Morgunblaðið - 13.01.1982, Síða 23

Morgunblaðið - 13.01.1982, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1982 23 Hjónaminning: Guðríður Gunnlaugs- dóttir - Eggert Engilbertsson Loksins aetla ég að láta verða af því að minnast þeirra mætu hjóna Guðríðar Gunnlaugsdóttur og Eggerts Engilbertssonar, Sunnu- hvoli, Hveragerði, sem bæði létust á sl. ári. Eggert andaðist 24. febr. en Guðríður 12. nóv., og voru þau bæði lögð til hinstu hvílu í Kot- strandarkirkjugarði. Það verða vandfyllt þeirra skörð, bæði valmenni í orðsins fyllstu merkingu. Atvikin höguðu því svo til að ég kynntist þeim ekki fyrr en á fullorðins árum og ég á svipuðum aldri fluttist í Hvera- gerði öllum ókunnug, þá veit mað- ur best hvað að manni snýr, en Eggert og maður minn voru forn- vinir og þannig myndaðist sam- bandið milli heimilanna, sem aldr- ei bar skugga á. Eggert, eða Kalli eins og hann var kallaður af kunn- ugum, var sem segja mátti heima- gangur hjá okkur, og ekki vorum við sátt við þá daga sem Kalli leit ekki inn, honum fylgdi góð- mennska og prúðmannleg fram- koma, hann hafði bætandi áhrif þar sem hann kom, var ráðhollur og greiðvikinn. Bókamaður var Kalli og undi oft við lestur í frí- stundum. Söngelskur var hann og kirkjurækinn, enda í kirkjukór sveitar sinnar meðan honum ent- ust kraftar, trúmaður var hann og ánægjulegt var að eiga við hann samræður um þau efni. Guð launi Þýzkur, tvítugur piltur óskar eftir bréfasambandi við íslendinga á aldrinum 17—20 ára. Ilann skrifar á ensku og þýzku: Daniel Gethmann, Hauptstrasse 40, D-4322 Sprockhövel 1, Germany. Brezkur piltur óskar eftir ís- lenzkum pennavinum. Hann gefur ekki upp aldur í bréfi sínu: Joseph Kearns, 2 Gordon Ave, Newtown, Birminghám 19, England. Tvítugur japanskur piltur er stundar tónlistarnám og hefur borðtennis og tónlist sem helztu áhugamál: Kaksuhiko Sawazaki, Chokyu-so T-go, 177 Asagayaminami 3-chome, Suginami-ku Tokyo, 166 Japan. honum tryggð og hollustu er hann sýndi okkur hjónunum. Blessuð sé minning hans. Guðríður bar sterkan persónu- leika, þekkt fyrir myndarskap að hverju sm hún gekk, frábær handavinnukona, hvort heldur var við prjón, hekl eða ísaum, allt var þetta svo vel unnið að erfitt hefði reynst að betrumbæta enda var hún oft önnum kafin við kvabb- vinnu, það mátti sjá hana sitja með hlaðann á báðar síður, tímun- um saman. Guðríður var hógvær kona, laus við kröfur sjálfri sér til handa, heldur var henni tamara að segja: „Hvað get ég gert fyrir þig?“ Mig langar að minnast á lít- ið atvik sem lýsir henni svo vel. Ég var eitthvað einu sinni búin að koma þarna til þeirra hjóna á Sunnuhvoli, og því enn ókunnug, en sá nóg til þess að það hvarflaði að mér að hitta þessa konu aftur, sem átti svo mikið af prjóna- mynstrum, en svo stóð á að ég var með peysu í verki á stelpuna mína, en var óánægð með fatið, fannst hún eitthvað svo heiðin og svip- laus, og datt nú í mig að hitta þessa konu, ef hún kæmi kannski vitinu fyrir mig, en fannst það þó frekt. Þó fór ég. Og mér var sagt að ganga alla leið innfyrir ófeim- in. Þar sat hún blessunin sem fyrr við handavinnu sína. Eftir stund- arkorn sagði ég eitthvað á þessa leið: „Ég kom eiginlega hingað til þess að fá vit,“ því að svo fannst mér vandi 'mikill. Hún tók af sér gleraugun, leit svo góðlega á mig, og sagði: „Og kemurðu hingað til þess?“ og alltaf breikkaði brosið. „Já, einmitt," svaraði ég. Hún hló svo hjartanlega að ég var viss um endalokin á því erindi, svona var hún. Guðríður var glaðlynd kona, skemmtileg í viðræðum. Þau hjón áttu barnaláni að fagna, en börnin eru 4 talsins, Hulda, Engilbert, Guðrún og Jón. Þau sýndu best af hvaða stofni þau voru vaxin, á þessu erfiða veikindatímabili, stóðu sem einn maður að létta for- eldrum sínum sjúkdómsbyrðina. Við hjónin vottum syrgjendum dýpstu samúð. Blessuð sé minning þessara mætu hjóna. S.