknum ein-
stakra matvælategunda bornar
saman, gefi þær vísbendingu um
mismunandi gerlafræðilegt
ástand matvælanna. Þannig gefa
niðurstöður rannsókna á sölu-
hæfni hrárra kjötvara á þessu
fimm ára tímabili til kynna að
hakk og fars (37,7% söluhæft) sé
lélegra að gæðum en kjöt í heilum
hlutum (60,6% söluhæft) án þess
þó að túlka megi þessar tölur sem
raunhæfa mynd af heildarástandi
matvælanna.
Eins og fram kemur í skýrslunni
er fjöldi matvælasýna sem berst
frá heilbrigðisnefndum mjög mis-
munandi. Fram kemur að engar
niðurstöður er að finna frá mörg-
um heilbrigðisnefndum og því ekki
vitað um ástand matvæla í þeim
sveitarfélögum. Nokkrar heil-
brigðisnefndir sveitarfélaganna
hafa tekið sýni reglulega og má
t.d. benda á að heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur hefur sent á þessu
tímabili 4.084 matvælasýni, sem
aðarmenn séu alls ekki færir um
sitt starf og hinir mestu sóðar. Ég
veit ekki hvernig þessi sýni eru
tekin sem þeir byggja niðurstöður
sínar á. Nú er mjög líklegt að
menn hafi sent Matvælaeftirlit-
inu sýni af kjöti sem komið var
fram yfir síðasta söludag til að
eru 59,2% af öllum aðsendum
matvælasýnum.
Að lokum skal það tekið fram til
að fyrirbyggja misskilning að orð-
in gallaður eða ósöluhæfur, sem
notuð eru við mat á gerlafræði-
legum niðurstöðum á matvælum
tákna að matvælin hafi takmark-
að eða ekkert geymsluþol á rann-
sóknardegi og/eða að hreinlæti við
meðferð og framleiðslú matvæl-
anna sé slæmt. Með þessum orðum
er ekki tekin afstaða til hvort fólk
geti sýkzt eða veikzt af neyzlu
þessara matvæla, en þau eru notuð
i aðvörunarskyni þar eð matvælin
teljast þá orðin mjög menguð af
gerlagróðri.
„Hjá Sláturfélagi Suðurlands
hefur verið starfrækt matvæla-
rannsóknastofa undanfarin ár þar
sem fylgst er mcð gæðum á vörum
fyrirtækisins. Með því er reynt að
ná fram sífellt betri vöru. Rann-
sóknaniðurstöður okkar eru á allt
annan veg en fram kemur í heild-
arniðurstöðum Matvælarannsókna
ríkisins", sagði Jón S. Friðjónsson
hjá Sláturfélagi Suðurlands.
Vert er að benda á, að
Matvælarannsóknir ríkisins fái
sýni til rannsókna frá ýmsum
heilbrigðisnefndum og í flestum
láta rannsaka það til að finna út
geymsluþol. Sýnin hljóta að vera
tekin úr framleiðslu sem eitthvað
meira en lítið er að — öðruvísi
gætu þeir ekki fengið svona geysi-
lega háar tölur. Við hér í Kjötiðn-
aðarstöðinni tökum um 6 hundruð
sýni á ári af öllum framleiðslu-
tegundum okkar en fáum ekki
niðurstöður í líkingu við þær sem
þarna er talað um. Ég tel því ekki
ástæðu til að taka þessar niður-
stöður alvarlega.
I þessu máli lendum við sem að
kjötiðnaði stöndum auðvitað milli
steins og sleggju. Framleiðsla
okkar verður að sjálfsögðu ekki
betri en það hráefni sem til okkar
kemur og við höfum enga stjórn á
því hvernig farið er með kjötið í
verslunum eftir að það er farið
frá okkur. Þess vegna finnst mér
gróflega að okkur vegið í þessu
máli þar sem sérstaklega virðist
sneitt að kjötvinnslunni en aðrir
aðilar látnir liggja á milli hluta.
