Morgunblaðið - 13.01.1982, Page 18

Morgunblaðið - 13.01.1982, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982 Báðir ofnarnir í framleiðslu þegar nægjanleg raforka fæst segir Jón Sigurðsson, forstjóri íslenzka járnblendifélagsins „VIÐ HÖFl'M ekki uppi neinar ráðagerdir um að loka verksmiðjunni vegna markaðsaðstæðna erlendis,“ sagði Jón Sigurðsson, forstjóri íslenzka járn- blendifélagsins, í samtali við Mbl. — Við byrgðum ofninn vfir hátíðarnar, en settum hann af stað á tilsettum tíma eftir áramót og það gekk allt mjög vel, sagði Jón Sigurðsson ennfremur. Jón Sigurðsson sagði, að aðeins Framleiðsla verksmiðjunnar er annar ofn verksmiðjunnar væri nú í gangi, þar sem ekki fengist næg raforka. — Við fáum aðeins for- gangsraforku, sem nægir ekki einu sinni til að keyra annan ofninn á fuilum afköstum, sagði Jón ennfremur. um þessar mundir á bilinu 400—450 tonn á viku. Aðspurður sagði Jón Sigurðs- son, að þess sæjust lítil merki, að markaðurinn væri á uppleið. Að vísu benti ýmislegt til þess, að batnandi staða væri í Bretlandi, en það þyrfti mun meira að koma til, til þess að ástandið yrði gott. Jón Sigurðsson sagði ennfrem- ur, að hinn ofn verksmiðjunnar yrði gangsettur um leið og raf- magn fengist, en um það hvenær það yrði, væri ekkert hægt að segja á þessu stigi. Tilnefning forstöðumanns Borgarskipulags í dómnefnd: Tillagan hlaut ekki stuðning í borgarstjórn Á FUNDI borgarstjórnar, sem hald- inn var í síðustu viku, var lagt fram bréf (Juðrúnar Jónsdóttur, forstöðu- manns Borgarskipulags, varðandi tillögu skipulagsnefndar um að til- nefna forstöðumann Borgarskipu- lags í dómnefnd vegna hugmynda- samkeppni um skipulag Kvosarinn- ar. Ennfremur var fjallað um er- indi Arkitektafélags íslands vegna tilnefningar félagsins í dómnefndina. Fyrri hluti erindis- ins hlaut í borgarráði 3 atkvæði gegn 1, og því samþykkt, en síðari hlutanum var frestað. I borgarstjórn taldi Davíð Oddsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, í ræðu, að hann teldi óeðlilegt að forstöðumaður Borgarskipulags sæti í umræddri dómnefnd. Slík seta forstöðu- mannsins myndi binda hann í báða skó, því þegar farið væri að fjalla um hugmyndir þær sem fram kæmu hjá borginni, þá þyrfti forstöðumaður Borgarskipulags að vera borginni til ráðgjafar. Því væri óeðlilegt að hann væri einnig í dómnefndinni. Þegar mál þetta kom til at- kvæða, greiddu sjö borgarfulltrú- ar atkvæði með tillögunni en aðrir sátu hjá og náði því tillagan ekki fram að ganga vegna ónógs stuðn- ings. Þeir sem sátu hjá voru borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, borg- arfulltrúi Alþýðuflokksins. Nýja síðdegisblaðið: Hlutafjársöfnun stendur enn yfir KNN KK unnið að söfnun hlutafjár síðdegisblaðsins, sem fyrirhugað er að gefa út í Reykjavík. Samkvæmt þeim heimildum, sem Morgunblað- ið hefur aflað sér, mun enn vanta um I milljón upp á að nægilegt hlutafé hafi safnazt. Þrátt fyrir þetta búast að- standendur blaðsins við því að af útgáfu verði og hafa nú opnað skrifstofu þar sem tekið verður á móti hlutafé og undirbúningur og hönnun blaðsins að einhverju leyti hafin. Búizt er við því að Ijóst verði eftir þessa viku hver' endanleg framvinda hinnar fyrirhuguðu útgáfu verði. Meðfylgjandi