Þ. Hveragerði. t Fóstursystir mín, SIGURLAUG ÞÓRÐARDÓTTIR, andaöist i Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, 11. janúar. Hallur Kristjónsaon + Móðir okkar, tengdamóöir og amma, INGIBJÓRG KRISTJÁNSDÓTTIR FLYGENRING, lést á Hrafnistu mánudaginn 11. janúar. Jaröarförin auglýst síöar. Ólafur Flygenring, Kristján Flygenring, Þórarinn Flygenring, Edda Flygenring, tengdabörn og barnabörn. t Móöir mín, tengdamóöir oa amma, MARGRET STEFÁNSDÓTTIR, er látin. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey. Þökkum auösýnda samúö. Renate og Haukur Heiöar og barnabörn. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÞÓR SKAFTASON, yfírvélstjóri, Blönduhlíö 11, Reykjavík, verður jarösunginn fimmtudaginn 14. janúar, kl. 10.30 frá Foss- vogskirkju. Blóm eru vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á Slysavarnafélag íslands. Hulda Helgadóttir, Guörún K. Þórsdóttir, Páll Þorsteinsson, Hildigunnur Þórsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson og barnabörn. Maöurinn minn. t EGILL HALLGRÍMSSON, fyrrverandi kennari, Bárugötu 3, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 14. janúar. kl. 13.30. Elín Pálsdóttir Maöurinn minn. lézt 11. janúar. t GUNNAR KRISTINSSON, Sunnuvegi 15, Svanhildur Guömundsdóttir Eiginmaöur minn, JENNI KRISTINN JÓNSSON, Álfheimum 44, andaöist í Landspitalanum, 11. janúar. Svava Sveínsdóttir t Móöir mín og systir okkar, SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, er lést 31. des., veröur jarösungin frá Nýju kapellunni viö Foss- vogskirkju, fimmtudagínn 14. jan., kl. 10.30. Herdís Gróa Elísdóttir, Valur Guömundsson, Jónas Guömundsson, Hallfriður Guömundsdóttir, isafold Guðmundsdóttir, Leifur Guömundsson. t Hjartkær sonur okkar og bróöir, SÆMUNDUR Þ. SIGV ALDASON, Faxabraut 36 C, Keflavík, andaöist 1. janúar 1982. Jaröarförin hefur farið fram. Þökkum auösýnda samúö. Guðlaug Bergmann, Sigvaldi Jónsson, Hreggviður Bergmann, Jóhann Sigvaldason. t Faöir okkar, SVEINN JÓNASSON, fyrrum bóndi að Efrirotum, Vestur-Eyjafjöllum, sem lést annan dag jóla að vistheimilinu Kumbaravogi, veröur jarösunginn frá Eyrarbakkakirkju, laugardaginn 16. janúar kl. 13.30. Guðfinna Sveinsdóttir, Sigurður Sveinsson, Jóhann Sveinsson, Nína Sveinsdóttir, Jónas Sveinsson, Víkingur Sveinsson, Hrafnhildur Sveinsdóttir. t Faöir okkar og tengdafaöir, KRISTINN VIGFÚSSON, trésmíöameistari, Bankavegi 4, Selfossi, sem lézt 5. janúar sl. veröur jarösunginn frá Selfosskirkju laugar daginn 16. janúar kl. 14.00. Bílferð veröur frá Umferöarmiöstööinni kl. 12.00. Guömundur Kristinsson, Ásdís Ingvarsdóttir, Sigfús Kristinsson, Sólveig Þóröardóttir, Hafsteinn Kristinsson, Laufey Valdimarsdóttir. t Útför mannsins míns, föður okkar og sonar, SVANS LAURENCE HERBERTSSONAR, (fæddur Word), Hraunbæ 10, fer fram frá Kristskirkju, Landakoti, fimmtudaginn 14. janúar kl. 15.00. Margrát Síguröardóttir, Patrick Svansson, Sigriöur Jenny Svansdóttir, Eva Lísa Svansdóttir, Jenny Clausen, Herbert Albertsson. t Þökkum hlýjar kveðjur og viröingu viö minningu móður minnar, tengdamóöur og ömmu, SVANLAUGAR EINARSDÓTTUR. Anna Margrét Þorsteinsdóttir, Hörður Jónsson, v», Jón Ragnar Haröarson, Svanlaug Elín Haröardóttir. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför ARNBJARGAR ASBJORNSDÓTTUR frá Noröur-Vík. Ragnar F. Jónsson, Aöalbjörg Sigtryggsdóttir, Ásbjörn Jónsson, Margrét Einarsdóttir, börn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.