Morgunblaðið - 13.01.1982, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANUAR 1982
15
Eyrarsund er ísi lagt og lítil skip og bátar verða að sigla í kjölfar þeirra stærri
til að komast leiðar sinnar. Þessi mynd var tekin í Koge-flóa í Danmörku sl.
laugardag, en þann daginn hafði ögn hlýnað. Danskir veðurfræðingar spáðu
þó öðru kuldakasti strax um helgina og eftir hana.
*
Aframhaldandi kuldar austan hafs og vestan:
Gífurlegar skemmdir á
ávaxtaekrum í Florida
New í ork, uinnon, 12. januar. Al*.
VETRARKULDARNIR í Randaríkjunum, þeir, mestu í
mannaminnum, eru taldir hafa valdið dauða 72 manna um
helgina aðeins og í dag náðu þeir langt suður á Flórída og
ollu gífurlegum skemmdum á appelsínu- og sítrónuuppsker
unni þar. A Rretlandi, einkum í Wales, unnu þúsundir manna
úr varaliði hersins við að opna þjóðvegi og leiðir að bæjum og
þorpum, sem hafa verið einangruð í fimm daga.
Við Mexíkóflóa, þar sem Miss-
issippi rennur til sjávar, var í dag
grimmdarkuldi og frost og einnig
um þvert og endilangt Texas. I
Buffalo í New York-fylki hefur
ekki fyrr mælst jafn mikil snjó-
koma á einum sólarhring, eða
tæpur metri, og í öllum Norður-
ríkjunum eru samgöngur meira
eða minna úr lagi gengnar.
Strandaglópar á vegum úti leita
gjarna hælis í bensínstöðvum og í
kirkjum og sums staðar hefur ver-
ið skotið skjólshúsi yfir fólk í
opinberum byggingum.
Á Flórída var í dag nokkurra
stiga frost og hafa þegar orðið gíf-
urlegar skemmdir á ávaxtaekrun-
um. Skólar og verksmiðjur voru
víða lokuð í Miðvesturríkjunum og
rafmagnsskortur mikill vegna ís-
ingar og of mikils álags.
í Wales á Bretlandi unnu her-
menn að því hörðum höndum að
opna þjóðvegi og leiðir til þorpa og
bæja, sem hafa verið einangruð
dögum saman. Varpað var niður
matarbirgðum til einangraðra
bændabýla og fóðri fyrir búfénað-
inn, sem víða er innlyksa í högun-
um. Kuldarnir hafa valdið Bretum
miklum búsifjum, bændur segjast
nú þegar hafa tapað milljónum
punda og vonir Breska stálfélags-
ins um hallalausan rekstur á
þessu ári eru nú sagðar að engu
orðnar.
I Norður-Evrópu eru áfram-
haldandi frost og í fréttum frá
Varsjá segir, að flóðin af völdum
klakastíflunnar í Vislu versni
stöðugt. Þar eru 80.000 ekrur
lands undir vatni og hefur orðið að
flytja á brott 12.000 manns af
þeim sökum.
Pyntingar í Pakistan
liondon, 12. janúar. Al*.
TALSMENN Amnesty International í London skýrdu frá því
í dag, að kerfisbundnar misþyrmingar á iongum og önnur
mannréttindabrot hefðu aukist í Rakistan síðan herstjórnin
afnam borgaralega dómstóla í landinu á síðasta ári.
I skýrslu, sem AI gaf út í Lond- að í einum mánuði aðeins, í mars í
on í dag, segir, að „þúsundir fyrra, hafi 6000 manns verið hand-
manna" hafi verið fangelsaðar teknir og sumir dæmdir til heng-
fyrir skoðanir sínar og margir dá- ingar eða húðstrýkingar.
ið í höndum lögreglunnar. Sagt er,
Fimm sjálfsmorð á dag í Danmörku
Kaupmannahofn, II . januar. Al\
DONSK heilbrigðisynrvöld skýrðu
frá því í dag, að sjálfsmorðum og
tilraunum til sjálfsmorða færi fjölg-
andi þar í landi, og þykir mönnum
nóg um, því Danir voru taldir eiga
heimsmet í þessum efnum.
Á árinu 1980 voru framin 1.618
sjálfsmorð í Danmörku og var
þar um 20% fjölgun að ræða frá
árinu áður. Bráðabirgðatölur
fyrir 1981 benda til þess að um
1800 Danir hafi framið sjálfs-
morð á því ári.
Þetta þýðir að fimm Danir
fremji sjálfsmorð á degi hverjum,
en embættismenn fullyrtu að
daglega gerðu tíu sinnum fleiri
Danir tilraun til að stytta sér
aldur, eða 50 talsins.
Þar sem Danir eru fimm millj-
ónir, þýða þessar tölur að 0,36%
þjóðarinnar gera tilraun til
sjálfsmorðs á ári. Prófessor Niels
Juul Nielsen geðlæknir heldur því
fram, að fjölgun sjálfsmorða og
sjálfsmorðstilrauna eigi rætur að
rekja til vaxandi efnahags- og fé-
lagslegrar kreppu i Danmörku.
Langmestur hluti þeirra sem
stytta sér aldur er á aldrinum 20
til 40 ára.
verðlækkun
leikið á verðbólguna!!!
Vegna hagstæðra samninga veitum við 15% afslátt af öllum
innréttingum frá Ballíngslöv
út janúar.
Við bjóðum yfir 30
mismunandi gerðir
eldhús- og baðinn-
réttinga. Auk þess
gott úrval fata-
skápa.
Til að kynna hina
ótal möguleika
Ballingslöv
innréttinga höfum
við ráðið innan-
hússhönnuð, sem
jafnframt er við-
skiptavinum okkar
til ráðuneytis.
ínnréttringaval hf.
Sundaborg 1 (austurendi — inng. frá Kleppsvegí)
Símar: 84333 — 84660.