mynd er frá afhendingu gjafarinnar, talið f.v.: Sigurður Magn- ússon, framkvæmdastjóri félagsins, Jónína Guðmundsdóttir, forstöðukona Kndurhæfingarstöðvarinnar að Háaleitisbraut og auk hennar úr stjórn fé- lagsins Hólmfríður Guðjónsdóttir, Halldór S. Kafnar og Óttar Kjartansson. Þá Salome Þorkelsdóttir, alþingismaður og formaður samtaka sveitarfélag- anna, Guðmundur Oddsson, form. bæjarráðs Kópavogs, Magnús Erlends- son, forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness, Sigurður Sigurjónsson, bæjar fulltrúi í Garðabæ og Björn Ólafsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi. Reykjaneskjördæmi: Sveitarfélögin gefa styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra 100 þús. kr. © INNLENT STJÓRN samtaka sveitarfélaga í Kcykjaneskjördæmi (SASÍR) kom á fund stjórnar Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra 30. desember sl. og afhenti félaginu að gjöf kr. 100.000 — eitt hundrað þúsund krónur — samkvæmt ákvörðun aðalfundar samtakanna fyrr í mánuðinum. í frétt frá Styrktarfélagi lam- aðra og fatlaðra segir, að við af- hendingu gjafarinnar hafi Salome Þorkelsdóttir tekið það fram, að þessi gjöf væri viðurkenningar- og þakklætisvottur fyrir það merki- lega starf, sem unnið væri í þágu fatlaðra barna, sem dvelja í Reykjadal á sumrin á vegum Styrktarfélagsins. Jafnframt ítrekaði hún blessunaróskir sam- taka sveitarfélaganna til Styrkt- arfélagsins fyrir starfsemi þess. Óttar Kjartansson, form. Styrktarfélagsins, þakkaði þessa höfðinglegu gjöf og lét þess getið m.a. í því sambandi, að væntan- lega sæi félagið áður en langt um liði fyrir endann á þeim fram- kvæmdum sem nú stæðu yfir vegna stækkunar Endurhæf- ingarstöðvarinnar að Háaleitis- braut 11—13 í Reykjavík, en síðan væri einmitt á stefnuskrá félags- ins að snúa sér að endurbótum og frekari uppbyggingu í Reykjadal, því þar væri mikið og þarft verk að vinna, en aðstaða hins vegar að mörgu leyti ófullnægjandi. Fóru á vél- sleðum í Herðu- breiðarlindir Mývalnssveit, II. janúar. SÍÐASTLIÐINN laugardag lögðu fímm Mývetningar af stað í leiðang- ur á vélsleðum suður á öræfí allt til Herðubreiðarlinda. Þeir, sem þátt tóku í þessari ferð, voru Hörður Sig- urbjarnarson, Sigríður Einarsdóttir, Gunnar Ingi Gunnarsson, Hinrik Arni Bóasson og Þorsteinn Arthúrs- son. Lagt var af stað héðan úr sveit- inni f.h. á laugardag. Farið var um Heilagsdal, Ketildyngju, að Bræðrafelli og gist þar í ágætum skála um nóttina. Þessi skáli var innréttaður sl. sumar og tekur 12 manns. Átti ferðafólkið ágæta nótt í þessum skála. í gærmorgun var svo ferðinni haldið áfram og ekið austur, norðan Herðubreiðar, og að Þorsteinsskála. Þar var stoppað um stund. Frekar var tafsamt að komast yfir Lindána á vaðinu, en áin var alauð. Tókst það þó að lokum, en eitthvað blotnuðu sumir. Síðan var ekið norður með Jökulsá að þjóðvegi og heim síð- degis. Töldu þeir ferðafélagar þetta hafa verið mjög ánægjulega ferð og rómuðu fegurð og mikilleik öræfanna. Kristján Fyrirlestur STEFÁN Aðalsteinsson flytur fyrirlestur á vegum íslenzka mannfræðifélagsins á fimmtudag- inn um uppruna húsdýra á íslandi. Fyrirlesturinn hefst klukkan 20.30 í stofu 301 Árnagarði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.