Morgunblaðið - 13.01.1982, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982
BÍLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK ESSsSeH SÍMAR: 91
81199-81410
Bretland:
Jenkins fer fram
í aukakosningum
('lasi’ow, I2. janúar. \l*.
TALSMENN kosningabandalags Frjálslynda flokksins og
hins nýja jafnadarmannaflokks á Bretlandi tilkynntu í gær,
mánudag, að Koy Jenkins, einn helsti frammámaður jafnað-
armanna, yrði í framboði í aukakosningunum í Hillhead-
kjördæmi í Glasgow, sem haldnar verða á næstunni.
A blaðamannafundi í Glas-
Kow í gær sagði Jenkins, að
hann væri mjög þakklátur
bandamönnum sínum í Frjáls-
lynda flokknum fyrir tilhliðrun-
arsemina, en ákvörðunin um
framboð hans var tekin eftir að
tekist hafði að setja niður deil-
ur flokkanna um framboðsmál-
in. I skoðanakönnunum í
Hillhead í síðustu viku reyndist
.kosningabandalagið með Jenk-
ins í fararbroddi hafa fylgi
6—11% fleiri en Verkamanna-
flokkurinn og bera höfuð og
herðar yfir Ihaldsflokkinn, sem
rak lestina.
Þó að horfurnar séu sem sagt
bjartar fyrir Jenkins er talið, að
það geti haft nokkur áhrif, að
hann er ekki Skoti heldur frá
Wales, og stjórnmálafræðingur
einn segir, að ólíkar tilfinningar
kunni að bærast í brjósti fólks
þegar að kjördegi kemur. Ann-
ars vegar, að það líti á Jenkins
sem framagosa að sunnan, og
hins vegar, að því finnist upp-
hefð í því að fá svo kunnan
mann sem talsmann sinn.
Enn hefur ekki verið ákveðið
hvenær kosningarnar fara fram
en það er stjórnarflokkurinn,
sem því ræður. Hallast margir
að því, að þær verði ekki fyrr en
í marslok, þ.e.a.s. ef Thatcher
hefur eitthvað í pokahorninu
fyrir kjósendur þegar hún legg-
ur fram fjárlögin í vor.
Tyrkland:
Góð húsgögn á lægsta verði
og bestu kjörum sem hugsast
geta. Úrval á 5000 fm.
„Innrás-
inni“ á
Haiti
hrundið
Porl d(* l’aix, llaili, 12. janúar. Al\
TALSMAÐUR stjórnarinnar
á Haiti sagði í dag, ad þrír
menn hefðu verið handteknir
á Tortuga-eyju en þeir höfðu
gengið þar á land ásamt öðr
um fimm til þess að velta úr
sessi lífstíðarforsetanum
Jean-Claude Duvalier. Sagt
var, að fimmmenninganna
væri nú ákaft leitað.
I fyrri tilkynningum stjórn-
valda var sagt, að hermenn og íbú-
ar eyjarinnar, sem er um 25 km
fyrir norðan Haiti, hefðu rekið af
höndum sér vopnaða innrásar-
menn, en útlægur Haiti-maður í
Florida sagði hins vegar að „inn-
rásinni" væri alls ekki lokið.
Foringi innrásarmannanna er
Bernard Sansaricq, bensínaf-
greiðslumaður á Flórída, en að
undanförnu hefur hann kynnt
væntanlega valdatöku sína á Haiti
ailrækilega í fjölmiðlum, þannig
að Haiti-stjórn var við öllu búin
þegar til „innrásarinnar" kom.