Sú mengun vatns, sem talað er
um, er mjög alvarlegt mál en
kemur auðvitað meira niður á
fiskiðnaði en kjötiðnaði. Við hér
fyrir norðan erum betur staddir
þar sem við höfum mjög gott vatn
-og ætti það ekki að skaða fram-
leiðslu okkar," sagði Óli.
tilfellum eru einungis send sýni
til rannsókna sem eru grunuð
um að vera varhugaverð. Okkur
hjá Sláturfélagi Suðurlands
finnst, að það sem birst hefur í
fjölmiðlum um þetta mál sé vill-
andi, og mætti líkja því við að
rannsóknastofa sem fram-
kvæmdi alkóhólmælingar í blóð-
sýnishornum ökumanna fyrir
lögreglu, birti heildarniðurstöð-
ur rannsóknanna en síðan væru
útfrá því dregnar ályktanir um
ölvunarástand ökumanna al-
mennt."
Yfirlýsing Matvælarannsókna
Niðurstöður villandi eins
og þær eru settar fram
- segir Jón S. Friðjónsson hjá Sláturfélagi Suðurlands
Könnumst ekki við að
ástandið sé svona slæmt
- segir Steinþór Þorsteinsson hjá Afurðasölu Sambandsins
„ÉINS og fram kemur í niðurstöðum Matvælarannsókna ríkisins er
ástand þessara mála í beztu lagi hér í Reykjavík en einnig koma fram
upplýsingar um að eftirlit á þessu sviði er misjafnt og út um land er það
víða oí£lítið,“ sagði Steinþór Þorsteinsson, deildarstjóri Afurðasölu og
Kjötiðnaðarstöðvar Sambandsins.
„Hvað okkur snertir hér í
Kjötiðnaðarstöðinni, þá erum
við með eigin rannsóknarstofu
og tökum reglulega sýni til at-
hugunar af öllum framleiðslu-
vörum. Þegar eitthvað athuga-
vert reynist við framleiðsluna,
sem auðvitað kemur fyrir, tök-
um við strax til hendinni við að
bæta úr. Ég held að það sé ekki
hægt að komast nærri því að fá
góða vöru heldur en með þeim
aðferðum sem við beitum.
í skýrslu matvælarannsókna
er einnig fjallað um merkingar
en hér hjá Kjötiðnaðarstöð Sam-
bandsins höfum við nýlega
breytt okkar merkingum og bætt
við þær, og eru þær nú fullkomn-
ari og gefa meiri upplýsingar en
áður. I þessu sambandi hefur
orðið mikil framför og ég held að
hjá okkur séu merkingar í eins
góðu lagi og þær geta verið við
þessar aðstæður.
I þessu sambandi verður að
hafa í huga að gæði vörunnar
fara síður en svo eingöngu eftir
meðferð í kjötiðnaðarstöð heldur
líka eftir hráefninu. Hér fer
mestöll slátrun fram að hausti
og er kjötið oft orðið margra
mánaða gamalt er það kemur til
vinnslu. Frystigeymslur eru mis-
jafr.ar, sumar nýjar og vel úr
garði gerðar aðrar eldri og lé-
legri — þetta hefur áhrif á
hvernig það hráefni verður sem
við vinnum úr.
Þá hefur meðferðin á kjötvör-
um í verslunum mikið að segja.
Ég held að þær verslanir sem
skipta við okkur séu allar með
góðan geymslubúnað og kaup-
menn séu almennt mjög vel á
verði um góða meðferð á kjöt-
vörum. Það er hins vegar rétt að
það komi fram að ástandið væri
trúlega ennþá betra í matvöru-
verslunum ef innflutningsgjöld
og tollar á kæliborðum og frysti-
tækjum hefðu fengist lækkaðir
eins og verslunarmenn hafa far-
ið fram á. Ég veit til þess að
kaupmenn hafa dregið að endur-
nýja kælibúnað vegna þess hve
þessi tæki eru dýr.
Þessar niðurstöður Matvæla-
eftirlitsins koma mér mjög á
óvart og könnumst við alls ekki
við að ástandið sé svona slæmt
— niðurstöður rannsóknastofu
okkar benda til að það sé miklu
mun betra. Það er hins vegar
vissulega nauðsynlegt að neyt-
endur séu vel á verði og skapi
öllum aðilum, bæði framleiðend-
um, dreifingaraðilum og söluað-
ilum, aðhald, því aldrei má slaka
til um meðferð matvæla. Slíkt
aðhald neytenda skapar smátt
og smátt betri vöru, og vissulega
erum við sem í þessu stöndum
allir af vilja gerðir til að gera
okkar besta,“ sagði Steinþór.