Veður
víða um heirn
Akureyri 5 skýjað
Amsterdam -4 léttskýjað
Aþena 18 skýjað
Barcelona 14 mistur
Berlín +7 skýjað
Brussel í-3 heiðskirt
Chicago -15 snjókoma
Dyflinni ■r1 heiðskírt
Feneyjar 2 þokumóða
Frankfurt -5 snjókoma
Færeyjar 7 skýjaö
Genl 6 skýjað
Helsinki ^10 heiðskíN
Hong Kong 22 skýjaö
Jerúsalem 15 heiöskirt
Jóhannesarborg 28 heiðskírt
Kaupmannahöfn 1 heiöskírt
Kairó 20 skýjað
Las Palmas 21 skýjaö
Lissabon 12 rigning
London 2 skýjaö
Los Angeles 20 heiðskirt
Madrid 10 skýjað
Málaga 15 skýjað
Mallorka 17 hálfskýjaö
Mexikóborg 20 heiðskirt
Miami 17 skýjað
Moskva 5 skýjað
Nev* York -8 heiðskírt
Ný|a Delhí 20 ský|að
Osló -2 heiðskírt
París 1 heiöskirt
Reykiavík 7 rigning
Ríó de Janeiro 35 rigning
Rómaborg 16 skýjaö
San Francisco 14 heiðskirt
Stokkhólmur -6 heiðskirt
Sydney 29 heiðskirt
Tel Aviv 20 heiöskírt
Tókýó 16 skýjaö
Vancouver 3 rigning
Vínarborg -8 heiöskírt
Fjöldaréttarhöld
yfír öfgamönnum
Roy Jenkins
Isianhul, 12. janúar. Al\
HERSTJÓRNIN í Tyrklandi
hefur búið til mál á hendur
4000 vinstri- og hægrisinnuð-
um öfgamönnum, og eru þeir
sakaðir um samsæri gegn
ríkinu. Eru þessar fréttir
hafðar eftir opinberum emb-
ættismönnum, sem jafnframt
Kupreichik vann
á Hastingsmótinu
llasiings, 12. janúar. Al\
VIKTOR Kupreichik, 32 ára gamall
sovéskur stórmeistari, vann í dag
skákmótið í Hastings og er það í
fyrsta sinn í fimm ár, að Rússar eiga
þar efsta mann.
Kupreichik hlaut níu vinninga
af 13 mögulegum og fékk að laun-
um tæpar 20.000 kr. ísl., en í öðru
sæti urðu þeir Jonathan Speel-
man, Bretlandi, og Vassily Smys-
lov, Sovétríkjunum, með átta
vinninga hvor. Lokastaðan er á
mótinu var þessi:
1) Kupreichik 9 v., 2) Speelman
og Smyslov 8 v., 4) Mestel og And-
ersson 7V4 v., 6) Lein, Rivas, Short
7 v., 9) Taulbut 6'A v., 10) Little-
wood 6 v., 11) Chandler 5 v., 12)
Christiansen 414 v., 13) Szabo og
Ree 4 v.
segja, að 20.000 aðrir bíði
málshöfðunar í yfirfullum
fangclsum.
Eftir opinberum heimildum er
haft, að 40.000 manns, vinstri- og
hægrisinnaðir öfgamenn, hafi ver-
ið handteknir í Tyrklandi frá því
að herinn tók þar völdin fyrir 16
mánuðum. Fangelsin eru því yfir-
full og eru stjórnvöld að auki sök-
uð um að beita pyntingum og mis-
þyrmingum við yfirheyrslur.
Áður en herinn tók völdin, féllu
að jafnaði 20 manns dag hvern í
vígaferlum alls kyns öfgahópa og
á herstjórnin fylgi sitt meðal al-
mennings því að þakka, að henni
tókst að koma í veg fyrir það
blóðbað. Haft er fyrir satt, að til
fjöldaréttarhaldanna sé efnt til að
minnka „pappírsvinnuna", en rétt-
arkerfið í landinu er með eindæm-
um seinvirkt.
Koivisto kjörinn
„Madur ársins“
IIHsinki, janúar. Al\
MAUNO Koivisto forsætisráðherra
Finnlands var kjörinn maður ársins
í Finnlandi í könnun sem síðdegis-
blaðið llta-Sanomat gekkst fyrir í
byrjun ársins.
Koivisto þykir líklegasti eftir-
maður Urho Kekkonens forseta e
forsetakosningar verða haldnar
Finnlandi 26. janúar.
Koivisto hlaut 9.425 atkvæði
könnuninni en Ari Vatanen kapi
aksturshetja hlaut 4.835 atkvæð
Kekkonen hlaut 3.980 atkvæði.
ERLENT